Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Qupperneq 14
14 FÓKUS - VIÐTAL 15. mars 2019 V enesúela er staðsett í norð- urhluta Suður-Ameríku og liggja landamærin meðal annars að Brasilíu og Kól- umbíu. Landið var áður nýlenda Spánverja en öðlaðist sjálfstæði á 19. öld. Venesúela býr yfir stærstu þekktu olíulindum heims. Landið hefur verið mikið í fréttum undan- farin misseri vegna frásagna af hungursneyð, mannréttindabrot- um og landflótta. Árið 1998 komst sósíalistinn Hugo Chavez til valda eftir friðsamlegar og óumdeildar kosningar en hann naut mikilla vinsælda almennings. Vinsæld- irnar dvínuðu er leið á valdatím- ann vegna ákafrar þjóðnýtingar- stefnu stjórnvalda, óðaverðbólgu og vaxandi fátæktar. Chavez lést árið 2013 en við embætti forseta tók þáverandi ráðherra í ríkisstjórn hans, Nicolas Maduro. Ástandið í landinu er talið hafa versnað enn frekar undir stjórn hans og er Maduro talinn mjög valtur í sessi. Stjórnarandstæðingurinn Juan Guaido hefur lýst sig opin- berlega forseta landsins en hann nýtur stuðnings Bandaríkjamanna og fleiri andstæðinga stjórnvalda í Venesúela. Hafði alltaf illan bifur á Chavez Caryna Gladys Bolivar Serge flutt- ist til Íslands árið 2002 en þá var ástandið ekkert í líkingu við það sem það er núna. Caryna kenn- ir jóga og súmba, starfar sem einkaþjálfari hjá Reebok Fitness og kennir leikfimi hjá Félagsmið- stöð eldri borgara. Hún er gift ís- lenskum manni og á með honum dóttur. Hluti af fjölskyldu Carynu býr í föðurlandinu við þröngan kost. „Þegar Hugo Chavez komst til valda var hann mjög vinsæll. En mér leist alltaf illa á hann. Mér fannst hann kynda undir hatri og sundrung, var með popúlísk- an málflutning. Hann skipti öll- um í „við“ sem voru öreigarnir og „þeir“ sem voru hinir ríku,“ segir Caryna en hún telur að ástandið hafi versnað mikið síðan Chavez féll frá. Stefnan var þó frá honum komin og fór harðnandi: „Þeir fóru að þjóðnýta allt og eyðilögðu einkageirann með undirboðum á vöru, til dæmis opnaði ríkið matvöruverslan- ir þar sem verðlag var langt und- ir því sem tíðkaðist í einkaversl- unum. Enginn gat keppt við þessi verð og ef einhverjir héldu velli þá voru þeir bara teknir úr umferð. Þeir náðu líka tökum á öllum fjöl- miðlum. Þeir lokuðu ekki fjölmiðl- um en þeir fjölmiðlar sem töluðu gegn stjórnvöldum misstu einfald- lega útsendingarleyfi.“ Sýndarkosningar – námsmenn pyntaðir og myrtir Caryna segir að reglulega séu haldnar kosningar í Venesúela en ekkert sé að marka þær. „Því er haldið fram að kosningarnar séu leynilegar en þú þarft að gefa upp kennitöluna þína og svo þegar það gerist að til dæmis opinberir starfsmenn greiði atkvæði gegn stjórnvöldum þá eru þeir reknir fyrirvaralaust.“ Caryna segir að stjórnvöld beiti ýmsum fantabrögðum gegn frið- samlegum mótmælum sem færast mjög í vöxt í landinu. „Námsmenn hafa verið í fararbroddi í mótmæl- um en þeir hafa margir verið fang- elsaðir, pyntaðir og myrtir. Herinn sprautar oft táragasi á mótmæl- endur og svo hafa stjórnvöld tíðk- að að hleypa föngum úr fangelsi, vopna þá og segja þeim að skjóta á mótmælendur. Þá lítur þetta út í fréttum eins og almennir borgar- ar séu að berjast sín á milli þegar í raun það eru vopnaðir útsendar- ar stjórnvalda sem eru að myrða vopnlausa mótmælendur.“ Getur ekki farið til landsins aftur „Ég varð að fljúga til Venesúela árið 2016 því faðir minn var mjög veikur. Lyfjasendingar frá ættingj- um í útlöndum héldu í honum líf- inu en hann fékk mjög takmark- aða læknisþjónustu. Þau lög eru í gildi að allir sem ferðast til Venes- úela eða úr landinu verði að vera með venesúelskt vegabréf. Ég átti slíkt vegabréf sem var í gildi, en þegar ég ætlaði að fara aftur burtu sagði öryggisvörður mér að ég gæti ekki farið vegna þess að það væri úrelt form á passanum. Ég ræddi við annan öryggisvörð og grátbað hann um að hleypa mér burtu því ég ætti ekki heima þarna og ætti fjölskyldu á Íslandi. Ég fékk á endanum að fara en vegabréfinu var haldið eftir og ég get því ekki farið þangað aftur því enginn get- ur ferðast til landsins án venesú- elsks vegabréfs.“ Caryna segir að faðir hennar hafi nær eingöngu fengið þau lyf sem ættingjar erlendis útveguðu honum en hann lést í fyrra. Car- yna gat ekki verið við jarðarförina hans þar sem hún hefur ekki vega- bréf lengur til að ferðast til lands- ins. Hún segir að margar hryllings- sögur séu til af fólki sem dáið hafi í Venesúela vegna þess að það fékk ekki læknisþjónustu. Í landinu býr móðir hennar og systir, en önnur systir hennar flúði ástandið til Spánar; einnig margt frændfólk. Hún segir að þetta fólk tóri vegna peningagjafa frá henni og öðrum ættingjum erlend- is. Aðrir séu mun verr staddir og svelti heilu hungri enda sé tvöfalt hagkerfi í landinu, annars vegar dollarakerfi og hins vegar gjald- miðill landsins. Þeir sem eigi ekki erlendan gjaldmiðil séu illa stadd- ir enda verðbólga um 1000 pró- sent. Glæpamenn og eiturlyfjasalar við stjórn „Þessir menn fela sig mikið á bak við merkimiðann sósíalismi til að koma sér í mjúkinn hjá sósíalísk- um ríkjum en í raun eru þetta fyrst og fremst glæpamenn. Margir þeirra eru viðriðnir eiturlyfjasmygl suður á bóginn. Þeir koma fram við varnarlausan almenning af ill- mennsku og í rauninni hata þeir þjóðina því allur almenningur er á móti þeim,“ segir Caryna. Hún segir að viðskiptaþvingan- ir og önnur afskipti erlendra ríkja hafi ekkert að gera með ástandið enda séu viðskiptaþvinganirnar nýtilkomnar og feli meðal annars í sér frystingu á eignum valdhafa. Vandinn sé að öllu leyti heimatil- búinn. Aðspurð um stjórnmála- skoðanir sínar segir Caryna: „Ég þoli ekki orðið sósíalisma vegna ástandsins þarna. En Íslendingar þurfa samt að gera sér grein fyrir því að það sem er í gangi í Vene- súela er eitthvað sem er óra- fjarri hugmyndum Íslendinga um sósíal isma.“ Caryna unir hag sínum á Ís- landi mjög vel og segir að Ís- lendingar hafi tekið henni opnum örmum frá fyrstu stundu. nSuðurlandsbraut 14 • 108 Reykjavík • Sími 588 0188 • slysabaetur@slysabaetur.is VIÐ SÆKJUM BÆTURNAR Ekki flækja málin. Af tvennu illu myndi fólk frekar velja erlend afskipti en að þessi ríkisstjórn sé áfram við völd. Það kann að hljóma brjálæðislega, en flestir myndu fagna því ef Bandaríkjaher myndi ráðast inn í landið á morgun. Fólk hugsar með sér að þeir gætu aldrei verið verri en núverandi valdhafar,“ segir Caryna Gladys Boli- var Serge sem er frá Venesúela. Caryna hefur búið á Íslandi frá árinu 2002 en hluti af fjölskyldu hennar býr enn í föðurlandinu. Að sögn Carynu er ástandið skelfilegt í Venesúela og fer dagversnandi. Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Caryna er frá Venesúela: Ríkisstjórnin hatar fólkið í landinu „Þessir menn fela sig mikið á bak við merkimiðann sósíal- ismi til að koma sér í mjúkinn hjá sósíalískum ríkjum en í raun eru þetta fyrst og fremst glæpamenn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.