Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Qupperneq 33
Stóra bílablaðið 15. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ Láttu okkur flytja inn bílinn þinn fyrir þig! BETRI BÍLAKAUP: Betri bílakaup er fyrirtæki sem þjónustar almenning við kaup á bílum að utan og við flutning til landsins. Með slíkum hætti fást bílarnir á mun lægra verði en í gegnum bílaumboð. Á undan­ förnum tæpum tveimur árum hefur Betri bílakaup flutt inn með þessum hætti á annað þúsund gæðabíla fyrir ánægða kaupendur. Í þessum hópi eru meðal annars hátt í 500 bílar af gerðinni Mitsubishi Outlander PHEV og fjölmargir af tegundinni Volvo, ýmist í forpöntun­ um á nýjum bílum eða innflutningi á lítið keyrðum nýlegum bílum. „Við sjáum um allt fyrir kaupandann, frá a til ö. Kaup­ samningurinn við erlenda bílasölu er á nafni kaupandans en við sjáum um alla pappírsvinnu og inn flutninginn. Eimskip flytur bílinn og hann er tryggður alla leið. Þessi aðferð við bílakaup tryggir kaup endum hagstæðara verð en áður hefur þekkst. Einnig erum við með www. betribilasalan.is sem er netbílasala og getum við selt fyrir þig gamla bílinn meðan sá nýi er á leiðinni,“ segir Brynjar Valdimarsson hjá Betri bílakaupum. Fyrirtækið er til húsa að Ármúla 4–6. Að sögn Brynjars er allt kaupferlið hjá Betri bílakaupum mjög gegnsætt og þægilegt: „Segjum að þú sért væntanlegur kaupandi, þú ert að leita að bíl. Þú segir okkur hvernig bíl þú vilt eignast og við finnum hann fyrir þig. Við tökum fasta þóknun fyrir okkar þjónustu, 249.900 kr. með vsk. Við semjum um verðið fyrir þig við erlendu bílasöluna og þú greiðir bílinn beint til þeirra. Við erum með samning við Eimskip sem nýtist þér. Þegar þú ert búinn að greiða bílinn þá sjáum við um allt fyrir þig; flutninginn, skráningu bílsins, tollafgreiðsluna og afhendum þér svo bílinn hjá okkur í Ármúla 4.“ Mitsubishi Outlander PHEV Gott úrval, sérstaklega hagstætt verð og mikil gæði eru það sem viðskipta­ vinir Betri bílakaupa uppskera. Mikil áhersla er lögð á svokallaða græna bíla og segir Brynjar þá vera um 90% af þeim bílum sem viðskipta­ vinir kaupa í gegnum fyrirtækið. Er þá ýmist um að ræða raf­ eða blendingsbíla (hybrid bensín+­ rafmagn). „Við bjóðum upp á hinn glænýja og frábæra Mitsubishi Outlander PHEV, en hann hentar einstaklega vel íslenskum aðstæðum. Þessir bílar hafa verið gríðarlega vinsælir á Íslandi enda mjög ríkulega útbúnir og með langa ábyrgð. Það er 5 ára almenn verksmiðjuábyrgð og 8 ára rafhlöðuábyrgð. Framleiðsluárið 2019 fékk ýmsar stórgóðar viðbætur. Sem dæmi má nefna lengri drægni á rafmagni, hljóðlátari bensínmótor, meira akstursöryggi auk þess sem bíllinn er sparneytnari og kraftmeiri. Verð frá 4.250.000 kr. miðað við gengi 135 kr. á EUR. Nýr Volvo 2019 „Einnig getum við pantað 2019 Volvo þar sem þú færð að setja bílinn þinn saman eins og þú vilt hafa hann. Í grunninn koma þeir með talsvert meiri búnaði, með lengri ábyrgð, 4 ára almenn verksmiðjuábyrgð, 8 ár á rafhlöðum, og langt undir því verði sem þekkist hér heima. Virkilega öflugir og frábærir lúxusbílar.“ Dæmi um verð á Volvo XC60 T8 R-Design frá 8.165.000 kr.* og Volvo XC90 T8 Momentum 8.915.000 kr.* Með aukahlutapakka upp á meira en 1.200.000 kr. Nánari upplýsingar eru á vefnum betribilakaup.is. Fyrirspurn­ um er einnig svarað í síma 511­2777.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.