Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Síða 35
Stóra bílablaðið 15. mars 2019KYNNINGARBLAÐ Réttingaverkstæðið og bíla-málunarþjónustan Bílalökkun Kópsson þjónustar flestöll tryggingafélög landsins með bíla sem hafa lent í tjóni eða óhöppum. „Auðvitað bjóðum við líka upp á þjónustu okkar fyrir almenna við- skiptavini og fyrirtæki. Þá bjóðum við upp á réttingar, bílamálun, rúðuskipti, rúðuviðgerðir og sérsmíði. Þar fyrir utan þjónustum við mikið til bílaleig- ur og bílaumboðin, þar með taldar umboðsbifreiðar Brimborgar. Einnig höfum við þjónustað TESLA bifreiðar í tjónaviðgerðum og almennum CLAIM viðgerðum með leyfi TESLA fram- leiðandans síðan 2013,“ segir Brynjar Smári Þorgeirsson. Gott orðspor og afspurn „Það hefur alltaf verið mjög mikið að gera hjá okkur nánast frá upphafi og engin lognmolla. Fyrirtækið var stofnað í ársbyrjun 1973 og hefur ætíð verið í Kópavogi. Það segir líka sitt að fyrirtækið er enn rekið á sömu kennitölu og í upphafi. Fastakúnna- hópurinn er orðinn gríðarlega stór og tryggur enda leggjum við ávallt upp með að gera viðskiptavininn ánægðan, sama hversu smátt eða stórt verkið er. Gott orðspor og afspurn er jú besta auglýsingin sem völ er á,“ segir Brynjar. Allt sem þér gæti dottið í hug! „Við bjóðum upp á sérsmíði eða „custom“ vinnu fyrir fólk hvað varðar breytingar á bifreiðum og tækjum. Þá bjóðum við upp á lökkun til að breyta lit, almennar breytingar á útliti bíla, erum með spoiler kit, dekk og felgur. Þá erum við með gott úrval af hvers kyns bílatengdum vörum sem og varahlutum. Allt sem þér gæti dottið í hug, það framkvæmum við!“ Bílalökkun Kópsson er með bílaleigu fyrir viðskiptavini á staðnum ef þörf er á slíku meðan á viðgerð og breyting- um stendur. Einnig er fyrirtækið með frítt tjónamat fyrir viðskiptavini. Einn nýjasti réttingarbekkur landsins „Fyrir réttingar þá höfum við yfir að búa einum nýjasta tölvustýrða Car-O-Liner réttingarbekk landsins, sem gerir alla vinnu öruggari og þægilegri. Þá leggjum við mikla áherslu á gæði varahluta sem eru nánast undantekningarlaust keypt- ir upprunalegir frá framleiðanda hverrar bifreiðar fyrir sig. Við vinnum þá eftir skilvirku gæðakerfi og fyrir- mælum framleiðanda hverju sinni.“ Smá ást eftir veturinn Nú er veturinn að verða búinn og vorið farið að láta kræla á sér og þá er mikilvægt að skoða ástand lakksins á bifreiðinni, enda má ætla að frost, salt, tjara, ryk og sandkast hafi haft miður góð áhrif á lakkið yfir veturinn. „Við bjóðum upp á mössun og lakkhreinsun bifreiða, ásamt hinum ýmsu lakkvörnum og höfum gert slíkt í áratugi. Gott almennt viðhald er auðvitað besta verðmætavarslan fyrir fólk sem annt er um bifreið sína. En stundum þarf bíllinn smá aukaást og þá er tilvalið að koma t.d. með hann í mössun til okkar. Það skerpir á litnum og gefur flottan glans. Einnig bjóðum við upp á mótorþvott og erum við sérstaklega útbúnir til slíks gufuþvotts,“ segir Brynjar. Bílalökkun Kópsson er staðsett að Smiðjuvegi 68, Gul gata, 200 Kópavogi. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook: Bílalökkun Kópsson ehf Sími: 586-8484 Netpóstur: bilalokkun@bilalokkun.is Instagram: Kópsson Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á BÍLALÖKKUN KÓPSSON EHF:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.