Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Page 48
Fyrirtækjalausnir 15. mars 2019KYNNINGARBLAÐ Byltingarkennd nýjung í fjártæknigeiranum Greiðsluþjónustan myPOS er byltingarkennd nýjung í fjártæknigeiranum, sérhönnuð fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. Engin þörf á þriðja aðila myPOS hóf að veita greiðslu þjónustu árið 2014 og hefur síðan vaxið gríðarlega hratt og er í dag með um 100.000 viðskiptavini víðs vegar um Evrópu. myPOS hóf að veita þjónustu á Íslandi í upphafi árs 2017 við mjög góðar undirtektir. myPOS er í raun og veru allt í einum pakka, það er bæði færsluhirðir og rafeyrisfjármála­ stofnun. Viðskiptavinurinn fær posa, rafeyrisreikning í öllum þeim gjaldmiðlum sem honum hentar og debetkort tengt reikningnum. Þannig er engin þörf á þriðja aðila eða bankastofnun til að móttaka greiðslur frá færsluhirðinum. Fjöldi verðlauna myPOS hefur á aðeins fimm árum unnið til fjölda verðlauna fyrir greiðsluþjónustuhugbúnað sinn og notendavænan heimabanka. Núna í febrúar var myPOS valið besta POS nýsköpunin í greiðslu­ þjónustu og besta hugbúnaðarlausn í heimabanka af Merchant Payment Ecosystem (MPE Award). myPOS var jafnframt tilnefnt sem einn af þremur bestu færsluhirðum í Evrópu. Engin mánaðargjöld myPOS sker sig úr með tvennum hætti. Viðskiptavinurinn kaupir posann og þarf því ekki að borga mánaðarleg leigugjöld til eilífðar, eins og hefur verið hefðin á Íslandi. Þannig getur viðskiptavinurinn sparað sér háar fjárhæðir til lengri tíma litið eða borgað upp posann með um það bil sex mánaða leigu. Gert upp samstundis Þar að auki gerir myPOS upp samstundis bæði debet­ og kreditkortafærslur, sem enginn annar býður upp á. Greiðslan er aðeins sekúndur að skila sér frá posanum inn á myPOS­ reikninginn þar sem viðskipta­ vinurinn hefur samstundis aðgang að fjármunum sínum með því að nota debetkortið sem fylgir reikningnum. Einnig getur viðskiptavinurinn millifært af myPOS­reikningnum til annarra fjármálastofnana um allan heim og móttekið greiðslur með sama hætti og aðrir hefðbundnir bankareikningar. Þurfa ekki að gefa upp korta­ upplýsingar í gegnum síma myPOS er kjörin lausn fyrir ferða­ mannageirann. Viðskiptavinurinn getur sent greiðslubeiðni eða tekið símgreiðslu í hvaða mynt sem er. Greiðslubeiðni er veflinkur sem þú sendir til greiðandans þar sem hann fyllir út sínar kortaupplýsingar sjálfur, en í dag eru margir sem eru feimnir við að gefa upp sínar korta­ upplýsingar í gegnum síma. Hafðu verðskrána í dollurum, evrum, pundum … Ef greiðandinn vill borga í EUR eða USD, þá getur þú sent greiðslubeiðni úr símaappinu í þeirri mynt sem greiðandinn vill borga í. Þú færð síðan greiðslubeiðnina gerða upp í þeirri mynt sem hentar þér. Þannig getur þú haft verðskrána þína í dollurum fyrir Bandaríkjamenn, evrum fyrir Evrópubúa og í pundum fyrir Breta. Hefðbundnar símgreiðslur (MOTO) getur þú einnig rukkað í hvaða mynt sem er í gegnum símaappið eða beint í gegnum heimabankann. Tilvalið fyrir innflutningsaðila myPOS er einnig tilvalin lausn fyrir innflutningsaðila. Þeir geta þá stillt sjálfan posann í ISK en fengið uppgert í hvaða mynt sem hentar hverju sinni. Þannig er hægt með einu handtaki að breyta uppgjörs­ myntinni úr ISK í EUR ef þarf að safna evrum fyrir næstu innkaup. Jafnframt er hægt að færa gjaldeyri á milli gjaldeyris reikninga eftir þörfum hverju sinni. Allir posarnir koma með fríu 3G­símkorti og virka hvar sem er. Þá einnig hægt að tengja þá við WiFi. Hægt er fá posa með snertiskjá (Smart N5), þann klassíska með útprentun (Combo 210) eða lítinn og nettan sem er minni en iPhone og án prentara (Mini Ice). Komið til að vera! Eftir frábæra byrjun liggur nokkuð ljóst fyrir að myPOS er komið til að vera sem nýr valkostur sem greiðslu­ þjónustuaðili fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja nútíma greiðsluþjónustu. Nánari upplýsingar má finna á posinn.is eða skrifstofu myPOS að Suðurlandsbraut 6. Netfang: mypos@mypos.is Sími: 571­7510 myPOS Mini Ice er ótrúlega handhægur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.