Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Side 53
FÓKUS 5315. mars 2019 R akel Unnur Thorlacius, 29 ára, er menntaður stílisti, tískuritstjóri og annar eigenda vintage-fataversl- unarinnar Wasteland sem var opnuð í miðbænum, við Ingólfs- stræti 5, í gær, fimmtudag. Rakel Unnur segir að einn af lyklunum að hennar velgengni hafi verið að hætta að drekka áfengi. Hún sagði skilið við áfengi fyrir þremur og hálfu ári. Síðan þá hefur hún áork- að meiru en hún hefði nokkurn tíma geta ímyndað sér. Rakel Unn- ur segir að draumar geti ræst enda er líf hennar nú eins og hana hafði dreymt um. Vildi vera öðruvísi Rakel Unnur ólst upp í Breiðholti og flutti til Hafnarfjarðar tólf ára gömul. Frá því að hún man eftir sér hefur hún haft áhuga á öðru- vísi fötum. „Mig hefur alltaf langað að klæða mig öðruvísi. Þótt ég fylgdi tískustraumnum var ég alltaf með mína eigin sýn á fatnað,“ segir hún. Rakel Unnur útskrifaðist af fatahönnunarbraut í FG með stúd- entspróf. Eftir útskrift vann hún sem verslunarstjóri í vintage-fata- verslun í Reykjavík. Þorði ekki að drekka áfengi Þegar Rakel Unnur var að verða tvítug byrjaði hún að drekka áfengi. Hún rifjar upp kvöldið sem hún ætl- aði fyrst að smakka áfengi, þegar hún var átján ára gömul. „Ég og mamma höfum alltaf ver- ið bestu vinkonur og ræddum um áfengi áður en ég sagði við hana að mig langaði að prófa að drekka. Hún keypti handa mér Breezer og sagð- ist vera heima, tilbúin við símann ef mig vantaði eitthvað,“ segir Rakel Unnur og hlær. „Ég tók einn sopa af drykknum og hugsaði svo: Nei. Ég þori þessu ekki. Ég hætti við og gaf vinkonum mínum drykkinn minn. Ég var alltaf sátt við að fara með kippu af kókó- mjólk í partí þegar ég var yngri.“ Félagslegur þrýstingur Aðspurð af hverju hún hafi byrjað að drekka tæplega tvítug segir Rakel Unnur að félagslegur þrýstingur hafi leikið þar stórt hlutverk. „Ég byrjaði ekki að drekka fyrr, því mér leið ekki vel með þá hug- mynd að drekka og þorði því ekki. Mér fannst óþægilegt að sjá hvern- ig fólk gat breyst undir áhrifum. En pressan var mikil og á endanum lét ég undan, mig langaði að vera með. Það er rosalega mikil pressa í samfélaginu um að drekka,“ seg- ir hún. Rakel Unnur er nýflutt aftur heim til Íslands frá Danmörku. Hún segir pressuna í Danmörku vera gríðarlega. „Það er rosalega mikil pressa um að drekka í Danmörku. Ég hef lent í því að spyrja um óáfenga kokteila og var boðinn bjór í stað- inn. Það er mjög mikil bjórmenn- ing í Danmörku og ungir krakk- ar drekka með foreldrum sínum þar og eru ekki að fela það fyr- ir þeim. Mér finnst að allir ungir krakkar ættu að geta rætt við for- eldra sína um áfengi. Því þá geta foreldrar verið til staðar þegar og ef þá langar að prófa.“ London Árið 2014 flutti Rakel Unnur til London, þá var hún 25 ára. Hana langaði að verða fatahönnuð- ur, enda útskrifaðist hún af fata- hönnunarbraut. En með tíman- um komst hún að því að draumar hennar lágu annars staðar. „Eftir að ég útskrifaðist vann ég í vintage-fataverslun og var þar verslunarstjóri í fjögur ár. Ég fann hvað ég hafði mikinn áhuga á vin- tage-fatnaði. Mig hefur líka aldrei langað að vera eins og aðrir. Ísland er svo lítið. Það er svo auðvelt að falla í þægindarammann og þora ekki að vera áberandi, í rauninni, því við erum svo fá. Okkur finnst það óþægilegt,“ segir Rakel Unnur. „Ég komst að því að með vin- tage-fatnaði gat ég klæðst ein- hverju sem enginn annar átti Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Hætti að drekka og ákvað að láta drauminn rætast „Það sem ég er búin að afreka síðan ég hætti að drekka er ótrúlegt MYNDIR: HANNA ANDRÉSDÓTTIR /DV GODDI.IS Auðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550 Sauna- og gistitunnur ásamt við rkyntum pottum Sjáðu úrvalið á goddi.is Margar gerðir Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð aðei s 58.500 kr. Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð frá 58.500 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.