Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Qupperneq 68

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Qupperneq 68
68 FÓKUS 15. mars 2019 Frægir Íslendingar á fermingardaginn Fermingar eru framundan, en þær fyrstu verða 24. mars. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru einstak- lingar sem verða 14 ára í ár um 4.300 talsins og því ljóst að mikill fjöldi mun fermast, þó að alltaf séu einhverjir sem kjósi að sleppa því. Þau okkar sem hafa fermst eiga minningar um ferm- ingardaginn: góðar, slæmar, vandræðalegar, fyndnar og allt þar á milli. DV fékk nokkra þekkta einstaklinga til að rifja upp fermingardaginn og deila með lesendum mynd og minningu frá þessum merkisdegi. „Ég fermdist með frænku minni og frænda. Ég man hvað mér fannst ég svo fullorðin og fullfær um að taka mínar ákvarðanir þar sem ég væri nú að fermast, hélt svo mikið að allt myndi breytast, en allt var eins daginn eftir og ég ekkert vitrari. Ég eignaðist minn fyrsta hest og var það versti hestur sem nokkur maður gæti hugsað sér, man í eitt skipti þegar mamma ætlaði að prófa hann, því foreldrar mínir héldu að ég væri bara svona óörugg með hann og kynni ekki almenni­ lega á hestinn. En mamma stökk á bak og hann kastaði henni af sér og rifbeinsbrotnaði hún við fallið. Eftir það vorum við fljótar að skipta honum út fyrir einn gamlan og góð­ an reiðhest.“ „Ég þurfti að fara úr eigin fermingarveislu (með fermingarpeningana í jakkafata­ vasanum) til þess að taka á móti verðlaunum „besti markvörðurinn“ á íshokkímóti sem hét Björninn Cup. Þar kepptu bæði íslensk og er­ lend lið, ég var yngstur á mótinu og því afar ánægður með árangurinn.“ „Ég klæddi mig á fermingar­ daginn og fannst ég mesta gella i heimi í fötum úr 17. Var orðin 180 sentimetrar á hæð en fór samt í skó sem bættu 10 sentimetrum við hæðina. Gekk út í daginn og fannst ég geggjuð. Í dag, hins vegar, átta ég mig á því að ég var aðeins að misskilja lífið og útlit mitt. Í kirkjunni sat besta vinkona mín á svölunum og geiflaði sig og gretti allan tímann framan í mig, ég hristist og grét af hlátri aftast og mamma starði á mig með augum sem hefðu getað drepið. Henni fannst ég ekk­ ert sérstaklega þroskað ferm­ ingarbarn. Fermingarmyndin mín er skólabókardæmi um að það er von fyrir alla.“ „Ég man að mér þótti þetta hátíðlegt allt saman og nokkuð skemmtilegt. Ég fór svo í bíó um kvöldið.“ „Ég fór aldrei í fermingarmyndatöku því mér fannst það svo lummó. En eins og alvöru fermingar­ barn gat ég ekki beðið með að taka upp gjafirnar og þá sér í lagi eina. Ég átti von á því nefnilega að fá Sinclair Spectrum­tölvu sem var aðalmálið á þessum tíma. Ósk mín rættist og síðan hefur ekki slökknað á tölvunum hjá mér.“ „Þvílíkur tími til að fermast. Ég fór á hárgreiðslustofu í blástur fyrir athöfn­ ina! Mánuði seinna gerðu Pálmi, Helga og Eiki Hauks slíkt hið sama og stigu svo á svið í Bergen með fyrsta framlag okkar í Eurovision.“ Eva Ruza, skemmti- kraftur og gleðigjafi, 27.mars 1997 Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Pétur Örn Guðmundsson tónlistarmaður, 31. mars 1985 Aron Leví Beck, strjórnmálamaður, 13. apríl 2003 Hafdís Björg Kristjánsdóttir, einkaþjálfari hjá World Class, 12. apríl 2001 „Eftirminnilegur dagur í alla staði. Sérstaklega áhugavert að enginn fugl hafi séð sér tæki­ færi í því að búa til hreiður í þessum fallega rauða makka sem var á hausnum á mér.“ Valdimar Víðisson, skólastjóri og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, 3. maí 1992 Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður, 1983 Karl Olgeirsson tónlistarmaður, 31. mars 1986
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.