Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Qupperneq 48
48 FÓKUS - VIÐTAL 24. maí 2019 morgun vil ég þá vera eins og ég er í dag? Lífið er of dýrmætt til að ég bara sætti mig við eitthvað.“ Funkerar best þegar verkefnin eru mörg Hafdís lætur einkaþjálfunina ekki duga, því hún er einnig með eigið fyrirtæki, Spray tan, sem nú hefur eignast fast aðsetur í Mörkinni 3, þar sem vinkona hennar Hrönn rekur verslun. „Þar er ég með skrif- stofu og tan-stofuna, sem áður var „pop up“-klefi heima hjá mér eða ég mætti með hann heim til fólks. Ég er líka að opna netversl- un með fitnessvörur núna í sumar, og verð einnig markaðsstjóri fyrir Zenz hárvörur, en systir mín er að opna hárgreiðslustofu með þeim vörum.“ Best að vera sjálfstæð „Mig langar ekki að hætta að þjálfa, það er mjög gaman og mér líður aldrei eins og ég sé að mæta í vinnuna. Ég er mikil félagsvera og finnst gaman að þjálfa og það gefur mér mikið,“ segir Hafdís og þegar blaðamaður telur að þarna sé allt upp talið og dagbókin full, bætir Hafdís við að hún sé að byrja með spinningtíma aftur. „Þetta er annan hvern laugardag þegar strákarnir eru hjá pabba sínum, þannig að af hverju ekki? Það er líka gott að byrja helgina á hreyf- ingu. Það er heilmikið að gera og ég funkera best þannig.“ Hafdís hefur unnið 8–4 vinnu og segir ákveðið öryggi og fríð- indi fylgja því. „En það er bara ekki ég, flest störf sem ég hef skoð- að myndu drepa mig úr leiðind- um. Ég þarf að hitta fólk og ég vil geta farið frá án þess að vera með samviskubit, ef til dæmis strákarn- ir eru veikir, eða það er skemmtun í skólanum. Í stað þess að væla út frí, þá get ég hringt í viðskiptavini mína og beðið þá að koma á öðr- um tíma og það er aldrei neitt mál. Ég er föst á því að ég ætla alltaf að vera sjálfstæð.“ Synirnir smitaðir af metnaði Elstu þrír synirnir byrjuðu allir í fótbolta, en pabbi þeirra var eins og Hafdís mikið i fótbolta og hef- ur verið fótboltaþjálfari til margra ára. „Við vorum alltaf mjög virk með þá og þeir hafa fundið sig í íþróttum og hafa áhuga. Sá elsti, Kristján Hjörvar, 14 ára, fann sig í fótboltanum, sem er fyndið af því að okkur var sagt þegar hann greindist heyrnarskertur að hann myndi aldrei finna sig í hópíþrótt- um. Hann var farinn að lesa af vör- um þriggja ára, hann er þannig að hann heyrir ekki í þeim sem eru fyrir aftan hann og færði sig því alltaf aftar á völlinn og er núna að blómstra í marki og farinn að stjórna leiknum. Ég er svo stolt af honum og fegin að við hlustuðum ekki þegar reynt var að takmarka getu hans. Nýlega var hann valinn í unglingalandsliðið undir 15 ára. Sigurkarl, 11 ára, keppir í frjáls- um og blómstrar í kúluvarpinu og Hafþór Björn, 9 ára, er enn í öllu og að finna sig, hvort það verður fót- bolti, körfubolti eða frjálsar kemur í ljós. Ingimar sá næstyngsti byrjar örugglega í fótboltanum líka. Það er best að leyfa þeim að prófa sem flest og leiðbeina þeim svo í eina átt. Ég veit ekki hvað ég prófaði margar íþróttir þegar ég var yngri. Ég dýrka hvað mér finnst ég hafa smitað metnaðinn yfir til þeirra, þeir trúa að þeir geti sigrað heiminn, ef þeir vilja það og setja hausinn í það, þá er það þannig. Ég myndi alltaf fjárfesta í íþróttum fyrir syni mína, frekar en einhverj- um óþarfa fyrir sjálfa mig. Ég held að íþróttir og tómstundir séu svo mikil forvörn, ég trúi því svo inni- lega. Og ég hef upplifað of mikið af því að börn fari ranga leið í lífinu.“ Þar vísar Hafdís til lögreglu- starfsins, en móðir hennar og fleiri ættingjar eru lögreglumenn og fyrri barnsfaðir hennar líka. Hún segist alin upp á lögreglustöðinni í Hafnarfirði og sjálf hafa verið harð- ákveðin í því í grunnskóla að verða lögga. Henni fannst hins vegar að hún gæti ekki boðið sonunum upp á að báðir foreldrar væru í vakta- vinnu, barnsfaðir hennar fann sig í starfinu, sem hann sinnir enn, og hún fór íþróttaleiðina. „Að alast upp hjá foreldri sem er í vaktavinnu er meira en að segja það, þótt mamma hafi látið það ganga upp. Það sem ég upplifði í gegnum það varð þess valdandi að stundum missti ég trúna á mann- kynið. Ég hef sjálf verið í gæslu og hef upplifað að fólk geti verið fífl, og heimurinn er oft ógeðslegri en mann gæti grunað, ef ég væri í þessu daglega held ég að það myndi draga mig svakalega niður.“ Pressa að toppa keppnisformið Framundan er undirbúningur fyr- ir Arnold árið 2020 og Hafdís seg- ir það þolinmæðisvinnu því flokk- urinn hennar sé stór. „Ég gef mér góðan tíma, því markmiðið hjá mér er ekki bara að keppa, held- ur að fá atvinnumannsskírteinið. Hrönn náði sér í það meðan ég eignaðist börn, ég missti aðeins af henni þar. Við erum með styrki í dag, en þetta er á öðru leveli, það er borgað fyrir okkur og uppihald á mótum og fleira. Verðlaun fyrir efstu sex sætin á atvinnumanna- mótum eru háar fjárhæðir. Hugs- aðu þér að keppa á einu móti á ári og svo ertu bara að æfa þig hina dagana. Það er markmið hjá mér að gera það sem ég hef ástríðu fyrir og mig langar í miklu meira. Mér finnst líka pressa á mér, ekki síst frá sjálfri mér, um að toppa síðasta keppnisform. Ég er búin að eign- ast tvö börn frá síðasta móti og finnst ég þurfa að sýna enn frekar að ég get þetta.“ Hafdís segir að fitnessíþróttin fái oft á sig neikvæðan stimpil og talað sé um óheilbrigði. „Þá er fólk aðeins að horfa á niðurskurðinn, sem er átta vikna tímabil fyrir mót, en ég er búin að æfa í tvö ár, sex ár eða annað fyrir mótið. Við vitum hvað við erum að fara út í og erum búin að undirbúa okkur fyrir það. Það skiptir líka máli vera með rétta aðilann með sér, Konni veit alveg hvað hann er að gera og ég treysti honum fyrir öllu og ég treysti hon- um ef hann segir mér að ég sé ekki tilbúin.“ n Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Hafdís er virk á samfélags- miðlunum Snapchat og Instagram: hafdisbk og á heimasíðunni www.virago.is M Y N D : H A N N A /D V Að mæta á æfingu var mitt geðlyf Synirnir Hafdís og synirnir fimm í skírn Sigurðar Gísla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.