Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Qupperneq 54
54 24. maí 2019TÍMAVÉLIN
Sundaborg 3 - 104 Reykjavík - 777 2700 - xprent@xprent.is
SKILTAGERÐ
BÍLAMERKINGAR
BANNER-UP
SÓLARFILMUR
Ráðgjöf
Hönnun
Framleiðsla
Uppsetning
Erjur á milli parsins Heiðdísar
Sesselju Guttormsdóttur og Ey-
þórs Guðmundssonar annars
vegar og nágranna þeirra,
Guðna, hins vegar rötuðu í fjöl-
miðla í nóvember árið 2018.
Bjuggu þau á sveitabæ, skammt
frá Dalvík. DV greindi frá því
að erjurnar væru komnar inn
á samfélagsmiðla og að parið
hefði birt tugi myndskeiða af
samskiptum sínum við Guðna.
Sökuðu þau Guðna meðal
annars um að halda fyrir þeim
vöku með hundum og hann ysi
yfir þau fúkyrðum. Þegar DV
ræddi við Heiðdísi hafði hún
gefist upp á að hafa samband
við lögregluna út af Guðna.
Guðni sakaði þau hins vegar um
að neyta fíkniefna. Hundarnir
eru aðaldeiluefnið og í mynd-
böndunum má sjá þá ráðast á
nautgripi.
Orðaskakið og hrópin gengu
á milli bæjanna. Í einu mynd-
bandinu, sem tekið var upp
klukkan fimm um nótt, mátti
heyra ljótan munnsöfnuð ná-
grannanna en jafnframt svo-
lítið spaugilegan. Eyþór sagði
til að mynda: „Þú ert hommi,“
og Guðni svaraði: „Farðu að
kúka og skilaðu tíund af því sem
Rebbi refur segir.“
Í þéttbýlinu eru nágrannerjur oft
af öðrum ástæðum en í sveitum.
Snúast þær oft um minni hluti en
milljóna króna hlunnindi, en geta
verið jafn harðar engu að síður. Á
tíunda áratug 20. aldarinnar og
fram á næstu öld stóð yfir styr á
milli íbúa í Smáíbúðahverfinu.
Vegna nokkurra trjáa.
Deilan var á milli Kristjáns
Guðmundssonar skipstjóra, og
Baldvins Atlasonar, húsvarðar í
Þjóðarbókhlöðunni, sem bjuggu
í Rauðagerði 39. Árið 1994 keypti
Baldvin íbúð sína af Kristjáni og
fyrst um sinn gekk sambúðin vel.
En allt fór í háaloft þegar
Baldvin sagaði niður nokkur tré í
garðinum. Kristján kærði Baldvin
en tapaði því máli, bæði í héraði
og fyrir Hæstarétti.
„Ég fer í sturtu í vinnunni,“
sagði Baldvin við Fréttablaðið
sem greindi frá málinu í febrúar
árið 2003. Kristján hafði þá skrúf-
að fyrir hitann þannig að ofnarn-
ir voru kaldir og ekki kom heitur
dropi úr sturtunni. Kristján sagði
að Baldvin greiddi ekki hitareikn-
ingana en Baldvin sagðist hafa
reynt það með aðstoð lögreglu
en Kristján ekki viljað taka við
greiðslu.
Kristján kærði Baldvin einnig
fyrir að spila á píanó í tíma og
ótíma en það fór á sömu leið og
hin kæran í héraði.
„Að sjálfsögðu má ég leika á
píanó heima hjá mér. Það er bara
verst að þegar ég reyni að leika þá
byrjar Kristján að spila á hljóm-
flutningstæki í kapp við mig,“
sagði Baldvin.
Dýr valda oft nágrannaerjum. Í
sveitum búfénaður og fjárhund-
ar en í þéttbýli eru kettir algengir
sökudólgar. Sjaldgæfara er að
húsdýr valdi usla í þéttbýli en það
gerðist síðasta haust á Ísafirði.
DV greindi frá því í september
að íbúar í fjölbýlishúsinu við Sól-
götu 8 væru orðnir langþreyttir
á hænsnarækt nágranna sinna á
efri hæð hússins. Þar voru hjónin
Marzena og Wieslaw Nesteruk,
frá Póllandi, með tíu hænur í hag-
anlega uppsettu rými.
Gaggið í hænunum og lyktin
var mikil að sögn nágrannanna,
en þrjár íbúðir eru í húsinu. En
að sögn héraðsdýralæknis þurfti
ekki sérstakt leyfi fyrir færri en
250 fugla.
„Það er með ólíkindum að
þetta sé leyfilegt. Hænur eiga
ekki heima í fjölbýlishúsum,“
sagði einn nágranni við DV.
Fólk í nærliggjandi húsum varð
einnig fyrir ónæði vegna fugl-
anna. Haft var samband við Heil-
brigðiseftirlitið og Matvælastofn-
un en engin úttekt gerð á húsinu.
Elísabet Fjóludóttir héraðsdýra-
læknir rannsakaði hins vegar
íbúðina og sagði aðbúnað dýr-
anna til fyrirmyndar.
„Sá sem heldur fuglana kann
greinilega sitt fag,“ sagði hún.
Fúkyrði um miðjar nætur
Kærður fyrir píanóleik
Hænur í fjölbýlishúsi
Guðni og
hundarnir
Fúkyrði
dags og
nætur.
Heiðdís Hún
og kærastinn
Eyþór birtu
myndbönd af
erjunum.
Píanó Baldvin Atlason lenti
í hávaðakeppni við Kristján,
nágranna sinn.
Hænur Pólsku hjónin, Marzena og
Wieslaw, urðu ekki vinsæl í húsinu.