Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 59
KYNNING Brúðargjafalisti í Kúnígúnd léttir skrefin fyrir brúðhjón og gesti Brúðkaupum fylgir mikill undir-búningur, því er ákaflega þægilegt fyrir verðandi brúð- hjón að stofna brúðargjafalista og klára þá hlið undirbúningsins áður en dagskráin þéttist hvað mest á loka- metrunum. Brúðhjónin geta komið í verslanir Kúnígúnd eða skoðað allt úrvalið á heimasíðunni með góðum fyrirvara, séð hvað stendur þeim til boða og gert sér þannig betur grein fyrir hvað kæmi sér vel að fá nýtt og hvað mætti kannski endurnýja á heimilinu. Brúðkaupslistar, ekki bara fyrir brúðhjónin Eins hefur það sýnt sig að tilvonandi veislugestum þykir gott að fá ábendingar og hugmyndir um hvað kæmi sér best fyrir viðkomandi brúðhjón. Gjafalistinn er aðgengileg- ur gestum bæði á vefsíðu Kúnígúnd og í verslunum þar sem starfsfólk sér til þess að sama gjöfin sé ekki keypt tvisvar með því að merkja við þegar verslað er af listanum. Starfs- fólk Kúnígúnd er öllu vant og getur aðstoðað við stofnun brúðargjafa- lista eða við að velja rétta brúðargjöf. Grætt á gjafalistum Tilvonandi brúðhjón sem stofna brúðargjafalista hjá Kúnígúnd fá gjafabréf að andvirði 15% af því sem verslað er fyrir á listanum ef úttekt af brúðargjafalistanum samsvarar 10.000 krónum að lágmarki. Þess má einnig geta að brúðhjón sem stofna brúðargjafalista í apríl og maí fara sjálfkrafa í pott þar sem hin glæsilega nýja Queen of Hearts KitchenAid hrærivél er í vinning! Aðgengilegur listi hvar og hvenær sem er Kúnígúnd rekur einnig glæsilega net- verslun þar sem einfalt er að stofna, bæta við og skoða brúðargjafalista. Kúnígúnd er jafnframt ein af fáum gjafavöruverslunum landsins þar sem brúðargjafalistinn í heild sinni er aðgengilegur á vefsíðu verslunarinnar sem léttir skrefin fyrir alla, bæði gesti og brúðhjón. Glæsileg matarstell Í Kúnígúnd fæst mikið úrval af vandaðri gjafavöru frá þekktum hönnuðum með áherslu á Norður- löndin. Brúðhjón geta bætt matar- stellum frá m.a. Royal Copenhagen, Georg Jensen, Rosendahl og Villeroy & Boch á gjafalistann, svo fátt eitt sé nefnt. Brúðhjónum er líka velkomið að kíkja í Kúnígúnd Kringlunni til þess að sjá glæsilegar útstillingar og fá hugmyndir að því hvernig má raða saman í matarstell. Royal Copen- hagen-mynstrin eru til að mynda fjölbreytt í lit og gerð og henta sérstaklega vel til þess að blanda mismunandi línum saman í stell. Þá fæst mikið úrval af glösum, karöflum, hnífapörum og öðrum borðbúnaði sem hentar vel í brúðar- gjafir. Brúðhjón setja þá það magn sem þau vantar á listann og starfs- fólk Kúnígúnd hakar við þegar hluti er keyptur af settinu en varan dettur síðan út af lista þegar viðeigandi magn hefur verið keypt. Þannig fá brúðhjónin ekki auka glasapar, kökugaffla sem passa ekki við hnífa- pör og fleira sem veldur því að þau þurfi að standa í vöruskilum og skipt- um fyrstu vikurnar eftir brúðkaupið. Vönduð sængurföt fyrir notalegar hveitibrauðsnætur Fátt kemur góðu hjónabandi af stað eins og vönduð sængur- föt sem auka þægindi og slökun á hveitibrauðsnóttum. Hjá Kúnígúnd fást glæsileg sængurföt, sloppar, handklæði, dúkar, viskastykki og fleira úr 100% egypskri bómull frá Georg Jensen Damask. Úrvalið er mikið og ættu öll hjón að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal annarra glæsilegra vöru- merkja sem fást í Kúnígúnd eru Erik Bagger, Holmegaard, KitchenAid, Le Creuset, Lind DNA, Frederik Bagger, Lyngby Porcelæn og Wusthof. Allar vörur sem keyptar eru í Kúnígúnd eru merktar versluninni og því er auðvelt að skipta og breyta eftir á ef þörf krefur. Starfsfólk Kúnígúnd pakkar vörunum inn í fallegar umbúðir og þar eru einnig fáanleg vönduð kort til sölu til að auðvelda gestum að klára gjafakaupin í heild sinni. Allt úrvalið má skoða í vefversl- uninni kunigund.is, ásamt ítarlegum leiðbeiningum um stofnun brúðar- gjafalista. Brúðhjónum er líka velkomið að heimsækja Kúnígúnd, sem er bæði staðsett í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri og þiggja aðstoð við samsetningu og stofnun brúðargjafalista frá þrautþjálfuðu starfsfólki Kúnígúnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.