Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Page 64
24. maí 2019 21. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 FRITZ HANSEN, ROSENDAHL, STELTON, ERIK JORGENSEN, MARIMEKKO, KNOLL, ARTIFORT, OG ALLIR HINIR Harpa / Skeifan 6 / Kringlan/ Laugavegur 70 / 5687733 / www.epal.is Valdar vörur á stórlækkuðu verði, enn meiri afsláttur! Lokahelgin! Í dag og á morgun, laugardag, 24. - 25. maí. Uber, uber, uber alles! Kjötæta flytur nær Sláturfélaginu H úsvíkingurinn Ævar Aust- fjörð hefur unað hag sínum vel í Vestmannaeyjum, en þar hefur hann búið í níu ár og starfar nú sem kokkur hjá Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja. Ævar hefur vakið mikla athygli fyr- ir matarvenjur sínar, en í lok sum- ars 2017 tók hann áskorun um að borða bara kjöt og drekka vatn í 90 daga. Mataræðið lagðist vel í Ævar, sem hélt því áfram eftir að áskoruninni lauk og hefur honum aldrei liðið betur að eigin sögn. Nú eru nýjar áskoran- ir framundan hjá Ævari, sem er búinn að setja hús sitt í Vest- mannaeyjum á sölu og ráða sig sem kokk í Flúðaskóla, en fjöl- skyldan flytur í lok sumars. „Ástæða flutningsins er fyrst og fremst sú að vera nær barna- börnunum mínum tveimur og takast á við nýja faglega áskorun,“ segir Ævar hress í bragði í samtali við DV. Hann mun keyra daglega til vinnu, en fjölskyldan mun búa á Selfossi. Ævar segir að tíminn í Eyjum hafi verið góður og frábært að búa þar. Aðspurður hvort hann hyggist líka breyta til í mataræðinu sam- hliða flutningnum, svarar Ævar neitandi og segir afbragðs kjöt- bændur um allt Suðurland og ör- ugglega kost að hafa SS í næsta nágrenni. „Ég kaupi samt mest af mínu kjöti frá Við- bót á Húsavík og Kjarnafæði. Þar er boðið upp á gott verð og vöru, af- bragðs þjónustu og fría heimsendingu.“ Ævar kom karate á koppinn í Vestmannaeyjum, stofnaði félag þar og hefur verið ötull þjálfari í sportinu. Hvað verð- ur um félagið þegar hann flytur og hyggst hann stofna annað á Suður- landi? „Ég á von á að þeir sem eru hér í félaginu í Eyjum muni halda starfinu gangandi. Það er ein- hver starfsemi á Selfossi og í Hveragerði, en ég veit ekki hvernig staðan er á því. Ef það er eftirspurn þá er aldrei að vita hvað ég geri.“ n Hvað er Ragga að horfa á? R agnheiður Haralds- og Eiríksdóttir, hjúkrunar- fræðingur og kynlífsráð- gjafi, skrifar pistla á vef- síðu sinni raggaeiriks.com. „Ég beið spennt eftir nýju Netlix-myndinni um eitt af mínum uppáhaldsógeðum, sjálfan Ted Bundy. Eins og flestir varð ég fyrir miklum vonbrigðum, fannst myndin grunn og frekar glötuð, þó að Zach Ephron væri æði í að- alhlutverkinu. Að undan- förnu hef ég glaðst mikið yfir nokkrum seríum, til dæmis Dead to me, Afterlife, Quick- sand og Bonus Family. Ég get líka mælt með grínseríun- um I Think You Should Leave og Lunatics, já, og ég ætla rétt að vona að allir með áhuga á glamúr og drama séu að fylgj- ast með Ru Paul’s Drag Race, og Untucked þar sem við fáum að skyggnast baksviðs og taka þátt í epísku drama hjá dragdrottn- ingunum. Fyrir utan þetta drekk ég í mig flest sem ég finn á YouTube um raðmorðingja, sértrúarsöfn- uði og ýmis- legt annað skrýtið.“ Uber handan við sjóndeildar- hringinn N ú er til umsagnar frum- varp um leigubílamark- aðinn og verður frelsi rýmkað umtalsvert ef það verður að veruleika. Má telja öruggt að akstursfyrirtæk- ið Uber komi þá til landsins, sérstaklega ef að ferðamanna- straumurinn heldur áfram. Margir ferðamenn eru vanir að nota Uber, sem er starfrækt í um 600 borgum víðs vegar um heim, og spyrja þrálátlega um þjónustuna. Tveir hópar eru uggandi um stöðu sína og sjá fram á að þurfa að lækka verð eða snúa sér að öðru. Það eru hinir rót- grónu leigubílstjórar og svo skutlarar sem starfa í svarta hagkerfinu. Spurningin sem eftir situr: Verður áfram hægt að panta „góðan bíl“?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.