Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Qupperneq 64
24. maí 2019 21. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 FRITZ HANSEN, ROSENDAHL, STELTON, ERIK JORGENSEN, MARIMEKKO, KNOLL, ARTIFORT, OG ALLIR HINIR Harpa / Skeifan 6 / Kringlan/ Laugavegur 70 / 5687733 / www.epal.is Valdar vörur á stórlækkuðu verði, enn meiri afsláttur! Lokahelgin! Í dag og á morgun, laugardag, 24. - 25. maí. Uber, uber, uber alles! Kjötæta flytur nær Sláturfélaginu H úsvíkingurinn Ævar Aust- fjörð hefur unað hag sínum vel í Vestmannaeyjum, en þar hefur hann búið í níu ár og starfar nú sem kokkur hjá Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja. Ævar hefur vakið mikla athygli fyr- ir matarvenjur sínar, en í lok sum- ars 2017 tók hann áskorun um að borða bara kjöt og drekka vatn í 90 daga. Mataræðið lagðist vel í Ævar, sem hélt því áfram eftir að áskoruninni lauk og hefur honum aldrei liðið betur að eigin sögn. Nú eru nýjar áskoran- ir framundan hjá Ævari, sem er búinn að setja hús sitt í Vest- mannaeyjum á sölu og ráða sig sem kokk í Flúðaskóla, en fjöl- skyldan flytur í lok sumars. „Ástæða flutningsins er fyrst og fremst sú að vera nær barna- börnunum mínum tveimur og takast á við nýja faglega áskorun,“ segir Ævar hress í bragði í samtali við DV. Hann mun keyra daglega til vinnu, en fjölskyldan mun búa á Selfossi. Ævar segir að tíminn í Eyjum hafi verið góður og frábært að búa þar. Aðspurður hvort hann hyggist líka breyta til í mataræðinu sam- hliða flutningnum, svarar Ævar neitandi og segir afbragðs kjöt- bændur um allt Suðurland og ör- ugglega kost að hafa SS í næsta nágrenni. „Ég kaupi samt mest af mínu kjöti frá Við- bót á Húsavík og Kjarnafæði. Þar er boðið upp á gott verð og vöru, af- bragðs þjónustu og fría heimsendingu.“ Ævar kom karate á koppinn í Vestmannaeyjum, stofnaði félag þar og hefur verið ötull þjálfari í sportinu. Hvað verð- ur um félagið þegar hann flytur og hyggst hann stofna annað á Suður- landi? „Ég á von á að þeir sem eru hér í félaginu í Eyjum muni halda starfinu gangandi. Það er ein- hver starfsemi á Selfossi og í Hveragerði, en ég veit ekki hvernig staðan er á því. Ef það er eftirspurn þá er aldrei að vita hvað ég geri.“ n Hvað er Ragga að horfa á? R agnheiður Haralds- og Eiríksdóttir, hjúkrunar- fræðingur og kynlífsráð- gjafi, skrifar pistla á vef- síðu sinni raggaeiriks.com. „Ég beið spennt eftir nýju Netlix-myndinni um eitt af mínum uppáhaldsógeðum, sjálfan Ted Bundy. Eins og flestir varð ég fyrir miklum vonbrigðum, fannst myndin grunn og frekar glötuð, þó að Zach Ephron væri æði í að- alhlutverkinu. Að undan- förnu hef ég glaðst mikið yfir nokkrum seríum, til dæmis Dead to me, Afterlife, Quick- sand og Bonus Family. Ég get líka mælt með grínseríun- um I Think You Should Leave og Lunatics, já, og ég ætla rétt að vona að allir með áhuga á glamúr og drama séu að fylgj- ast með Ru Paul’s Drag Race, og Untucked þar sem við fáum að skyggnast baksviðs og taka þátt í epísku drama hjá dragdrottn- ingunum. Fyrir utan þetta drekk ég í mig flest sem ég finn á YouTube um raðmorðingja, sértrúarsöfn- uði og ýmis- legt annað skrýtið.“ Uber handan við sjóndeildar- hringinn N ú er til umsagnar frum- varp um leigubílamark- aðinn og verður frelsi rýmkað umtalsvert ef það verður að veruleika. Má telja öruggt að akstursfyrirtæk- ið Uber komi þá til landsins, sérstaklega ef að ferðamanna- straumurinn heldur áfram. Margir ferðamenn eru vanir að nota Uber, sem er starfrækt í um 600 borgum víðs vegar um heim, og spyrja þrálátlega um þjónustuna. Tveir hópar eru uggandi um stöðu sína og sjá fram á að þurfa að lækka verð eða snúa sér að öðru. Það eru hinir rót- grónu leigubílstjórar og svo skutlarar sem starfa í svarta hagkerfinu. Spurningin sem eftir situr: Verður áfram hægt að panta „góðan bíl“?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.