Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Page 11
29. mars 2019 FRÉTTIR 11 virðist ekki eingöngu regluverk­ inu um að kenna. Starfsandinn er sagður gríðarlega slæmur og yfirmennirnir úr takti við raun­ veruleikann. Kurr vegna jólahlaðborðs Sem dæmi um stjórnunarhætti var bent á að veiðieftirlitsmenn hefðu verið sendir til að kanna hvort far­ þegum á hvalaskoðunar bátum, sem gerðir eru út frá Reykjavík, væri boðið að veiða á stöng í þess­ um ferðum. Það tók eftirlitsmenn­ ina klukkustund að komast að því að svo er ekki. Þeir tilkynntu þetta til yfirmannsins sem hafði skipulagt eftirlitið og fengu þau fyrirmæli að þeir skyldu samt sem áður hanga niðri við Reykjavíkur­ höfn það sem eftir lifði vinnudags­ ins til að fylgjast með þessu. Þá hefur verið mikill kurr inn­ an stofnunarinnar vegna jólahlað­ borðs hennar sem var haldið í Reykjavík í desember. Þar var starfsfólki boðið til veislu í há­ degi á föstudegi, sem er að sögn nýbreytni því þetta hafi alltaf ver­ ið að kvöldi til. Eftirlitsmenn á suðvestur­ horninu vildu ekki mæta í hádeginu því að samkvæmt samningi þeirra við Fiskistofu fá þeir greidda yfirvinnu eft­ ir hádegi á föstudögum og vildu ekki missa hana. Þetta fór að sögn mjög illa í yfirmenn veiðieftirlits­ sviðsins sem fyrirskipuðu þeim í staðinn að vera við eftirlit til klukk­ an 19 og að því loknu skyldu þeir skila bílum stofnunarinnar í höf­ uðstöðvar hennar í Dalshrauni. Venjan er að þeir fari heim á bíl­ unum til að þeir geti mætt beint til eftirlitsstarfa á vettvangi næsta vinnudag. Eftirlitsmennirnir litu einfaldlega á þetta sem hefnd vegna þess að þeir vildu ekki verða af tekjum til að mæta á jólahlað­ borðið. Heimildarmenn segja að ýmislegt á borð við þetta einkenni stjórnunina innan stofnunarinn­ ar. Heimildarmenn segja að í þau fáu skipti sem brotamál koma upp á veiðieftirlitssviði þá fari mikil vinna í gang á sviðinu við að búa til leiðbeiningar varðandi með­ ferð slíkra mála, athyglin hverfi frá hinu meinta broti og allt ferlið snúist um að útbúa leiðbeiningar. Lítið er sagt um beinar aðgerðir í eftirlitinu, enginn áhugi virðist vera á því að slíku sé sinnt. Ekki sé lagt út í neinar stórar aðgerðir eins og gert var fyrir nokkrum árum þegar eftirlitið virtist skila árangri og komið var upp um nokkur stór mál á tiltölulega skömmum tíma. Vinnustaðasálfræðingar Heimildir DV herma að vinnu­ staðasálfræðingar hafi verið fengnir til aðstoðar til að reyna að bæta andann innan stofnunarinn­ ar. Eyþór staðfestir að svo sé. „Vinnustaðasálfræðingur hef­ ur komið á Fiskistofu og haldið fyrirlestur og fræðslu fyrir starfs­ fólk. Einnig eru dæmi um að vinnustaðasálfræðingur hafi ver­ ið fenginn til að vinna með Fiski­ stofu í tilteknum málum. Dæmi má nefna þegar tilkynnt var um flutning höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar og útlit var fyrir að stór hluti starfsmanna myndi missa vinnuna að þá fékk stofnunin vinnustaðasálfræðing til liðs við sig til að styðja við starfsfólk.“ Hefur flutningur Fiskistofu til Akureyrar gefið góða raun að þínu mati og hefur hann verið hag- kvæmur? „Flutningur höfuðstöðva Fiski­ stofu til Akureyrar tókst vel. Að öðru leyti vísar Fiskistofa í skýrslu um flutninginn sem stofnunin birti á heimasíðu sinni 12. febrú­ ar.“ Í þeirri skýrslu kemur meðal annars fram að kostnaður vegna starfsloka og þjálfunar nýrra starfsmanna hafi verið 59 milljón­ ir, beinn kostnaður vegna flutn­ inganna 118,5 milljónir og annar skammtímakostnaður 28 milljónir. Dagpeningar úr böndunum Heimildarmenn sögðu að starfs­ menn Fiskistofu ferðist gríðar­ lega mikið innanlands og utan. Almennir starfsmenn ferðast þó aðallega innanlands því það eru nær eingöngu stjórnendur sem fara í utanlandsferðir og eru þær sagðar mjög margar. Höfðu sumir á orði að ferðalög yfirmanna væru óhófleg og eins og ekki væri fylgst með þessu. Það er ekki nóg með að það þurfi að greiða flugferðir vegna þessara ferðalaga því einnig þarf að greiða starfsfólki dagpen­ inga og eru sumir yfirmenn að sögn með háar upphæðir í dag­ peninga á ári hverju. Var rætt um að upphæðirnar hlypu á milljón­ um hjá sumum. Samkvæmt upplýsingum af vef­ síðunni opnirreikningar.is, sem er upplýsingasíða um útgjöld ríkis­ ins, þá greiddi Fiskistofa Flugfélagi Íslands tæpar 5,8 milljónir fyrir flugferðir frá 20. mars á síðasta ári fram að áramótum. Frá síðustu áramótum og fram til 26. febrúar var búið að greiða flugfélaginu tæpa eina milljón. Á sama tíma nam kostnaðurinn við ferðir með flugfélaginu Erni rúmlega 200.000 krónum og á síðasta ári, frá 20. mars til áramóta, fékk Ernir rúm­ lega 800.000 krónur fyrir flugferð­ ir starfsmanna Fiskistofu. Aðeins er hægt að sjá reikninga ríkisstofn­ ana ár aftur í tímann á vefsíðunni og því er miðað við 20. mars. Það er því ekki óvarlegt að áætla að stofnunin greiði hátt í 10 milljón­ ir á ári fyrir flugferðir starfsmanna innanlands. Það er ekki óeðlilegt að starfsmenn þurfi að ferðast á milli, sérstaklega með tilliti til þess að höfuðstöðvar stofnunarinnar eru á Akureyri en önnur stjórn­ sýsla sem tengist henni er á höf­ uðborgarsvæðinu. Heimildar­ menn DV segja að ferðalögin séu hins vegar mun fleiri en þörf sé á og benda á að stofnunin eigi fyrir­ taks fjarfundabúnað sem hægt sé að nota ef vilji sé fyrir hendi. Aðspurður um upphæð dag­ peninga Fiskistofu á síðasta ári segir Eyþór: „Sem kunnugt er sinnir Fiski­ stofa eftirliti um allt land sem krefst talsverðra ferðalaga og fjarveru veiðieftirlitsmanna frá heimili. Einnig kalla ýmis önnur verkefni, svo sem fundir og samstarfsverk­ efni innanlands, ferðalaga með til­ heyrandi kostnaði. Dagpeningar vegna verkefna innanlands voru á síðasta ári 33,2 milljónir. Einnig eru Fiskistofu falin verkefni sem fela í sér samstarf og samskipti milli ríkja, til dæmis vegna sam­ starfssamninga við systurstofnan­ ir, samstarfsverk efni varðandi fisk­ veiðistjórnun og eftirlit, miðlun upplýsinga og milliríkjasamninga svo eitthvað sé nefnt. Dagpeningar vegna verkefna erlendis á síðasta ári voru 6,3 milljónir.“ Í heildina gera þetta 39,5 millj­ ónir. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Stjórnarráðsins þá nema dagpeningar ríkisstarfs­ manna nú 26.000 krónum á sólar­ hring fyrir gistingu og fæði. Mun hærri upphæð er greidd fyrir ferðalög erlendis. Það er vitað mál að dagpeningarnir duga vel fyrir gistingu og fæði og því hægt að eyða mun minna í gistingu og fæði en sem nemur upphæð dag­ peninga. Heimildarmenn DV segja að yfirmenn Fiskistofu ferð­ ist mjög mikið og fái háar fjárhæð­ ir greiddar í dagpeninga. Nefnt var að varla mætti opna glugga á skrif­ stofum Fiskistofu í Dalshrauni án þess að yfirmaður frá Akureyri gerði sér gagngert ferð til Hafnar­ fjarðar til að kanna hvort gluggan­ um hefði síðan verið lokað. Þetta var einnig sagt eiga við á hinn bóginn, yfirmenn í Hafnarfirði og Höfn í Hornafirði séu iðnir við að gera sér ferðir til Hafnarfjarðar og Akureyrar. n Umfjöllun verður haldið áfram í næstu viku í helgarblaði DV. aðrir útsölustaðir Epal - Laugavegi 70 EPAL - Harpa Airport fashion - Leifsstöð Reykjavik Raincoats HVERFISGATA 82, vitastígsmegiNn www.reykjavikraincoats.com Sími: 5711177 - info@reykjavikraincoats.com „Dæmi má nefna þegar tilkynnt var um flutning höfuðstöðva Fiskistofu til Akur- eyrar og útlit var fyrir að stór hluti starfs- manna myndi missa vinnuna að þá fékk stofnunin vinnu- staðasálfræðing til liðs við sig til að styðja við starfsfólk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.