Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Qupperneq 16
16 FÓKUS 29. mars 2019
Fermingarkostnaður
hleypur á hundruðum þúsunda
n Veitingarnar dýrastar n Hægt að spara með netverslun
H
in árlega fermingarvertíð
nálgast óðfluga og að ýmsu
er að huga þegar kemur
að undirbúningnum. Um
er að ræða mikilvæg tímamót
í lífi fermingarbarnsins og fjöl-
skyldunnar, en það getur kostað
sitt að leiða barnið í fullorðinna
manna tölu. Þannig getur kostn-
aður vegna fermingarhalds auð-
veldlega farið upp í hálfa milljón
króna samkvæmt lauslegri úttekt
DV.
Fermingarfræðslan
Gjald vegna fermingar hjá Þjóð-
kirkjunni er um 20.000 krónur.
Inni í því er kostnaður vegna ferm-
ingarfræðslu og gjald fyrir leigu á
fermingarkyrtli. Þá bætist í sum-
um tilvikum við gjald vegna bóka
og vegna ferðalaga sem tengjast
fermingarfræðslunni.
Veisluhald
Hægt er að spara umtalsverðar fjár-
hæðir með því að halda fermingar-
veisluna í heimahúsi, en það er þó
ekki á allra færi. Samkvæmt lauslegri
könnun DV er nær ómögulegt að
finna sal til leigu á höfuðborgar-
svæðinu undir 40 þúsund krónum
og á sumum stöðum getur leigan
farið upp í 200 þúsund krónur. Þá er
mismunandi hvort þjónusta starfs-
manna sé innifalinn. Algengt er að
greiða þurfi sérstaklega fyrir þjón-
ustu eins eða tveggja starfsmanna.
Algengt tímagjald er þá á bilinu
3.500 til 4.500 krónur.
Kostnaður tengdur boðskortum
fer eftir fjölda gesta en sé miðað við
80 gesti þá má gera ráð fyrir rúmlega
10 þúsund krónum sem fela þá í sér
prentun á kortum, umslög og frí-
merki.
Veitingar
Veitingar eru líklega stærsti kostn-
aðarliðurinn við fermingarhaldið
en kostnaðurinn getur þó verið
afar misjafn. Til að mynda geta
kökuboð verið ódýrari kostur en
heitir réttir og þá er hægt að spara
umtalsverðar fjárhæðir með því að
útbúa veitingar heima. Í þessu til-
viki er miðað við að allar veitingar
séu keyptar utan úr bæ.
Flestir telja fermingartertuna
ómissandi á veisluborðið. Verð
á slíkri tertu fer að sjálfsögðu eft-
ir stærð, en er sjaldnast undir 20
þúsund krónum. Hér er miðað við
að nóg sé til af tertu fyrir 80 gesti.
Margvíslegur kostnaður
Langoftast er splæst í ný föt fyrir
fermingarbarnið og er algengt að
kostnaður sé á bilinu 10 til 20 þús-
und krónur. Hægt er að spara tals-
vert með því að kaupa erlendis eða
hjá netverslunum.
Þá er ótalinn annar kostnaður
tengdur útliti fermingarbarnsins.
Til að mynda er algengt að ferm-
ingarstúlkur fari í brúnkusprautun
og förðun fyrir stóra daginn og
margir kjósa fara í húðhreinsun á
snyrtistofu til að líta sem allra best
út. Þá er fermingarhárgreiðslan
mikilvæg í augum flestra ferm-
ingarstúlkna.
Að lokum ber að nefna marg-
víslegan kostnað tengdan ferm-
ingunni og veislunni. Skreytingar
á veisluborð, servíettur og kerti, að
ógleymdri gestabókinni.
Grafarvogskirkja Fermingarbörn krjúpa.
Fermingarhald
Viðmiðunarkostnaður
Rétt er að taka fram að listinn
hér er langt í frá tæmandi og er
aðeins til viðmiðunar. Forsend-
ur útreikninga eru hóflega
áætlaðar og ljóst er að hægt er
að áætla bæði meiri og minni
kostnað við ýmsa af útgjalda-
liðunum.
Fermingarfræðsla (Langholtskirkja)
n Fræðslugjald: 19.146 kr.
n Kostnaður vegna ferðalags: 15.000 kr.
n Leiga á fermingarkyrtli: 2.000 kr.
n Boðskort í veislu, 50 stk: 8.750 kr. (Mynd.is)
Fermingarveisla
n Leiga á sal: 60.000 kr.
n Þjónusta tveggja starfsmanna í þrjár klst: 20.700 kr.
n Veitingar (súpa, brauð og smáréttir) fyrir 80
manns: 230.000 kr. (Veislulist)
n Fermingarterta fyrir 60 manns: 54.000 kr. (Myllan)
n Fermingarterta fyrir 20 manns: 13.600 kr. (Myllan)
Annað:
n Myndataka: 29.000 kr. (Stúdíó Dís)
n Sálmabók: 2.680 kr. (Garðheimar)
n Föt og skór á fermingarbarn: 16.000 kr. (Gallerí 17)
n Hárgreiðsla fyrir fermingarstúlku
(prufugreiðsla innifalin): 24.500 kr. (Kompaníið)
n Fermingarkerti með áletrun: 3.990 kr. (Blómaval)
n Servíettur, áletraðar: 3.500 kr. (Blómaval)
n Gestabók: 4.260 kr. (Múlalundur)
Meðalverð:
507.126 kr.
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is