Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 26
Stóra ferðablaðið 29. mars 2019KYNNINGARBLAÐ
BLACK BEACH TOURS:
Ógleymanleg upplifun
í Þorlákshöfn
Það er fátt skemmtilegra en fjórhjólaferð eða RIB-bátaferð í heillandi umhverfi. Fyrirtækið
Black Beach Tours býður upp á slíkar
ferðir í Þorlákshöfn. Fjaran þar er
einkar falleg, um 10 kílómetra löng
sandströnd (eldfjallaströnd) sem
nær frá Ölfusá að bænum og mætir
þar tilkomumiklum klettaveggjum að
vestanverðu. Ógleymanlegt er að
fara þarna um á fjórhjóli eða RIB-
-báti.
„Við erum frekar ný í þessum
bransa, byrjuðum rekstur sumarið
2017 og árið 2018 var fyrsta heila
árið í rekstri og má segja að við
séum enn í uppbyggingarfasa. Við
erum líka búin að opna 10 herbergja
gisti heimili, Black Beach Guest-
house, og setja upp þrjá bústaði (e.
cottage) rétt fyrir utan bæinn við
golfvöllinn. Þorlákshöfn hefur ekki
boðið upp á mikið fyrir ferðamenn í
gegnum tíðina og við orðið talsvert
á eftir mörgum öðrum bæjum hvað
þennan bransa varðar. En þetta er
að breytast hratt og hér hafa opnast
margir möguleikar í ferðaþjónustu
á síðustu árum, til dæmis eru hér
góðir veitingastaðir, glæsileg íþrótta-
aðstaða, sundlaug og góð aðstaða
fyrir tjaldgesti. Hér í nágrenninu eru
líka ýmsir gistimöguleikar og nokk-
uð gott framboð af afþreyingu,
eins og til dæmis hestaleigur og
-sýningar, kajakleiga og hellaskoðun
í Lavatunnel, svo dæmi séu tekin,“
segir Össi hjá Black Beach Tours og
bætir við:
„Þótt við séum tiltölulega ný í
bransanum hafa viðtökur verið mjög
góðar og vanalega förum fram úr
væntingum viðskiptavina, hvort
sem um er að ræða litla eða stóra
hópa, Íslendinga eða erlenda gesti,
og við erum virkilega ánægð með
þær góðu umsagnir sem hafa birst
meðal annars á Tripadvisor, Google
og Facebook. Okkar markmið er
að gera okkur enn sýnilegri og við
höfum væntingar um að auka vöru-
framboðið og fá fleiri gesti.“
Black Beach Tours býður upp á
fjórhjólaferðir allt árið um kring. Í boði
eru einnar og tveggja klukkustunda
ferðir eftir ströndinni og hins vegar
þriggja tíma ferðir þar sem farið er
um hraun og slóða vestur í Selvog og
að Strandarkirkju.
RIB-bátaferðir eru í boði á
tímabilinu maí til október og er þar
hægt að velja á milli 30 mínútna
adrenalínferðar, klukkustundar
langrar ferðar og tveggja tíma ferðar,
en sú síðastnefnda liggur vestur í
Krýsuvíkurbjarg. Einnig er hægt að
splæsa saman fjórhjólaferð og RIB-
-bátaferð (Comboferð) sem er afar
skemmtileg blanda.
Einnig er boðið upp á sérferðir
(e. private tours) á bæði fjórhjól og í
RIB-bátaferðir, en að auki er hægt
að fara í sjóstöng á Auðdísi sem er
40 feta mótorsnekkja og yfirleitt þarf
ekki að fara langt til að komast í góða
veiði.
Black Beach Tours er með mjög
góða aðstöðu fyrir starfsmanna- og
vinahópa þar sem hægt er að bjóða
upp á veitingar eftir ferðir, allt eins og
hentar hverjum hópi.
Á www.blackbeachtours.is er að
finna nánari upplýsingar um allar
ferðir og verð. Ef um hópa er að ræða
er best að óska eftir tilboðum með
tölvupósti á info@blackbeachtours.is
eða með því að hafa samband í síma
556-1500.