Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Page 37
Stóra ferðablaðið 29. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ Náttúruperlur til allra átta Páskarnir eru fullkominn tími fyrir vinahópa, fjölskyldur og ástfangin pör til að endurnýja gömul kynni við helstu ferðamanna­ staði Íslands. Það skal engan undra að Suðurlandið sé vinsæll áninga­ staður, bæði fyrir erlenda ferðamenn og innlenda. Hér eru fossar, jöklar, sandbreiður, lón og óviðjafnanlegar fjörur svo langt sem augað eygir. Í hjarta Suðurlandsins er Hótel Stracta í námunda við einar fegurstu náttúruperlur sem Ísland hefur upp á að bjóða. Út frá hótelinu er hentugt að fara í dagsferðir, allt frá Jökuls­ árlóni í austri til Landmannalauga í norðri, út á Reykjanesskaga í vestri, t.d. í Bláa lónið, og Vestmannaeyja í suðri. Hótelið leigir út bíla en að auki eru áætlunarferðir á hringvegi 1 til allra átta. Nú eru 100 standard herbergi á hótelinu, 16 superior herbergi, 24 stúdíó herbergi, 18 í íbúðum og 2 svítur, alls 160 herbergi eða gistirými fyrir alls 370 manns. Stefnt er að því að herbergin verði 400 í framtíðinni. Kolefnisjöfnun hótelsins er að sama skapi komin vel á veg og hjálpar staðsetningin þar mikið til. Allt hótelið er á einni hæð, að undanskilinni þjónustubyggingu sem er á tveimur hæðum. Þar er að finna stórkostlegt útsýni yfir Suðurlandið. Heitir pottar og norðurljós Í garði í miðju hótelsins eru heitir pottar og gufubað sem stendur öllum gestum til boða, auk þess sem heitir pottar eru við íbúðirnar og svítur hótelsins fyrir gesti þeirra. Lýsingu við hótelið er þannig háttað að hún lýsir öll niður þannig að hún truflar ekki norðurljósaskoðun gesta sem geta notið þeirra í garði hótelsins og í heitu pottunum. Hreidar hjá Hótel Stracta. Rangárflatir 4, 850 Hella. Bókaðu gistingu á stractahotels.is, í síma 531­8010 eða í netpósti, info@stractahotels.is Instagram: Stracta hótel STRACTA HÓTEL:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.