Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Síða 38
Stóra ferðablaðið 29. mars 2019KYNNINGARBLAÐ Fjallabyggð í faðmi blárra fjalla Það skiptir ekki máli á hvaða árstíma er ferðast til Fjalla­byggðar, þar er alltaf líf og fjör og margt skemmtilegt að skoða og gera. Einnig er þar fjölbreytt menningarlíf og upp­ lífgandi andrúmsloft og þar búa um 2.100 manns. „Hér er ævinlega tekið vel á móti öllum ferðamönnum og útivistarfólki enda eru menn hér almennt gestrisnir fram úr hófi,“ segir Linda Lea Bogadóttir, markaðs­ og menningarfulltrúi Fjallabyggðar. Góðar stundir í Fjallabyggð Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar árið 2006. Fjallabyggð býr að stórbrotinni náttúrufegurð í „faðmi fjalla blárra“, eins og skáldið sagði, þar sem möguleikar á sviði útivistar og tómstunda eru hreint óþrjótandi. Náttúran er ávallt inn­ an seilingar, hvort heldur haldið er í gönguferðir, farið á skíði, veitt í vötn­ um, ám eða sjó. Í Ólafsfirði og á Siglufirði er fjöldi góðra gistimöguleika þar sem hægt er að gera vel við sig og eiga saman notalegar stundir í fallegu umhverfi. „Hér eru líka ótal veitingahús þar sem bragða má ljúfmeti af sjó og landi,“ segir Linda. Það er um að gera að skella sér í langa helgarferð eða páskaferðalag til Fjallabyggðar og upplifa þar afslappað andrúmsloft, ósnortna náttúrufegurð og skapa sér þar saman ógleymanlegar minningar. Skemmtilegt menningarlíf Í Fjallabyggð er blómlegt menningarlíf. „Hér eru gallerí og listamannavinnustofur sem áhuga­ vert er að heimsækja og svo má ekki gleyma ýmsum fjölbreyttum söfnum og setrum. Þar má nefna Síldar­ minjasafnið og Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði, Þjóðlagasetur, Ljóðasetur og Alþýðuhúsið,“ segir Linda. Óvíða finnast jafnfjölbreyttir og skemmtilegir möguleikar til þess að láta sér líða vel í jafn fallegu umhverfi og notalegu andrúmslofti og er í Fjallabyggð. Skíðað nær allan ársins hring Í Fjallabyggð og nágrenni er nægur snjór í fjöllunum og alls staðar hægt að finna tækifæri og aðstöðu til útiveru. Á veturna er staðurinn skíðaparadís og draumur útivistar­ mannsins. Fjöllin í kringum Fjalla­ byggð tilheyra hinum tilkomumikla Tröllaskaga sem er án alls efa besta fjallaskíðasvæði landsins, með sín háu fjöll og mikla snjó. Fjöllin á Tröllaskaga eru á heimsmælikvarða og bjóða upp á brekkur við allra hæfi, hvort sem er fyrir byrjendur eða þá sem eru í leit að verulegum áskorunum. Það er enda fátt sem jafnast á við góðan dag á fjöllum og að skíða niður ósnortnar brekkur í stórfenglegu umhverfi. Skíðasvæðin eru tvö í Fjallabyggð, þ.e. Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði og svo Skíðasvæðið í Tindaöxl í Ólafsfirði. Skíðasvæðið í Skarðsdal má tvímæla laust telja með bestu skíða­ svæðum landsins. Þar er oftast svo mikill snjór að hægt er að skíða langt fram á vor. Skíðasvæðið saman­ stendur af fjórum lyftum og tíu brekkum, ævintýraleið, hólabrautum, bobb­braut og pöllum. Góður skíða­ skáli er í fjallinu þar sem aðstaða fyrir gesti er öll til fyrir myndar. Góð flóðlýsing er einnig á skíðasvæðinu svo skammdegi ætti ekki að aftra för skíðamannsins. Göngubraut er troðin í Hólsdalnum alla daga þegar veður Múlakollur og Héðinsfjörður. Mynd: Guðný Ágústsdóttir Börn við Síldarminjasafn. Jón Steinar Ragnarsson. Síldarstúlkur á Síldarminjasafninu, Siglufirði. Mynd: Jón Steinar Ragnarsson Mynd: Guðný Ágústsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.