Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Page 39
Stóra ferðablaðið 29. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ
leyfir. Allar frekari upplýsingar um
skíðasvæðið er að finna á https://
www.skardsdalur.is/.
Skíðasvæðið Tindaöxl í Ólafs-
firði býður upp á kjöraðstæður til
vetraríþrótta. Þar er skíðalyfta og
góðar svigbrautir. Brettamenn fá
stór ótroðin svæði og nota gjarnan
hryggina í brekkunni til að sýna listir
sínar. Göngubrautir eru troðnar alla
daga þegar veður leyfir og í glæsileg-
um skála skíðafélagsins er boðið upp
á fyrirtaks aðstöðu og þar er einnig
veitingasala. Allar frekari upplýsingar
um skíðasvæðið er að finna á skiol.
fjallabyggd.is.
Ljúfar laugar í Fjallabyggð
Í Fjallabyggð eru tvær glæsilegar
sundlaugar. Á Siglufirði er 25 metra
innisundlaug, heitur útipottur og sána
sem einnig er staðsett úti. Í Ólafsfirði
er stórglæsilegur sundlaugagarður
með 25 metra útisundlaug, tveimur
heitum pottum, vaðlaug fyrir yngstu
kynslóðina, tveimur rennibrautum og
sána.
Allar nánari upplýsingar um gisti-
staði, útivistarfyrirtæki, söfn og fleira
má nálgast á og í gegnum vefsíð-
ur Fjallabyggðar; fjallabyggd.is,
visittrollaskagi.is og á Facebook:
Fjallabyggð.
Síldarævintýri á Siglufirði.
Gönguskíðagarpar.
Miðnætursól séð frá Siglufirði.
Mynd: Steingrímur Kristinsson
Mynd: Guðný Ágústsdóttir
Mynd: Jón Steinar Ragnarsson