Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 50
50 29. mars 2019 Tímavélin Gamla auglýsinginVísir 4. júní 1920 S kagarokk var í senn mesta ævintýri íslenskrar tón- listar og ein harkalegasta brotlendingin. Nokkrir bæjarbúar á Akranesi tóku sig saman og pöntuðu tvær af stærstu rokksveitum veraldar til að koma og spila í íþróttahúsinu í tilefni af afmæli bæjarins. Tónleikarnir ollu titringi, bæði hjá aðdáendum og guðhræddum efasemdarmönn- um. Hróarskelda Íslands Í byrjun árs 1992 var tilkynnt að tvennir stórir tónleikar skyldu haldnir á Akranesi um haustið í tilefni af afmæli bæjarins. Þá voru fimmtíu ár síðan Ytri-Akranes- hreppur fékk kaupstaðarréttindi. Ekki dugði að panta Sálina hans Jóns míns eða Stuðmenn til þess að fagna slíkum tímamótum. Nei, nokkrar af stærstu rokkstjörnum veraldar skyldu koma spila í íþróttahúsinu helgina 25.–26. september þetta ár; skosku rokk- ararnir Jethro Tull á fyrra kvöldinu og myrkraprinsinn sjálfur, Ozzy Osbourne, á því seinna. Sigurður Sverrisson, ritstjóri Skagablaðsins, var forsvarsmaður þeirra sem að tónleikunum stóðu. En auk hans lögðu tveir aðrir ofur- hugar, tvenn félagasamtök og þrjú fyrirtæki í bænum út fyrir tónleik- unum. Að flytja inn tónlistar atriði til Íslands er ávallt fjárhagsleg áhætta en tónleikahaldararnir voru búnir að reikna út að þeir þyrftu að fá 3.000 gesti í heildina til þess að koma út á sléttu. Á hvort kvöldið gátu þeir selt 2.500 miða, á 3.200 krónur í forsölu eða 3.800 á staðn- um. Strax var farið að tala um að gera Skagarokk að árlegum viðburði og hugtakinu „Hróarskelda Íslands“ hent fram. Einnig var gantast með að Reyk- víkingar öfunduðust út í Skaga- menn fyrir að geta haldið tónleik- ana. Beðið fyrir vesalingum Strax heyrðust mótbárur frá guð- hræddum. Gunnari Þorsteinssyni, forstöðumanni Krossins, leist illa á að Ozzy kæmi til landsins enda væri hann hvað verstur af óguð- legum þungarokkurum. „Við munum biðja Guð um að hreinsa þessa óværu af landinu sem allra fyrst og hjálpa þess- um vesalingum á Akranesi, sem eru að kalla þetta yfir sjálfa sig og æskulýðinn þar,“ sagði Gunnar í samtali við Tímann þann 30. jan- úar 1992. „Ozzy Osbourne er einn af forvígismönnum illskunnar í tónlistinni og hefur verið fað- ir þessara djöflatónlistarmanna meira og minna, enda hefur hann verið sýktur bæði af lyfj- um og djöflum alla sína tíð. Þetta er maður kominn fast að fimm- tugu og á alveg ótrúlegan feril að baki. Við munum biðja fyrir Ak- urnesingum á okkar bænastund- um hér í Krossinum, því þetta er ljót sending fyrir þetta góða bæj- arfélag.“ Var þetta ekki í fyrsta sinn sem meðlimir Krossins báðu fyr- ir tónleikagestum á þennan hátt. Töldu þeir sig hafa verið bæn- heyrða þegar tónleikar Whitesna- ke í Reiðhöllinni árið 1990 og Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Skagarokk strandaði á skeri n Tónleikar Black Sabbath og Jethro Tull n Fyrirbænir Krossara n Gríðarlegt tap Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Gunnar Þorsteins- son Forstöðumaður Krossins. Ian Anderson Forsprakki Jethro Tull. Black Sabbath Aðeins 250 miðar seldust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.