Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Page 60

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Page 60
60 FÓKUS - VIÐTAL 29. mars 2019 G uðrúnu Veigu Guðmunds- dóttur kannast margir Ís- lendingar við en um árabil hefur hún skemmt tugþús- undum manna í gegnum Snapchat. Þar er hún gjarnan þekkt fyrir lang- dregnar lygar, háfleygar samræður og vandræðalegan sannleik. Síðan Guðrún Veiga „opnaði“ heimili sitt fyrir fólki hefur það lík- lega ekki farið fram hjá neinum sem henni fylgja að hún er forfallinn nammigrís, mikil rauðvínsdrykkju- kona og almenn sófakartafla sem gefur lítið fyrir hreyfingu af hvers kyns tagi. Fyrir ekki svo löngu fór Guðrún Veiga skyndilega að predika fyrir fylgjendum sínum mikilvægi þess að hreyfa sig og borða hollt. Þá eru margir sem eiga erfitt með að kaupa þessa nýju lífs- stílsbreytingu hennar vegna fyrri sögu Guðrúnar og fékk blaðakona hana til þess að sitja fyrir svörum í eitt skipti fyrir öll. Jæja Guðrún Veiga … hvað er að frétta? „Ég er bara alveg eldspræk og skínandi sæl – í augnablikinu. Skipti reyndar skapi mjög hratt og gæti verið kúplandi klikkuð eftir korter.“ Nú hefur það borist í tal að þú sért farin að æfa crossfit? „Það passar! Er að klára þriðja mánuðinn. Nei, ég hef aldrei stundað neina hreyfingu samfleytt í þrjá mánuði – ef þú varst að gæla við að spyrja að því næst. Þannig að þetta er nýtt persónulegt met.“ Og þér líkar við það? „Hef alltaf fyrirlitið allar tegund- ir hreyfingar en crossfit er einfald- lega af öðrum heimi. Ég hef aldrei upplifað það áður að geta bara ekki beðið eftir að komast á æfingu eða grenja þegar ég næ ekki að fá pössun – og missi þar af leiðandi af æfingu. Það er meira að segja snarundarlegt að segja þetta upp- hátt. Þetta hljómar svo ólíkt mér að ég geri meira að segja sjálfa mig hissa.“ Er þetta ekki bara ein mjög langdregin lygi? „Bara aldrei slíku vant er mér fúlasta alvara og að vinna með há- heilagan sannleik!“ Líklega takmörk fyrir því hversu oft má svíkja vini sína Hvernig kom þetta til? „Hildur Karen, vinkona mín og hraustmenni með meiru, hefur um árabil reynt að sannfæra mig um ágæti þess að hreyfa sig. Og gert ítrekaðar tilraunir til þess að rífa mig upp úr sófanum. Sauður- inn sem ég er segi alltaf já og amen þegar hún leggur til að við prófum eitthvað, bara til að þagga niður í henni og fá hana til að hætta að áreita mig með þessum tillögum, en svo hætti ég alltaf við þegar á hólminn er komið. Ég mæti ekk- ert og skil hana eftir eina. Hún tók til dæmis grunnnámskeið í cross- fit fyrir þremur árum. Ég var líka skráð og þóttist ætla með, þar til rétt fyrir mætingu. Þá forðaði ég mér. Hildur virðist seint ætla að gefast upp á mér af því að hún bað mig í fyrrahaust að koma í cross- fit, þá í janúar á þessu ári. Ég sagði auðvitað já, en hugsaði svo „ég kem mér út úr þessu“. En síðan heyrðist mér á vinkonu minni að það væri ekki í boði að þessu sinni. Ég áttaði mig á að ef ég myndi ekki hypja með henni í þetta sinn þá yrðum við kannski ekkert vinkon- ur mikið lengur. Það eru líklega takmörk fyrir því hversu oft má svíkja vini sína. Þannig að ég ákvað að taka þetta bölvaða grunnnám- skeið af hálfum huga og láta mig svo hverfa – hún gæti ekkert fett fingur út í það. En sú varð nú held- ur betur ekki raunin.“ Ert þú bara byrjuð að mauka spínat og búin að henda kartöflu- salatinu? „Neih! Það verður seint. Ég lifi til þess að borða og mun aldrei verða týpan sem borðar til þess að lifa.“ Nú hefur þú lengi verið þekkt fyrir að borða pítsu, drekka vín Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt n Úr sófanum og í crossfit n Sleppir samt ekki rauðvíni og kartöflusalati Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is MYNDIR: HANNA/DV Hin nýja Gveiga kemur öllum í opna skjöldu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.