Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 og tónlist og segist spenntur fyrir þessu verkefni. „Ég fæ að upplifa eitthvað nýtt. Það finnst mér frá- bært.“ Stefna á fleiri verðlaun Þættirnir eru margverðlaunaðir og hafa vakið athygli víða um heim að sögn Elínar Sveinsdóttur sem sér um dagskrárgerð þeirra. „Við fáum fyr- irspurnir alls staðar að úr heiminum og ég veit ekki betur en að þessir þættir séu alveg einstakir í sinni röð,“ segir Elín. Þættirnir hafa verið tilnefndir sex sinnum til Eddu-verðlaunanna og hlotið þau einu sinni, fengið Hvatn- ingarverðlaun Öryrkjabandalagsins, Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins og viðurkenningu Mannréttindasviðs Reykjavíkurborgar, svo nokkuð sé nefnt. Elva og Magnús segjast ekki eiga von á öðru en að sigurgangan haldi áfram. „Auðvitað stefnum við á fleiri tilnefningar og fleiri verðlaun,“ segir Elva. „Við þurfum að halda þessum standard uppi,“ segir Magn- ús hlæjandi og bætir við að ein skýr- ingin á vinsældum þáttanna sé að þeir sýni að fatlað fólk sé síður en svo einsleitur hópur. „Það eru nefnilega ekki allir eins,“ segir Magnús. ir. „Ég hef mikinn áhuga á íþróttum, ég hef verið í fimleikum í 21 ár og unnið við fimleikaþjálfun,“ segir Elva sem sinnir ýmsum verkefnum hjá fimleikafélaginu Gerplu og vinnur auk þess í Bæjarlínu Kópavogs, sem er rúta sem ekur skólabörnum í Kópavogi á íþróttaæfingar. „Ég passa upp á að þau hagi sér vel,“ seg- ir Elva og hlær. Magnús kom að vinnslu og klipp- ingu kynningarmyndbands fyrir Heimsleika fatlaðra, en þættir um leikana voru nýverið sýndir á RÚV. Reyndar tók Magnús sjálfur þátt í leikunum þar sem hann keppti í fim- leikum, en við vinnslu myndbandsins komst hann í kynni við framleiðendur Með okkar augum og var í framhald- inu boðið að slást í hópinn. „Ég sagði strax já,“ segir Magnús sem stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem hann lærir m.a. kvikmynda- gerð, en hann hefur klippt myndefni síðan hann var sex ára. Magnús seg- ist ekki alls ókunnugur því að vera í sviðsljósinu, en hann er trommari í Tólfunni, stuðningsmannasveit ís- lensku landsliðanna í knattspyrnu, og hefur komið fram víða af því tilefni. Hann hefur hug á að í þættinum verði meiri umfjöllun um kvikmyndir Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Þau voru beðin um að vera með og sögðu já. Flóknara var það nú ekki þegar þau Elva Björg Gunnarsdóttir og Magnús Orri Arnarson slógust nýverið í hóp umsjónarmanna eins vinsælasta og langlífasta sjónvarps- þáttar landsins; Með okkar augum. Þátturinn hefur verið sýndur á RÚV frá árinu 2010 og mun hefja göngu sína 9. árið í röð í haust. Í þættinum skoðar fólk með þroskahömlun málefni líðandi stund- ar, spyr spurninga, skemmtir og fræðir og í næstu þáttaröð verða sex umsjónarmenn, sem eru, auk Elvu og Magnúsar, þau Steinunn Ása Þor- valdsdóttir, Katrín Guðrún Tryggva- dóttir, Ásgeir Tómas Arnarson og Andri Freyr Hilmarsson. Elva segist ekki hafa starfað áður við fjölmiðla, en þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar henni var boðið starfið. „Ég hlakka til að hitta allskonar fólk og taka viðtal við það,“ segir Elva, en tökur á næstu þáttaröð hefjast í næstu viku. Spurð hvernig hún hyggist setja mark sitt á þáttinn segist hún gjarn- an vilja leggja meiri áherslu á íþrótt- Ljósmynd/Elín Sveinsdóttir Með okkar augum Frá vinstri: Steinunn Ása, Magnús, Elva, Ásgeir, Katrín og Andri. Tökur hefjast í næstu viku. „Það eru nefnilega ekki allir eins“  Með okkar augum fær öflugan liðsauka Elvu og Magnúsar Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landeyjahöfn var opnuð í gær en hún hafði verið lokuð frá því í nóv- ember. Herjólfur sigldi sjö ferðir milli lands og Vestmannaeyja. „Ég er mjög kátur,“ sagði Guð- bjartur Ellert Jónsson, fram- kvæmdastjóri Herjólfs ohf. sem ann- ast nú rekstur ferjunnar. Hann sagði að Herjólfur hefði áður siglt fimm ferðir á dag í Landeyjahöfn og sex yfir háannatímann. „Við höfum ein- sett okkur að sigla sjö ferðir alla daga,“ sagði Guðbjartur. „Um leið og Landeyjahöfn opnast kviknar líf hér í Eyjum. Það er allt annað að sigla þessa stuttu leið en til Þorláks- hafnar. Það varð algjör viðsnúningur í bæjarlífinu og mjög margir ferða- menn. Ég heyri ekki annað en að rekstraraðilar hér brosi nú allan hringinn.“ Guðbjartur sagði að Landeyja- höfn hefði verið lokuð óvenju lengi í vetur og Herjólfur því siglt tvær ferðir á dag til Þorlákshafnar. Hann sagði vonir bundnar við að Land- eyjahöfn haldist opin í allt sumar. „Aðilar komu sér saman um að halda áfram dýpkun þó að við séum að sigla okkar áætlun. Björgun mun dýpka að næturlagi þegar við erum ekki að sigla. Það þarf að taka meira úr höfninni. Núna er þar lágmarks- dýpi,“ sagði Guðbjartur. Hann segir að dýpkunarskipið Dísa geti athafn- að sig þótt Herjólfur sinni áætlun því það siglir fyrir eigin vélarafli. Dýpkunarpramminn Reynir, sem er búinn skurðgröfu, og sandflutn- ingaskipið Pétur mikli munu hins vegar vinna að dýpkun á nóttinni. Draga þarf Reyni til og frá og þegar hann vinnur að dýpkun er skotið stoðum niður á sjávarbotn og sandi síðan mokað upp í Pétur mikla. Veð- urspáin er hagstæð næstu daga og er því vonast til að dýpkunarstörfin getu haldið áfram snurðulaust. Sumarið kom í gær „Við opnuðum klukkan ellefu í morgun og á tveimur klukkutímum kom jafn mikið í kassann í Eldheim- um og við fengum á tveimur vikum í apríl,“ sagði Kristín Jóhannsdóttir safnvörður í gær. Hún sagði þetta vera dæmi um hvernig ferðaþjónust- an í Vestmannaeyjum hefur liðið vegna lokunar Landeyjahafnar að undanförnu. „Nú er allt í einu komið sumar og stanslaus straumur af fólki og við komin í ferðaþjónustu! Þetta hefur verið hörmung fram að þessu. Ég var með bókaða stóra og smáa hópa frá því í mars. Hver einasti þeirra af- pantaði heimsóknina,“ sagði Kristín. Algjör viðsnún- ingur í bæjarlífinu  Herjólfur siglir sjö ferðir á dag Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylk- ingarinnar, hef- ur ákveðið að láta af störfum sem varaforseti fjárlaganefndar Alþingis. Þetta staðfestir þing- flokksformaður Samfylkingar- innar, en Ágúst Ólafur sneri í gær aftur til starfa á Alþingi eftir leyfi. Ágúst Ólafur fór fyrst í tveggja mánaða leyfi í lok síðasta árs eftir að hann fékk áminningar frá trún- aðarnefnd flokksins vegna fram- komu sinnar í garð konu í byrjun síðasta sumars. Hann áreitti hana kynferðislega og þegar hún hafnaði honum ítrekað fór hann særandi orðum um hana. Í febrúar tilkynnti Ágúst Ólafur svo að hann færi í framhaldinu í veikindaleyfi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tekur við varaformennsku. Hættir sem varafor- maður í fjárlaga- nefnd Alþingis Ágúst Ólafur Ágústsson Rafhitun Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is Rafmagnshiti undir parket – ekkert flot Rafhitun ehf er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heildarlausnum rafhitakerfa. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fyrirhugað er að málefni Húss ís- lenskra fræða verði rædd í ráðherra- nefnd um ríkisfjármál í byrjun næstu viku. Þetta segir upplýsingafulltrúi menntamálaráðuneytisins í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Bygging hússins, sem verður við Arngríms- götu, steinsnar frá Veröld – húsi Vig- dísar og Þjóðarbókhlöðunni, var boð- in út í nóvember í fyrra en þegar tilboð voru opnuð í febrúar reyndust þau öll vera 20 til 30% yfir áætlun. Hefur málið síðan verið til skoðunar hjá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og m.a. komið til álita að bjóða verkið út að nýju til þess að freista þess að fá hag- stæðari tilboð. Í ráðherranefndinni, sem fær nú málið til umfjöllunar, sitja forsætis- ráðherra, fjármála- og efnahagsráð- herra og samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja vinnubrögð á sviði ríkisfjármála á vettvangi ríkisstjórn- arinnar og vinnubrögð gagnvart ráðuneytum og Alþingi, svo sem um stefnumótun í opinberum fjármálum, undirbúning fjárlagagerðar, eftirlit með framkvæmd fjárlaga og lang- tímaáætlun í ríkisfjármálum. Búist er við því að eftir fund nefndarinnar skýrist hvort ráðist verður í nýtt út- boð eða samið beint við verktaka. Tilboðin sem bárust í byggingu Húss íslenskra fræða voru frá Ístaki hf., Íslenskum aðalverktökum hf. og Eykt ehf. Kostnaðaráætlun verksins nam rúmlega 3,7 milljörðum króna. Lægsta tilboðið var frá Ístaki, um 4,5 milljarðar kr., en það er um 20% yfir áætlun. Tilboð Íslenskra aðalverk- taka var litlu hærra og tilboð Eyktar um 5 milljarðar kr. Skóflustunga að Húsi íslenskra fræða var tekin í mars 2013, fyrir rúmum sex árum. Þá athöfn fram- kvæmdi þáverandi menntamálaráð- herra, Katrín Jakobsdóttir. Búið var að grafa grunn hússins þegar fram- kvæmdum var frestað vegna bágrar fjárhagsstöðu ríkissjóðs og hefur grunnurinn staðið óhreyfður síðan. Framhaldið skýrist eftir helgi Morgunblaðið/RAX Hús íslenskra fræða Grunnurinn hefur verið óhreyfður í rúm sex ár.  Ráðherranefnd um ríkisfjármál fjallar um Hús íslenskra fræða í næstu viku  Öll tilboð í bygginguna voru 20-30% yfir áætlun  Grunnurinn óhreyfður í sex ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.