Morgunblaðið - 03.05.2019, Page 13

Morgunblaðið - 03.05.2019, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ram Limited 3500 Litur: Perlurauður/ svartur að innan (einnig til Granite Crystal) Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. VERÐ 11.790.000 m.vsk 2019 Chrysler Pacifica Hybrid Limited Glæsilegur 7 manna bíll. Einn með öllu, t.d. hita/ kæling í sætum, glerþak, leðursæti, bakkmyndavél, Dvd spilari, Harman Kardon hljómflutningskerfi o.fl o.fl. 3,6 L Hybrid. VERÐ 8.490.000 m.vsk 2019 GMC Denali 3500 Litur: Silver, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, 2019 Módel, Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld sæti, geymsla undir aftursæti, heithúðaður pallur og kúla í palli (5th wheel pakki) og fleira. VERÐ 11.360.000 m.vsk 2018 Ford F-150 Platinum Ekinn 10.000 km. Litur: Platinum white / svartur að innan. Upphækkaður, tölvubreyting 431 hö, lok á palli, Ceramic húðaður. Quad-beam LED hedlights, bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga, fjarstart, 20” felgur. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 431 hestöfl, 470 lb-ft of torque VERÐ 8.530.000 m.vsk Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Að minnsta kosti fjórir létu lífið í átökum milli stjórnarandstæðinga og stuðningsmanna forseta Vene- súela, sem brutust út 1. maí. Að minnsta kosti 46 særðust að sögn mannréttindasamtaka og heilsu- gæslustöðva. Fjórtán ára unglingur lést í gær af völdum skotsára sem hann hlaut í Caracas, höfuðborg landsins. Þá lést 16 ára unglingur af sárum sín- um í borginni La Victoria. Áður hafði verið tilkynnt um tvö dauðs- föll. 17 ára drengur, Miguel Ram- irez, sagði í samtali við fréttastofu AFP að hann hefði verið skotinn í fótinn í mótmælum á hraðbraut í nágrenni við bæinn La Carlota. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sagði að 15 börn á aldrinum 14-17 ára hefðu særst í átökunum á mið- vikudag. Fordæmdu samtökin að börn væru berskjölduð fyrir of- beldi. Skutu á hóp fréttamanna Þá særðist einn fjölmiðlamaður í Caracas þegar hermenn öryggis- sveita Nicolás Maduros, forseta landsins, skutu gúmmíkúlum á hóp fréttamanna á staðnum. Mótmælafundir stjórnarand- stæðinga, sem styðja Juan Guaido og stuðningsmanna Maduros fóru fram víða í Caracas og voru í fyrstu friðsamlegir. Á einum þeirra hélt Guaido ræðu og hvatti stuðnings- menn sína til að vera sýnilegir á götum úti. Þá hvatti hann fólk einn- ig til að fara í verkfall til að tjá and- stöðu gegn Maduro. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Fox í vikunni að hernaðarleg íhlutun Bandaríkjanna til þess að steypa Maduro af stóli kæmi enn til greina. Spennan í Venesúela hefur stig- magnast eftir að Guaido lýsti sig forseta landsins og sagði kosningu Maduros sem forseta landsins ólög- mæta. Þá hlaut hann stuðning Bandaríkjanna auk fjölda landa í Suður-Ameríku og nýtur hans enn, en stjórnvöld í Rússlandi og Kína hafa lýst yfir stuðningi við forset- ann. Börn létust í átökum í Venesúela  Fjórir að minnsta kosti létu lífið og 46 særðust í átökum stjórnarandstæðinga og stuðningsmanna forseta landsins 1. maí  Öryggissveitir skutu á hóp fréttamanna AFP Átök Tugir manna særðust og fjórir biðu bana í átökum öryggissveita og stjórnarandstæðinga 1. maí í Venesúela. Guaido lýsti því yfir í fjölda tísta að síðasta stig „að- gerðafrelsis“ væri runnið upp og að nú þyrftu starfsmenn hins opinbera að taka þátt í baráttunni. Hann hefur veitt hinum opinbera geira sér- staka athygli á undanförnum vikum. Þá hvatti hann mót- mælendur til að vera sýnilegir á götum úti þar til ríkisstjórn Maduro yrði loks steypt af stóli. Þá hefur alþjóðasamfélagið brugðist við aðstæðunum í Venesúela og er aukin spenna komin í samskipti Bandaríkj- anna og Rússlands í ljósi ástandsins. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, hefur sakað Rússland og Kúbu um að koma landinu í uppnám í gegnum stuðning ríkjanna við Maduro. Utanrík- isráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, hefur aftur á móti sagt Pompeo að áhrif Banda- ríkjanna á Venesúela væru skaðleg og brot á al- þjóðalögum. Guaido boð- ar verkföll VERKFALLSYFIRLÝSINGAR Umskipti hafa orðið í rekstri breska dagblaðsins The Guardian, en blaðið skilar nú hagnaði í fyrsta skipti í þrjú ár. Árið 2016 ákváðu útgefendur blaðsins að biðja lesendur netútgáfu þess að leggja fé af mörkum til að styrkja fjölmiðilinn. Í tölvupósti sem Katharine Viner, aðalritstjóri The Guardian, sendi í gær til þeirra les- enda sem styrkt hafa blaðið kemur fram að sú beiðni hafi fengið góðar undirtektir, en undanfarin þrjú ár hafi meira en ein milljón lesenda víða um heim látið fé af hendi rakna til blaðsins. „Áskorunin er að geta hald- ið áfram að bjóða upp á vandaðar umfjallanir. Rannsóknarblaða- mennska er dýr, hvort sem um er að ræða að fletta ofan af Wind- rush-hneykslinu (sem snerist um að brotið var á réttindum inn- flytjenda í Bret- landi) eða opin- bera spillinguna í kringum ráðgjaf- arfyrirtækið Cambridge Analytical,“ skrifar Viner í tölvupóstinum. „Nú höfum við sett okkur nýtt og metnaðarfullt markmið,“ skrifar Vi- ner í tölvupóstinum. „Að tvær millj- ónir lesenda styðji okkur árið 2022.“ Dagblaðið Guardian réttir úr kútnum Katharine Viner Íbúar í strandhéruðum í austurhluta Indlands búa sig nú undir komu fellibylsins Fani, sem áætlað er að gangi á land snemma í dag. Nærri 800 þúsund manns hafa verið flutt á brott af svæðinu. Samkvæmt veðurspám mun óveðrið fara yfir Vestur-Bengal í átt að Bangla- dess en á því svæði búa yfir 100 milljónir manna. AFP Búa sig undir komu fellibyls Tvö dauðsföll af völdum mislinga hafa verið skráð í Sviss það sem af er árinu, að sögn þarlendra heil- brigðisyfirvalda. Heilbrigðisráðu- neyti landsins hvatti í gær lands- menn til að láta bólusetja sig gegn sjúkdómnum, hafi þeir ekki gert það þegar. Vitað er um að minnsta kosti 155 mislingatilfelli í Sviss í ár. Annar þeirra sem létust var karlmaður á þrítugsaldri, sem aldrei hafði verið bólusettur gegn mislingum. Hann lét bólusetja sig eftir að hafa fengið veikina en sú bólusetning var gerð of seint. Hinn var karlmaður á áttræðis- aldri, sem þjáðist einnig af krabba- meini. Hann fékk lungnabólgu sem rakin var til mislingasmits. SVISS Tveir hafa látist af völdum mislinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.