Morgunblaðið - 03.05.2019, Page 17

Morgunblaðið - 03.05.2019, Page 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 ✝ Hreinn Sumar-liðason, kaup- maður og fv. for- maður Félags matvörukaup- manna, Erluhólum 5, Rvk, fæddist á Siglufirði 24. nóv- ember 1930. Hann lést 16. apríl 2019 í Brákarhlíð, Borgarnesi. Hreinn var sonur Sumarliða Guðmundssonar skó- smiðs á Siglufirði, f. 22.4. 1889, d. 1.5. 1983, og Sigurlínu Guð- rúnar Níelsdóttur, f. 2.2. 1891, d. 28.1. 1963. Bræður Hreins voru Kári, f. 16.6. 1916, d. 20.3. 1990, og Arthúr Níels, f. 18.7. 1920, d. 5.1. 2014. Hreinn „Dúddi“ kvæntist 30.6. 1951 Ósk Pálínu Önnu „Dídí Þorsteins“ Hallgríms- dóttur, f. 18.6. 1931, d. 1.10. 1990, húsmóður og kaupmanni. Anna var dóttir Hallgríms Georgs Björnssonar, f. 26.10. 1908, d. 2.12. 1992, og Herdísar Lárusdóttur, f. 14.12. 1910, d. 23.4. 1980. Hreinn og Anna eignuðust þrjár dætur: 1) Sigurlína, f. 25.12. 1951, börn hennar eru Hreinn Pálsson giftur Isabel national Englandi auk þess sem hann sótti ýmis námskeið sam- hliða vinnu. Að loknum grunnskóla hélt hann til Reykjavíkur þar sem hann var verslunarstjóri í tíu ár í Kiddabúð. Hreinn og Anna stofnuðu Kjörbúð Laugaráss, Laugarásvegi 1, 1959, síðar í Norðurbrún 2, og starfræktu í 25 ár. Hann stundaði fasteigna- rekstur og var erindreki Kaup- mannasamtaka Íslands 1985-97. Hreinn var kjörinn í stjórn Fé- lags matvörukaupmanna 1964, var varaformaður félagsins frá 1967 og formaður þess 1974-77. Hann sat í fyrstu stjórn Stofn- lánasjóðs matvörukaupmanna frá 1968, sat í framkvæmda- stjórn Kaupmannasamtaka Ís- lands 1973-76, auk þess sem hann sat í varabankaráði Versl- unarbanka Íslands hf. 1973-89 og í fulltrúaráði Kaupmanna- samtaka Íslands 1978-85, hann hefur einnig gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum í þeirra þágu. Hann sat í stjórnum Matkaups hf., Búrfells hf. og Fasteigna- vers hf. Hreinn var sæmdur gullmerki Kaupmannasamtaka Íslands 1984, auk þess að vera sæmdur merkjum Norges Kolonial og Landhandel För- bund 1982, Sveriges Köbmann Forbund 1984 og Detalj Handelens Centralforbund 1988. Útför Hreins fer fram frá Ás- kirkju í dag, 3. maí 2019, klukkan 13. Piffarer, þau eiga eitt barn og von á öðru; Anna Jóna Reynisdóttir, í sam- búð með Kasper Vedel. 2) Ágústa, f. 22.10. 1957, gift Sigurði Ómari Sig- urðssyni, börn þeirra eru: Sandra Ósk, gift Skafta Rúnari Þorsteins- syni, þau eiga þrjú börn; Íris Ann, gift Lucasi Kell- er, þau eiga tvo drengi; tvíbur- arnir Marinó, giftur Auði Ýri El- ísabetardóttur, þau eiga tvö börn, og Hlynur, trúlofaður Kel- sey Howell. 3) Jóna Magga, f. 7.5. 1961, hennar maður er Elv- ar Ólafsson, börn hennar eru Andri Hrafn Agnarsson, giftur Söru Petru Guðmundsdóttur, þau eiga eina dóttur, og Thelma Karen Jónsdóttir. Síðustu ár var Hreinn í sam- vistum með Sigrúnu Clausen. Hreinn ólst upp í hringiðu síldaráranna. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá gagnfræðaskóla Siglufjarðar 1947, stundaði síð- ar nám við Námsflokka Reykja- víkur, Málaskólann Mími, hjá H.B. Nielssen co, Iðnaðarmála- stofnun íslands, Torquays Inter- Við kveðjum ástkæran föður okkar. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibj. Sig.) Við viljum koma á framfæri hjartfólgnu þakklæti til starfs- fólks og stjórnar Brákarhlíðar Borgarnesi fyrir að taka pabba að sér og hugsa um hann eins og um fjölskyldumeðlim væri að ræða, enda Brákarhlíð ein stór fjöl- skylda. Hreinsdætur, Sigurlína (Sirrý), Ágústa (Gústa) og Jóna Magga. Leiðir okkar Hreins mágs míns lágu fyrst saman þegar ég var fimm ára og hann tvítugur. Þá fluttu hann og systir mín Anna suður til Reykjavíkur frá Siglu- firði, þá nýgift hjón, og dvöldu á heimili okkar í Hafnarfirði um tíma. Strax varð mjög gott sam- band og vinátta með okkur Hreini sem hefur varað alla tíð síðan. Hreinn var mjög áreiðanlegur maður, vel skipulagður og traust- ur. Segja má að hann hafi alla tíð verið mín fyrirmynd. Margar voru ferðir mínar til hans í Kidda- búð og síðar í Laugarásinn eftir að þau hjónin stofnuðu sína eigin verslun þar, Kjörbúðina Laug- arás. Einnig var ég og síðar hún Didda konan mín tíðir gestir á heimilum þeirra á Rauðalæknum, Erluhólum og líka í sumar- bústaðnum í Grímsnesi. Til þeirra var gott að koma og alltaf hægt að sækja góð ráð sem ávalt reyndust vel. Þau Hreinn og Anna höfðu mikla ánægju af því að ferðast og gátu látið þann draum sinn ræt- ast þegar umhægðist í verslunar- rekstrinum. Meðal annars fóru þau í þriggja mánaða heimsreisu þar sem þau stoppuðu á ýmsum stöðum í heiminum og upplifðu menningu innfæddra. Ekki hafði maður lengi setið með Hreini þegar spurningin kom. Hafið þið eitthvað verið að ferðast nýlega? Sú spurning kom að sjálfsögðu þegar við hjónin heimsóttum hann í síðasta skiptið í Brákarhlíð nokkrum dögum áður en hann lést. Ofarlega í huga okkar hjónanna er mjög ánægjuleg vikudvöl sem við hjónin áttum með Hreini og Önnu í London í nóvember 1988. Anna lést í októ- ber 1990. Síðar hóf Hreinn sambúð með Sigrúnu Clausen í Erluhólunum. Þangað var gott að koma og ræða málin yfir kaffibolla í eldhúsinu. Árið 1998 vildi svo skemmtilega til að við Didda áttum með þeim Hreini og Sigrúnu viku dvöl í San Francisco sem við nutum saman í skemmtilegri hópferð. Blessuð sé minning Hreins. Þorvaldur Stefán Hallgrímsson, Svanhildur Leifsdóttir. Elsku afi minn. Takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Ég hugsa til baka þegar ég var yngri. Mamma í vinnuferð erlendis og ég fékk að vera í pössun hjá afa í Erluhólunum. Það voru frábærar stundir. Þú kenndir mér margt. Ein saga kemur strax upp í huga minn. Ég hef verið um 10 ára gamall og var hjá þér í pössun í nokkra daga. Á þessum tíma safnaði ég körfuboltamyndum og fannst mjög gaman að hlaupa út í sjoppu og kaupa mér nýjar mynd- ir. Í einni skúffunni í eldhúsinu hjá þér var poki fullur af klinki. Ég man eftir að hafa stolist í hann og náð mér í of marga gullitaða peninga til að kaupa mér körfu- boltamyndir, ég hugsaði með mér að þú myndir nú ekkert fatta það. Nokkru síðar þegar ég var í heim- sókn hjá þér með mömmu og við vorum að kveðjast í anddyrinu sagðirðu við mig að þú vildir gefa mér svolítið. Þú labbaðir inn í eld- hús náðir í pokann með klinkinu og réttir mér hann og sagðir. Þú mátt eiga þennan poka, Andri minn. Ég man svo vel að ég skammaðist mín mikið og þarna lærði ég mikla lexíu. Stundirnar sem við fjölskyldan áttum öll í sumarbústaðnum á sumrin á jólunum í Erluhólum eru stundir sem ég varðveiti alla ævi, elsku afi minn. Ég mun aldrei geta keyrt fram hjá Erluhólunum án þess að horfa niður í botnlangann á húsið sem er mér svo kært. Í þessari götu á ég svo margar góðar minningar og ég er mjög leiður yfir því að vita að ég mun aldrei heimsækja þig aftur þangað. Jólin í Erluhólum voru einstök. Öll stórfjölskyldan saman komin til að halda jól og alltaf sömu hefð- irnar, einn pakki fyrir mat og svo biðin endalausa þegar borðhald var búið og uppvask tók við áður en þú settist í þitt sæti þar sem þú last á pakkana með okkur krakk- ana öll í kringum þig. Svo var það þegar ég keypti mér krossarann eða torfærumót- orhjólið sem mig minnir að þú hafir kallað það. Ég fékk að geyma það inni í bílskúrnum hjá þér sem var auðvitað alltaf svo hreinn og fínn og allt í röð og reglu. Þarna mætti ég eftir að hafa leikið mér á því drullugur upp fyrir haus og hjólið allt í mold, það passaði ekki alveg við hreina og fína bílskúrinn en þetta fannst þér svo meira en sjálfsagt og færðir til hluti í bílskúrnum svo það væri nú örugglega fínt að- gengi fyrir mig að því. Ég gæti talið upp endalausar sögur, afi minn. Elsku afi minn, þú varst algjör- lega einstakur maður. Þú hefur verið mér fyrirmynd allt mitt líf og ég er þakklátur fyrir að hafa átt allar þessar stundir með þér. Knúsaðu ömmu frá mér. Þinn Andri Hrafn. Vinur okkar hjóna og félagi, Hreinn Sumarliðason, er látinn. Andlátsfregn hans kom okkur hjónum í raun ekki á óvart, þar sem hann hafði átt við veikindi að stríða síðustu árin. Það er margs að minnast í gegnum árin. Mál- efni Kaupmannasamtaka Íslands voru Hreini hugleikin, enda vann hann að margs konar málefnum innan þeirra. Eitt vil ég þó nefna sérstaklega, en það var stofnun kaupmannaklúbbsins sem við kölluðum innan hópsins lávarða- deildina, sem hann átti stóran þátt í að yrði að veruleika. Hann sat í stjórn klúbbsins frá stofnun hans á meðan heilsan leyfði. Auk þess að eiga Hrein sem starfs- félaga innan KÍ vorum við þess utan vinir og félagar ásamt eig- inkonum okkar. Við hjónin ferð- uðumst mikið saman, bæði utan- sem innanlands. Má þar nefna ánægjulegar samverustundir í sumarhúsi þeirra í Grímsnesinu. Þar var oft glatt á hjalla. Anna og Hreinn voru okkar bestu vinir. Eftir lát Önnu, en hún lést árið 1990 langt fyrir aldur fram, hélst sá vinskapur okkar Hreins áfram með tilkomu vin- konu hans, Sigrúnar Clausen, og teljum við að það hafi verið hans gæfa að eiga samleið með henni seinustu árin. Við hjónin kveðjum góðan vin til margra ára og sendum dætr- um hans, þeim Sigurlínu, Ágústu og Jónu Möggu, auk Sigrúnar Clausen og annarra ástvina okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning vinar okkar, Hreins Sumarliðasonar. Gunnar og Jóna (Ninna). Kveðja frá Kaupmanna- samtökum Íslands Við andlát Hreins Sumarliða- sonar fyrrv. kaupmanns er margs að minnast. Þegar Hreinn kemur til Reykjavíkur frá Siglufirði, ungur maður, bar svo við að Kristján Jónsson kaupmann í Kiddabúð vantaði starfsmann. Hreinn var meðal margra sem sóttu um og var ráðinn. Löngu síðar sagði Kristján Hreini að hann hefði ráðið hann vegna þess að hann hafi verið sá eini af þeim sem sóttu um sem hefði verið í vel burstuðum skóm, þetta lýsir Hreini vel, enda mikið snyrti- menni alla tíð. Hreinn varð svo verslunarstjóri í Kiddabúð í Garðastræti 17 til ársins 1959, en það ár opnaði hann verslun á Laugarásvegi 1 ásamt vini sínum Sigþóri Sigþórssyni, sem líka var verslunarstjóri í annarri Kidda- búð. Síðar keypti Hreinn hlut Sig- þórs. Árið 1968 sótti Hreinn um lóð undir verslunarhús á Norðurbrún 2 og opnaði þar síðan verslun sem hann rak í mörg ár, eða til ársins 1985, að hann seldi reksturinn og réðst til starfa hjá Kaupmanna- samtökum Íslands (KÍ) og starf- aði þar næstu 12 árin, eða til árs- ins 1997. Vinnuheitið hjá KÍ var erindreki. Það fólst m.a. í því að sjá um og miðla upplýsingum til kaupmanna og félaga innan KÍ, m.a. úti á landi. Hann ferðaðist um allt land og sat fundi og að- stoðaði við fundahöld. Þar var Hreinn á heimavelli, en hann var mikill félagsmálamaður og oft víða fenginn til að stjórna fundum. Hreinn sat í stjórn Félags mat- vörukaupmanna 1964-1968, for- maður þess 1973-1978 og í fram- kvæmdastjórn KÍ á sama tíma. Hreinn stjórnaði aðalfundum KÍ í fjölmörg ár. Matvörukaupmenn stofnuðu með sér sjóð, Stofnlána- sjóð matvörukaupmanna, og greiddu í þennan sjóð, mánaðar- lega, tiltekna fjárhæð, sem eins konar stofnframlag. Tilgangur sjóðsins var m.a. sá, að þar gætu kaupmenn sótt um lán t.d. til tækjakaupa eða byggingar hús- næðis fyrir verslanir sínar. Hreinn var kjörinn í fyrstu stjórn sjóðsins. Þessi sjóður sameinaðist svo síðar öðrum slíkum sjóði inn- an vébanda KÍ – Almennum stofnlánasjóði Kaupmannasam- taka Íslands, ASKÍ, og var Hreinn kjörinn fyrsti formaður hans. Hreinn var kjörinn til setu í bankaráði Verslunarbanka Ís- lands frá 1973-1989 eða í 16 ár. Árum saman var mikið og gott samband og samvinna ýmiss kon- ar við Kaupmannasamtök hinna Norðurlandanna og var Hreinn sæmdur gullmerkjum þess finnska, norska og sænska, jafn- framt sem hann var gullmerkja- hafi KÍ. Fyrir allmörgum árum stofn- uðu nokkrir gamlir kaupmenn, þá flestallir hættir kaupmennsku, með sér klúbb – Lávarðadeildina. Þar var Hreinn auðvitað kjörinn til stjórnarsetu. Starfsemin geng- ur út á það að koma saman mán- aðarlega og fá sér kaffisopa, afar einfalt og gott. Fundirnir eru nú orðnir tæplega 200. Á þessum fundum er mikið rætt um verslun, oft eins og hún var í gamla daga. Margir hafa nú kvatt okkur og sjáum við nú hinir á eftir enn ein- um traustum og góðum félaga. Ég vil hér í lokin, fyrir hönd KÍ sem og fyrir hönd okkar í „Lá- varðadeildinni“, senda aðstand- endum Hreins innilegar samúð- arkveðjur. Ólafur Steinar Björnsson. Hreinn Sumarliðason ✝ SigurbjörgGuðvarðar- dóttir fæddist 12. apríl 1936 í Hvammi í Laxárdal ytri á Skaga í Skagafirði. Hún bjó lengst af í Ferju- bakka 8 í Reykja- vík. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 21. apríl 2019. Foreldrar hennar voru Guð- varður Sigurbjörn Steinsson og Bentína Þorkelsdóttir, lengi kennd við bæinn Kleif á Skaga. Sigurbjörg var fjórða yngst af börnum þeirra. Sigurbjörg giftist Magnúsi Ingólfssyni 12. apríl 1960 og eignuðust þau þrjú börn. Magnús lést 13. september 1987. Hún hóf sambúð með Oddgeiri Halldórssyni árið 1996 til and- láts Oddgeirs hinn 11. maí 2007. Börn Sigur- bjargar og Magn- úsar: 1) Málfríður Valgerður, f. 10. október 1958, var gift Unnsteini Óm- ari Hjörleifssyni, þau slitu sam- vistum. Börn þeirra eru: Sigurbjörg Ragna, f. 1976, Unnsteinn Veigar, f. 1981, og Krist- ófer John, f. 1990. 2) Ingólfur, f. 29. júní 1960, sambýliskona hans er Ástríður Hartmanns- dóttir. Börn þeirra eru: Magnús, f. 1981, og Karen Björg, f. 1986. 3) Magnea Sigurbjörg, f. 18. maí 1966, gift Friðriki Sigurðssyni. Börn þeirra: Friðrik Emil, f./d. 1998, Sólrún Fríða, f. 1999, og Sigurbjörg Freyja, f. 2002. Sig- urbjörg á átta langömmubörn. Útför Sigurbjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 3. maí 2019, klukkan 15. Ástkær tengdamóðir mín, Sigurbjörg Guðvarðardóttir, tók mér fagnandi í fyrsta skipti þeg- ar við Magnea komum til henn- ar í Ferjubakkann. Það viðhorf til mín stóð alla okkar tíð. Amma Bogga, eða mamma, var nafnið sem við notuðum á heim- ilinu um hana. Hún var ein ljúf- asta og dagfarsprúðasta mann- eskja sem ég hef fengið að kynnast á lífsleiðinni. Það var ætíð stutt í kátínu og gaman- semi hjá henni. Hún passaði vel upp á tengdasoninn þegar við komum í heimsókn og tryggði að hann fengi örugglega vel að borða og væri saddur og sáttur. Við andlát hennar erum við fjölskyldan í Ásaþinginu beygð en ekki brotin. Við fögnum þeim tíma sem við áttum með henni á góðum stundum. Ég var ein- staklega heppinn að fá hana í kaupbæti með Magneu minni. Eins og hún sagði ætíð þegar kvatt var: Guð geymi þig! Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei það er minning þín. (Guðmundur Halldórsson) Þinn tengdasonur, Friðrik. Amma Bogga. Ég var svo heppin að eiga þessa yndislegu konu sem ömmu. Hún var alltaf svo ljúf og góð, með englahár og dúnmjúka húð. Ég man eftir að hafa heimsótt hana og afa Geira í Ferjubakkanum. Við fórum oft saman í sumarbústaðinn þeirra. Eftir að afi dó fór ég nokkrum sinnum ein suður að heimsækja ömmu, ég var örugglega svona sjö ára. Mér fannst voða spenn- andi að fá að fara alein í flugvél til að heimsækja ömmu. Svo flutti hún í Suðurhólana og við heimsóttum hana oft þangað. Síðan fór hún í þjónustuíbúð hjá Hrafnistu í Boðaþingi. Ég man að þegar hún bjó þar var hún al- veg sjúk í KFC og við komum alltaf með kjúkling handa henni þegar við heimsóttum hana. Amma var algjört matargat og elskaði allt sætt, sérstaklega kökur, þótt hún mætti nú helst ekkert borða þær. Hún bað allt- af um meira í kaffinu, þótt það væri bara enn ein jólakakan. Síðasta árið hennar ömmu var mér dýrmætt. Við fjölskyldan fluttum suður og loksins gátum við heimsótt hana hvenær sem var. Amma var þá komin í Sunnuhlíð og henni leið afar vel þar. Starfsfólkið var yndislegt og hugsaði svo vel um hana. Ég kynntist ömmu mun betur þetta síðasta ár hennar og ég er svo þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman. Eftir veikindi mín fór ég nánast daglega að heimsækja ömmu, þótt það væri bara til að segja hæ og sjá hana brosa. Amma var stór partur af mínu bataferli og ég mun sakna þess að geta ekki farið og knús- að hana. Hún ljómaði alltaf eins og sólin þegar ég kom og kyssti mig og knúsaði. Amma var svo fyndin og skemmtileg. Það var svo gaman að sjá hvað henni leið vel í Sunnuhlíð og sjá hana dansa og syngja. Ég man hvað mér fannst dýrmætt þegar amma tók í höndina mína og sagði amma elskar þig. Ég bjóst ekki við því að þurfa að kveðja hana svona snemma. Hélt að ég myndi fá meiri tíma með henni. Ég er samt svo þakklát fyrir þær stundir sem við áttum sam- an síðasta árið. Ég náði að kveðja hana og sjá hana brosa til mín og blikka mig í síðasta sinn. Elsku amma mín, ég mun aldrei gleyma þér og minning þín lifir í hjarta mínu að eilífu. Sólrún Fríða. Sigurbjörg Guðvarðardóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.