Morgunblaðið - 03.05.2019, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019
✝ Ásgrímur Ás-grímsson fædd-
ist á Syðra-
Mallandi 22. júní
1932. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á
Sauðárkróki 18.
apríl 2019.
Foreldrar hans
voru Ásgrímur
Árnason, f. 30.9.
1896, d. 18.1. 1933,
og Sigríður Sigurlína Árna-
dóttir, f. 7.4. 1905, d. 21.5. 1985.
Fósturfaðir hans var Leó Jónas-
son, f. 28.3. 1904, d. 5.1. 1998.
Systkini Ásgríms voru Héð-
inn Sveinn og Baldvina, bæði
látin. Fóstursystir hans er Sig-
ríður Herdís Leósdóttir, f. 7.6.
1950.
Hinn 28. desember 1954
kvæntist Ásgrímur eftirlifandi
eiginkonu sinni, Árnýju Sig-
urlínu Ragnarsdóttur, f. 13.10.
1933. Foreldrar hennar voru
Gísli Ragnar Magnússon, f. 30.5.
1896, d. 2.12. 1974, og Sigurlína
Jóhanna Sigurðardóttir, f.
25.10. 1902, d. 31.12. 1993.
Börn Ásgríms og Árnýjar
eru: 1) Sigurður Leó, f. 11.11.
maki Guðmundur Örn Jensson,
f. 28.5. 1966. Börn þeirra eru a)
Páll Árni, f. 1986. b) Íris Erna, f.
1992. c) Jens Berg, f. 1997.
Barnabörn þeirra eru fjögur.
Ásgrímur fæddist á Syðra-
Mallandi á Skaga í Skagafirði. Á
unglingsárum flutti hann með
móður sinni og systkinum að
Svanavatni í Hegranesi. Hann
hóf nám í Iðnskólanum á Sauð-
árkróki en flutti síðar og gerðist
sauðfjárbóndi á Mallandi. Þar
bjó hann með eiginkonu og fjór-
um börnum. Ásgrímur stundaði
einnig sjóveiðar, fyrst um sinn á
árabát en fékk sér síðar trillu.
Ásgrímur ræktaði upp land sitt
og hlaut verðlaun fyrir frá
Landgræðslu ríkisins. Hann var
virkur í hreppsmálum og vildi
halda lífi í sveitinni og kom að
ýmsum málum. Hann var lengi
gangnaforingi. Ásgrímur var
virkur í félagslífi og stunduðu
þau hjón bæði dans og söng,
voru þau í hjóna- og paraklúbbi
Skagafjarðar. Ásgrímur og
Árný voru bæði meðlimir í
Rökkurkórnum um árabil, fóru í
söngferðir um landið og höfðu
gaman af. Þegar þau hjónin
hættu búskap sökum aldurs og
heilsu fluttu þau á Sauðárkrók.
Ásgrímur eyddi síðustu árum
sínum á Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á Sauðárkróki.
Ásgrímur verður jarðsunginn
frá Sauðárkrókskirkju í dag, 3.
maí 2019, klukkan 14.
1954, maki Kristín
Guðbjörg Snæland
f. 18.4. 1969. Barn
þeirra er a) Alma
Karen, f. 2002.
Börn Sigurðar Leós
frá fyrri sam-
böndum eru a) Þór-
dís Eva, f. 1975. b)
Brynja, f. 1980. c)
Sigurbjörg, f. 1981.
d) Sigþór Smári, f.
1983. e) Guðrún
Sigurlína f. 1986. Barnabörn
þeirra eru átta. 2) Ásgrímur
Gísli, f. 17.3. 1958, maki Gerður
Guðjónsdóttir, f. 6.11. 1970.
Börn þeirra eru a) Ásgerður, f.
1997. b) Friðmey, f. 2004. Börn
Gerðar frá fyrra sambandi eru
a) Amanda Ösp Kolbeindóttir, f.
1992. b) Kolbrún Ósk Kolbeins-
dóttir, f. 1995. Eiga þau eitt
barnabarn. 3) Helga Baldvina, f.
22.6. 1961, maki Sigtryggur
Snævar Sigtryggsson, f. 28.7.
1956. Börn þeirra eru a) Árný, f.
1981. b) Snævar Freyr, f. 1985.
c) Arndís Lára, f. 1994. Dóttir
Sigtryggs Snævars frá fyrra
sambandi er a) Díanna Rut, f.
1976. Barnabörn þeirra eru ell-
efu. 4) Anna María, f. 24.7. 1965,
Þá ertu búinn að fá hvíldina
elsku pabbi minn, eins sárt og
það er þá er ég samt mjög
þakklát fyrir að þú sért kominn
á betri stað.
Eins og svo oft þegar ein-
hver nákominn manni fellur frá
koma ótal minningar upp í hug-
ann og oftar en ekki fer maður
að rifja upp það sem maður var
að gera á uppvaxtarárunum.
Það sem kom fyrst upp í huga
minn var þegar ég var lítil og
trítlaði út í fjós með glasið mitt
til að fá spenvolga mjólk og þú
sagðir mér sögur. Eins þegar
við vorum á vorin að tína grjót
úr túnunum og þú settir mig
upp í dráttarvélina og lést mig
stýra. Ég var svo lítil að ég
náði ekki niður á petalana, en
gat stýrt, og þú hafðir hana í
lægsta gír og lága drifinu og vá
hvað mér fannst þetta taka
langan tíma. Eða þegar við vor-
um að saga rekavið og rífa
staura og það var farið í kapp
um það hver væri fljótastur að
saga niður bútana. Þegar við
vorum á rölti í kringum lamb-
féð á vorin og hlustuðum eftir
fuglasöng, sérstaklega kríunni,
því þú sagðir alltaf að þegar
maður heyrði í henni þá væri
vorið komið og þetta geri ég
enn í dag. Hugurinn leitar til
þess tíma þegar ég fór í mínar
fyrstu göngur með þér seint að
hausti og þú stoppaðir reglu-
lega til að vinda vettlingana
mína svo mér yrði ekki kalt.
Eins gleymi ég því ekki þegar
við sátum við eldhúsborðið
heima á Mallandi og þú og
bræður mínir voruð eitthvað að
stríða mér og þú laumaðir
mjólkurglasinu mínu í svuntu-
vasann hjá mömmu. Ég leitaði
að því en hún fór alla leið niður
í kjallara með glasið í vasanum
og ég skildi ekkert í hvað varð
af því.
Í mörg ár komum við Guð-
mundur til að hjálpa ykkur
mömmu við heyskap og rúning
og á haustin fór ég í göngur
sem var með því skemmtileg-
asta sem ég gerði og alltaf
krafðist ég þess að fá að vera
við hliðina á þér.
Eða þegar við vinkona vorum
að fara með ykkur mömmu á
böllin og þú talaðir um að þetta
væru litlu stelpurnar þínar.
Ég gæti endalaust talið upp
margar minningar um þig,
elsku pabbi minn. Þú varst
mjög fróður maður og það var
alveg sama hvað manni datt í
hug að spyrja þig um, þú vissir
alltaf svarið, enda varstu búinn
að lesa allt milli himins og
jarðar.
Elsku pabbi minn, mikið á ég
eftir að sakna þín og ég er þér
mjög þakklát fyrir þann tíma
sem við áttum saman. Hvíldu í
friði, pabbi minn.
Sofðu, hvíldu sætt og rótt,
sumarblóm og vor þig dreymi!
Gefi þér nú góða nótt
guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi.
(G. Guðm.)
Þín dóttir,
Anna María.
Elsku afi minn, frá því ég var
lítil stelpa hef ég kviðið þessum
degi. Lífið án ömmu og afa var
óhugsandi. Ég hef alla tíð verið
mikil afa- og ömmustelpa, enda
fékk ég að njóta samvista við
ykkur alveg frá fæðingu. Var
mikið í sveitinni sem barn og á
þaðan mínar dýrmætustu og
yndislegustu minningar. Þráði í
raun að eiga alveg heima hjá
ykkur. Sumrunum eyddi ég hjá
ykkur, og mætti snemma á vor-
in til að taka þátt í sauðburði.
Ég vil meina að ég hafi notið
sveitarinnar á besta tíma í bú-
skap ykkar, en sjálfsagt var
það mín upplifun og vona ég að
þeir sem fengu að njóta hennar
á undan mér og eftir hafi upp-
lifað það sama. Búið var stórt,
jörðin vel ræktuð, svo vel að þú
fékkst verðlaun frá Land-
græðslu ríkisins, af þeim varstu
montinn. Þú varst búinn að
vinna vel inn fyrir þeim enda
jörðin grýtt og erfið til rækt-
unnar. Þú hafðir komið þér upp
tækjakosti sem auðveldaði
störfin og húsakostur var mjög
góður.
Það voru ýmis eftirminnileg
verkefni í sveitinni, eitt af þeim
óvenjulegustu er þegar lögð var
símalína út í fjárhús frá heima-
bænum, svo hægt væri að
hringja eftir aðstoð t.d. í sauð-
burði. Gamlir símar með snún-
ingssveif á hvorum enda.
Bílferðir voru skemmtilegar
með þér, við vorum ekkert að
hafa kveikt á útvarpinu, heldur
sungum við. Uppáhaldslagið
okkar var Maístjarnan og Á
Sprengisandi. Þér þótti ekki
leiðinlegt að segja sögur og
mikið þótti mér gaman að
heyra um gamla tíma. Ég veit
því vel að lífið í sveitinni var
ekki alltaf svona auðvelt eins og
það var þegar ég eyddi þar tím-
anum með ykkur.
Mamma þín varð snemma
ekkja með þrjú lítil börn, þú
hafði mikið dálæti á henni.
Sagðir mér sögur af því þegar
hún fór á nóttinni og tíndi
fjallagrös til að drýgja matinn
og hvernig þú vaknaðir oft sem
lítill drengur við hljóð í sauma-
skap um hánótt.
Ég leit mikið upp til þín og í
mínum barnshuga var enginn
bóndi jafn góður bóndi og þú.
Þú varst einnig klárasti smali
sem til var, var alveg viss um
það. Hvernig þér tókst að
smala með Týru þér við hlið og
rétt muldra til hennar „hægri“
og „vinstri“.
Síðustu árin voru erfið, þú
sem alla tíð hafðir verið sjálf-
stæður og þinn eigin herra,
jarðareigandi og bóndi, að
missa svona getuna til að gera
allt sem þú vildir var sárt að
horfa upp á. Að geta ekki
hlaupið yfir þúfurnar, farið á
bak, keyrt bíl og þegar getan til
að fara í göngutúra var einnig
svo til farin, þá vantaði mikið í
lífið. Þú hafði dálæti á göngu-
túrum, rölta upp í dal, kíkja á
lúpínuna, njóta náttúrunnar.
En líkaminn sagði nei. Hug-
urinn var í fullu fjöri fram á
síðasta dag, þú hafðir engu
gleymt og þekktir alltaf fólkið
þitt. Þú áttir ekkert ógert hér á
jörðu og varst tilbúinn að fara,
þó er alltaf sárt að sakna.
Elsku besti afi minn, takk
fyrir að vera svona frábær við
litlu afastelpuna þína, ég elska
þig og sakna þín. Ég passa vel
upp á bækurnar sem þú gafst
mér, hef eitthvað lesið í þeim,
en notalegast er að finna lykt-
ina af Mallandi við að opna
þær. Við pössum líka ömmu
fyrir þig, stelpuna þína eins og
þú sagðir oft, æskuástina þína,
lofa því.
Þín afastelpa,
Árný.
Elsku langafi okkar. Það er
sárt að fá aldrei aftur að leiða
sterku hendurnar þínar, rölta
með þér í sveitinni. Fá eins og
einn mola af afasúkkulaði úr
búrinu, sem var reyndar venju-
legt suðusúkkulaði en þú kall-
aðir það alltaf afasúkkulaði og
það gerum við líka.
Við vorum heppin að hafa
þig hjá okkur svona lengi, það
fá ekki allir að kynnast langafa
sínum svona vel. Við vitum að
þú varst veikur og þreyttur, nú
líður þér betur.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Sofðu vel, langafi okkar.
Ásbjörg Nína, Ísak Nói og
Ýmir Míó.
„Afi, þú stingur!“ æpti ég oft
á þig þegar ég var hjá ykkur
ömmu á sumrin, en eftir nokk-
ur óp í röð fórstu að raka þig
alla morgna svo þú gætir knús-
að okkur alla daga.
Afi, nú ert þú farinn á betri
stað, stað sem þú hefur svo
lengi beðið eftir að komast á.
Svanhvít, langafabarnið þitt,
hugsar til þess að þú sért kom-
inn til Jenna afa, Depils, Jesú
og Guðs. Þið séuð að leita að
páskaeggjunum sem Guð er
búinn að fela og eigið æðislega
stund, allir svo hressir og
sprækir. Ég elska þá tilhugsun,
það vermir hjarta mitt.
Ég á ótal minningar um þig
afi, engin ein sem er minn-
isstæðari en önnur. Þær sem
ég held mest upp á eru þær
sem við bjuggum til þegar ég
og bræður mínir vorum í sveit
hjá ykkur ömmu á Mallandi á
sumrin beint eftir skóla. Bestu
tímar sem ég átti voru þá. Við
fórum alla morgna og gott ef
ekki líka seinni partinn í fjár-
húsin og það sem maður fékk
að hjálpa til, gefa kindunum
hey og hita mjólkina fyrir
heimalningana.
Eitt árið fékk ég að eiga
einn heimalning, en ég var í
erfiðleikum með að finna nafn á
hann og þá komst þú með
„hvað með Emja?“ þar sem
lambið jarmaði svo mikið. Ég
elskaði það og Emja hét hún.
Meðan beðið var eftir mat spil-
uðum við ólsen ólsen og aldrei
varð það þreytt.
Þegar við systkinin vildum
sulla í læknum hjálpaðir þú
okkur að smíða báta. Þegar við
fórum að ná í kindur eða hesta
upp í heiði heyrðist alltaf í þér:
„Þú ert svo létt á fæti, hlauptu
og náðu í kindina.“ Það sem við
eyddum tímanum uppi í lundi
og heiði að veiða. Ekki má
gleyma þegar við keyrðum einu
sinni eða tvisvar í viku á kóræf-
ingu. Alltaf varstu með bláan
ópal í bílnum og baðst mig allt-
af að syngja. Helst sungum við
„Fann ég á fjalli“, sem þú síðar
kenndir mér á píanóið þitt.
Alltaf áttir þú til afasúkkulaði
til að gefa okkur, sem ég enn í
dag kalla afasúkkulaði, því
hvað annað ætti það að heita?
Ég gæti endalaust talið upp
þær góðu minningar sem við
bjuggum til saman en það væri
efni í góða bók. Þetta eru
hreint ómetanlegar minningar.
Ég mun sakna þín, þetta er
sárt og ég er leið, en á sama
tíma svo glöð og þakklát.
Takk afi fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig. Þeim stundum
sem við fengum saman mun ég
seint gleyma. Þín
Íris Erna.
Jæja, þá kom að þeirri
stundu að þú kvaddir okkur og
gerðist það frekar fljótt. Mikið
sem símtalið tók á þegar ég
fékk að vita að þú hefðir kvatt,
en leið líka vel vitandi að þú
værir kominn á betri stað.
Margt fór af stað í kollinum og
fór ég að hugsa um allt það
sem maður lærði hjá ykkur
ömmu á Mallandi. Ég var nátt-
úrlega með annan fótinn hjá
ykkur á mínum uppeldisárum
og mikið sem maður kepptist
við að komast í sveitina til að
hjálpa til þegar það var frí í
skólanum.
Ég kaus frekar að vera hjá
ykkur en að fara í unglinga-
vinnuna og áhuginn fyrir bú-
skap kviknaði eftir að hafa ver-
ið öll þessi sumur hjá ykkur.
Draumurinn var alltaf að taka
við búskapnum á Mallandi en
maður var bara of ungur til
þess.
Mínar sterkustu minningar
úr sveitinni eru svona í kring-
um 10 ára aldur, en á þeim tíma
fór maður að taka meiri þátt í
öllu hjá ykkur. Strax eftir vor-
prófin var farið norður með
flutningabíl til að taka þátt í
sauðburðinum. Ég man að við
Guðrún frænka fengum það
verkefni að sjá um að brynna
kindunum, svo hjálpaði maður
til við að marka og flestallt sem
tengdist sauðburðinum. Ætli ég
eigi þér ekki mest að þakka
fyrir að viðhalda véladellunni
minni, en það var hjá ykkur
sem ég lærði að keyra traktor.
Það sem ég var búinn að suða
mikið, en alltaf var það „nei
ekki strax“ en svo kom að stóru
stundinni.
Ég hef sennilega ekki verið
nema 10 ára þegar ég fékk loks
að keyra traktorinn meðfram
girðingu sem við vorum að rífa
burtu. Ég er nokkuð viss um að
brosið hafi verið fast, þarna
varð ekki aftur snúið. Með ár-
unum bættist svo alltaf við það
sem maður fékk að hjálpa til
við í heyskap.
Fyrstu göngurnar voru
skemmtilegar þó að maður
hefði verið búinn að fara um
allt þarna í smalamennskum, þá
er það ekki eins og að fara í
göngur og það var mikið atriði
að klára nestið, það man ég.
Þær voru nú ófáar veiðiferð-
irnar sem við fórum saman í.
Þú hélst mikið upp á Urriðat-
jörnina, en við fórum oft þang-
að að veiða. Eins fórum við oft
labbandi upp Skjaldbreið og í
leiðinni var skoðað hvað lúpínan
væri búin að græða mikið upp,
enda varstu mikill áhugamaður
um uppgræðslu. Æði oft var
komið við í trjálundinum, en
þér var mjög annt um þann
reit.
Minningarnar eru ótalmarg-
ar eins og þegar við fórum út
að keyra, þá var alltaf boðið
upp á bláan ópal. Einnig
komstu oft með afasúkkulaði
(suðusúkkulaði) handa okkur
krökkunum, en það var mikið
sport fyrir okkur.
Við áttum margar góðar
stundir saman heima í Jöklat-
úni og eftir að þú fórst inn á
sjúkrahús hafðir þú alltaf gam-
an af því þegar ég kom með
krakkana í heimsókn. Elsku afi,
ég þakka þér fyrir allar góðu
og skemmtilegu stundirnar,
þeim mun ég seint gleyma.
Hvíldu í friði.
Þinn Páll (Palli).
Í dag kveðjum við Ásgrím á
Mallandi. Í rúm 60 ár hefur
hann verið einn af föstu punkt-
unum í tilveru okkar nágrann-
anna í Ketu. Ég var bara 10 ára
stelpukorn þegar Ásgrímur og
Árný fluttu í Malland þá korn-
ung, nýgift með son á fyrsta
ári. Þá var Malland talin frekar
rýr jörð, allar byggingar gaml-
ar og úr sér gengnar og lítil tún
og allir töldu að þar væri nán-
ast ómögulegt að rækta. 12 ár-
um seinna þegar ég og minn
maður förum að búa í Ketu er
Malland orðið vel uppbyggt
góðbýli. Ræktunarsaga þeirra
hjóna á Mallandi er ótrúleg,
þeim tókst að gera örreytisholt
og -mela að túni og græða upp
urðir og klappir til beitar, mörg
hafa handtökin verið því allt
unnu þau sjálf með börnum
sínu. Á þessum tíma var bú
þeirra hjóna eitt af stærstu og
afurðamestu búum Skaga-
fjarðar.
Ásgrímur var ekki bara land-
bótamaður, hann var líka mikill
sauðfjárræktarmaður og átti
fallegt og afurðasamt fé. Það
var þeim hjónum því mikið áfall
þegar farga þurfti fénu vegna
riðuveiki og þau þá komin á sjö-
tugsaldur. Ásgrímur var ekki
maður sem gafst upp, hann
keypti nýjan bústofn og þau
héldu áfram búskap meðan
heilsan leyfði. En að lokum
hafði elli kerling betur og þau
hættu búskapnum og fluttu til
Sauðárkróks.
Síðustu árin hefur Ásgrímur
dvalið á dvalarheimili aldraðra
á Sauðárkróki.
Nú er Malland í eyði og göt-
urnar á milli bæjanna að gróa
upp en mörg voru sporin á milli
á árum áður enda alla tíð gott
nágrenni.
Ásgrímur og Árný voru góðir
grannar sem gott var að leita
til. Mér er minnisstætt þegar
maður minn dó langt fyrir ald-
ur fram, þá kom Ásgrímur í
heimsókn, sagði ekki margt en
þegar hann kvaddi klappaði
hann mér hlýlega á bakið og
sagði: „Þú stendur þig, þú veist
hvar ég er ef ég get eitthvað
aðstoðað.“ Þessu gleymi ég
aldrei.
Kærar þakkir fyrir allt gott í
þessu rúmlega 60 ára nágrenni.
Elsku Árný mín, Leó, Gísli,
Helga, Anna Mæja og fjölskyld-
ur, innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ásgríms
Ásgrímssonar.
Hrefna Gunnsteinsdóttir.
Mig langar að minnast hans
Ásgríms fóstra míns með
nokkrum orðum. Ég leyfi mér
að kalla hann fóstra minn því
að í mörg ár dvaldi ég meira
eða minna á heimili hans og Ár-
nýjar á Mallandi á Skaga, hvar
ég naut leiðsagnar og gæsku
þeirra hjóna. Þannig háttaði til
á Skaganum á árunum 1976-
1986 að barnaskóli hreppsins
var undir stjórn Brynju móður
minnar og starfræktur á æsku-
heimili mínu, Þorbjargarstöð-
um. Til að koma öllum fyrir var
börnunum skipt í yngri og eldri
deild og var hvor deild viku í
senn í skólanum. Maja, yngsta
barn Ásgríms og Árnýjar, var í
eldri deild en ég í yngri, þannig
að tilvalið þótti að ég fengi
griðastað á Mallandi þær vikur
sem Maja var í skólanum. Þetta
voru því hálfgerð vistaskipti hjá
okkur Maju. Á Mallandi var
hægt að ganga að því vísu að
hafa nóg fyrir stafni alla daga
og hlakka til helganna, þegar
Maja mín kom heim. Ég sóttist
mikið eftir því að dvelja á Mal-
landi og var þar alla tíð í góðu
yfirlæti hjá þeim Árnýju og Ás-
grími.
Að öllum öðrum ólöstuðum
held ég að Mallandsfjölskyldan
sé duglegasta fólk sem ég
þekki. Eins og Skaginn er nú
einstök sveit, þá hefur ekki ver-
ið einfalt mál að hefja búskap á
Mallandi þar sem lítið greri
annað en grjót, berjast við mis-
blíð náttúruöflin og samgöngur
og samskipti voru af skornum
skammti.
Það var einfaldlega þannig
að það gerðist ekkert nema
maður gerði það sjálfur og
þannig held ég að Ásgrímur
hafi einmitt lifað. Hann lét hlut-
ina gerast, oft af miklu harð-
fylgi og ekki auðvelt að snúa
honum þegar hann hafði einsett
sér hlutina. Ásgrímur var fyr-
irmyndarbóndi, framtakssamur
og framsýnn. Hann var manna
fyrstur til að girða víðáttumikl-
ar girðingar á Skaganum, friða
land og rækta lúpínu.
Plantaði trjám upp um alla
Skagaheiði, sem engum öðrum
datt í hug, og nánast breytti
grjóti í gras með ræktunar-
störfum sínum. Þau hjón fengu
Ásgrímur
Ásgrímsson
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.