Morgunblaðið - 03.05.2019, Page 22

Morgunblaðið - 03.05.2019, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 ✝ Svava ÁrnýJónsdóttir fæddist í Hafnar- firði 21. mars 1952. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 20. apríl 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Dag- mar María Árna- dóttir, f. 4. apríl 1918, d. 25. mars 2000, og Jón Ágúst Jónsson, f. 14. ágúst 1912, d. 13. október 1987. Systkini Svövu eru: Elvar, f. 13. september 1940, eiginkona Margrét Guðmundsdóttir, og Jenný, f. 22. mars 1943, eigin- maður Reynir Jóhannsson. Svava giftist Benóný Þór- hallssyni, vélstjóra og útgerð- armanni, hinn 11. desember 1971. Foreldrar hans voru Ást- rún Jónasdóttir og Þórhallur Gíslason. Börn Svövu og Benón- ýs eru: 1) Þórhallur Ágúst, f. 3. maí 1971, börn hans og Þór- unnar Svövu Róbertsdóttur (þau þeirra eru: a) Ólafur Reynir, f. 23. febrúar 2003. b) Bríet María, f. 13. nóvember 2006. c) Thelma Lind, f. 5. nóvember 2011. Svava ólst upp í Grindavík. Eftir skólaskyldu stundaði hún nám við Héraðsskólann í Reyk- holti 1967-1968. Eftir það hóf hún störf við Símstöðina í Grindavík. Svava og Benóný kynntust árið 1969 og hófu bú- skap í kjölfarið. Þau byggðu sér hús í Staðarhrauni 13. Þar bjuggu þau til ársins 1998 er þau fluttu á Baðsvelli 7. Svava og Benóný voru með útgerð ásamt Jenný systur Svövu og eiginmanni hennar. Þau gerðu út bátinn Víkurberg GK 1 frá árinu 1976-1998. Í framhaldi af því stofnuðu Svava og Benóný fjölskyldufyrirtækið Besa ehf. sem gerir út bátinn Dúdda Gísla GK 48. Svava sá um bókhaldið hjá Besa ásamt því að vinna í Bókabúð Grinda- víkur og Vínbúðinni. Svava var virkur félagi í Slysavarnadeild Þórkötlu. Áhugamál Svövu og Benónýs voru ferðalög og ferð- uðust þau víða, innanlands sem utanlands. Útför Svövu fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 3. maí 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. slitu samvistum) eru: a) Benóný, f. 1993, sambýliskona Perla Sólveig Reynisdóttir, f. 24. júlí 1995, og eiga þau tvær dætur, Natalíu Maríu, f. 19. janúar 2017, og óskírða Benónýs- dóttur, f. 5. apríl 2019. b) Vigdís María, f. 1. apríl 2001. c) Róbert, f. 3. apríl 2005. 2) Sigríður Fjóla, f. 22. ágúst 1974, eiginmaður Hólmar Már Gunnlaugsson f. 22. maí 1973. Dætur hennar eru a) Svava Lind Kristjánsdóttir, f. 2. maí 1998, sambýlismaður Ívar Gauti Guð- laugsson, f. 27. október 1995, dóttir þeirra er Embla Sól, f. 11. ágúst 2017. b) Helga Rut Ein- arsdóttir. f. 5. febrúar 2007. Hólmar Már á dæturnar Emelíu Rut, Ásthildi Evu og Eyrúnu Örnu. 3) Berglind, f. 9. ágúst 1982, eiginmaður Ómar Davíð Ólafsson, f. 23. apríl 1978, börn Elsku hjartans mamma mín. Hjarta mitt er brotið en á sama tíma þakklátt fyrir að þú sért búin að fá hvíldina. Síðustu mánuðir hafa verið þér erfiðir en alltaf harkaðirðu af þér. Það verður erf- itt að hafa þig ekki á kantinum til- búna að græja og gera hvort sem það var að passa ungana þína, stoppa í götótt föt, skutla eða sækja. Allt gerðir þú þetta með bros á vör. Við sitjum eftir með risastórt búnt af minningum, minningum sem við munum varð- veita í hjarta okkar. Allar útileg- urnar okkar sem voru ófáar bæði þegar ég var barn að druslast ein með ykkur og vinahópnum sem og allar útilegurnar með fjölskyld- unni minni. Allar Kanaríferðirnar okkar um jólin sem við héldum öll mest upp á. Við vorum alveg sam- mála um það, elsku mamma, hvað það var gott að vera í sólinni og hitanum með öllu okkar fólki yfir jólin í staðinn fyrir jólastressið og tiltektina hér heima. Svo allar samverustundirnar okkar inni í sólhúsi að ræða um allt og ekkert. Elsku mamma, söknuðurinn er óbærilegur núna og mun alltaf vera, sérstaklega þegar mig mun vanta mömmu mína til að leið- beina mér með eitt og annað en með tímanum lærum við að lifa með honum. En þangað til næst, ást á þig. Þín dóttir, Berglind. Elsku mamma mín, ég trúi því ekki að þú sért farin frá okkur. Síðastliðnir mánuðir hafa verið þér erfiðir og þú varst sárþjáð þó að þú kveinkaðir þér aldrei. Þegar kom að leiðarlokum sá ég að þú varst virkilega kvalin og það hjálpar mér að takast á við sorg- ina að vita að nú ertu laus undan þjáningum. Mamma var ótrúleg kona, hún var ósérhlífin, dugleg, skipulögð og mín stoð og stytta. Alltaf gat ég leitað til hennar og hún gerði allt fyrir mig og stelpurnar mínar. Hún var viðstödd fæðingu Svövu Lindar minnar og veitti mér mik- inn stuðning. Henni fannst erfitt að horfa upp á mig þjást og hafði hún orð á því að hún hefði óskað að hún hefði getað tekið þetta að sér fyrir mína hönd. Mamma var mjög handlagin og mikill snillingur þegar kom að saumaskap. Hvort sem það voru gardínur eða föt; þetta lék allt í höndunum á henni. Enda kann ég ekkert að sauma því mamma saumaði allt fyrir mig. Þær eru ófáar flíkurnar sem hún hefur saumað á fjölskyldu og vini. Við fjölskyldan eigum margar góðar minningar. Við vorum dug- leg að gera ýmislegt saman, fara saman á fótboltaböll, þorrablót, í útilegur og til útlanda. Jólaferð- irnar okkar til Kanarí eru það besta og skemmtilegasta sem við gerðum. Okkur fannst dásamlegt að vera saman í hitanum að lifa og njóta. Ég er svo þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum og þann tíma sem ég hafði til að að- stoða ykkur pabba. Elsku mamma mín, takk fyrir allt. Ég elska þig endalaust. Þín dóttir, Sigríður Fjóla. Nú er komið að kveðjustund eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm sem reyndist yfirsterk- ari að lokum. Þegar ég sest niður og læt hug- ann reika aftur í tímann þá er svo ótrúlega margt sem kemur upp í hugann, en þó fyrst og fremst þakklæti fyrir alla hjálpsemina, hvort sem það var að sækja eða skutla krökkunum í skólann, þvo af þeim fötin, stoppa í sokka, þú varst alltaf boðin og búin til að hjálpa. Hafðir skoðanir á flestu en eitt hafðir þú sem er svo mikil- vægt: þú hafðir tilfinningu fyrir hlutunum, fannst það á þér ef eitt- hvað var að. Gast lesið okkur öll eins og opna bók. Mér er minnisstætt þegar ég kem inn í fjölskylduna hvað faðm- ur ykkar hjóna stóð alltaf opinn og að maður gat alltaf komið og rætt málin, hvort sem það var seint um kvöld eða snemma morguns. Þær eru ófáar stundirnar í sólhúsinu eða við eldhúsborðið sem heims- málin voru rædd og jafnvel leyst. Við vorum yfirleitt sammála um hlutina en ekki þó alltaf en það var bara allt í lagi. Þú varst listakokkur og hafðir þann eiginleika að láta allan mat bragðast vel, það má segja að hlut- irnir hafi leikið í höndunum á þér, hvort sem það var saumaskapur, eldamennska eða hreinlega bara að binda bindishnút sem þú gerðir alla tíð fyrir mig, þurftir yfirleitt ekki að gera hann nema einu sinni til að hann smellpassaði. Þú varst hagsýn, nákvæm en ekki smámunasöm og það sem þú sagðir, það stóð og maður gat reitt sig á það. Elsku Svava, nú stöndum við fjölskyldan þín enn þéttar saman en áður og ég hef trú á að nú sértu komin á betri stað og fylgist vel með okkur öllum eins og þú varst vön. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Ómar Ragnarsson/ Gísli á Uppsölum) Takk fyrir allt. Þinn tengdasonur, Ómar Davíð. Elskulega amma mín, ég á erf- itt með að trúa að ég sé ekki að fara að hitta þig aftur. Fá knús og koss frá þér, koma í kaffispjall og sjá þig hneykslast á mér þegar ég set Swiss Miss ofan í kaffið. Ég er svo þakklát fyrir allar kaffistund- irnar okkar sem við áttum þegar ég var í fæðingarorlofi, þar sem við sátum og spjölluðum um allt og ekkert. Ég reyni að vera sterk því ég veit að þú vilt að ég sé það, en allt- af þegar ég átta mig á því að ég mun ekki hafa þig mér við hlið brotna ég niður. Þú varst best í heimi og gerðir allt fyrir fólkið þitt sem þú elsk- aðir af öllu þínu hjarta. Ef það er einhver sem minnir mig á þig þá er það hún móðir mín. Þið mæðg- ur eruð líkar og eruð mínar fyrir- myndir. Við eigum svo margar minning- ar saman, af Baðsvöllunum, þegar við bjuggum hjá ykkur afa, og úr hellingi af útilegum og utanlands- ferðum okkar til Kanarí. Um leið og maður labbaði inn til þín varstu byrjuð að græja eitt- hvað fyrir mig að borða og ef ég sagðist ekki vera svöng spurðir þú hvort ég væri í megrun, þannig að maður þorði ekki annað en að segja bara já og borða. Ég mátti aldrei hjálpa þér eða gera þér greiða því þú leist alltaf á það sem vinnu og borgaðir mér tímakaup. Ég gleymi ekki svipnum á þér þegar ég kom og settist með þér inn í sólstofu og tilkynnti þér og afa að ég væri ófrísk. Þú trúðir því varla að litla nafna þín (eins og þú kallaðir mig oftast) væri orðin ófrísk. Fyrst varstu í sjokki en svo varstu stolt af mér hvernig ég tæklaði þetta. Þú varst alltaf stolt af mér og sagðir mér það oft. Til dæmis þegar ég hélt áfram í FS eftir að ég átti Emblu Sól og klár- aði stúdentsprófið þrátt fyrir að vera með ungbarn. Það sem þér þótti verst var að geta ekki hjálp- að mér með því að passa Emblu meðan ég var að læra eða í skól- anum. Þú varst með besta hjartað, mjög hreinskilin og svo mikil ofur- kona. Þér þótti erfitt að geta ekki gert allt sjálf eins og þú varst vön. Elska þig endalaust amma mín. Þín nafna, Svava Lind. Elsku amma okkar. Það er erf- itt að sitja og skrifa minningar- grein um þig. Þú munt alltaf vera ljósið í myrkrinu hjá okkur öllum. Við munum aldrei gleyma öllum útilegunum, Kanaríferðunum um jólin og öllum samlokunum sem þú gerðir fyrir okkur, þær voru bestar! Þú vildir allt fyrir alla gera og gerðir það alveg fram á síðasta dag. Það verður skrýtið að koma í heimsókn og sjá þig ekki sitja í sólskálanum í bingó. Elsku amma, við söknum þín og við pössum upp á afa fyrir þig. Við elskum þig. Þín barnabörn, Ólafur Reynir, Bríet María og Thelma Lind Ómarsbörn. Takk fyrir allt, elsku, besta amma mín. Það var mjög gaman að fara með ykkur afa í allar Kanaríferðirnar. Ég mun aldrei gleyma þér og það verður erfitt að þú sért ekki lengur hjá okkur. Það verður skrýtið að koma á Baðsvelli og engin amma. En þú munt samt alltaf vaka yfir okkur og passa okkur. Ég veit að þú munt hjálpa mér í gegnum allt. Ég veit að þér líður betur og þú þjáist ekki lengur. Ég sakna þín mikið. Ég elska þig endalaust. Þín Helga Rut. Minningar hrannast upp þegar einhver kveður þetta jarðlíf sem manni er annt um og hefur verið samferða stóran hluta ævinnar. Minningar um Svövu Jóns- dóttur ná aftur til þeirra ára þegar hún var lítil hnáta í skóla og skar- aði framúr bæði í bóklegu námi og íþróttum. Þessi brosmilda og lífsglaða stúlka fór svo að koma til okkar í bókabúðina þegar hún var neðar- lega við Víkurbrautina stutt frá heimili Svövu. Ef við munum rétt var Svava 12 ára þegar hún byrjaði að afgreiða fyrstu viðskiptavinina hjá okkur. Þrátt fyrir ungan aldur var Svava eins og fædd inn í þetta hlutverk. Glaðleg framkoma og góð reikningskunnátta gerðu það að verkum að fólk tók þessari ungu afgreiðslustúlku mjög vel og við fórum fljótlega að treysta henni til að vera einni við af- greiðslu stund og stund. Þetta var upphafið að vinskap okkar og Svövu sem varði fram á síðustu stundu, var stundum grín- ast með að hún væri eins og dóttir okkar. Svava vann hjá okkur eða með okkur af og til á æskuárum sínum, en fljótlega eftir að hún lauk skóla fór hún að vinna hjá Pósti og síma. Eftir að Svava kynntist sínum ágæta manni, Benóný, stofnaði heimili og eignaðist börn vann hún aðallega heima við enda Benóný lengst af á sjónum. Þegar við tókum þátt í bygg- ingu Verslunarmiðstöðvarinnar og fluttum bókabúðina þangað kom Svava til okkar aftur, enda börnin vaxin úr grasi og hún var ekki eins bundin við heimilið. Svava var svo með okkur þar til við hættum verslun 2007. Hún var þá búin að stofna eigið fyrirtæki ásamt manni sínum. Það var ómetanlegt að hafa Svövu sér við hlið síðustu árin sem við rákum bókabúðina ásamt Vín- búðinni, hún var ávallt reiðubúin til að taka við rekstrinum ef við fórum í frí og taka þær ákvarðanir sem þurfti. Grunur okkar er sá að hún hafi verið hjá okkur svo lengi af hreinni góðmennsku, því hún fann að við þurftum á henni að halda. Svövu verður sárt saknað eins og allra þeirra sem manni þykir vænt um og hafa verið nánir gegn- um árin. Megi æðri máttur vaka yfir sálu hennar og styrkja Binna, börnin og nána ættingja í sorg þeirra. Helga og Halldór (Halli). Svava Árný Jónsdóttir ✝ Jensína Andr-ésdóttir var fædd á Þóris- stöðum í Þorska- firði 10. nóvember 1909. Hún and- aðist á Hrafnistu í Reykjavík 18. apríl 2019. Foreldrar henn- ar voru Andrés Sigurðsson, bóndi á Þórisstöðum í Þorskafirði, f. 29.9. 1868, d. 22.11. 1957, og Guðrún Sigríð- ur Jónsdóttir frá Miðhúsum í Gufudalssveit, f. 17.4. 1870, d. 30.10. 1949. Jensína var tólfta í röð fimm- tán systkina. 1) Guðbjörg, f. 21.3. 1892, d. 27.3. 1892, 2) Sigurbjörn, f. 1.4. 1893, d. 1.8. 1945. 3) Guðmundur Jóhannes, gullsmiður í Reykjavík, f. 20.4. 1895, d. 11.11. 1968. 4) Vilborg, lengst af í Reykjavík, f. 22.5. 1896, d. 23.3. 1967. 5) Sigurður Kristján, bóndi í Djúpadal, f. 27.7. 1897, d. 28.2. 1974. 6) Ólafur í Borgarnesi, f. 19.9. 1898, d. 13.1. 1974. 7) Val- gerður, húsfreyja í Fremri- Gufudal, f. 17.7. 1902, d. 20.9. 1981. 8) Þórður, bóndi á Hjöll- um og Þórisstöðum, f. 25.9. 1903, d. 28.9. 1977. 9) Jónas Að- albjörn, bóndi í Skógum, Múla og víðar, f. 27.3. 1905, d. 14.7. 1974. 10) Herbjörg, bjó lengst af í Reykja- vík, f. 26.7. 1906, d. 20.12. 1978. 11) Kristján Pétur í Flatey, f. 20.4. 1908, d. 28.7. 1965. 13) Fanney Sigur- rós, Reykjavík, f. 19.3. 1911, d. 6.12. 2005. 14) Ásgerður Aðalbjörg, síðast í Reykjavík, f. 12.6. 1914, d. 7.11. 1988. 15) Sigríður, í Reykjavík og víðar, f. 22.10. 1915, d. 4.3. 1997. Jensína var lærð saumakona og vann við iðn sína þar til hún veiktist af lömunarveiki 1941 og gat ekki unnið lengur við saumaskap. Hóf hún þá störf við ræst- ingar á læknastofu í Reykja- vík. Síðast vann hún við ræst- ingar hjá Þórði Þórðarsyni lækni. Árið 1989 fluttist Jens- ína á Dvalarheimilið Barma- hlíð á Reykhólum og bjó þar til ársins 1997 þá fluttist hún suð- ur og bjó á Hrafnistu í Reykja- vík. Jensína varð elst Íslendinga. Útför Jensínu fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 3. maí 2019, og hefst athöfnin klukk- an 13. Elsku Gigga frænka mín er látin. „Þetta er komið nóg,“ sagði hún í síðasta samtali okk- ar, er ég minnti hana á að hún væri 109 ára. Eftir þetta samtal var ekki hægt að ná sambandi við hana. Hún sofnaði síðan inn í draumalandið á mjög fallegan og friðsælan hátt. Ég þekkti Giggu frá því að ég man eftir mér og fékk ég að umgangast hana fjörutíu árum lengur en móður mína, sem lést 1978. Ég spurði Giggu að því hvort hún hefði tekið á móti mér er ég fæddist, hún sagði mér að Sigga systir hennar hefði gert það. Hún vildi meina að ég væri skírð í höfuðið á henni þess vegna. Elsku Gigga, ég er óendanlega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman og að ógleymdum öllum peysun- um, sokkunum og vettlingunum sem þú prjónaðir á börnin og barnabörnin mín. Gigga var hætt að prjóna fyrir nokkrum árum, en langömmubarnið mitt fékk líka vettlinga sem fundust er við tæmdum herbergið hennar á Hrafnistu. Mér eru efst í huga heimsóknirnar til þín á laugardögum síðastliðin tíu ár. Þegar við frænkur þínar, ég og Dídí sátum og spjöll- uðum. Þú hafðir eitt sinn orð á því hvað Dídí væri orðin grá- hærð og sagðir um leið „ég er ekki svona mikið gráhærð“. Elsku Gigga, nú ertu komin „heim“. Guð blessi minningu þína. Sigurdís. Jensína Andrésdóttir Ástkær eiginkona, móðir, amma og tengdamóðir, KATRÍN BJARNEY JÓNSDÓTTIR frá Ísafirði, lést á fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 30. apríl. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 11. maí klukkan 14. Grétar Þórðarson Hjörtur Grétarsson Helga Jóhannesdóttir Jóhannes Hjartarson Hildur Hjartardóttir Grétar Örn Hjartarson Katrín Viktoría Hjartardóttir Aron Gunnar Jónsson Rebekka Lind Jónsdóttir Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN KARL SIGURÐSSON frá Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ laugardaginn 27. apríl. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 17. maí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð langveikra barna. Steingerður Gunnarsdóttir Ragnhildur og Ingvar Gunnar og Helle Þórdís og Sindre barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.