Morgunblaðið - 03.05.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 03.05.2019, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 Nú hefur hann Kjartan, ástkær tengdafaðir minn, loksins fengið hvíld- ina og þrautir sínar linaðar. Dáinn og farinn alltof snemma. Nú hefði hann átt að vera að slaka á og njóta, eftir lífs- ins langa strit sem hann átti sann- arlega skilið, en lífið er sjaldnast sanngjarnt. Löng og erfið glíma að baki og hinn mikli keppnismað- ur Kjartan Gíslason hefur lokið leik, en ekki án baráttu. Því fer fjarri. Það var fyrir tæpum 20 árum að óharðnað ungmenni bankaði upp á í Frostaskjóli 107 til þess að sækja þar heimasætuna og frum- burð foreldra sinna í þeim tilgangi að bjóða henni í bíó. Til dyra kom Kjartan og man ég enn hversu skelkaður ég var. Kallinn var grjótharður á svip, stæltur og tinnusvart hárið óaðfinnanlega vatnsgreitt. Svipaði honum mikið til meistara Clints Eastwoods í einhverju af sínum hörðustu hlut- verkum. Ég drengstaulinn, alltof „tan- aður“ miðað við árstíma og illa greiddur, næ að stama upp ein- hverjum orðum og bjóst svo við hinu versta frá þessum meinta mafíósa. Það er skemmst frá því að segja að slíkar áhyggjur voru óþarfar. Kjartan tók mér strax vel og reyndist vera hinn mesti ljúf- lingur. Kjarri tengdó var greiðvikinn mjög og alltaf boðinn og búinn að hjálpa. Þegar við Erna keyptum okkar fyrstu íbúð á Flyðrugrand- anum tók hann ekki annað í mál en að fá að pússa fyrir okkur parketið með þar til gerðri græju. Svo þegar við keyptum íbúðina okkar á Seilugrandanum þar sem alvöruframkvæmdir lágu fyrir, þá var okkar maður í essinu sínu. Kjartan tók sér frí frá vinnu til þess að geta verið með okkur Kjartan Gíslason ✝ Kjartan Gísla-son fæddist 9. júlí 1950. Hann lést 16. apríl 2019. Útför Kjartans fór fram 2. maí 2019. ungu hjónunum í framkvæmdunum þar sem stefnt var á að flytja inn fyrir jól. Viti menn, hinn 23. desember var flutt inn og jólin haldin með pomp og prakt. Tel líklegt að við hefðum varla getað flutt inn fyrir sumar- ið ef Kjartans hefði ekki notið við. Ýmsar framkvæmdir hefur verið farið í síðustu árin, litlar sem stórar, og alltaf var gott að geta leitað til Kjartans. Hann var hag- leiksmaður með gott verkvit og hamhleypa til vinnu. Oft glotti hann í kampinn yfir ja … við skul- um segja minna verkviti tengda- sonarins en ég held að hann hafi engu að síður kunnað að meta framkvæmdagleðina og viðleitni til þess verks sem fyrir höndum var. Stundum grínaðist ég þó með það að seint myndi ég fá hann til að mála með mér aftur því hans stóru hendur væru bara ekki gerðar fyrir slíka fínvinnu. Kjartan afi var sannarlega góð- ur afi og reyndist hann börnum mínum vel sem þótti mikið vænt um þennan úrræðagóða og ljúfa klett sem alltaf var til staðar. Nú er Kjartan afi ekki lengur hér og þykir okkur það skrýtið. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjöl- skylduna og ákveðið tómarúm myndast. Það er huggun harmi gegn að vita og trúa því að nú er Kjartan ekki lengur með verki … ekki lengur hræddur. Nú hvílist hann. Ég vil þakka Kjartani tengda- pabba fyrir samfylgdina og bið Guð að blessa minningu þess góða manns sem hann var. Hans verður sárt saknað. Þó lífið sé oft þraut að kveðja þá eru minningarnar eftir sem gleðja. Farðu í friði, kæri tengdapabbi. Þorbjörn Geir Ólafsson (Bjössi). Mikill söknuður og sorg í hjarta eru tilfinningar sem koma upp þegar ég kveð Kjartan mág minn sem lést hinn 16. apríl síðastliðinn og verður kvaddur í dag frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ókunnur) Að leiðarlokum vil ég þakka Kjartani fyrir alla hjálpsemina í gegnum tíðina en hann reyndist okkur mæðgum alla tíð vel. Guð varðveiti elsku Kjartan. Halla G. Jónsdóttir. Lát Kjartans mágs míns eftir hátt í tveggja áratuga baráttu við krabbamein varð til að minna mig á kóng nokkurn í Macbeth Shake- speares, en um hann segir: No- thing in his life/ Became him like the leaving it, en í þýðingu Þór- arins Eldjárns er þetta: Ekkert gerði hann betur/ um ævina en að kveðja. Vitaskuld gerði Kjartan margt betra í lífinu en að kveðja það en sannleikskornið er að hann tókst á við veikindin af því æðru- leysi og úthaldi að oft undraðist maður hvaðan honum kæmi til þess styrkur. Hann átti sem betur fer sín góðu tímabil en óvinurinn var lúmskur og oft var eins og tvö höf- uð spryttu fram fyrir hvert sem tókst að höggva af. Undir lokin hafði meinið dreift sér svo mjög að ekki varð við ráðið. Samt hélt Kjartan sínum lífsvilja og lífslöng- un til loka, jafnvel þó að lífsgæðin væru engin orðin. Við vorum nágrannar um ára- bil. Hann með Ólöfu og krökkun- um í Frostaskjólinu og við Solla systir hans með strákunum okkar á Nesveginum. Kjartan var góður og hjálpsamur granni. Einn af þeim sem allt leikur í höndunum á en sá eiginleiki er stöðugt undr- unarefni hjá okkur hinum sem gerum flesta hluti með öfugum klónum. Í þessu hjálparstarfi gaf Kjartan sér yfirleitt alltaf tíma til að stoppa og spjalla, þægilegur eins og hann var, enda voru þetta góðar stundir. Hann var þó dulur um eigin hagi og tilfinningar og ekki marg- máll um þá hluti. Að sönnu er eng- inn maður skyldugur til að æða og æpa yfir öllum uppákomum í lífinu og ástunda endalausan sálarút- austur þó að krafa dagsins gangi í þá átt, en þarna er vandrataður millivegur. Ég hugsa að það hefði gert Kjartani gott að ramba á þennan milliveg. Að leiðarlokum kveð ég Kjart- an mág minn af virðingu og vænt- umþykju og með þakklæti fyrir góða viðkynningu. Ólöfu, eftirlif- andi eiginkonu hans, votta ég samúð, sem og börnum þeirra; Ernu Guðríði, Ingibjörgu Rós og Jóni Ólafi, tengdabörnum og barnabörnum. Hjörleifur Sveinbjörnsson. Sú var tíðin að fréttir bárust Ís- lendingum, búsettum erlendis, með tvennu móti; annars vegar með gestum að heiman og hins vegar með sendibréfum. Þannig bárust okkur Óskari fyrstu fréttir af Kjartani Gíslasyni. Vinir og vandamenn sem áttu leið um Kaupmannahöfn og litu inn hjá okkur sögðu frá því að Ólöf systir og mágkona væri að hitta strák. Seinna fengum við fréttir af þess- um unga manni í bréfum að heim- an. Öllum bar saman um að hér væri á ferðinni fyrirmyndarpiltur, hress, duglegur, hjálpsamur, greiðvikinn og traustur. Það var þó ekki fyrr en við fluttum heim sem við hittum Kjartan og kynnt- umst honum. Okkur varð fljótt ljóst að engu var logið um mann- kosti hans né of mikið úr þeim gert. Það vildi þannig til að árið 1980 fengu þrjú systkini úthlutaða byggingarlóð á nýjum stað við Frostaskjól. Þá hófst nýr kafli í lífi okkar, byggingarárin og síðan bú- seta við sömu götuna. Það voru ófáar ferðirnar sem þeir mágar, Óskar, Kjartan og Ingi, fóru á milli húsanna til að bera sig sam- an, fá verkfæri hver hjá öðrum, spjalla og spekúlera. Kjartan var mjög handlaginn og bjó yfir verk- viti, hjá honum var gott að þiggja ráð. Í raun byggði hann hús þeirra Ólafar að miklu leyti sjálfur, húsið sem þau bjuggu í þar til fyrir rúmu ári, húsið sem myndaði ramma utan um farsælt fjöl- skyldulíf, húsið sem börnin ólust upp í þar til þau hleyptu heim- draganum, húsið sem elsta dótt- irin býr nú í ásamt fjölskyldu sinni, sannkallað fjölskylduhús. Tengdafjölskylda okkar Kjart- ans hefur alla tíð verið mjög sam- heldin. Það er því margs að minn- ast eftir rúmlega fjörutíu ára samleið. Þegar litið er til baka koma upp ótal minningabrot; lífið á Hávallagötunni hjá tengdafor- eldrum okkar og síðar á Flyðru- grandanum, samverustundir á heimilum okkar allra, sumardag- arnir við Þingvallavatn, skíðaferð- ir fjölskyldunnar um helgar þegar börnin voru að vaxa úr grasi og nú síðustu fimmtán árin bættust við afmæli barnabarnanna. Það gefur augaleið að þegar fjögur systkini búa í sama hverfi, nánast öll við sömu götu, er auð- velt að rækta fjölskylduböndin, ekki síst milli barnanna sem oft léku sér saman, voru og eru í sama íþróttafélaginu og gengu í sömu skólana, sömu skóla og börnin þeirra nú. Þannig líður tíminn, ekkert fær hann stöðvað og engin leið er í boði nema sú sem liggur fram á við. Fyrir mína hönd og barnanna okkar Óskars er Kjart- ani þökkuð samveran, það var gott að eiga hann að samferðamanni og vini og við söknum hans öll. Systkinum Kjartans og fjöl- skyldum þeirra færum við samúð- arkveðjur. Elsku Ólöf, Erna Guð- ríður, Ingibjörg Rós, Jón Ólafur og fjölskyldur, ykkar er sorgin þyngst og mest. Tíminn græðir ekki sorgarsárin en minningarnar lifa. Megi birta góðra minninga vísa ykkur fram veginn. Blessuð sé minning góðs drengs. Þórunn Halldóra Matthías- dóttir (Dóra) og fjölskylda. Í dag kveðjum við góðan dreng, Kjartan Gíslason, skólabróður minn og skólafélaga úr Vogaskól- anum. Þegar við vorum strákar átti ég heima í Sólheimum og þeir bræð- ur í Ferjuvogi, spiluðum saman handbolta og vorum í leikfimi í gamla Hálogalandi þar sem Kjart- an var fremstur meðal manna í handboltanum, enda skotfastur með eindæmum, þegar boltinn small í slá, stöng, eða boltinn fór rakleiðis í markið í gömlu hand- boltahöllinni við Gnoðarvog. Kjartan ólst upp og sleit barns- skónum við ástríki og öryggi á menningarheimili í Ferjuvogi 15 þar sem heimilið var öllum opið og virkaði eins og samgöngumiðstöð þótt húsið væri ekki stórt, enda ríkti á heimilinu mikill kærleikur. Við félagarnir lékum okkur í kjall- aranum eftir skólagöngu. Óskar bróðir Kjartans var að kenna okk- ur að búa til hnúta, enda beið hans sjómennska, síðar stýrimaður og skipstjóri. Ingibjörg systir þeirra bræðra, sem varð síðan borgar- stjóri í Reykjavík, var stundum að líta inn til okkar þegar hlátur stóð sem hæst. Kristinn stóri bróðir átti oft leið í kjallarann og var að fylgjast með okkur strákunum að leik og líta eftir okkur. Móðir þeirra, Ingibjörg Jónína Níelsdóttir, sem er látin, hugsaði mest um aðra en sjálfa sig, enda var hún alltaf að passa upp á að við drengirnir værum ekki svangir í kaffitímanum. Hún var með alls konar bakkelsi og nýbakaðar kleinur með mjólk, sem var á boð- stólum áður en hún fór að skúra gólf í Vogaskólanum sem hún gerði í áraraðir, enda í næsta ná- grenni við heimili þeirra hjóna, dugnaðarforkur og frábær hús- móðir. Stóð maður hennar, Gísli Gíslason, þétt við bakið á konu sinni, þar sem hann var oft upp- tekinn vegna mikillar vinnu sem sölumaður hjá Belgjagerðinni í rúm 20 ár, síðar sem sölumaður hjá heildverslun Kristjáns Þor- valdssonar frá árinu 1964, enda frumkvöðull í sinni grein og starf- aði þar fram á áttræðisaldur, en er látinn. Nú stöndum við félagar Kjart- ans Gíslasonar á krossgötum þar sem hann hefur lokið sinni ferð eftir erfið veikindi. Lögmálið er að við verðum að kveðja þetta líf í fyllingu tímans, þar sem við fæð- umst einu sinni og lifum einu lífi á þessari jörð. Kjartan Gíslason var einstak- lega blíður maður og aðlaðandi persónuleiki hvert sem farið var. Hann starfaði hjá Reykjavíkur- borg í áratugi þar sem hann var vinnusamur, kláraði sín verk af vandvirkni og heilindum, fyrir ut- an að vera hjálpsamur og vildi ljúka sínum verkum sem lögð voru fyrir hann strax, enda mínút- umaður segja vinir hans sem dýrkuðu hann. Hans beið verk- efni, sem var að mála nýju íbúðina þeirra hjóna við Grandaveg. Slík var harkan því Kjartan leit aldrei á sig sem sjúkling því hann átti líf- ið og vonina og kjark til að láta hjartað ráða. Enda er sterkasta þrá sem býr í brjósti sérhvers manns von um betri tíð. Við kveðj- um góðan dreng, sem var sam- ferðafólki sínu eftirminnilegur og frábær félagi. Frú Ólöf Sigríður Jónsdóttir, börn og fjölskylda, guð blessi ykk- ur og umvefji ykkur öll á þessari stundu. Blessuð sé minning um Kjartan Gíslason sem er sárt saknað af okkur öllum. Jóhann Páll Símonarson. Mæður okkar Ólafar voru mjög nánar systur svo og við börn þeirra einnig. Þegar Ólöf frænka giftist Kjartani var alltaf talað um Ólöfu og Kjarra sem eitt enda bæði eins, svo sæt og fín. Mig langar að nefna nokkur orð um Kjartan, hann var haldinn þeim hræðilega sjúkdómi krabba- meini í allmörg ár og það er alveg ótrúlegt hve æðrulaus og dugleg- ur hann var, hann var mjög veikur en tók þátt í öllu hvort sem það var að fara í giftingu, skírn eða ferm- ingarveislur eða hjálpa við flutn- ingar og fleira, alltaf gat Kjartan allt, enda svo vandaður, vel gefinn og mjög fróður maður. Það var gott að tala við hann, hlusta á hann, og hann hlustaði alltaf. Mig langar að segja hve gott það er að eiga góðar minningar um góðan vin. Elsku yndislega Ólöf mín, ég votta þér og börnum þínum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Helena Dóra Kojic. Eftir áralanga og harða baráttu við illvígan sjúkdóm er Kjartan okkar farinn á annan stað, stað sem ég vil trúa að sé bjartur, hlýr og góður. Á stað þar sem Kjartan unir sér vel, verkjalaus og glaður í fallegu umhverfi, umvafinn hest- um og tíkin hún Tína hleypur um. Á stað þar sem Kjartan eyðir stundum sínum meðal annars við handverk og veiðar en við það naut hann sín vel. Eða eins og Steinn Björgvin sonur minn sagði þegar ég tilkynnti honum andlát- ið: „Kjartan er ekki dáinn, hann er bara farinn eitthvað annað.“ Kjartan var giftur Ólöfu, elstu systur móður minnar, og hef ég frá því ég man eftir mér verið með annan fótinn inni á þeirra heimili. Fyrst á Flyðrugrandanum, svo í Frostaskjólinu, í fallega húsinu sem hann byggði, og að lokum á Grandaveginum. Á þeirra heimil- um hefur mér ætíð verið tekið sem hluta af fjölskyldunni, börnin þeirra eru mér sem systkini og Kjartan var mér sem faðir. Sem krakki var ég gjarnan spurð: „Hvernig er að eiga ekki pabba?“ Þessari spurningu gat ég ekki svarað þar sem ég hafði Kjartan; þótt hann væri ekki pabbi minn þá var hann mín föðurímynd og það nægði mér. Ég fékk að vera auka- dóttir hans eins og hann kallaði mig gjarnan og var ég óskaplega stolt af því. Kjartan var einstaklega elju- og hjálpsamur maður og reyndist hann okkur mæðgum alla tíð vel. Vegna hans fundum við aldrei fyr- ir því að búa á karlmannslausu heimili. Við stórar ákvarðanir eins og bíla- eða íbúðarkaup var ekki tekin ákvörðun fyrr en Kjartan gaf grænt ljós, hans álit skipti okkur máli og á hann gátum við treyst. Ef eitthvað bilaði var Kjartan mættur, ef hengja þurfti mynd á vegg var Kjartan mættur og meira að segja undir lokin þeg- ar sjúkdómurinn var langt geng- inn var hann alltaf boðinn og bú- inn að hjálpa. Góðar minningar gleymast seint og á ég margar slíkar um Kjartan. Kjartan var stríðinn og skemmtilegur því alltaf gaman að vera í kringum hann. Síðasta minningin sem ég á um Kjartan er góð og mér dýrmæt. Ólafur Geir, elsta barnabarn Kjartans, var að fermast og ég sótti hann á líkn- ardeildina. Þar tók Kjartan á móti mér spenntur og glaður í sínu allra fínasta pússi. Hann óð af stað svo ég þurfti að hafa mig alla við að halda í við hann. Ég bauð fram aðstoð mína en hana þáði hann ekki, það gerði hann aldrei. Hann vildi gera hlutina sjálfur, þraut- seigja einkenndi hann og kannski eilítil þrjóska. Á leiðinni áttum við gott spjall um lífið og tilveruna. Meðal annars talaði hann um hversu ánægður hann var með veruna á líknardeildinni og hvað honum liði vel þar, hvað umhverfið væri hlýtt og starfsfólkið gott. Það þótti mér gott að heyra og gott að vita til þess að líf hans endaði á stað þar sem honum leið vel. Fyrir svo ótal margt verð ég Kjartani ævinlega þakklát, hans verður sárt saknað. Guðríður Erna Guðmundsdóttir. ✝ Hálfdan Har-aldsson fæddist á Þorvaldsstöðum í Bakkafirði 30. júlí 1927. Hann lést á Sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 26. apríl 2019. Foreldrar hans voru Haraldur Guð- mundsson, f. 9. okt. 1888, d. 1. júní 1959, bóndi og kennari, og Þórunn Björg Þórarinsdóttur, f. 18. des. 1891, d. 3. sept. 1973, ljósmóðir. Hálfdan átti 13 alsystkini og eina hálfsystur. Af þeim hópi eru sjö á lífi í dag. Eftirlifandi eiginkona Hálf- danar er Bergljót Sigurlaug Ein- arsdóttir, f. 22. apríl 1928, frá Djúpalæk í Bakkafirði. Hálfdan og Bergljót gengu í hjónaband 4. október 1953. Þau hjón eignuðust níu börn: 1) Steinþór, f. 1953, skipstjóri í Neskaupstað, kona hans er Sig- ríður Hansdóttir Wium. Þau eiga eina dóttur og einn son og sjö fyrra sambandi og Rósa tvær dætur. Barnabörn þeirra eru samtals sex. 7) Einar Vilhjálmur, f. 1962, útgerðarmaður í Nes- kaupstað. Kona hans er Bjarney Stella Kjartansdóttir. Þau eiga tvær dætur og tvö barnabörn. 8) Ingvar, f. 1964, d. 1964, dó tæp- lega vikugamall. 9) Unnur El- ínborg, f. 1967, móttökuritari HSA í Neskaupstað. Hennar maður er Hjálmar Ingi Ein- arsson. Þau eiga tvö börn. Hálfdan fæddist og ólst upp á Þorvaldsstöðum. Þar vann hann öll þau störf sem fylgdu búskapn- um á þessum árum. Hann fór einn vetur í unglingaskóla á Raufarhöfn og þaðan lá leiðin í Kennaraskólann í Reykjavík. Hálfdan lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1952. Hann tók við stöðu skólastjóra á Kirkjumel í Norðfjarðarsveit og sinnti því starfi óslitið þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1997. Útför hans fer fram frá Norð- fjarðarkirkju í dag, 3. maí 2019, klukkan 14. barnabörn. 2) Har- aldur, f. 1954, húsa- smiður í Neskaup- stað, kona hans er Jóhanna Gísladótt- ir. 3) Sigurður Þór- arinn, f. 1955, d. 1983, var sjómaður í Neskaupstað. Hann lést af slysförum. Hann var kvæntur Þóru Lind Bjarka- dóttur. Þau eign- uðust tvær dætur og einn son. Barnabörn þeirra eru átta. Þóra kvæntist aftur Guðröði Há- konarsyni í Efri-Miðbæ. Þau eiga einn son. 4) Þórunn, f. 1957, kerf- isfræðingur á Hallormsstað. Hennar maður er Skúli Björns- son. Þau eiga tvo syni og sex barnabörn. 5) Laufey, f. 1958, d. 2016, var hjúkrunarfræðingur í Neskaupstað. Hennar maður var Egill Arnaldur Ásgeirsson. Dæt- ur þeirra eru Vilborg og Þórunn. 6) Hálfdan, f. 1961, skipstjóri í Neskaupstað. Kona hans er Rósa Halldórsdóttir. Dætur þeirra eru tvær. Einnig á Hálfdan dóttur frá Það stígur reykur upp úr skóg- arlundinum á Kirkjumel. Það þýðir bara eitt. Pabbi er að vinna í skógarreitnum sínum, búinn að kynda upp í eldstæðinu og setja ketilinn yfir. Innan stundar verð- ur kaffið sett í ketilinn, látið liggja smástund og síðan hrært í með birkigrein. Svo tyllum við okkur annað- hvort úti við borðið, umkringd steinum og gróðri, eða, ef svalt er í veðri, inn í Laufeyjarstofu. Ket- ilkaffið yljar og við spjöllum um gróðurinn, segjum sögur, hann gjarnan af einhverju frá fyrri tíma, annaðhvort frá æskustöðv- unum á Bakkafirði eða úr Norð- firðinum þar sem hann bjó öll sín fullorðinsár. Svo spyr hann um börnin mín og barnabörnin, ég segi honum eitthvað skemmtilegt af þeim og albest er náttúrlega ef þau eru með mér í för. Svona stundir verða ekki fleiri. Ég get ekki lengur hringt í hann og spurt hann um alls konar hluti, fugla og steina, sagnir og staðhætti. Skógarreiturinn hans stendur enn og minningarnar um góðan föður og afa lifa. Takk fyrir allt elsku pabbi. Þórunn Hálfdanardóttir. Hálfdan Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.