Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 34
Í BREIÐHOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Eftir þessa yfirgengilega drama- tísku úrslitakeppni, er þá ekki bara vel við hæfi að Íslandsmóti karla í körfuknattleik 2019 ljúki með hrein- um úrslitaleik? Oddaleik þarf til að knýja fram úrslit hjá KR og ÍR í úr- slitarimmunni og mun bikarinn fara á loft í Vesturbænum á laugardags- kvöldið. KR á heimaleikjaréttinn þar sem liðið hafnaði ofar en ÍR í Dominos-deildinni. KR sigraði, 80:75, í fjórða leik lið- anna í Breiðholti í gær og jafnaði þar með 2:2. ÍR var tólf leikmín- útum frá sínum fyrsta Íslandsmeist- aratitli í 42 ár þegar liðið var yfir 58:57 í gær. ÍR náði mest sex stiga forskoti, 56:50, þegar fjórtán mín- útur voru eftir. KR-ingar voru þó snöggir að komast yfir á ný og þeir voru yfir stærstan hluta leiksins í gær. Seigir í óþægilegum aðstæðum „Hjá okkur var mikill vilji til að vinna og við vildum sýna úr hverju við erum gerðir. ÍR er með þannig lið að þeir koma alltaf til baka og erfitt að eiga við þá. Við náðum að sýna að okkur líður ekki illa í óþægi- legum aðstæðum ef svo má segja. Það hefur gert KR að meisturum í svo mörg ár og ég held að það hafi verið málið í dag,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem skoraði mikilvæg stig fyrir KR í síðari hálfleik í gær. Þrautreynt lið KR réð vel við það háa spennustig sem var í Hellinum í gær og var KR til að mynda með 46% nýtingu í þriggja stiga skotum. Margir leikmanna liðsins lögðu gott til málanna. Í þessum leik má til dæmis nefna þá Finn Atla Magn- ússon og Björn Kristjánsson. Finn- ur setti niður fjóra af fimm þristum og skoraði 15 stig. Björn skoraði 14 stig og setti niður afar mikilvægan þrist af löngu færi þegar þrjár mín- útur voru eftir. Frammistaða þess- ara manna var ekki síst mikilvæg fyrir KR í ljósi þess að Pavel Ermol- inskij gat ekki spilað vegna meiðsla. Þriðji oddaleikur ÍR-inga Úrslitakeppnin hefur verið með ólíkindum skemmtileg fyrir alla íþróttaáhugamenn nema kannski helst stuðningsmenn Njarðvíkur og Tindastóls sem urðu fyrir miklum vonbrigðum í 8-liða úrslitunum. Oddaleikir elta ÍR-liðið uppi en ÍR sló út Njarðvík og Stjörnuna í odda- leikjum. Þar sem ÍR hafnaði í 7. sæti í deildinni þá hefur liðið leikið odda- leikina á útivöllum. Liðið tapaði nú þriðja leiknum í röð á heimavelli en hefur unnið síðustu fjóra leiki sína á útivöllum. Af þessum sökum er mjög erfitt að spá í spilin varðandi oddaleikinn á laugardaginn. Samkvæmt fræðunum ætti KR að þola spennuna betur og liðið er lík- legra til að geta spilað af eðlilegri getu við þær aðstæður. KR pakkaði Grindavík til dæmis saman í odda- leik um titilinn fyrir tveimur árum, 95:56. En fyrir löngu er orðið ljóst að ekki er hægt að afskrifa þetta ÍR- lið og refinn Borche Ilievski. Oddaleikur viðeigandi niðurstaða  KR jafnaði 2:2  Magnaðri úrslita- keppni lýkur með hreinum úrslitaleik Morgunblaðið/Hari Vörn Kristófer Acox varnar Kevin Capers leið að körfu KR í gær. 34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 13. maí SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru.NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili & hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 17. maí Dominos-deild karla Fjórði úrslitaleikur: ÍR – KR ................................................. 75:80  Staðan er 2:2 og oddaleikur í Vesturbæn- um á annað kvöld. Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, undanúrslit: Denver – Portland................................ 90:97  Staðan er 1:1. KÖRFUBOLTI Hertz-hellirinn, fjórði úrslitaleikur karla, fimmtudag 2. maí 2019. Gangur leiksins: 5:9, 12:16, 12:20, 18:29, 22:37, 29:39, 39:43, 41:43, 45:49, 51:50, 58:55, 60:61, 60:67, 66:69, 71:74, 75:80. ÍR: Kevin Capers 17/8 fráköst/9 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurð- arson 17, Sigurður Gunnar Þor- steinsson 12/6 fráköst, Sigurkarl Ró- bert Jóhannesson 8/7 fráköst, Trausti Eiríksson 7/10 fráköst, Ger- ald Robinson 6/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/5 fráköst, Daði ÍR – KR 75:80 Grétarsson 2, Hákon Hjálmarsson 2. Fráköst: 30 í vörn, 14 í sókn. KR: Kristófer Acox 18/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 15, Björn Kristjánsson 14, Julian Boyd 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Michele Christopher Di Nunno 12, Jón Arnór Stefánsson 9/5 stoðsendingar. Fráköst: 17 í vörn, 6 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Kristinn Óskarsson, Davíð Krist- ján Hreiðarsson. Áhorfendur: 1.275.  Staðan er jöfn, 2:2.  Böðvar Böðvarsson, fyrrverandi leikmaður FH, og samherjar hans í Ja- giellonia töpuðu fyrir Lechia Gdansk 1:0 í bikarúrslitaleiknum í knattspyrnu í Póllandi í gær. Artur Sobiech skoraði sigurmark Gdansk á 90. mínútu leiks- ins þegar allt stefndi í framlengingu. Böðvar lék allan tímann í stöðu vinstri bakvarðar í leiknum. Lechia Gdansk vann deildarkeppnina í Póllandi en Ja- giellonia hafnaði í sjötta sæti en átta efstu liðin heyja úrslitakeppni um meistaratitilinn.  Stefanía Ragnarsdóttir er gengin til liðs við Fylki, nýliðana í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, en hún hefur leikið með Val undanfarin þrjú ár. Stef- anía hefur spilað 34 leiki í efstu deild og skorað 4 mörk en hún er aðeins 19 ára gömul og á að baki 36 leiki með yngri landsliðum Íslands.  Aytac Sharifova, markvörður frá Aserbaídsjan, er komin til liðs við Kefl- víkinga, nýliðana í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Sharifova er 22 ára og hefur leikið með yngri landsliðum Aserbaídsjan. Eitt ogannað Phil Thompson, fyrrverandi fyrirliði Liverpool og nú einn af sparkspekingum á Sky Sports, hrósar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir að bæta leik sinn á tímabilinu og líkir honum við danska miðjumanninn Christian Eriksen, sem er sagður vera á förum til Real Madrid fyrir 130 millj- ónir punda í sumar. Gylfi hefur átt afar gott tímabil með Everton en hann hefur skorað 13 mörk í deildinni og gefið 5 stoðsend- ingar og hefur verið einn besti leikmaður liðsins á leik- tíðinni. „Ég tel hann alltaf hafa verið góðan leikmann og hann er leikmaður sem ég er hrifinn af. Gylfi er að mínu mati mjög svipaður leikmaður og Eriksen. Hann hefur aldrei skorað meira og hefur tekið miklum framförum. Gylfi er leikmaður sem þú getur byggt í kringum,“ segir Thompson. Gylfi og félagar verða í eldlínunni í kvöld en þá taka þeir á móti Burnley, sem Jóhann Berg Guðmundsson spilar með. Everton hefur unnið þrjá síð- ustu heimaleiki sína gegn Chelsea, Arsenal og Manchester United. Thompson hrósar Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson Arnór Þór Gunnarsson hafði betur gegn Bjarka Má Elíssyni þegar Bergischer bar sigurorð af Füchse Berlin, 28:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Bjarki Már var markahæstur í Berlínarliðinu með 6 mörk en Arn- ór Þór skoraði 4 mörk fyrir Berg- ischer. Með úrslitunum höfðu liðin sæta- skipti á stigatöflunni. Bergischer, sem er nýliði í deildinni, er í sjötta sæti deildarinnar með 33 stig en Füchse Berlin er með 32 stig í sjö- unda sætinu. Fluttust upp í sjötta sæti Ljósmynd/Bergischer Ofarlega Arnór Þór Gunnarsson og félagar eru á góðu róli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.