Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 0. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  117. tölublað  107. árgangur  ALFREÐ MEISTARI MEÐ KIEL Í TUTT- UGASTA SINN KRAFT- MIKLAR SÖGUR RÁÐUMST Á ORSAKIR EN EKKI AFLEIÐINGAR VANN RAFBÓKASAMKEPPNI 28 FORMAÐUR ÖBÍ 6ÍÞRÓTTIR 24 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta alveg skýrt og ég fékk það staðfest á fundum mínum með bæði Juncker og Tusk að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að Evrópusam- bandinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks- ins og fyrrverandi forsætisráðherra, en í fréttaskýringu mbl.is um helgina var því velt upp hvort Ísland hefði dregið aðildarumsókn sína til baka með bréfi Gunnars Braga Sveinsson- ar, þáverandi utanríkisráðherra, ár- ið 2015, eða hvort umsóknin hefði einungis farið aftur á byrjunarreit vegna þess hvernig bréfið var orðað á ensku. Sigmundur segir að hann hafi á sínum tíma ritað annað bréf þar sem ákvörðun ríkisstjórnarinnar var ítrekuð. „Það var vegna þess að það hafði verið gefið í skyn að umsóknin væri að einhverju leyti ennþá virk að ég fór í þessa ferð til að fá á hreint að sú væri ekki raunin, og ég geri ráð fyrir að Evrópusambandið virði það sem forystumenn þess segja á fund- um og virði afstöðu íslenskra stjórn- valda.“ Segir Sigmundur að hann muni við fyrsta tækifæri flytja þings- ályktunartillögu þar sem sú afstaða verði áréttuð og enn fremur að ekki verði aftur sótt um aðild að sam- bandinu nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingið árétti afstöðu Íslands  Sigmundur Davíð segir „alveg skýrt“ að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu  Ítrekaði það á fundum með forsvarsmönnum sambandsins MLangt seilst í túlkunum »2 Skjáskot/RÚV Hatari Sveitin hefur ekki bara fengið last heldur einnig lof fyrir uppátækið. Eftir síðasta útspil Hatara í Euro- vision, þar sem meðlimir sveitar- innar héldu á lofti fána Palestínu, er uppi óvissa um hvort Ísland fær að keppa að ári. Stjórn Samtaka evr- ópskra sjónvarpsstöðva, EBU, er að skoða málið og afleiðingar þess. „Borðarnir voru fjarlægðir án taf- ar og stjórnin mun nú fara yfir það hverjar afleiðingar þessa verða,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, ræddi við Felix Bergs- son, fararstjóra íslenska hópsins, eftir atvikið og vildi fá á hreint hvort hann hefði vitað af fyrirhuguðu uppátæki. Felix sagði, í samtali við mbl.is, að ekki hefði þó verið rætt um að Ísland yrði útilokað frá keppninni að ári. Einhverjir kunna þó að vera ósammála Felix þar sem undir- skriftasöfnun sem gengur út á það að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision vegna gjörningsins var sett af stað í gær og höfðu um 15 þúsund skrifað undir í gærkvöldi. Hvað Palestínumenn varðar þá lýstu palestínsku sniðgöngu- samtökin BDS yfir óánægju með gjörning Hatara enda vilja þau að fólk sniðgangi Ísrael eftir fremsta megni. Ísland endaði í 10. sæti í keppn- inni, með 234 stig, þar af 186 í síma- kosningu. Fyrir keppnina var Ís- landi spáð ofar. Holland bar sigur úr býtum og keppnin verður því haldin þar á næsta ári. »4 og 14 Óvissa um þátttöku Íslands  Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva skoða nú mál Hatara Heimsókn á Árbæjarsafnið vekur jafnan mikla lukku á meðal skólabarna sem fá þar að skyggn- ast aftur til fortíðar og upplifa, þó ekki sé nema í smástund, hvernig var að vera barn fyrr á tím- um. Ekki er líklegt að þeim bjóðist nú mörg tækifæri til að klífa torfþök og bregða þar á leik. Fá að upplifa veröld sem var á Árbæjarsafni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon  Fjórir af ellefu ráðherrum í rík- isstjórn Íslands hafa svarað fyrir- spurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um hve margar nefndir, ráð, starfshópar og fag- hópar störfuðu á vegum hvers ráðuneytis og hver kostnaður hafi verið af þeim á síðasta ári. Samtals eru forsætisráðherra, sveitar- stjórnar- og samgönguráðherra, fé- lags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra með 169 nefnd- ir á sínum snærum. Samanlagður kostnaður við nefndir þessara fjög- urra ráðherra á liðnu ári nam um 450 milljónum króna. Enn eiga sjö ráðherrar eftir að svara fyrirspurninni og heildar- kostnaður er því mun hærri. »14 Fjórir ráðherrar með 169 nefndir og ráð  Þjóðleikhúsráði og mennta- og menningarmálaráðuneytinu barst í byrjun mánaðarins yfirlýsing frá deildarstjórum allra deilda Þjóðleik- hússins þar sem lýst var yfir stuðn- ingi við Ara Matt- híasson þjóðleik- hússtjóra. Til- efnið var sagt vera að utan vinnustaðarins virtust vera raddir sem reyndu að tala starfsemi og stjórnanda Þjóð- leikhússins niður. „Ég vissi það þegar ég tók við sem þjóðleikhússtjóri að það myndu ekki allir elska mig jafn mikið,“ segir Ari meðal annars í umfjöllun Morgun- blaðsins um málið í dag. Hann segist skilja að innan sviðslista sé mikil samkeppni og í því felist mikil von- brigði fyrir fólk að fá ekki tækifæri sem það telji sig eiga skilið. Oft sé þó óþægilegt að geta ekki svarað sök- um sem bornar eru á hann. Ari segist afar þakklátur fyrir þann stuðning sem honum hafi verið sýndur. Þá kom Þjóðleikhúsið einna best út í niðurstöðum um starfs- ánægju meðal sviðslistastofnana á Íslandi. Þetta sé meðal margra þátta sem hvetji hann til þess að sækjast eftir því að gegna embættinu áfram, en skipað verður í stöðuna á ný frá 1. janúar á næsta ári. »10 Lýsa yfir stuðningi við þjóðleikhússtjóra Ari Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.