Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 ✝ Stefán Frið-bjarnarson fæddist á Siglufirði 16. júlí 1928. Hann lést á líknardeild Landspítalans 2. maí 2019. Foreldrar hans voru hjónin Frið- björn Níelsson frá Hallandi í Eyjafirði, skósmiður, kaup- maður og bæjar- gjaldkeri, og Sigríður Stefáns- dóttir frá Móskógum í Fljótum, húsmóðir. Systkini Stefáns: Níels, f. 1918, d. 2012, Kjartan, f. 1919, d. 2003, Anna, f. 1921, d. 2017, Kolbeinn, f. 3.10. 1931, d. 2000, og Bragi, f. 1935, d. 1990. Fyrri kona Stefáns var Hulda Sigmundsdóttir, skrifstofu- maður og húsmóðir. Þau giftust 8.9. 1949. Foreldrar hennar voru Sigmundur Sigtryggsson verslunarmaður á Siglufirði og kona hans Margrét Erlends- dóttir húsmóðir. Hulda lést 9.12. 1972. Börn Stefáns og Huldu eru 1) Sigmundur, fv. skattstjóri, f. 4.6. 1949, maki Elísabet Kristins- dóttir stuðningsfulltrúi. Sonur Elísabetar og uppeldissonur Sig- mundar er Kristinn Ingvarsson, maki Birna Einarsdóttir, dóttir þeirra er Anna Elísabet. Sonur Sigmundar er Arnar, maki Úlf- hildur Óttarsdóttir, dætur þeirra Brynhildur, Brynja Dögg og Aðalheiður Ósk. Dætur Sig- mundar og Elísabetar: a) Hulda, maki Davíð Ellertsson, þeirra börn eru Hlynur og Helga Lilja, b) Helga, maki Einar Andri maki Lára Sveinsdóttir fram- haldsskólakennari. Dætur þeirra: a) Björg, maki Atli Þórðarson, börn þeirra Freyja Margrét og Kolbeinn Andri. Fyrir átti Björg soninn Aron Gunnar, b) Jóhanna, maki Jón Ingi Þrastarson, dóttir þeirra er Lára Ingibjörg, c) Lilja, d) María. Stefán ólst upp á Siglufirði, lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Siglufjarðar og verslunarprófi frá Verzlunar- skóla Íslands 1948. Stefán var aðalbókari Siglufjarðarkaup- staðar 1951-62, sat í bæjarstjórn á Siglufirði 1958-74, var bæjar- ritari 1962-66 og bæjarstjóri 1966-74. Stefán var ritstjóri bæj- arblaðsins Siglfirðings 1948-51 og 1966-74. Stefán réðst til Morgunblaðs- ins þegar hann flutti til Reykja- víkur 1974 og starfaði þar sem blaðamaður til 1998. Hann var lengi umsjónarmaður þingfrétta en sinnti einnig stjórnmála- skrifum. Hann hafði verið fréttaritari Morgunblaðsins á Siglufirði frá 1950-74. Stefán sat í bæjarráði Siglu- fjarðar og ýmsum nefndum á vegum bæjarfélagsins, í stjórn Fjórðungssambands Norðlend- inga 1966-75 og var formaður þess 1966-1969, í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitar- félaga 1967-70, í stjórn Hafna- sambands sveitarfélaga 1969-71 og í stjórn Ríkisspítalanna á ár- unum 1978-95, varaformaður stjórnar frá 1983. Stefán var í Lionsklúbbi Siglufjarðar en eftir að hann kom til Reykjavíkur var hann virkur í frímúrarahreyf- ingunni. Stefán var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1996. Útför Stefáns verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, 20. maí 2019, klukkan 13. Einarsson, dóttir þeirra er Elísabet Edda. 2) Kjartan, blaðamaður, f. 1.1. 1951, maki Guðrún K. Sigurðardóttir, fv. deildarstjóri. Þeirra börn eru a) Stefán, maki Elise Mattingly, sonur þeirra er André Kjartan. Fyrir átti Stefán soninn Thor. b) Sigríður Huld, sem er látin. 3) Sigríður, framhaldsskólakenn- ari, f. 22.6. 1954. Dóttir hennar er Rósa Elín Davíðsdóttir, maki Renaud Durville. Synir þeirra eru Sindri Louis og Máni Théo- dore. Síðari kona Stefáns var Þor- gerður Sigurgeirsdóttir, starfs- maður Raunvísindastofnunar Háskólans. Þau giftust 5. júlí 1974. Foreldrar Þorgerðar voru Sigurgeir Sigurðsson, skipstjóri á Ísafirði, og kona hans Ingi- björg Þ. Jóhannsdóttir. Þor- gerður lést 6. 3. 2015. Synir Þorgerðar: 1) Hörður Svavarsson jarðfræðingur, f. 8.5. 1951, d. 26.3. 1991, maki Ell- en Árnadóttir, fyrrverandi læknaritari. Börn þeirra a) Hin- rik Þór, maki Guðbjörg Ósk- arsdóttir, börn þeirra eru Hild- ur Eva, Brynjar Ingi og Andri Þór, b) Árni Már, maki Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir. Synir þeirra eru Hörður Már og Rúnar Ingi c) Gerður Björk, maki Kjartan Ólafsson, börn þeirra Hörður Sölvi og Harpa Ingi- björg. 2) Gunnar Svavarsson garðyrkjumaður, f. 29.9. 1953, Í dag kveðjum við systkinin pabba okkar eftir langa og nána samvist, en hann var aðeins 25 ára þegar við vorum öll í heim- inn kominn. Á milli hinna fögru fjalla Siglufjarðar ólst pabbi upp í fjölmennum systkinahópi og þar bjó hann fyrri hluta æv- innar. Á Siglufirði varð bæjar- skrifstofan hans meginstarfs- vettvangur 1951-1974, sem aðalbókari, bæjarritari og bæj- arstjóri. Lungann af þessum tíma var hann bæjarfulltrúi fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn og lengi ritstjóri Siglfirðings – málgagns sjálfstæðismanna. Þessi stjórn- málaafskipti urðu okkur ekki til stórra vandræða en hafa sjálf- sagt á stundum reynt á mömmu, en síminn í holinu heima hringdi æði oft. Árið 1974, tveimur árum eftir andlát mömmu, flutti pabbi suður og gerðist blaðamaður á Morgun- blaðinu. Áður hafði hann verið fréttaritari Morgunblaðsins allt frá árinu 1950 og spannaði starfsleg samfylgd hans með blaðinu því hartnær hálfa öld. Ekki átti pabbi langt að sækja blaðaskrif því Friðbjörn afi okk- ar stofnaði ásamt öðrum fyrsta blaðið á Siglufirði, blaðið Fram. Morgunblaðsárin voru pabba hjartfólgin og á blaðinu eign- aðist hann samstarfsmenn sem voru honum kærir alla tíð. Siglufjörður sem fóstraði okkur í æsku var annar en í dag og einangrun meiri. Lestur var þá meiri dægrastytting. Pabbi var mikill lestrarhestur og las drjúgt allt fram undir það síð- asta. Heima fórum við á bóka- safnið til að sækja honum bæk- ur. Oft fylgdi ekki með hvaða bækur ætti að fá, þær valdi Gísli bókavörður. Hann vissi hvað pabba hugnaðist – eða jafnvel vildi láta hann lesa. Önn- ur dægradvöl var brids og var töluvert spilað á heimilinu. Auk mömmu og pabba var móðurafi okkar áhugasamur um spilið en fjórða mann vantaði. Vorum við bræður því snemma fengnir að spilaborðinu og lærðum ungir þetta spil allra spila. Á jóladag var hefð að spila brids hjá Frið- bjarnarsonum og brids á jóla- dag hefur haldist nær samfellt síðan, eða í hartnær 70 ár. Þá spiluðu pabbi og seinni kona hans Þorgerður (Gerða) með eldri borgurum í Gullsmáran- um. Einnig höfðu þau lengi um- sjón með bókaklúbbi eldri borg- ara. Pabbi átti létt með að kasta fram vísum við ýmis tækifæri og samdi meðal annars söng- lagatexta fyrir karlakórinn Vísi á Siglufirði. Heima við var pabbi ekki mikið fyrir verklegt stúss. Við- halds- og garðvinna kom því í hlut okkar systkinanna. Síðar, eftir að hann og Gerða byggðu sumarbústað í Kjósinni, hófst hins vegar tími mikillar gróður- og trjáræktar sem hann hafði yndi af. Sumarbústaðurinn var nefndur Móskógar, en við þann bæ í Fljótum var móðurætt pabba oft kennd. Bústaðurinn var yndisstaður hans og Gerðu og dvöldu þau þar langtímum saman á sumrin, sérstaklega eftir að þau hættu að vinna. Gott er að minnast stundanna þar og gönguferðanna þangað, fyrst úr Mosfellssveitinni yfir Svínaskarð og síðan frá Fossá í Hvalfirði og niður með Sand- felli. Pabbi var ljúfur og dagfars- prúður. Vildi láta lítið fyrir sér fara þrátt fyrir stjórnmálaaf- skipti fyrri hluta ævinnar. Hann kveður nú síðastur systkina sinna, en Anna Margrét (Bíbí), eina systirin, féll frá fyrir hálfu öðru ári á 97. aldursári. Á milli þeirra var sérstakur strengur sem styrktist enn frekar hin síðari ár. Við börnin hans, tengdabörn og hin fjölmörgu barna- og barnabarnabörn söknum hans og minnumst með hlýju og þakklæti. Sigmundur, Kjartan og Sigríður. „Nafni minn!“ sagði hann stoltur í bragði. Ein af fyrstu minningum mínum um Stefán afa er þessi kveðja hans og hann heilsaði mér eins í hvert skipti sem við hittumst. Eftir að við fluttumst suður frá Siglufirði varð afi blaðamað- ur á Mogganum í Aðalstræti. Oft þegar ég var í bænum sem smágutti heimsótti ég afa á rit- stjórnina, gjarnan til að betla smápening. Hann tók mér vel, stóð upp léttur í spori, fiskaði seðil upp úr vasa á köflótta jakkanum og rétti mér. Síðan fór hann að vinna að einhverju sem virtist vera mjög mikil- vægt. Heimili afa og ömmu Gerðu í Drápuhlíðinni var staflað bókum og á sumum jólum sá ég tvö ein- tök af sömu bókinni. Afi var fróður og skemmtilegt að spjalla við hann um daginn og veginn, sérstaklega þann veg sem við vorum á öndverðum meiði um: pólitík og trúmál. Hann var rökfastur og málefna- legur, stundum þrjóskur en líka var stutt í gamansemina. Hann bar alltaf virðingu fyrir róttæku ruglinu í barnabarninu. Hann hafði skýra hugsun og var vel máli farinn. Ég sakna þess að hafa ekki erft þessa góðu eig- inleika hans. Afi var íhaldsmaður í bestu merkingu þess orðs. Það gladdi hann þegar ég settist að í Bandaríkjunum á tíunda ára- tugnum því hann var hrifinn af bandarískum stjórnmálum á þeim tíma. Það var alltaf gaman að fá kort og tölvupóst frá Stefáni afa sem var oft skemmtilega form- legur, með fréttatilkynningum um veðrið, ástandið í stjórnmál- um og efnahag Íslands. Þrátt fyrir smátt vaxtarlag fyllti hann herbergið með ein- stakri blöndu af persónuleika og stíl. Hann var virkur í stjórnum, félagsstarfi og bræðrafélögum og fyrsta skipti sem ég sá mann í kjólfötum var afi á leið á Frí- múrarafund. Hann var flottur í tauinu, næmur fyrir samsetn- ingu og blandaði áreynslulaust saman litum og munstrum. Afi var síungur en þykkt svart hár- ið hvítnaði á haustdögum ævi hans. Þegar ég kvaddi afa í síðasta sinn fyrir ári síðan vöktu at- hygli mína leðurskórnir hans í forstofunni. Vandaðir og vel lúnir og ósjálfrátt sá ég líkingu með þeim og afa, nafna mínum. Stefán Kjartansson. Elsku afi, nú ert þú búinn að kveðja. Við þekkjum ekki lífið án þín, þú hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur. Í dag býr sorg og söknuður í hjörtum okkar en við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með elsku afa sem við kveðjum í dag, allar góðu minningarnar sem tengjast honum, gleðina og væntumþykjuna í okkar garð. Síðustu dagar hafa verið erf- iðir en ljúfar og góðar minn- ingar um elsku afa hafa hlýjað okkur um hjartarætur. Minn- ingar sem við munum búa að alla tíð. Ekki verða minningar um afa rifjaðar upp án þess að nefna líka ömmu Gerðu, enda voru þau samhent. Afkomenda- hópur þeirra er orðinn stór og leið þeim best þegar stórfjöl- skyldan var samankomin og kærleikur þeirra til okkar leyndi sér ekki. Við minnumst helst stundanna þegar öll fjöl- skyldan kom saman í Drápu- hlíðinni, síðar í Gullsmáranum og sumarbústaðnum í Kjósinni sem var sælustaður þeirra og annað heimili á sumrin. Við systur minnumst þess með gleði í hjarta hve gaman var að fara með ömmu og afa í bústaðinn og oftar en ekki byrjaði morgunn- inn á því að keyra í Kaffi Kjós og kaupa Morgunblaðið, ekki gat jú dagurinn byrjað án þess að fletta í gegnum blaðið. Fyrir barn var sumarbústaðurinn og nærumhverfi hans algjör fjár- sjóður. Toppurinn var að fá að gista og dvelja þar í nokkra daga í sveitakyrrðinni. Allt var spennandi, hvort heldur að hjálpa til við gróðurinn, vaða í ánni, ganga niður að fossi, fara í lautarferðir eða kveikja í brennu. Einn fastra punkta í tilver- unni er jólaboðið hjá ömmu og afa. Þá hittist stórfjölskyldan og naut þess að eiga góða stund saman. Afi byrjaði á jólahug- vekju og vangaveltum um lífið og tilveruna. Eftir hugvekjuna var sungið Heims um ból, ljósin slökkt og kveikt á kertum frá austri til vesturs. Þessi stund er afar hátíðleg og ómissandi hluti af jólunum. Afi var fróðleiksfús og las sér til gagns og gamans fram til þess síðasta auk þess sem hann orti vísur fyrir hin ýmsu tilefni. Hann hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og fylgdist vel með öllum fréttum. Þá hafði hann gaman af að rekja ættir sínar með hjálp Íslendingabókar og rakti sig til landnámsmanns sem land nam fyrir norðan. Fjölskyldan var afa mikilvæg og var hann afar stoltur af sínu fólki. Hann sýndi því mikinn áhuga sem við tókum okkur fyr- ir hendur, hvort sem það var nám, vinna eða íþróttir. Hann vissi því alltaf hvernig gangur mála var hjá hverjum og einum þó að afkomendahópurinn væri stór. Eftir að langafabörnin komu í heiminn áttu þau hug hans allan. Við erum þakklátar fyrir þann tíma sem við fengum með afa og ekki síður þakklátar fyrir að börnin okkar fengu að kynnast þeirri væntumþykju og hlýju sem stafaði frá honum. Við munum búa að því alla tíð. Afi, við eigum eftir að sakna þín mikið og það er erfitt að hugsa til þess að faðmlögin og samverustundirnar verði ekki fleiri. Það er sárt að sakna og syrgja en við munum geyma ljúfar minningar um þig í hjört- um okkar og halda minningu þinni á lofti með því að segja langafabörnunum sögur um þig. Með þessum orðum kveðjum við þig, elsku afi, takk fyrir allar samverustundirnar, þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar. Hvíl í friði. Hulda og Helga Sigmundsdætur. Elsku afi okkar, nú ertu far- inn frá okkur og viljum við þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar. Við erum afar þakk- látar fyrir þær minningar sem þú hefur gefið okkur og er erfitt að sætta sig við að þú sért far- inn en við vitum að þú ert ham- ingjusamur við hlið ömmu því ástfangnari hjón þekkjum við ekki. Þið amma tókuð virkan þátt í lífi okkar, hugsuðuð um okkur þegar við veiktumst, vor- uð skemmtileg og uppátækja- söm í leik og ævintýrum með okkur. Þið höfðuð alltaf áhuga á því sem við vorum að gera í okk- ar lífi og sýnduð okkur gríð- arlegan stuðning í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Margar af minningum okkar tengjast samverustundum með ykkur í sumarbústaðnum ykkar, Móskógum. Þar nutum við tím- ans með ykkur ömmu að hjálpa til við gróðurræktina, gefa hest- unum brauð, skoða fuglana og hreiðrin þeirra, gefa þeim að borða, spila krokket og leika okkur upp á háalofti. Þú varst einstaklega laginn við að semja lög og vísur og sömdum við barnabörnin með ykkur ömmu lög. Þegar þið fluttuð í Gullsmár- ann spiluðum við oft leiki á pútt- vellinum þar sem kappið var mikið og ekkert gefið eftir. Þeg- ar við hugsum um Gullsmárann þá stendur upp úr árlega jóla- boðið sem þið amma hélduð, þar kom fjölskyldan saman og átti góða stund. Jólahugvekjur þínar vöktu okkur til umhugsunar um lífið og heiminn en þú komst ávallt einstaklega vel að orði. Í veislunum fengum við nóg af kræsingum og haldin var hin ár- lega spurningakeppni sem þú og amma stýrðuð. Það er alls ekki sjálfgefið að fjölskylda eins og okkar haldi góðu sambandi og hittist á hverju ári til að fagna jólunum saman. Þetta eigum við allt ykkur ömmu að þakka og munum við gera allt sem við getum til að halda í þessi tengsl og þennan jóladag á komandi árum en við getum ekki ímynd- að okkur jólin án hans eða fjöl- skyldunnar. Elsku afi, þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar, svo einstak- lega umhyggjusamur og hjarta- hlýr. Við erum þakklátar fyrir að börnin okkar, barnabarna- börnin þín hafi fengið að hitta þig og kynnast þér. Við þökkum þér kærlega fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman í gegnum tíðina. Hvíldu í friði. Hinsta kveðja Ljóðin þér léku á tungu og lifnaði ferskeyttur bragur, er fuglar í fjörunni sungu og fjörðurinn lognkyrr og fagur. Látinn er ljóðanna smiður, lífs til í birtunnar heimi. Hugur minn bænina biður: Bróðir minn, Drottinn þig geymi. (Stefán Friðbjarnarson.) Takk fyrir allt, elsku afi. Björg, Jóhanna, Lilja og María. Daginn eftir andlát afa sat ég við tölvuna og reyndi að vinna en hugurinn var fullur af minn- ingum um hann. Ég gerði því það sem við nútímamanneskjur gerum iðulega – ég gúglaði nafn afa og fékk þá upp predikun sem hann hélt í Siglfirðinga- messu í Grafarvogskirkju 25. maí 2008. Þar tengir afi þá hefð að brott fluttir Siglfirðingar hugsi alltaf heim til Siglufjarðar við það að „við förum öll að lok- um heim til þess staðar, sem okkur er fyrirbúinn, samkvæmt trú okkar. Þangað getum við ekkert haft með okkur, utan það, sem við höfum öðrum gert eða gefið“. Þessi orð afa eiga vel við. Hann gaf okkur fjölskyldunni sannarlega mikið og mér er efst í huga þakklæti – þakklæti fyrir að hafa átt afa að í 38 ár. Afa sem alltaf var til staðar, umhug- að um velferð, heilsu og ham- ingju allra barnabarna og lang- afabarna, afa sem var alltaf að gera öðrum gott og gefa. Hon- um var umhugað um, alveg fram í það síðasta, að hann gleymdi engum afmælisdegi sinna 22 langafabarna. Hann fylgdist vel með þeim og átti í góðu sambandi við syni mína, sérstaklega þann eldri, Sindra. Þegar við komum í heimsókn vildi hann iðulega gauka ein- hverju góðgæti að honum og fannst mamman heldur ströng að leyfa honum ekki að fá súkkulaðirúsínur. Hann dró gjarnan fram mynd af þeim saman og mér finnst ég heyra hann segja „við erum vinir, við Sindri“ er ég skrifa þessi orð. Afi var ekki bara góður afi og langafi, hann var líka góður og gegnheill maður sem mátti ekk- ert aumt sjá. Þau amma ferð- uðust mikið til útlanda og hann vildi gefa öllum betlurum sem urðu á vegi þeirra. Hann keypti líka alla happdrættismiða styrktarfélaga og neitaði engum sölumanni sem bankaði upp á. Afi var alltaf flottur í tauinu – í jakkafötum og með vasaklút í brjóstvasanum, í fínum skyrt- um með bindi. Á unglingsárum mínum gekk ég um tíma í gam- alli svartri skyrtu af honum og fannst ég ansi töff. Hann hafði gaman af skarti og gekk með hringa og men, oftar en ekki frí- múraraskart. Sterkust er samt minningin um afa í stígvélum og flíspeysu að vinna í lóðinni í Móskógum, sumarbústað þeirra ömmu, síld og rjómaskyr með súkkulaði í ísskápnum, rak- spíralykt í lofti og tif í eldhús- klukkunni. Kærleiksboðskapurinn var honum mikilvægur og hann hefði örugglega orðið góður prestur. Í lok farsæls starfsfer- ils sem blaðamaður náði hann að sameina þetta tvennt með hugvekjum sem hann skrifaði í sunnudagsblað Morgunblaðsins í nokkur ár. Afi kvaddi í byrjun maí, á árstíma sem hann hélt upp á þar sem gróðurinn vaknar aftur til lífsins á vorin eða eins og hann orðaði það í áðurnefndri predikun „þegar líf íslenska gróðurríkisins er leyst úr klaka- böndum dauðans“ sem sýnir okkur hvað lífið er mikið krafta- verk. En nú er afi kominn heim og eftir lifa gerðir hans og gjafir. Rósa Elín. Stefán Friðbjarnarson Sigl- firðingur var móðurbróðir okk- ar. Hann var til sóma alls staðar þar sem hann fór, greindur ljúf- lingur. Stefán var pólitískur en umtalsfrómur, húmoristi, en ekki hæðinn, ekki hávaxinn, en stór í sniðum. Það var alltaf gaman að hitta hann en erfitt að kveðja, sér- staklega nú, hinstu kveðju. Anna Margrét, móðir okkar, lést fyrir skömmu, 96 ára, og var hress fram undir það síð- Stefán Friðbjarnarson Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.