Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við eigum að ráðast á orsakir ör- orku en ekki á afleiðingarnar,“ segir Þuríður Harpa Sigurðar- dóttir, formaður Öryrkjabanda- lags Íslands. Á vegum bandalags- ins var fyrir helgina haldið málþingið Allskonar störf fyrir allskonar fólk þar sem rætt var um stöðu og möguleika fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Stjórnvöld vinna nú að breytingum á fram- færslukerfi almannatrygginga þar sem að leiðarljósi er haft að taka upp mat á starfsgetu í stað örorku. Starfshópur sem unnið hefur að framgangi þessa máls skilaði nýlega inn skýrslu um mál- ið til félagsmálaráðherra, en for- maður hópsins skrifaði aðeins einn undir tillögurnar. Aðrir sátu hjá eða skrifuðu ekki undir, svo sem fulltrúar ÖBÍ og Alþýðu- sambands Íslands. Viljum skapa mann- eskjulegri vinnumarkað „Afstaða ÖBÍ er sú að starfs- getumat komi ekki veg fyrir fötl- un og veikindi. Matið mun heldur ekki duga því fólki sem fellur út af vinnumarkaði vegna veikinda eða fötlunar seint á lífsleiðinni. Stærstur hópur þeirra sem koma nýir inn á örorkulífeyri er fólk sem komið er yfir fimmtugt og þar eru konur með stoðkerfis- vanda í meirihluta,“ segir Þur- íður Harpa. „Leita verður leiða til að gera vinnumarkað og -umhverfi manneskjulegra og fjölskyldu- vænna. Þá þarf að styrkja geð- heilbrigðisþjónustu, skoða menntakerfið og jafnframt skoða aðstoð við foreldra sem eiga börn með fatlanir og raskanir. Einnig að skoða hvernig hægt sé að styðja við börn og unglinga betur en gert er í dag. Allt þetta þarf að nálgast heildstætt. Við erum því á móti starfsgetumati, en styðjum þess heldur að hér verði byggður upp vinnumarkaður þar sem allir hafi tækifæri í samræmi við getu sína og hæfileika.“ Reynslan er góð – En hvert er framboð af störfum fyrir fólk með takmarkaða starfsgetu? Hver er vilji almenna vinnumarkaðarins, það er fyrir- tækja á samkeppnismarkaði, að taka fólk í vinnu og gefa tækifæri? „Atvinna er takmörkuð auðlind í dag og hlutastörf alltof fá. Hins vegar er reynsla þeirra atvinnu- rekenda sem ráðið hafa fatlað fólk í vinnu góð. Þá er ég auðvitað að meina fólk með alls konar fatl- anir; hreyfihamlað, einhverft, sjónskert, þroskahamlað, geðfatl- að og svo framvegis," segir Þur- íður Harpa. „Stjórnendur hafa hins vegar óskað eftir meiri stuðningi við sig þannig að þeir hafi tengilið að ræða við ef spurningar vakna, til dæmis ef koma þarf betur til móts við starfsfólk eða breyta ein- hverju. Almenni vinnumarkaður- inn hefur hingað til verið viljugri að ráða fólk með skerta starfs- getu í vinnu heldur en sá opin- beri, hvað sem því veldur.“ Vinnumarkaðurinn breytist hratt Vinnumarkaður og atvinnulíf breytast hratt þessi árin og þar kemur meðal annars til fjórða iðnbyltingin sem svo er kölluð. Mörg störf sem talist hafa sjálf- sögð eru nú að detta út og sjálf- virknin að taka þau yfir. „Þetta er áhyggjuefni og við þurfum að vera vakandi fyrir alls konar nýsköpun. Hugsa út fyrir boxið og taka höndum saman um að skapa fötluðu fólki – og alls konar fólki – rými á vinnumark- aði og þar er nærtækt að benda á Norðurlöndin. Í Danmörku er verið að hverfa frá starfsgetumati og taka þar upp læknisfræðilegt mat. Með því er átt við að heim- ilislæknir geti ákvarðað að við- komandi hafi ekki heilsu til að vera í vinnu og áframsent á tryggingalækni sem metur þá við- komandi til örorku. Að starfs- getumati koma margir sérfræð- ingar úr ýmsum áttum til að meta hvar viðkomandi stendur varð- andi vinnugetu og horfur, en ekki meta rétt einstaklingsins til bóta eða lífeyris. Á þessu tvennu er mikill munur. Þegar kemur að jafn viðkvæmum hópum og ör- yrkjar sannarlega eru þá er mik- ilvægt að ákvarðanir byggist á haldgóðri þekkingu en ekki á ein- földunum og kreddum," segir Þuríður Harpa að síðustu. Starfsgetumat dugar ekki fólki sem dettur út af vinnumarkaði Morgunblaðið/Hari Formaður Gerum vinnumarkað og -umhverfi manneskjulegri og fjölskylduvænni, segir Þuríður Harpa. Atvinnan er auðlind  Þuríður Harpa Sigurðar- dóttir fæddist árið 1967 og er með BA-próf í grafískri hönnun frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og með diplómagráðu í fötlunarfræðum frá HÍ. Hún var um áraraðir framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Nýprents á Sauðárkróki, blaðaútgefandi og fleira.  Fyrir rúmum áratug slas- aðist Þuríður Harpa í hesta- slysi og fór í kjölfar þess að beita sér í réttindamálum fatl- aðs fólks. Hefur verið formaður Öryrkjabandalags Íslands frá árinu 2017. Hver er hún? Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Þarna er óvissu eytt um að það er ekki hægt að afla fjárheimilda eftir á með að borgarfulltrúar skrifi upp á ársreikning borgarinnar, því ef sú væri raunin, þá þyrfti ekki að útvega heimildir eða hafa eftirlit, heldur væri hægt að skrifa upp á allt eftir á,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um lögfræðilegt álit Trausta Fann- ars Valssonar, dósents í lögfræði við Háskóla Íslands, sem hann vann að beiðni endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Þar lýsir Trausti Fannar sig meðal annars ósamþykkan þeirri skoðun fjármála- skrifstofu borgarinnar, að samþykkt eða staðfesting á ársreikningi henn- ar feli í sér samþykki á þeim fjár- hagslegu ráðstöfunum sem þar sé lýst. Eyþór segir að sú fullyrðing hafi einungis verið síðasta rangfærslan af mörgum í Braggamálinu sem minni- hlutinn hafi þurft að leiðrétta og bætir við að eftir standi að greiddar hafi verið út fjárhæðir í nokkur verk- efni, þar á meðal braggann í Naut- hólsvík, á vegum borgarinnar án heimilda, og að þeirra heimilda hafi ekki verið aflað eftir á, sem sé brot á sveitarstjórnarlögum. Eyþór segir að fulltrúar minni- hlutans hafi ekki rætt næstu skref í málinu, þar sem álit Trausta Fann- ars hafi ekki fengist rætt á vettvangi borgarinnar. „Það hefur enn ekki orðið nein umræða um það, sem er ansi sérkennilegt, því minnisblaðið hefur legið fyrir í margar vikur. Við óskuðum eftir að það yrði rætt milli umræðna um fjárhagsáætlun, sem var ekki gert, og það hefur ekki fengist að ræða í borgarráði.“ Það sé því næsta skref, að fá umræðu um álitið í borgarráði. „Það er verið að reyna að fresta þessu, en þetta er mál sem hefði átt að ræða strax.“ Vill umræðu um álit Trausta  Eyþór Arnalds segir gott að óvissu sé eytt  Hefði átt að ræða álitið mun fyrr Bragginn Ýmis eftirmál hafa orðið af Braggamálinu svonefnda. Morgunblaðið/Árni Sæberg Siglfirðingurinn Andri Hrannar Einarsson var með allar tölur réttar og vann 40 milljónir króna í lottóútdrætti í síðasta mánuði. Vefsíðan Trölli á Siglufirði greinir frá þessu, en þar segir að nokkrum mánuðum fyrir lottó- útdráttinn hafi Andri opnað sig um baráttu sína við þunglyndi. Hann hafi lengi glímt við fjárhags- vandræði auk þess sem hann er ör- yrki eftir að hafa fengið æxli við mænuna. Lukkan hafi nú loks dott- ið honum í hag, nokkrum dögum eftir fimmtugsafmælið í apríl. Siglfirðingur varð 40 milljónum ríkari Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu um að nýr hafnarbakki utan Klepps fái heitið Sundabakki, en eldri bakki með því nafni verði kallaður Vatna- garðabakki. Tillagan er komin frá Jóni Þor- valdssyni aðstoðarhafnarstjóra. Í minnisblaði Jóns, sem lagt var fyrir fundinn, kemur fram að bygging á nýjum hafnarbakka utan Klepps hafi verið helsta nýbyggingar- framkvæmd Faxaflóahafna sf. und- anfarin ár. Bygging bakkans hefur staðið yfir frá árinu 2013 og reiknað er með að framkvæmdum ljúki síð- ari hluta árs 2019. Þessum nýja hafnarbakka er ætl- að að verða megin-vöru- og gáma- flutningabakki fyrir farmstöð Eim- skips í Vatnagörðum og taka við hlutverki Kleppsbakka með stækk- andi skipum í gámaflutningum. Hafnarbakkinn er 70 metra lenging á núverandi Kleppsbakka og 400 metra nýr hafnarbakki utan lands við Klepp. Á byggingartíma bakkans hafa verið notaðar ýmsar bráða- birgðanafngiftir en þegar afnot af bakkanum hefjast og fyrstu skip leggjast að viðlegum þarf að ákveða nafn hans. Samhliða því þurfa við- legur að fá sitt númer til skilgrein- ingar á því hvar skipum er lagt og þau skráð, segir Jón. Einnig þurfi nafn á nýja bakkanum að hafa land- fræðilegar og sögulegar tengingar við svæðið. Hinn nýi hafnarbakki stendur við Viðeyjarsund. Í laugardagsblaði Morgunblaðsins auglýsa Faxaflóahafnir útboð vegna yfirborðsfrágangs á hinum nýja Sundabakka. Verklok 1. áfanga eiga að vera 2. ágúst 2019 og lokaskil 25. október n.k. Bakkinn þarf að vera tilbúinn til notkunar þegar það fyrra af tveimur nýjum gámaskipum Eimskip, sem eru í smíðum í Kína, kemur til lands- ins. Tilboðsfrestur í verkið er til 13. júní næstkomandi. Nýi bakkinn fær heitið Sundabakki Ljósmynd/Faxaflóahafnir Sundabakki Yfirlitsmynd af hinum nýja hafnarbakka í Sundahöfn. Hann stendur við Viðeyjarsund og snýr í norðaustur. Kleppur er til vinstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.