Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 Verð kr. 79.900 Nýr Vitamix Explorian er með öllu sem þú þarft fyrir þig og þína. Mylur nánast hvað sem er. Býr til heita súpu og ís. Einfalt að þrífa könnu á 30 til 60 sekúndum Hraðastillir og pulse rofi sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Betri blöndun betra verð Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Explorian E310 Gerum við hedd og erum einnig með ný hedd á flest allar vélar Er heddið bilað? Við erum sérfræðingar í heddum TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Stjörnuarkitektinn I.M. Pei, sem lést fyrir helgi 102 ára gamall, hefur sett merkilegan svip á fjölmargar borgir og samfélög, enda einn virt- asti og mikilvirkasti arkitekt seinni hluta síðustu aldar. Og þótt hann drægi sig í orði kveðnu í hlé upp úr áttræðu teiknaði hann áfram og hafa nýjar byggingar eftir hann risið á síðustu tveimur áratugum. Pei fæddist í Kína en flutti til Bandaríkjanna á fjórða áratugnum. Fyrstu arkitektúrverkefnin leysti hann ásamt samstarfsfélögum í New York, hönnun fjölbýlishúsa, en sterk og ákveðin hönnun hans vakti fljót- lega athygli. Pei vann alla tíð út frá hugmyndum módernismans um hrein og klár form, og notaði nútíma- leg byggingarefni; stál, gler og stein- steypu. Hann þótti alla tíð djarfur í hugmyndum en tíminn hefur sýnt að ákvarðanir hans hafa verið réttar, og með viljastyrk og sannfæringar- krafti fékk hann hrint mörgum snjöllum hugmyndum í framkvæmd. Safnbyggingar hans eru rómaðar – þar er kunnust tengibygging hans niðurgrafin milli álma Louvre- safnsins í París, þar sem frægur píramídinn stendur á yfirborðinu og annar speglast niður í jörðina, en Pei leysti þó alls kyns verkefni með ekki síður athyglisverðum hætti. AFP Meistaraverk Píramídar Pei við Louvre voru umdeildir en eru stílhreinir og nú meðal helstu kennileita Parísar. Módernísk meistaraverk  Byggingar teiknaðar af I.M. Pei setja svip á umhverfi sitt Gler og stál Hin bjarta Jacob K. Javits-ráðstefnumiðstöð í New York. Þjóðarsafn Austurálma Natinal Gallery í Washington D.C. þykir ein- staklega stílhrein og fallega unnið með formin. Salirnir eru vel lukkaðir. Háhýsi Höfuðstöðvar Kínabanka, áberandi bygging í Hong Kong. Fleiri píramídar Frægðarhöll rokksins í Cleveland er eftirlæti margra. Bandaríski heimildaljósmyndarinn Susan Meiselas hlýtur hin virtu Deutsche Börse-verðlaun sem veitt eru árlega fyrir framúrskarandi framlag til ljósmyndunar. Eftir til- nefningaferli, sem margir kunnir áhrifamenn í heimi ljósmyndunar og myndlistar koma að, voru fjórir ljósmyndarar valdir á svokallaðan stuttlista, auk Meiselas þau Laia Abril, Arwed Messmer og Mark Ruwedel. Sýning á úrvali verka eft- ir þau, úr verkefnum sem þau voru tilnefnd fyrir, var opnuð á dög- unum í Photographers’ Gallery í London. Þaðan fer sýningin til Frankfurt. Susan Meiselas fæddist árið 1948 og hefur í fjóra áratugi verið með- limur í Magnum, áhrifamesta sam- starfshópi ljósmyndasögunnar. Hún var tilnefnd til Deutsche Börse-verðlaunanna fyrir sýn- inguna Mediations sem var sett upp í Jeu de Paume-safninu í París í fyrra. Það var viðamesta yfirlits- sýning á verkum hennar til þessa, m.a. með einstökum myndum frá átakasvæðum í Mið- og Suður- Ameríku. Susan Meiselas hreppti virt verðlaun Ljósmynd/Susan Meiselas Verðlaun Mynd eftir Meiselas; þorpsbúar fylgjast með þar sem lík eru grafin upp við fyrrverandi herbúðir í Norður-Írak 1991. Margir velunn- arar Nútíma- listasafnins í San Francisco voru ósáttir við þá ákvörðun stjórn- enda að selja málverk eftir Mark Rothko, einn dáðasta myndlistarmann síðustu aldar, og kaupa fyrir andvirðið sam- tímaverk. Málverk Rothkos, sem er ónefnt og frá 1960, var slegið hæst- bjóðanda hjá Sotheby’s fyrir 50,1 milljón dala, ríflega 6,1 milljarð króna, en það hafði verið metið á 35 milljónir dala. Sjóðir safnsins til kaupa á nýjum verkum hafa því styrkst verulega. Seldu Rotkho og kaupa ný verk Málverkið eftir Mark Rothko. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.