Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 HANDBOLTI Olísdeild karla Þriðji úrslitaleikur: Haukar – Selfoss .................................. 30:32  Selfoss er 2:1 yfir. EHF-bikar karla Úrslitaleikur í Kiel: Kiel – Füchse Berlín............................ 26:22  Alfreð Gíslason þjálfar Kiel en Gísli Þ. Kristjánsson er frá keppni vegna meiðsla.  Bjarki Már Elísson skoraði 6 mörk fyrir Füchse. Bronsleikur í Kiel: Tvis Holstebro – Porto ....................... 26:28  Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk fyrir Holstebro. Svíþjóð Fyrsti úrslitaleikur: Alingsås – Sävehof ...............................30:33  Ágúst Elí Björgvinsson varði 3 skot í marki Sävehof. Danmörk Fyrsti úrslitaleikur: Esbjerg – Herning-Ikast .................... 28:20  Rut Jónsdóttir skoraði 1 mark fyrir Es- bjerg. Spánn Barcelona – Puente Genil................... 42:24  Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir Barcelona. Cuenca – Alcobendas .......................... 23:26  Stefán Darri Þórsson skoraði 1 mark fyrir Alcobendas. Þýskaland B-deild: Balingen – Essen ................................. 32:25  Oddur Gretarsson skoraði 3 mörk fyrir Balingen. Grosswallstadt – Lübeck-Sch. ........... 25:25  Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 3 mörk fyrir Lübeck-Schwartau. Hamburg – Hagen............................... 30:20  Aron Rafn Eðvarðsson varði 10 skot í marki Hamburg. Frakkland Umspilsriðill um sæti í efstu deild: Dijon – Bourg De Peage..................... 35:38  Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 1 mark fyrir Dijon sem hefur tryggt sæti sitt. Noregur Úrslitakeppni, þriðji úrslitaleikur: Arendal – Elverum.............................. 28:31  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 8 mörk fyrir Elverum en Þráinn Orri Jóns- son ekkert. Elverum vann einvígið 3:0. KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Meistaravellir: KR – HK ..................... 19.15 Mustad-völlur: Grindavík – Fylkir ..... 19.15 Kaplakriki: FH – Valur........................ 19.15 Í KVÖLD! Manchester City varð á laugardag fyrsta liðið til að vinna ensku úrvals- deildina, enska deildabikarinn og enska bikarinn á sama tímabili. City vann afar sannfærandi 6:0-sigur á Watford í úrslitaleik enska bikarsins á Wembley. Með sigrinum jafnaði City metið yfir stærstan sigur í úr- slitaleik enska bikarsins. Gabriel Jesus og Raheem Sterling skoruðu tvö mörk hvor og Kevin De Brune og David Silva voru einnig á skot- skónum. City skoraði 169 mörk á tíma- bilinu í 61 leik. Ellefu sinnum skor- aði liðið meira en fimm mörk í leik. Watford reyndi hvað það gat, en lærisveinar Pep Guardiola voru ein- faldlega allt of góðir, eitthvað sem kom kannski ekki á óvart. City skoraði 156 mörk á síðustu leiktíð og virðist aðeins verða betra með hverju tímabilinu. „Þetta er eitt besta tímabil sem ég hef upplifað sem knattspyrnustjóri. Það er erf- iðara að vinna þessa þrennu en Meistaradeildina,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City. Eftir leik tilkynnti Vincent Komp- any, fyrirliði Manchester City, að hann myndi yfirgefa félagið og verða spilandi stjóri hjá uppeldisfélaginu Anderlecht. Kompany var í ellefu ár hjá City og þar af fyrirliði í átta ár. Hann varð fjórum sinnum enskur meistari, tvisvar bikarmeistari og fjórum sinnum vann hann enska deildabikarinn. johanningi@mbl.is AFP Meistarar Vincent Kompany kveður Manchester City með þremur stórum titlum eftir 6:0-stórsigur á Watford. Þrennan fullkomnuð  Manchester City vann alla þrjá stóru bikarana á Englandi  Daníel Þór Ingason, landsliðsmaður úr Haukum, hefur gert þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg og verður þar með liðs- félagi Rúnars Kárasonar hjá félaginu. „Eftir að hafa spilað í nokkur ár í efstu deild á Íslandi tel ég vera kominn tíma á nýja áskorun. Ribe Esbjerg sýndi mér mikinn áhuga og bauð mér í heimsókn til Esbjerg. Eftir þá heimsókn var ég sannfærður að Ribe-Esbjerg er rétta skrefið fyrir minn feril,“ sagði hinn 23 ára gamli Daníel Þór við heimasíðu Ribe-Esbjerg.  Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee setti nýtt Íslandsmet í 50 metra bringusundi í á TYR Pro Swim Series mótinu í Indiana í Bandaríkj- unum um helgina. Anton synti á tím- anum 27,73 sekúndum en gamla met- ið hafði staðið í yfir tíu ár. Það átti Jak- ob Jóhann Sveinsson.  Körfuknattleikskappinn Jón Axel Guðmundsson mun æfa með NBA- liðinu Sacramento Kings í dag en þetta er fyrsta æfingin sem liðið held- ur fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar. Jón Axel gefur kost á sér í nýliða- valinu í fyrsta sinn en hann lék afar vel með Davidson- háskólanum á nýaf- stöðnu tímabili. Jón Axel var val- inn í úr- valslið Atlantic 10 riðils- ins og þá var hann einn- ig valinn leikmaður ársins í riðlinum. Eitt ogannað „Alfreð, Alfreð, Alfreð“ sungu stuðningsmenn Kiel eftir sigur liðsins gegn Füchse Berlín 26:22 í úrslitaleik EHF- keppninnar í handknattleik sem fram fór í Sparkassen- höllinni í Kiel á laugardagskvöldið. Þetta var 20. titillinn sem Alfreð vinnur með Kiel frá því hann tók við þjálfun liðsins árið 2008 en þessi mikli meistari lætur af störfum hjá félaginu eftir tímabilið. Alfreð á möguleika á að kveðja með þýska meistaratitlinum en þegar tvær um- ferðir eru eftir er Kiel tveimur stigum á eftir Flensburg. „Viðbrögð áhorfenda voru eins og kveðjugjöf til mín og minna starfa. Þetta var mjög áhrifamikil stund,“ sagði Alfreð við fréttamenn eftir leikinn. Þetta er í annað sinn sem Kiel vinnur EHF-keppnina undir stjórn Al- freðs en liðið vann hana einnig árið 2009. Kiel hefur unnið þýska meistara- titilinn sex sinnum með Alfreð í brúnni, þýsku bikarkeppnina sex sinnum og Meistaradeild Evrópu í tvígang. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Kiel vegna meiðsla en Bjarki Már Elísson lék allan tímann með liði Füchse Berlín og var markahæstur í þeirra liði með sex mörk. gummih@mbl.is 20. titill Alfreðs með Kiel Alfreð Gíslason Bayern München tryggði sér sjöunda Þýskalandsmeist- aratitilinn í fótbolta í röð á laugardaginn var. Liðið burst- aði Eintracht Frankfurt á heimavelli í lokaumferð þýsku Bundesligunnar, 5:1. Kingsley Coman, David Alaba og Renato Sanches skor- uðu fyrstu þrjú mörk Bayern. Varamennirnir Franck Rib- éry og Arjen Robben bættu við fjórða og fimmta markinu, en þeir voru báðir að leika sinn síðasta leik með Bayern. Bayern mátti ekki misstíga sig, því annars hefði Dort- mund orðið meistari. Dortmund vann 2:0-útisigur á Bor- ussia Mönchengladbach. Bayern endaði með 78 stig, tveimur stigum meira en Dortmund. Bayern hefur unnið þýska meistaratitilinn 29 sinnum, 20 sinnum oftar en Nürnberg, sem er með næstflesta meistaratitla í þýskum fótbolta. johanningi@mbl.is Sjöunda árið í röð hjá Bayern Arjen Robben

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.