Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 af ÖLLUM AEG VÖRUM ORMssOn 15-20% afsLáttURDAGAR 15% afsláttur 15% afsláttur 15% afsláttur ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR UPPÞVOTTAVÉLARSkoðaðu úrvalið okkar á *SENDUM FRÍTT Í VEFVERSLUNLágmúli 8 | S: 530 2800 þú fæRð HeiMiLstækin Hjá OkkUR SKOÐAÐU TILBOÐIN OKKAR Á LOKA BAKSVIÐ Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Deildarstjórar allra deilda Þjóðleik- hússins sendu í byrjun mánaðarins yfirlýsingu til þjóðleikhúsráðs og mennta- og menningarmálaráðuneyt- isins til stuðnings Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra þar sem ánægju með hans störf var lýst. Ari segir stuðninginn mikla hvatningu til þess að sækja um áframhaldandi stöðu þjóðleikhússtjóra, en skipunartíma- bil hans rennur út um áramót. Stuðningsyfir- lýsing deildar- stjóra, sem Morg- unblaðið hefur undir höndum, var send í kjölfar þess að lögmaður Félags íslenskra leikara (FÍL) sendi bréf á þjóðleikhúsráð og til ráð- herra menningarmála vegna kvart- ana í garð þjóðleikhússtjóra, meðal annars vegna samskiptaerfiðleika. Sú óánægja rataði í fjölmiðla í síðustu viku þar sem meðal annars var greint frá því að þess yrði krafist að farið yrði ofan í samskipti þjóðleikhús- stjóra við nokkra af þeim listamönn- um sem fyrir hann hafa starfað. „Það sem veldur okkar starfsfólki helst áhyggjum er að utan vinnustað- arins virðast vera raddir sem reyna að tala starfsemina og stjórnanda hennar niður og láta líta út fyrir að hér sé ekki allt með felldu. Þvert á móti upplifum við hér samheldni og liðsanda á björtum tímum,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Þar kom einnig fram að ekki væri aðeins um huglægt mat að ræða, heldur hefði slíkt verið stutt með könnunum á meðal starfsfólks. Allar niðurstöður yfir meðaltali Ein af þeim könnunum sem hafa verið framkvæmdar var lögð fyrir snemma árs 2018 og náði til allra starfsmanna þeirra stofnana sem eiga aðild að Samtökum atvinnurek- enda í sviðslistum. Fyrir utan Þjóð- leikhúsið er þar um að ræða Borg- arleikhúsið, Hörpu, Íslensku óperuna, Íslenska dansflokkinn, Menningarfélag Akureyrar, RÚV og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Niðurstöðurnar í Þjóðleikhúsinu sýndu meðal annars að 79% svarenda töldu stjórnendur mæta óskum og kröfum vel, samanborið við 67% heildarmeðaltal allra stofnana í könn- uninni. 3% töldu stjórnendur gera það illa, samanborið við 10% að með- altali. Þá sögðu 84% í Þjóðleikhúsinu að stjórnendur tækju vel á krefjandi vandamálum sem upp kæmu, saman- borið við 68% að meðaltali. 4% töldu þá gera það illa. Þá töldu 96% sam- skipti á vinnustaðnum vera góð eða batnandi, sem einnig er yfir meðal- talinu. „Spurningar sem sneru að stjórn- un, samskiptum, starfsanda og líðan starfsmanna komu mjög vel út og er mikill styrkur fólginn í því fyrir stofnunina,“ segir í könnuninni. Ari segir niðurstöðurnar tala sínu máli. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því ef bara einum líður illa í vinnunni, en á stórum vinnustað eins og í Þjóðleikhúsinu, þar sem 300 manns starfa, gleðst ég yfir því að þessi könnun gefi til kynna að ástandið sé betra þar en í öðrum sviðslistastofnunum á Íslandi,“ segir Ari í samtali við Morgunblaðið. Hann segist hafa skilning á því að óánægju gæti hjá einhverjum, enda sé sam- keppni mikil um að komast að. Hins vegar sé oft erfitt að geta ekki svarað fyrir sig. „Því fylgja oft heilmikil vonbrigði ef fólk fær ekki það tækifæri sem það telur sig eiga að fá. Ég vissi það þeg- ar ég tók við sem þjóðleikhússtjóri að það myndu ekki allir elska mig jafn mikið. En í störfum mínum hef ég alltaf gætt að því að fara vel með það vald sem mér er treyst fyrir og það hefur engin kvörtun borist til mín nokkurn tímann. Það er auðvitað óþægilegt þegar verið er að bera mann sökum en fær ekki að mæta þeim,“ segir Ari. Margt sem hvetur mig áfram Ari var skipaður þjóðleikhússtjóri til fimm ára frá árinu 2015, en emb- ættið var auglýst til umsóknar á dög- unum, frá og með 1. janúar á næsta ári. Ari segir yfirlýsinguna sem deildarstjórarnir sendu í byrjun mánaðarins hafa komið við sig og sé eitt af því sem hvetji hann til þess að sækja um embættið á ný. „Það eru margir margir þættir sem hvetja mig til þess að sækjast eftir því að fá að halda áfram. Aðsókn í fyrra var meiri en hún hefur verið í 40 ár og fyrstu fjórir mánuðir þessa árs eru stærri en í fyrra. Rekstur Þjóðleikhússins hefur verið jákvæð- ur allt frá því ég tók við og þegar mik- il starfsánægja birtist í svona könn- unum er það líka mikil hvatning,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhús- stjóri við Morgunblaðið. Þakklátur fyrir traustið  Ari Matthíasson sækist eftir því að gegna áfram embætti þjóðleikhússtjóra  Stuðningsyfirlýsing frá öllum deildarstjórum  Samkeppni skapar óánægju Morgunblaðið/Golli Þjóðleikhúsið Skipað verður á ný í embætti þjóðleikhússtjóra til fimm ára frá og með 1. janúar á næsta ári. Þjóðleikhúsráð tók fyrir þær kvartanir sem bárust frá Félagi íslenskra leikara varðandi meintan samskipta- vanda við Ara Matthíasson þjóðleikhússtjóra. „Við ræddum þessi mál á fundi þjóðleikhúsráðs og ég taldi að komin væri sátt. Þarna eru deilur á milli aðila og best að þeir nái sátt. Að öðru leyti erum við ekki úr- skurðaraðili í svona málum,“ segir Eyþór Arnalds, for- maður ráðsins, og telur málinu lokið af hálfu þess. Allar ábendingar séu teknar alvarlega, en ráðið sé fyrst og fremst rekstrarstjórn Þjóðleikhússins og kannanir bendi til þess að ánægja sé mikil meðal starfsfólks. „Þessir mælikvarðar sem við höfum í höndunum eru allir jákvæðir, bæði reksturinn og starfsandinn,“ segir Eyþór Arnalds formaður. Allir mælikvarðar eru jákvæðir ÞJÓÐLEIKHÚSRÁÐ TÓK KVARTANIRNAR FYRIR Eyþór Arnalds Ari Matthíasson Borgarráð hefur heimilað umhverf- is- og skipulagssviði Reykjavíkur- borgar að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gönguleiða í eldri hverf- um á árinu 2019. Alls verða endurnýjaðir um 2,1 kílómetrar af gangstéttum og öðrum gönguleiðum. Verkefnin eru að hluta til unnin í samstarfi við Veitur ohf. vegna endurnýjunar á lagnakerfum. Um er að ræða verkefni á eftirfar- andi stöðum: Reykjavíkurvegur að austan milli Þorragötu og Fossagötu, Reykjavík- urvegur 29-31, Skothúsvegur að norðan á móts við Hljómskálann, Hofsvallagata að vestan milli Sól- vallagötu og Túngötu, Reykjavegur að austan milli Engjateigs og Laugateigs, Reykjavegur að austan á móts við Laugardalsvöll, Nóatún beggja vegna götu milli Laugavegar og Hátúns, Esjugrund 42-50. Ennfremur verða endurnýjaðir stígar í einbýlishúsahverfi í Árbæ frá Heiðarbæ að lóð Árbæjarkirkju og stígur milli Völvufells 14 og 42 (samsíða Völvufelli að austan). Loks Suðurgata að austanverðu frá Sturlugötu að Melatorgi. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Gönguleiðir Framkvæmt verður m.a. á Hofsvallagötu í sumar. Borgin endurnýjar gönguleiðir Samtökin Orkan okkar hafa kallað til mótmæla gegn innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusam- bandsins. Mótmælin eiga að fara fram á Austurvelli á sama tíma og umræða um málið hefst að nýju á Alþingi kl. 16:30 í dag. Í fréttatilkynningu sögðust skipuleggjendur mótmælanna vilja „undirstrika áskorun til þingmanna um að hafna þingsályktuninni með 3. orkupakkanum eða að minnsta kosti að fresta umræðunni til næsta hausts og nýta tímann sem gefst til að kynna málið betur“. Þetta er þriðji mótmælafundurinn sem fer fram gegn innleiðingu þriðja orku- pakkans. Hinir voru síðastliðinn laugardag og fimmtudag. Þriðja orkupakk- anum mótmælt á ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.