Morgunblaðið - 20.05.2019, Side 15

Morgunblaðið - 20.05.2019, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 Þessi fyrirsögn gæti ræst eftir alþingis- kosningar 2021 þar sem formenn stjórn- málaflokka leggja þetta til í stjórnarsátt- mála nýrrar ríkis- stjórnar. Sagan hefur tilhneigingu til að end- urtaka sig og það vefst ekki fyrir íslenskum stjórnmálamönnum að skipta um skoðun. Því fyrir kosn- ingar 2009 sagði formaður Vinstri- grænna, Steingrímur J. Sigfússon: Það verður aldrei samþykkt á okk- ar vakt að sækja um aðild að ESB. Viku síðar var ríkisstjórn mynduð á þeim grunni og sótt um aðild. Árið 1991 var þingvilji til að klára EES- samninginn ekki lengur til staðar á Alþingi. Framsókn og Alþýðu- bandalagið snerust gegn því þrátt fyrir undirbúningsvinnu þar um. Og Sjálfstæðisflokkurinn með Þorstein Pálsson í forystu barðist gegn EES með kjafti og klóm. Alþýðuflokk- urinn stóð einn, vildi EES með Jón Baldvin Hannibalsson í farar- broddi. Þá sömdu þeir Davíð Oddsson, nýr formaður Sjálfstæðis- flokksins, og Jón Bald- vin um að mynda ríkis- stjórn sem þeir gerðu með snarræði í Viðey en í sáttmála flokka þeirra stóð m.a. eftirfarandi: „Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með eft- irfarandi aðgerðum: Með því að semja um þátttöku Íslendinga í Evrópska efnahagssvæðinu (EES) til þess að tryggja hindrunarlausan aðgang sjávarafurða að Evrópu- mörkuðum. Ekki kemur til greina að gefa eftir forræði yfir íslenskri fiskveiðilögsögu í skiptum fyrir að- gang að mörkuðum.“ Davíð Odds- son fékk sinn þingflokk til að hringsnúast í málinu og trúði því sjálfur að þar með þyrftum við ekki að ganga í ESB. Nú standa þessir fornu vinir EES-samningsins sam- an að því að vara við orkupakk- anum en hljóta aðeins svívirðingar frá EES-sinnum og sínu flokksfólki. Getum við ekki öll verið sammála um það? Vinstrimenn voru lengst af heilir í því að auðlindir, hálendi, fossar og þess vegna ár heyrðu undir sam- eign þjóðar og rafmagn væri ekki rúsínur á markaði. Nú er hún Snorrabúð stekkur og Vinstri- grænir að ganga undir ok virkjana og vindmyllur snúast yfir höfði þeirra. Nú skal gefa eftir t.d. for- ræði í raforku- og auðlindamálum, allt vald yfir t.d. Orkustofnun verð- ur í eldhúsinu í Brussel, verði frum- varp ríkisstjórnarinnar þar um samþykkt. Orkustofnun fer með stjórnsýslu í orkumálum landsins, er ríkisstjórninni til ráðuneytis um orkumál og aðra auðlindanýtingu. Orkan okkar, þjóðfylking sem af- þakkar erlent vald í orkumálum, segir um þessa fyrirætlan ríkis- stjórnarinnar: „Orkustofnun verður óháð innlendu ráðherravaldi, hefur vítt verksvið og miklar valdheim- ildir, tekur við ákvörðunum frá ACER og framkvæmdastjórn ESB með milligöngu ESA.“ Vilja lands- menn þessa yfirtöku frá Brussel? Eru ríkisstjórnarflokkarnir að fylgja kosningaloforðum sínum? Ég heiti á þessa flokka að kalla saman flokksþing eða miðstjórnir flokka sinna til að ræða orkupakkana. Ný ríkisstjórn 2021 gæti t.d. staðið frammi fyrir því að Ísland væri að tapa sæstrengsmálinu fyrir EFTA- dómstólnum. Stjórnarsáttmálinn segði sæstrengur verður sam- þykktur á Alþingi. Sæstrengurinn er ósæðin í orkupakkanum, þar verða átökin. Geta Íslendingar yf- irtekið allt hitt og fúlsað við hon- um? Tröllin bíða á kantinum, vind- myllugarðar með peningum Norðmanna eins og t.d. fiskeldi fjarðanna. HS-orka og öflugir fjár- festar tilbúnir að virkja og virkja, friðurinn úti. Landsvirkjun verður að víkja af markaði eins og ríkis- bankarnir um aldamótin. Raf- magnsreikningurinn hækkar, gróð- urhúsin með grænmetinu góða slökkva ljósin. „Getum við ekki öll verið sammála um það,“ að þetta geti farið svona? Eftir Guðna Ágústsson » Landsvirkjun verður að víkja af markaði eins og ríkisbankarnir um aldamótin. Raf- magnsreikningurinn hækkar, gróðurhúsin með grænmetinu góða slökkva ljósin. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Sæstrengur samþykktur á Alþingi 2021? Í fyrsta sinn í ára- tugi voru húsnæðis- málin sett á oddinn í kjaraviðræðum. Það segir nokkuð. Þétting- arstefnan í Reykjavík hefur leitt af sér skort og húsnæðisverð hefur hækkað um hundrað prósent á höfuðborg- arsvæðinu á síðustu tveimur kjörtímabilum undir stjórn Samfylk- ingarinnar. Leiguverð hefur óhjá- kvæmilega fylgt þessari þróun og er nú svo komið að leiguverð í Reykjavík er hærra en í höfuð- borgum Norðurlandanna; Osló, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki. Leiguverðið í Reykjavík er reyndar hæst meðal höfuðborg- anna bæði í miðborg og utan mið- borgarinnar. Hvort sem horft er til tveggja eða fjögurra herbergja íbúða. Þetta var ekki það sem var boðað. Tvöfalt fleiri búa í foreldrahúsum á aldrinum 20-24 ára en í hinum ríkjum Norð- urlandanna. Öðru var lofað. Snúum þessu við Samfylkingin lofaði uppbyggingu á hag- stæðu húsnæði í þúsundavís „fyrir svona venjulegt fólk“, eins og Dag- ur B. Eggertsson orðaði það. Það sem hefur verið byggt undir hans stjórn eru fyrst og fremst dýrar íbúðir sem eru einmitt ekki á færi „venjulegs fólk“. Fólk hefur því þurft að fara annað. Í fyrsta sinn frá stofnun lýðveldisins er meiri Eftir Eyþór Arnalds » Það sem hefur verið byggt undir hans stjórn eru fyrst og fremst dýrar íbúðir sem eru einmitt ekki á færi „venjulegs fólk“. Fólk hefur því þurft að fara annað. Eyþór Arnalds Mannanna verk Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. fjölgun á landsbyggðinni en höf- uðborgarsvæðinu. Fjölgun í Reykjavík hefur verið tæplega 1% á ári á þessum átta árum sem er langt undir landsmeðaltali. Fjölgun í Reykjavík var að jafnaði 3% á ári síðustu hundrað árin og því vekur furðu hvernig tókst að missa af lengsta hagvaxtarskeiði landsins. Það er því með engu móti hægt að kenna fjölgun íbúa um verðhækk- anirnar. Nei, ástæðan er einföld. Skortur á hagstæðu húsnæði hefur valdið þessum verðhækkunum og jafnframt flutningi fólks út úr borginni. Og þessi þróun hefur þyngt umferðina enn frekar. Í tengslum við kjarasamningana var niðurstaða húsnæðishóps að byggja ætti upp hagstætt húsnæði við Keldur. Það er einmitt eitt af því sem við lögðum til fyrir kosningar, en jafnframt er þar kjörsvæði fyrir stofnanir og fyrirtæki. Undanfarið höfum við séð Íslandsbanka og sýslumannsembættið í Reykjavík flytja í Kópavog. Nú í síðasta mán- uði flutti Tryggingastofnun frá Hlemmi í Kópavog. Björgun lokar að óbreyttu um næstu mánaðamót með tilheyrandi kostnaðarhækk- unum fyrir húsbyggjendur. Lítið er um skipulagðar lóðir sem henta þessum og öðrum aðilum. Sjálf- stæðismenn í borgarstjórn hafa lagt til að Reykjavík leiði vinnu við staðarval fyrir framtíðaruppbygg- ingu spítala ásamt fagaðilum. Sú vinna þarf að fara af stað strax. Uppbygging á Landspítalalóð þyngir umferð og svo er Lands- bankinn að byggja höfuðstöðvar við Hörpu. Sú stefna að bæta við at- vinnustarfsemi í vesturhluta borg- arinnar þyngir umferðina enn frek- ar. Uppbygging á Keldum án skilyrða um önnur verkefni er lykill að hagstæðu húsnæði og léttari umferð. Við eigum ekki að eiga Norðurlandamet í leiguverði hús- næðis. Hvað þá að rúmlega hundr- að þúsund manna borg skuli takast að skapa umferðartafir á við millj- ónaborg. Ekkert af þessu er nátt- úrulögmál. Allt eru þetta mann- anna verk. Fuglaskoðun Boðið var upp á fuglaskoðun fyrir krakka í Grasagarðinum í Laugardal um helgina. Fjöldi fólks mætti og lét rigninguna ekki aftra sér. Núna iðar dalurinn af lífi. Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.