Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna
Innihald:
• Kólín sem stuðlar að: - eðlilegum fituefnaskiptum - viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrarinnar
• Mjólkurþistil ogætiþistil sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls
• Túrmerik og svartan pipar
Heilbrigð melting
Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur
auglýst breytingu á aðalskipulagi
sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðs
verslunar- og þjónustusvæðis um
1.500 metra sunnan við þjónustu-
miðstöðina í Skaftafelli. Tillaga um
þetta hefur fengið umfjöllun hjá
Veðurstofunni sem telur að svæðið
sé utan áhrifa af mögulegu berg-
hlaupi í Svínafellsheiði. Stefnt er að
uppbyggingu á að allt að fimm þús-
und fermetra svæði rétt utan Vatna-
jökulsþjóðgarðs.
Að sögn Stefáns Benediktssonar
landeiganda, sem hyggur á upp-
byggingu ásamt Árna bróður sínum,
eru áformin þríþætt. Í fyrsta lagi að
byggja hús fyrir ferðaþjónustuaðila
þar sem þeir geti selt þjónustu sína.
Í öðru lagi að reisa megi um það bil
þrjátíu lítil gistihús, 30-40 fermetra
hvert, til útleigu. Og í þriðja og síð-
asta lagi að reisa íbúðir fyrir starfs-
fólk í ferðaþjónustu í nágrenninu.
Mikill skortur hefur verið á húsnæði
þarna um slóðir eftir að ferðamönn-
um tók að fjölga hér á landi.
„Ástandið er búið að vera hræði-
legt í langan tíma, alveg síðan góð-
ærið hófst. Og var nú slæmt fyrir,“
segir Stefán Benediktsson, sem er
fyrrverandi þjóðgarðsvörður í
Skaftafelli og alþingismaður.
Hann segir að unnið hafi verið að
þessari hugmynd síðan árið 2013.
Nú standi málið þannig að hægt sé
að skila umsögnum við skipulagstil-
löguna til 1. júlí. Þá taki skipulags-
yfirvöld afstöðu til umsagna og skýr-
ir skilmálar liggi fyrir vegna
deiliskipulags sem þarf að vinna.
Þegar hann er spurður hvort raun-
hæft sé að vænta þess að fram-
kvæmdir geti hafist á næsta ári komi
ekkert óvænt upp á, segir hann: „Já,
ég myndi telja það eðlilegt.“
Innviðirnir eru sprungnir
Magnús Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Vatnajökuls-
þjóðgarðs, kveðst fagna þessum
áformum. „Allt sem snýr að upp-
byggingu svæðisins er gríðarlega já-
kvætt. Innviðir í Skaftafelli eru í
raun sprungnir. Okkar vandi hefur
verið að við höfum ekki getað boðið
starfsfólki rými til að búa í. Þessi
áform gætu breytt því,“ segir Magn-
ús. Hann segir aðspurður að nú
vinni starfsfólk þjóðgarðsins í sam-
ráði við stjórnvöld að nauðsynlegum
úrbótum á frárennsli og fleiru. Í
framhaldinu þurfi að huga að upp-
byggingu á mannvirkjum, göngu-
stígum og öryggismálum svo fátt
eitt sé nefnt. Þá sé ónefnd löggæsla,
sjúkraflutningar og læknisþjónusta.
„Hingað koma 2-3 þúsund manns á
dag. Það voru yfir 800 þúsund
manns hér í fyrra en innviðir gera
ráð fyrir 250 þúsund manns.“
Morgunblaðið/RAX
Skaftafell 800 þúsund ferðamenn komu í fyrra en innviðir eru hannaðir til
að taka á móti 250 þúsund manns. Uppbygging gæti hafist á næsta ári.
Mikil uppbygging
áformuð í Skaftafelli
lengra, og grefur sig inn í og dálítið
niður í grösugar moldarbrekkur í eyj-
um og höfðum og upp af björgum,
einkum þar sem veit að úthafinu.
Vorstörfin hefjast með því að dytt-
að er að gömlu holunum. Þessar holur
eru oft um 150 cm að lengd og um 50
cm á dýpt og mjög gjarnan boga-
dregnar. Holuopið er nánast kringl-
ótt og að meðaltali um 15 cm að þver-
máli. Innst er útvíkkaður varpklefi,
en utar sérstök hola þar sem öllu driti
er komið fyrir. Ef lítið er um jarðveg
til að grafa í verður lundinn að notast
við styttri holur eða jafnvel verpa í
stíl við álkuna, innan um grjót í hlíð-
unum. Er það t.d. nokkuð algengt í
björgunum stóru á Vestfjörðum. Í
þessa holu verpir fuglinn svo, upp úr
20. maí og fram í júníbyrjun, eggi
sínu, hvítu að lit, með daufum yrjum,
gráum eða brúnleitum, og klekur því
út á 36-45 dögum með aðstoð maka
síns. Dúnunginn er grár, hvítur þó á
kviði. Hann dvelur í holunni í nokkrar
vikur og sjá bæði foreldri honum fyr-
ir æti, t.d. sandsíli og fiskaseiðum.
Upp úr miðjum ágústmánuði fara
þau að draga úr matargjöfunum og
knýja hann til að yfirgefa varpholuna,
sem hann að lokum neyðist til að gera
eina nóttina. Talið er að hann verði
fleygur 34-83 daga gamall, allt eftir
því hvaða deilitegund er um að ræða.
Ungfuglinn er mun nefmjórri og
-dekkri en hinir fullorðnu og að auki
með dökkt andlit og holdlita fætur.
Hann verður kynþroska að (3-)5 ár-
um liðnum.
Ekki er búist við árangri af þessari
tilraun í Hrísey fyrr en eftir nokkur
ár, eins og áður var nefnt. Svipuð
verkefni hafa þó tekist vel í Banda-
ríkjunum og Noregi, sem vissulega
eykur bjartsýni manna á að þetta
kunni að heppnast, að sögn Aðal-
steins.
Á döfinni er að gera nokkrar lunda-
holur í eynni og koma á staðina út-
búnaði til að spila hljóð fuglanna. Það
hefur einmitt verið gert erlendis og
fallið í kramið hjá þeim sem átti að
lokka.
Lundar sestir upp í Hrísey
Ferðaþjónustuaðilar í Eyjafirði pöntuðu tálfugla frá Kína
til að setja upp í Hrísey Næst er að spila hljóð lundans
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hrísey Árni Halldórsson, Freyr Antonsson og Bjarni Ómar Guðmundsson
með lundana kínversku, sem eiga að laða til sín aðra af holdi og blóði.
Lundi Hér „horfir“ plastlundi yfir
hafið af bjargbrún í Hrísey.
SVIÐSLJÓS
Sigurður Ægisson
sae@sae.is
Settir hafa verið upp um 150 plast-
lundar á þremur stöðum á Hrísey í
þeirri von að félagar þeirra, hinir lif-
andi, sem fljúga orðið í miklum mæli
inn í Eyjafjörð til að afla sér fæðu,
setjist þar að.
Hugmyndin kviknaði fyrir tveimur
árum. Yfir 40 fuglategundir verpa í
Hrísey og er vonast til að hin nýja
tegund geti – ef þetta heppnast – orð-
ið lyftistöng fyrir túrismann á svæð-
inu, enda er lundinn með alvinsæl-
ustu fuglum. Verkefnið er í höndum
Whale Watching Hauganes, Arctic
Adventures á Dalvík og heimamanna
í Hrísey, með Bjarna Ómar Guð-
mundsson í broddi fylkingar, og er
hugsað til fimm ára. Skili það árangri
mun viðvera lunda í Hrísey skapa
spennandi tækifæri fyrir heimamenn
meðal annars gagnvart ferðamönn-
um sem sýna þessum einstaka fugli
gríðarlegan áhuga, að sögn Aðal-
steins Hjelm, markaðsstjóra hjá
Whale Watching Hauganes.
Fyrir rúmu ári sendi hann upp-
stoppaðan lunda til Kína og pantaði
umrædda tálfugla. Þeir komu til
landsins á réttum tíma og voru fluttir
út í eyna 8. þessa mánaðar og stillt
upp á fyrirfram ákveðnum stöðum
þar, sem fuglafræðingar höfðu áður
bent á sem heppilega.
Heldur tryggð við makann
Íslenski lundinn er farfugl og held-
ur sig úti á rúmsjó á vetrum. Snemma
vors, í apríllok eða svo, fer hann að
sækja til lands af hafi, fyrst í smáum
hópum en svo þéttar með hverjum
degi sem líður. Þetta er einkvæn-
isfugl sem heldur tryggð við maka
sinn ævilangt og er dálítið sérstakur
fyrir það að hann verpir ekki á kletta-
syllum eins og frænkur hans, lang-
vían og stuttnefjan, heldur vill fá að
vera óáreittur í skjóli, líkt og álka,
teista og haftyrðill sem koma eggj-
unum fyrir í gjótum eða á bak við
hentuga steina í urð.
Hann gengur að vísu skrefinu
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Dæmi eru um að veitingahús hafi
minni áhuga á að taka við matreiðslu-
nemum en áður og nemarnir eru
færri en áður, að sögn Björns Braga
Bragasonar, forseta Klúbbs mat-
reiðslumeistara. Í
ljósi minni aukn-
ingar ferðamanna
á Íslandi eigi veit-
ingastaðir erfið-
ara uppdráttar og
því sé hagræði að
taka á móti færri
nemum.
„Það er tiltölu-
lega dýrt að vera
með nema, það er
lítill munur á
launum þeirra og faglærðs einstakl-
ings. Meira fæst úr launum faglærðs
einstaklings en neminn þarfnast
kennslu og það kostar pening, það er
blákaldur raunveruleikinn. Þeir eru
að læra að gera mistök og það fer tími
í að læra, það kostar pening líka. Það
stendur í mörgum að kostnaður við
nema hefur farið hækkandi,“ segir
hann.
Aðsókn í iðnnám, svo sem mat-
reiðslu og framreiðslu, heldur engu
að síður áfram að aukast í Mennta-
skólanum í Kópavogi, að sögn Bald-
urs Sæmundssonar, fagstjóra verk-
námsgreina. Nemendur þurfa að
vera komnir á samning til þess að
vera gjaldgengir í iðngreinarnar en
skólayfirvöld aðstoða þá, séu þeir í
vandræðum við að komast á samning.
Baldur segir að aðsókn í iðngrein-
arnar hafi verið ágæt í ár, en um 100
manns hafa sótt um í matreiðslu og
rúmlega 30 í framreiðslu. Aðsókn í
greinarnar hefur aukist jafnt og þétt
frá árinu 2011 en þá jókst hún um
u.þ.b. 150% í matreiðslu og 25% í
framreiðslu, að sögn Baldurs.
„Það er mikil aðsókn en við getum
alltaf bætt við okkur fólki. Okkur
vantar fagmenntað fólk í sali veit-
ingahúsa í bænum. Við erum náttúr-
lega í miklu samstarfi við skóla er-
lendis og mikið af fólkinu okkar fer
þangað til frekara náms og til starfa
áður en það kemur heim.“
Baldur bætir við að enginn úr
verknámsgreinunum þurfi að ganga
atvinnulaus eftir útskrift. Nokkur
störf bíði „þótt vegurinn sé holóttur í
bili“.
Minni áhugi á mat-
reiðslunemum
Björn Bragi
Bragason
Góð aðsókn í matreiðslu og fram-
reiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi