Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019
veita náttúrulega vörn
gegn bakteríum í munninum
Tvíþætt sink
og arginín
Dregur úr
tannskán
Styrkir
glerunginn
Dregur úr
tannskemmdum
Frískari
andardráttur
Dregur úr
blettamyndun
Dregur úr
viðkvæmni
Dregur úr
tannsteini
Fyrirbyggir
tannholdsbólgu
NÝTT
Veruleg fækkun baktería á
tönnum, tungu, kinnum og
gómi eftir samfellda notkun
í fjórar vikur.
BYLTING FYRIR
ALLANMUNNINN
Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold
Frábær
vörn í
12
tíma
„ÞAKKA ÞÉR FYRIR AÐ VEKJA ATHYGLI
MÍNA Á ÞESSU. MÉR HEFUR YFIRSÉST
ÞETTA.”
„EF ÞÚ KAUPIR GULLFISK FÆRÐU
MAURAÆTU Í KAUPBÆTI.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... kraftakarlinn þinn.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
NÆST Í „Mestu óvinir
náttúrunnar” …
BERST KÖNGULÓ
VIÐ RISAVESPU
FRÁBÆRT! ÉG LAGÐI
FIMM FLUGUR UNDIR!
ÉG ER
HRÆDDUR!
ÉG ER HÉR … ÞÚ
GETUR STUÐST
VIÐ MIG!
ER ÞÉR SAMA ÞÓ ÉG LENDI Á ÞÉR?
sem ég og þáði. Þetta er ung hljóm-
sveit skipuð ungu tónlistarfólki sem
er algjörlega í fremstu röð og frá-
bært að vinna með þeim.“
Helstu áhugamál Péturs eru skíði
og hlaup. „Ég var skíðakennari í
Kerlingarfjöllum í tíu ár og keppti
sem unglingur. Það sem veitir mér
einna mesta gleði er að vera á skíð-
um og svo hef ég hlaupið talsvert
mikið í gegnum tíðina og uppáhalds-
vegalengdin er 10 kílómetrar.“
Fjölskylda
Eiginkona Péturs er Hrafnhildur
Hagalín Guðmundsdóttir, f. 30.3.
1965, leikskáld og listrænn ráðu-
nautur Borgarleikhússins. For-
eldrar hennar voru hjónin Guð-
mundur Pálsson, f. 22.8. 1927, d. 5.8.
1987, leikari, og Sigríður Hagalín, f.
7.12. 1925, d. 26.12. 1992, leikkona.
Þau voru búsett í Reykjavík.
Fyrri eiginkona Péturs er Sigur-
laug Ingibjörg Lövdahl, f. 4.4. 1958,
skrifstofustjóri framkvæmda- og
tæknisviðs Háskóla Íslands.
Börn: 1) Arnar, f. 3.1. 1988, gít-
arleikari og húsgagnasmiður, maki:
Halldóra Rut Baldursdóttir leik-
kona. Sonur þeirra er Jökull Pétur,
f. 2.7. 2018; 2) Sigríður Hagalín, f.
24.10. 2001, nemi.
Alsystkini Péturs eru Hallgrímur,
f. 26.5. 1953, taugalífeðlisfræðingur,
bús. í Södertälje í Svíþjóð; Lárus, f.
25.2. 1968, læknir, bús. í Garðabæ,
og Margrét, f. 9.4. 1969, sagnfræð-
ingur og heimildakvikmyndafram-
leiðandi, bús. í Garðabæ.
Foreldrar Péturs eru hjónin Jón-
as Hallgrímsson, f. 6.9. 1931, læknir
og prófessor, og Anna Margrét Lár-
usdóttir, f. 1.5. 1934, fv. flugfreyja
og húsmóðir. Þau eru bús. í Garða-
bæ.
Pétur Jónasson
Daníelína Kristín Brandsdóttir
húsmóðir á Ísafirði
Sveinbjörn Kristjánsson
kaupmaður á Ísafirði
Anna Kristín Sveinbjörnsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Anna Margrét Lárusdóttir
húsmóðir í Garðabæ og fv. flugfreyja
Lárus G. Jónsson
skókaupmaður í Reykjavík
Magdalena Margrét Gunnlaugsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Jón Lárusson
skókaupmaður í Reykjavík
Sigríður
Sigurðardóttir
húsmóðir í Eystri-
Dalbæ á Síðu
Guðrún
Auðunsdóttir
húsmóðir á
Prestbakka á
Síðu
Ingólfur
Guðbrandsson
kórstjóri og
ferðamála-
frömuður
Þorgerður Ingólfsdóttir
kórstjóri
Rut Ingólfsdóttir
fiðluleikari
Unnur María
Ingólfsdóttir fiðluleikari
Inga Rós Ingólfsdóttir
sellóleikari
Lúðvíg Lárusson
kaupmaður í Reykjavík
Lárus Guðjón Lúðvígsson
kaupmaður í Reykjavík
Karólína Lárusdóttir
myndlistarmaður
Guðríður Sigurðardóttir
húsmóðir í Eintúnahálsi
Magnús Hansvíumsson
bóndi í Eintúnahálsi á Síðu
Þóranna Magnúsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Hallgrímur Jónsson
húsvörður í Reykjavík
Halldóra Eiríksdóttir
húsmóðir í Prestbakkakoti
Jón Einarsson
bóndi í Prestbakkakoti á Síðu, V- Skaft.
Úr frændgarði Péturs Jónassonar
Jónas Hallgrímsson
læknir í Garðabæ
Hér koma fyrst þrjár fuglalimr-ur eftir Pál Jónasson í Hlíð.
Fyrst er „Steinklappan“:
Klappstýru þessa ég þekki
(þó að hún klappi mér ekki)
Á kvöldin í leyni
klappar hún Steini,
ég fæ ekki „kökk heldur kekki“.
Svo er „Brunahaninn hrekkj-
ótti“:
Ég hitt’ann við Hollidey inn
og í hana þeim barasta finn,
enga ærlega taug,
því sá andskoti flaug,
svona beint fyrir bílinn minn.
Og loks „Hrægammurinn“:
Kúastóð gammurinn gleypti
og Grímsbæ í eftirrétt keypti,
og austur í Flóa
hann át nokkra spóa,
og bónda sem byggði og steypti.
Ólafur Stefánsson segir á Leir,
að nú sé þjóðin gersamlega búin að
fá kolefnin á heilann og enginn
mígi standandi án þess að berja sér
á brjóst og heitstrengi að kolefnis-
jafna og bjarga heiminum:
Hann taldist oft vera tæpur með heyin,
svo tók ekki’ að vera með hrút,
en kolefnisjafnaði krakkagreyin
og kom þannig sléttur út.
Pétur Stefánsson yrkir þessa
björtu vísu á Boðnarmiði:
Lifi gleði. Lifi táp og fjör.
Lifi góðvild. Burt með háð og spott.
Lifi tryggð og lifi bros á vör,
og lífið verður fallegt, blítt og gott.
Gunnar J. Straumland yrkir „enn
eina regnvísuna“:
Ég veit að þetta er vol og tuð,
þú vafalaust telur oss freka,
en verðurðu ekki, góði Guð,
að gera’ eitthvað við þessum leka?
Hér er limra eftir Karl Ágúst
Úlfsson:
Haraldur hannaði róbóta
sem hófu svo framleiðslu skóbóta
en leiddist svo mikið
það líf, – fyrir vikið
lömdu þeir Harald til óbóta.
Haraldur frá Kambi orti, –
hvergi smeykur:
Þó ég fari á fyllirí
og fái skelli
stend ég alltaf upp á ný
og í mig helli.
Gamall húsgangur að lokum:
Mér er illt í munninum,
mæðan þjáir lúna.
Brennivíns af brunninum
bergja fáir núna.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Fuglalimrur og kolefnisjöfnun