Morgunblaðið - 20.05.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 20.05.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Kosningum í Indlandi, stærsta lýð- ræðisríki heims, lauk í gær. Kosn- ingin hafði verið haldin í lotum á sex vikna tímabili og útgönguspár benda til þess að Narendra Modi forsætis- ráðherra og flokki hans, Bharatiya Janata (BJP), hafi tekist að ná end- urkjöri. Sumar útgönguspárnar benda til þess að Modi hafi jafnvel tekist að auka við ríflegan þingmeirihluta sinn í kosningunni, en óvíst er hvort þeim sé treystandi þar sem útgönguspár úr fyrri indverskum kosningum hafa gjarnan gefið skakka mynd af niður- stöðunni. Aðrar útgönguspár gefa til kynna að flokkur Modis muni tapa þingsætum en samt viðhalda meiri- hluta. Mamata Banerjee, héraðsráð- herra Vestur-Bengal og einn af and- stæðingum Modis, sagðist lítið gefa fyrir spárnar. „Ég treysti ekki út- gönguspárslúðri,“ sagði hún í færslu á twittersíðu sinni. „Ég hvet alla stjórnarsndstöðuflokka til að vera samheldnir, sterkir og hugprúðir. Við munum heyja þessa orrustu saman.“ Í aðdraganda kosninganna hefur Rahul Gandhi, formaður indverska Þjóðarráðsflokksins, gagnrýnt Modi án afláts fyrir mikið atvinnuleysi á Indlandi og fyrir að hafa reynst ind- verskum bændum illa. Mikið hefur verið um skítkast á milli þeirra tveggja og hafa þeir kallað hvor ann- an „fífl“ og „þjóf“ í kosningabarátt- unni. Í kosningaherferð sinni hefur Bharatiya Janata-flokkurinn lagt mikla áherslu á persónu Modis og á varnarmál ríkisins. Til átaka kom á milli Indlands og Pakistans í febrúar þegar pakistanskir hryðjuverka- menn drápu um 40 indverska lög- reglumenn í Kasmír. Indland svaraði árásinni með því að gera loftárásir á skotmörk innan landamæra Pakist- ans. Spenna milli landanna er því mjög mikil. Kosningarnar fóru að mestu frið- samlega fram þar til á lokasprett- inum. Til átaka kom á milli kjósenda í Vestur-Bengal á miðvikudaginn og tveimur sprengjum var kastað á kosningastöð í Kolkata. Útgönguspár segja Modi líklegan til endurkjörs  Sex vikna löngum þingkosningum lýkur í Indlandi AFP BJP Indverjar bíða í röðum eftir að fá að kjósa í þorpi í Amritsar á síðasta degi kosninga. Útgönguspár benda til þess að stjórnin haldi meirihluta. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Boðað hefur verið til þingkosninga í Austurríki í september næstkom- andi í kjölfar þess að samstarf stjórnarflokkanna tveggja fór út um þúfur. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og formaður austur- ríska Þjóðar- flokksins, sleit stjórnarsamstarfi sínu við austur- ríska Frelsis- flokkinn á laugar- daginn vegna hneysklismáls sem snertir Heinz-Christian Strache, formann Frelsisflokksins og varakanslara í stjórn Kurz. Fyrr í mánuðinum var lekið mynd- bandi er sýndi Strache, árið 2017, ræða við konu sem þóttist vera frænka rússnesks olígarka. Í mynd- bandinu sést Strache meðal annars bjóða konunni samninga um ýmis byggingarverkefni hjá ríkinu í skipt- um fyrir fjárstyrk og jákvæða fjöl- miðlaumfjöllun um Frelsisflokkinn hjá tímaritinu Kronen Zeitung. Þá lýsti Strache yfir áhuga á að um- breyta austurrísku fjölmiðla- umhverfi á sama hátt og gert hefur verið í Ungverjalandi, en þar hafa bandamenn Viktors Orbáns for- sætisráðherra keypt marga helstu fréttamiðla landsins. Myndbandið leiddi til þess að Strache sagði af sér sem varakansl- ari á laugardaginn. Í afsagnarræðu sinni bar hann fyrir sig að hafa verið ölvaður í upptökunni og hafa því ekki gætt orða sinna. Strache sagðist hafa verið leiddur í gildru í mynd- bandinu og hét því að lögsækja þá sem hefðu tekið samræðurnar upp og lekið þeim. Myndbandið kann að hafa verið kornið sem fyllti mælinn í samstarfi Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins ef marka má ummæli Kurz á laug- ardaginn. „Eftir myndbandið frá því í gær er nóg komið,“ sagði Kurz á blaðamannafundi. Hann átti fund með Alexander Van der Bellen, for- seta Austurríkis, í gær til þess að ræða um þingrof og hvenær kallað skyldi til nýrra kosninga. Van der Bellen mælti með því að kosningar yrðu haldnar í byrjun september og bætti við: „Þetta eru skammarlegar myndir og enginn ætti að þurfa að skammast sín fyrir Austurríki. Við verðum að byggja upp traust á ný. Það verður aðeins gert með nýjum kosningum.“ Stjórnarslit í Austurríki  Myndbandsleki sprengir ríkisstjórn Sebastian Kurz Að minnsta kosti 12 særðust í Kaíró eftir að sprengja sprakk í námunda við rútu í gær. Flest- ir farþegarnir sem slösuðust voru túristar frá Suður-Afríku en einnig slösuðust fjórir Egyptar í bíl sem ekið var á eftir rútunni. Rútan var á leið með ferðamenn- ina frá flugvellinum til píramíd- anna í Gísa þegar sprengjan sprakk. Fæstir farþeganna eru alvarlega særðir en þrír þeirra voru sendir á sjúkrahús eftir sprenginguna. Sprengjan sprakk við girðingu í kringum nýtt forngripasafn sem á að opna á næsta ári. Safnbygg- ingin varð ekki fyrir skemmdum í sprengingunni. EGYPTALAND 12 rútufarþegar særðir í sprengingu Kaíró Rúta varð fyrir sprengingu. Svisslendingar kusu í þjóðar- atkvæðagreiðslu í gær að sam- þykkja nýja strangari skot- vopnalöggjöf í samræmi við breyttar reglur hjá Evrópusam- bandinu. Um tveir þriðju kjós- enda samþykktu nýju löggjöfina í atkvæðagreiðslunni. Nýju lögin gera stjórnvöldum auðveldara fyrir að rekja vopn í þjóðlægum gagna- grunnum og setja fyrirvara á eign hálfsjálfvirkra og sjálfvirkra riffla. Sviss er ekki í Evrópusambandinu en margir landsmenn óttuðust að aðild landsins að Schengen-svæðinu yrði stefnt í hættu ef landið tæki ekki upp sambærilega skotvopna- löggjöf og nágrannaríkin. Skot- vopn er að finna á um helmingi svissneskra heimila. SVISS Svisslendingar herða byssulög Sviss Byssusýn- ing í Luzern.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.