Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019
Norðlingabraut 8
110 Reykjavík
S: 530-2005
Bíldshöfði 16
110 Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
600 Akureyri
S: 461-4800
&530 2000
www.wurth.is
Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur
Arvada flísjakki
• 100% prjónað pólýester
• Einstaklega þægilegir og flottir
flísjakkar með hettu og vösum
• Til í gulum og bláum lit
• Stærðir: XS - 3XL
Vnr: 1899 312
Verð: 8.900 kr.
Bambus sokkar
• 80% bambus/17% pólýamíð/3% teygju-
efni, mjög þægilegir og mjúkir
• Draga úr ólykt og þú svitnar mun minna
• 5 pör í pakka
• Stærðir: 39 - 42 og 43 - 46
Vnr: M451 044
Verð: 4.990 kr.
(5 pör í pakka)
20. maí 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.74 123.32 123.03
Sterlingspund 156.53 157.29 156.91
Kanadadalur 90.95 91.49 91.22
Dönsk króna 18.344 18.452 18.398
Norsk króna 13.99 14.072 14.031
Sænsk króna 12.723 12.797 12.76
Svissn. franki 121.44 122.12 121.78
Japanskt jen 1.1187 1.1253 1.122
SDR 169.24 170.24 169.74
Evra 137.02 137.78 137.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.9391
Hrávöruverð
Gull 1285.8 ($/únsa)
Ál 1830.0 ($/tonn) LME
Hráolía 72.82 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Khalid al-Falih,
orkumálaráðherra
Sádi-Arabíu,
kvaðst á sunnudag
vera hlynntur því
að draga jafnt og
þétt úr olíu-
birgðum enda
framboð á olíu
gott um þessar
mundir. Lét hann
þessi ummæli falla á ráðherrafundi
OPEC-ríkjana og samstarfsþjóða þeirra
í Jeddah.
Sádi-Arabía leiðir starf Samtaka olíu-
útflutningsríkja og þykja ummæli ráð-
herrans gefa sterka vísbendingu um
hvaða stefnu OPEC á eftir taka á kom-
andi mánuðum. Sagði al-Falih að sam-
tökin myndu hafa meiri gögn til að
byggja á á næsta fundi sínum sem hald-
inn verður í júní. Sagði hann brýnt að
taka ákvarðanir aðeins að vandlega at-
huguðu máli og að deilur Bandaríkjanna
og Kína flæktu stöðuna. ai@mbl.is
Sádar vilja draga
úr olíuforðanum
Khalid al-Falih
STUTT
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Hópur viðskiptafræðinema við Há-
skólann á Bifröst lauk nýlega við
óvenju metnaðarfullt misserisverk-
efni, og hlaut sérstaka viðurkenn-
ingu fyrir. Rýndu þau í tölur yfir
verðþróun íslenska bensínmarkað-
arins og leituðu vísbendinga um
hvort, og þá hvaða áhrif það hefði
haft þegar stórmarkaðurinn Costco
kom inn á þetta svið árið 2017.
Bjarni Heiðar Halldórsson er einn
af nemendunum sex sem mynduðu
hópinn: „Rannsóknarspurningin var
að athuga hvað áhrif Costco hafði á
ósamhverfa verðaðlögun á íslensk-
um bensínmarkaði, eða á manna-
máli: hvort sjá mætti mun á því
hversu hratt verð á bensíni við dæl-
una aðlagast hækkunum eða lækk-
unum á heimsmarkaðsverði.“
Samkeppniseftirlitið gerði á sín-
um tíma yfirgripsmikla rannsókn á
viðskiptaháttum olíufélaganna og
komst einmitt að því að það kom tvö-
falt hraðar fram í smásöluverði
bensíns ef heimsmarkaðsverð hækk-
aði en þegar það lækkaði. „Í fræð-
unum er ósamhverfa af þessum toga
talin vera til marks um samráð, og
var það álit Samkeppniseftirlitsins
að ástandið væri ekki eðlilegt.“
Mun lægra verð í nágrenninu
Bjarni segir að viðskiptahættir ol-
íufélaganna virðist hafa batnað eftir
úttekt Samkeppniseftirlitsins sem
náði til áranna 2004 til 2012 og
minnkaði ósamhverfa hækkana og
lækkana niður í 32% í kjölfarið. „Við
skoðum tvö tímabil: 2012 til 2017, og
svo þróunina eftir opnun Costco-
verslunarinnar 2017, og kom okkur
á óvart að ef eitthvað er þá hækkar
ósamhverfan upp í 48%. Virðast ol-
íufélögin því hafa fikrast nær fyrri
viðskiptaháttum, að því leyti að verð
er tekið að elta hækkanir á heims-
markaðsverði hraðar.“
Bensínstöðin við verslun Costco
virðist þó hafa haft greinileg áhrif til
góðs á eldsneytisverðið í næsta ná-
grenni og segir Bjarni að í um
tveggja kílómetra radíus við Kaup-
tún sé allt annað verðlag á bensíni
og díselolíu. „Undantekningalaust
eru olíufélögin öll með lægsta verðið
á þeim stöðvum sem eru næst
Costco og oft töluvert lægra en ann-
ars staðar. Þannig reynist t.d. Atl-
antsolía með um 20-30 kr lægra
lítraverð á stöðinni í Flatahrauni en
á bensínstöðvum sínum annars stað-
ar,“ segir Bjarni.
Lóðastefna kann að
aftra samkeppni
Jafnframt bendir Bjarni á að
áhugavert sé að skoða staðsetningu
bensínstöðva á höfuðborgarsvæðinu
og kemur þá í ljós að þær dreifast
nokkuð jafnt um bæði Reykjavík,
Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð
og ekki að finna nema sárafáa staði
þar sem steinsnar er á milli stöðva
tveggja eða fleiri olíufélaga. Segir
Bjarni þetta ólíkt því sem margir Ís-
lendingar þekkja utan úr heimi þar
sem keppinautar mynda oft litlar
þyrpingar bensínstöðva. Telur
Bjarni rannsóknarefni hvernig
bensínstöðvalóðum er úthlutað og þá
hvaða áhrif það kann að hafa á sam-
keppni, hvað þá nú þegar Reykja-
víkurborg hefur gefið það út að
fækka skuli bensínstöðvum. „Vitað
er að nokkrir aðilar á markaðinum
hafa haft áhuga á að fækka við sig
bensínstöðvum en ekki viljað gera
það vegna þess að ef þeir gæfu upp
eina af lóðum sínum þá kæmi ein-
faldlega keppinautur þar inn í stað-
inn. Þeir sem reka stöðvar ríghalda
því í þær, þó það sé ekki endilega
hagkvæmasta ákvörðunin, og út-
hlutunarstefna sveitarfélaganna
virðist hafa þau áhrif að önnur fyrir-
tæki komast ekki inn á markaðinn
þótt þau vildu.“
Ósamhverf verðaðlögun að
aukast á bensínmarkaði
Ljósmynd /Bifröst
Metnaður Bjarni Heiðar Halldórsson, Ásmundur Ásmundsson, Helga Sig-
urlína Halldórsdóttir, Benedikt Svavarsson, Guðbjörg Anna Bragadóttir og
Viktor Örn Guðmundsson fundu ýmislegt áhugavert í þróun bensínverðs.
Opnun bensínstöðvar Costco hafði lækkandi áhrif í um tveggja kílómetra radíus
Morgunblaðið/Kristinn
Þröskuldar Erfitt virðist fyrir nýja
aðila að koma inn á bensínmarkað.
Í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag
samþykktu svissneskir kjósendur
með 66,4% atkvæða að gera breyt-
ingar á skattalögum sem eiga að
tryggja að alþjóðleg fyrirtæki njóti
áfram hagfellds skattaumhverfis í
landinu. Breytingarnar kunna að
fela í sér hærri skatt á tekjur al-
þjóðafyrirtækja með bækistöðvar í
Sviss, en á móti fá fyrirtækin aukið
svigrúm til að draga frá rannsóknar-
og þróunarkostnað sem og tekjur af
einkaleyfum, svo að þegar upp er
staðið má vænta að skatttekjur hins
opinbera lækki um u.þ.b. tvo millj-
arða franka.
Standa vonir til að með þessu
verði bundinn endi á áralangar deil-
ur um skatta á erlend fyrirtæki í
Sviss en gagnrýnendur hafa sagt
landið vera skattaskjól og bent á að
það stangist á við reglur OECD að
erlend félög í Sviss hafi til þessa
fengið að greiða lægri skatta en inn-
lend fyrirtæki. Verður skattprósent-
an nú sú sama á öll félög, innlend og
erlend.
Hyggjast margar kantónur lækka
fyrirtækjaskatta sína vegna breyt-
inganna og t.d. fyrirhugað í Genf,
þar sem skattarnir eru hæstir, að
fara úr 24,16% niður í 13,99% sem er
mun lægri skattprósenta en lögð er á
fyrirtæki í nágrannalöndunum
Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi.
Í dag skaffa alþjóðleg fyrirtæki
fjórðung af öllum störfum í Sviss,
skapa þriðjung af landsframleiðslu
og greiða helminginn af skatttekjum
ríkissjóðs. ai@mbl.is
AFP
Hvati Fáni Sviss blaktir. Lágir
skattar hafa laðað fjölda alþjóð-
legra fyrirtækja til landsins.
Vilja áfram hafa
þægilega skatta
Samræma skatt-
prósentu en liðka
fyrir frádrætti