Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 a. 595 1000 Fjöldi áfangastaða í boði Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a Ertumeðhóp ? Fáðu tilboð í þinn hóp: hopar@heimsferdir.is Jóhann Ólafsson Ragnhildur Þrastardóttir Hatrið sigraði ekki í Eurovision sem fór fram síðastliðið laugardagskvöld. Framlag Hollands, lagið Arcade, fór með sigur af hólmi en framlag Ís- lands, lagið Hatrið mun sigra, hreppti tíunda sætið. Dómnefndir evrópsku landanna voru lítt hrifnar af íslenska laginu en það fékk ein- ungis 48 stig frá dómnefndum og komu engin þeirra stiga frá dóm- nefndum hinna Norðurlandaþjóð- anna. Almenningur virðist þó hafa heillast af laginu enda hlaut Ísland 186 atkvæði frá almenningi. Tóku upp fána Palestínu Það eru þó ekki stigin sem eru hvað eftirminnilegust eftir þessa keppni. Uppátæki íslenska hópsins, hljómsveitarinnar Hatara, þegar myndavélinni var beint að þeim í stigagjöfinni vakti bæði andúð og að- dáun heimsbyggðarinnar. Þá drógu nokkrir meðlimir sveitarinnar upp palestínskan fána en nágrannaríkin Ísrael og Palestína hafa sem kunn- ugt er átt í hatrömmum deilum. Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri keppninnar, ræddi við fararstjóra Hatara, Felix Bergsson, í kjölfar gjörningsins og vildi vita hvort Felix og hans teymi hefðu verið með í ráð- um. „Allt samkvæmt áætlun“ Skarphéðinn Guðmundsson, dag- skrárstjóri RÚV, sagði gjörninginn alfarið á ábyrgð Hatara og afleið- ingar hans óljósar, ef þær yrðu þá einhverjar. „Við höfum ekkert heyrt af þeim ennþá og kjósum fremur að einblína á hið jákvæða í þessu ótrú- lega ævintýri og gleðjast yfir þess- um árangri sem við náðum. […] Það má eiginlega segja að þetta hafi ein- hvern veginn verið allt samkvæmt áætlun.“ Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað sem miðar að því að Ísland fái ekki að taka þátt í Eurovision aftur vegna gjörnings- ins. Þegar þetta er skrifað hafa tæp- lega 15.000 manns skrifað undir. Hvað ef Ástralía vinnur? Ástralar hafa ekki heimild til að halda Eurovision en til tals kom að Ástralía gæti haldið keppnina í Reykjavík ef Ástralar myndu sigra. Skarphéðinn segir að ef slíkt kæmi upp væri möguleiki að Íslendingar slægju til. „Við myndum einfaldlega skoða slíkt með opnum huga.“ Uppátækið kall- aði fram andúð og aðdáun  Hatari stal sviðsljósinu á úrslita- kvöldinu og fékk fram sterk viðbrögð Stig gefin Íslandi á úrslitakvöldi Eurovision 10 8 Ástralía 12 3 Pólland 3 10 Belgía 12 Finnland 12 Ungverjaland 6 6 Litháen 10 Noregur 6 4 Tékkland 7 2 Hvíta-Rússland 7 2 Rússland 8 Bretland 8 Svíþjóð 7 Holland 7 Ítalía 7 Lettland 7 Slóvenía 1 6 San Marínó 6 Austurríki 6 Írland 1 5 Frakkland 5 Eistland 5 Rúmenía 5 Serbía 4 Danmörk 3 Armenía 3 Georgia 3 Króatía 3 Portúgal 3 Spánn 2 Þýskaland 2 N-Makedónía 1 Grikkland 1 Malta 1 Moldavía 1 Svartfjallaland 18 15 13 12 12 12 10 10 9 9 8 8 7 7 7 7 7 6 6 6 5 5 5 4 3 3 3 3 3 2 2 1 1 1 1 Stig frá almenningi (símakosning) 186 Stig frá dómnefndum 48 Stig samtals 234 Stig gefin Íslandi: 12-18 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 Skjáskot/RÚV Hatari Þegar myndavélum var beint að íslenska hópnum í stigagjöfinni í Eurovision á úrslitakvöldinu hélt Hatari á borða með fána Palestínu. Morgunblaðið/Eggert Eurovision Mótmælendur tóku sér stöðu fyrir utan Expo-höllina. Morgunblaðið/Eggert Sigurvegari Hollendingurinn Duncan Laurence hampar verðlaunagripnum. Spöruðu salernisferðir » Vatnsnotkun Reykvíkinga minnkaði umtalsvert meðan á keppninni stóð. » Notkunin tók dýfu á meðan Hatari flutti sitt lag. » Atriði Madonnu og hins sænska Måns Zelmerlöw virð- ast hafa haldið athygli Reyk- víkinga því vatnsnotkunin meðan á þeirra atriðum stóð var töluvert minni en alla jafna. Heimkaup hefðu þurft að endur- greiða á annað hundrað sjónvarpa ef framlag Íslendinga hefði sigrað í Eurovision á laugardagskvöldið. Fyrirtækið lofaði því að endur- greiða þau sjónvörp sem seldust í síðastliðinni viku ef Ísland myndi vinna. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, segir þó að úrslitin hafi verið von- brigði. „Ég átti von á að þeir næðu lengra, þeir áttu betra skilið.“ Guðmundur horfði ekki á stiga- gjöfina með öndina í hálsinum þótt miklir fjármunir væru í húfi fyrir Heimkaup. „Ég hefði viljað að þetta hefði verið aðeins meira spennandi, eftir að fyrstu dómnefndir kváðu upp dóm sinn sá maður í hvað stefndi.“ Salan jókst umtalsvert en tækin sem seldust voru flest í dýrari kant- inum, að sögn Guðmundar. Sluppu við að endurgreiða yfir hundrað sjónvarpstæki Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) fordæmdu uppátæki Hatara og erlendir miðlar hafa sitthvað um það að segja. Ísraelska fréttasíðan Haaretz benti á að Hatari hefði brot- ið reglur Eurovision með því að draga upp palestínska fánann en í reglum keppninnar er lagt bann við því að koma samtökum, stofnunum, pólitískum áróðri o.fl. á framfæri í keppninni. Breska dagblaðið Independent bendir á slíkt hið sama. Uppátæki Hatara var púað niður af gestum á Eurovision en sveitin var mjög stutt í mynd. Fánarnir voru loks teknir af hljómsveitinni. Breska tímaritið The Guardian segir að ekkert ætti að vera athuga- vert við það að veifa palestínskum fána á Eurovision. Allt kvöldið er fánum evrópskra þjóða veifað og sömuleiðis regnbogafána hinsegin fólks. Enginn virtist þó kippa sér upp við fána á svæðinu þar til þeir voru palestínskir. Í áðurnefndri yfirlýsingu frá EBU var sagt að athæfi Hatara væri brot á reglunum og afleiðingar væru til umræðu. Menningarmálaráðherra Ísraels segir Hatara hafa gert mis- tök. Telja að Hatari hafi brotið reglur Morgunblaðið/Eggert Skál Matthías, söngvari sveitar- innar, skálar við ljósmyndarann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.