Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is Þýskaland Átta liða úrslit, fyrsti leikur: Alba Berlín – Ulm.............................. 107:78  Martin Hermannsson skoraði 14 stig, tók 1 frákast og gaf 4 stoðsendingar fyrir Alba. Frakkland Nanterre – Elan Bernais .................... 74:82  Haukur Helgi Pálsson skoraði 10 stig, tók 4 fráköst og gaf eina stoðsendingu fyrir Nanterre sem endaði í 4. sæti og mætir Elean Bernais í 8-liða úrslitum. Spánn Estudiantes – Obradoiro ................... 83:80  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig og tók 3 fráköst á þeim 10 mínútum sem hann spilaði með Obradorio. Argentína 16-liða úrslit, annar leikur: Regatas – San Martin........................ 100:89  Ægir Þór Steinarsson skoraði 6 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 4 fráköst fyrir Regatas. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, annar úrslitaleikur: Milwaukee – Toronto ....................... 125:103  Staðan var 2:0 fyrir Milwaukee fyrir þriðja leikinn sem fór fram í nótt. Sjá mbl.is/sport. Vesturdeild, þriðji úrslitaleikur: Portland – Golden State .................... 99:110  Staðan er 3:0 fyrir Golden State. KÖRFUBOLTI 1. deild kvenna Fjölnir – ÍA ............................................... 1:3 Haukar – Þróttur R.................................. 1:2 ÍR – Augnablik ......................................... 0:2 Grindavík – Afturelding .......................... 2:1 Tindastóll – FH ........................................ 4:6 Staðan: Þróttur R. 2 2 0 0 12:1 6 Augnablik 2 2 0 0 5:1 6 FH 2 1 1 0 7:5 4 ÍA 2 1 1 0 4:2 4 Tindastóll 2 1 0 1 5:6 3 Grindavík 2 1 0 1 3:4 3 Afturelding 2 0 1 1 1:2 1 Fjölnir 2 0 1 1 1:3 1 Haukar 2 0 0 2 1:3 0 ÍR 2 0 0 2 0:12 0 2. deild kvenna Álftanes – Hamrarnir .............................. 4:1 Grótta – Sindri.......................................... 7:1 Staðan: Grótta 1 1 0 0 7:1 3 Álftanes 1 1 0 0 4:1 3 Völsungur 1 1 0 0 3:1 3 Hamrarnir 2 1 0 1 3:5 3 Fjarð/Hött/Leikn. 1 0 0 1 1:2 0 Leiknir R. 1 0 0 1 1:3 0 Sindri 1 0 0 1 1:7 0  Á ÁSVÖLLUM Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Fyrsti Íslandsmeistaratitill Selfoss í handbolta er í augsýn eftir 32:30- útisigur á Haukum í framlengdum þriðja leik liðanna í úrslitum Ís- landsmóts karla í gærkvöldi. Stað- an í einvíginu er nú 2:1, Selfossi í vil. Með sigri á heimavelli á mið- vikudaginn kemur verður Selfoss Íslandsmeistari. Aldrei skyldi afskrifa Selfoss. Það ættu handboltaunnendur hér á landi að vita og ef þeir vissu það ekki fyrir leik gærkvöldsins vita þeir það núna. Haukar voru með fimm marka forskot þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Þá tók Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, leikhlé og náði að stappa stáli í sína menn. Selfoss skoraði fimm mörk í röð og hefði með smáheppni getað unnið leikinn í venjulegum leik- tíma. Meðbyrinn var hins vegar með gestunum í framlengingunni og voru þeir alltaf líklegri gegn Haukum, sem virtust hálfhræddir. Patrekur sýnir það betur með hverjum leiknum hversu fær þjálf- ari hann er. Svör lærisveina hans eftir öll þrjú leikhléin sem hann tók voru virkilega góð og nær hann greinilega mjög vel til leik- manna. Stærsta ástæða þess að Haukar komust fimm mörkum yfir þegar skammt var eftir var markvarslan. Grétar Ari Guðjónsson og víta- baninn Andri Sigmarsson Schev- ing vörðu vel en Sölvi Ólafsson og Pawel Kiepulski voru í basli hin- um megin. Undir lokin fór Sölvi hins vegar í mikinn ham og með hann í stuði er Selfoss betra lið en Haukar. Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson eru mennirnir sem Selfoss leitar til í sóknarleiknum. Hvað eftir annað fundu þeir Atla Ævar Ingólfsson, sem var óstöðv- andi á línunni og skoraði tíu mörk. Það hlýtur að vera rosalega gam- an að vera línumaður í liði eins og Selfossi, þar sem færir leikmenn dæla boltanum á þig. Atli gerði vel í að búa sér til pláss og nýta fær- in. Það voru einfaldlega of margir leikmenn hjá Haukum sem spiluðu ekki vel og þá sérstaklega á loka- kaflanum þar sem þeir frusu. Atli Már Báruson, Daníel Þór Ingason og Ásgeir Örn Hallgrímsson geta allir miklu betur. Undir lokin fóru Haukar að treysta á einstaklings- framtak hjá Adam Hauki Baum- ruk, sem er ekki góð uppskrift gegn Selfyssingum. Haukar unnu sterkan sigur á Selfossi í öðrum leik einvígisins og nú kemur ekk- ert annað til greina en að endur- taka leikinn. Það verður spenn- andi að sjá hvernig ungt lið Selfoss ræður við spennustigið þegar Íslandsmeistaratitill er und- ir og dýrvitlausir Haukar reyna að standa í vegi fyrir þeim. Sá fyrsti í augsýn hjá mögnuðum Selfyssingum  Selfoss einum sigri frá fyrsta titlinum  Haukar frusu á lokakaflanum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Línusending Haukur Þrastarson finnur Atla Ævar Ingólfsson með fallegri línusendingu á Ásvöllum í gærkvöldi. Schenker-höllin, Olísdeild karla, úr- slit 3. leikur sunnudaginn 19. maí 2019. Gangur leiksins: 2:3, 5:5, 8:8, 12:9, 13:12, 15:14, 18:16, 19:18, 23:20, 25:21, 26:25, 27:27.28:29, 30:32 Mörk Hauka: Brynjólfur Snær Brynj- ólfsson 7, Adam Haukur Baumruk 6, Orri Freyr Þorkelsson 5/1, Heimir Óli Heimisson 4, Tjörvi Þorgeirsson 4, Daníel Þór Ingason 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 12, Andri Sigmarsson Scheving 3/2. HAUKAR – SELFOSS 30:32 Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 10/1, Elvar Örn Jónsson 6, Hergeir Grímsson 5, Haukur Þrastarson 4, Árni Steinn Steinþórsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Alexander Már Egan 1, Nökkvi Dan Elliðason 1, Guðni Ingvarsson 1. Varin skot: Sölvi Ólafsson 12, Pawel Kiepulski 7. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Áhorfendur: 1500. Franska liðið Lyon varð Evrópu- meistari kvenna í knattspyrnu fjórða árið í röð og í sjötta skipti í sögu félagsins þegar liðið lagði Barcelona í úrslitaleik Meistara- deildarinnar 4:1 en leikurinn fór fram í Búdapest í Ungverjalandi. Lyon gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en staðan eftir hann var 4:0. Dzsenifer Marozsan skoraði fyrsta markið á 5. mínútu og hin norska Ada Hegerberg skoraði þrennu á 16 mínútna kafla. Asisat Oshoala lagaði stöðuna fyrir Barce- lona á 89. mínútu en þetta var í fyrsta skipti sem Barcelona leikur til úrslita í Meistaradeildinni. „Þetta var ótrúlegt kvöld fyrir mig persónulega, að skora þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Við vorum allar í okkar besta formi og það sást strax frá fyrstu mín- útu,“ sagði hin 23 ára gamla Heger- berg, sem var valin maður leiksins. Hegerberg hreppti í vetur Gullbolt- ann sem besta knattspyrnukona ársins 2018. gummih@mbl.is AFP Bestar Leikmenn Lyon fagna Evrópumeistaratitlinum í Búdapest. Lyon Evrópumeistari fjórða árið í röð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.