Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 Sigurður Már Jónsson blaða-maður vekur í pistli sínum á mbl.is athygli á viðtali Við- skiptablaðsins við David Witzer, framkvæmdastjóra Fossa markaða í London. Sigurður Már bendir á að hann hafi aðra sýn en oft sé viðruð hér á landi, líkt og Mervyn King, fyrrverandi banka- stjóri Englandsbanka, sem sótti Ísland heim á dögunum.    Hvorugur þessara manna, semhafa mikla reynslu af fjár- málaheiminum, hefur miklar áhyggjur af Brexit og Witzer seg- ir í viðtalinu að óttinn við útgöngu hafi verið ýktur og að áhyggjur þeirra sem starfa í fjármálageir- anum hafi minnkað töluvert.    Annað sem vekur athygli er aðWitzer telur ekki að krónan sé til trafala, líkt og ýmsir þrá- hyggjumenn innlendir halda fram.    Sigurður Már víkur að afstöðuhans til þessara mála: „Witzer sagði til dæmis að fjárfestar setji almennt ekki fyrir sig þá stað- reynd að Ísland sé með sjálfstæða mynt, krónuna, heldur eru það fremur gjaldeyrishöft bæði til og frá Íslandi sem hindrað hafa fjár- festingar hingað. „Sveiflur á gengi krónunnar eru ekki vanda- mál. Miklum fjárhæðum er fjár- fest í ýmsum gjaldmiðlum sem sveiflast mikið. Það sem skiptir fjárfesta mestu máli er frelsi og sveigjanleiki til að geta gert það sem þú vilt við gjaldmiðilinn og það hefur verið vandamálið.“ Kveður hér við annan tón en við eigum að venjast. Krónan er bara ekki vandamálið í hinum alþjóð- lega viðskiptaheimi. Nei, mikil- vægara er að hafa regluverkið í lagi og ekki íþyngjandi.“ David Witzer Krónan er ekki ein um að sveiflast STAKSTEINAR V E R T Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum. - því að sumt virkar betur saman Stundum þarf tvo til Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrsti Þristurinn, af gerðinni DC-3/ C-47, í leiðangrinum D-Day Scuadr- on, kom til Reykjavíkur í gær á leið sinni frá Bandaríkjunum til Frakk- lands til að taka þátt í athöfn í Normandí 6. júní nk. Þann dag verða 75 ár liðin frá innrásinni í Normandi sem fjöldi DC-3-véla tók þátt í. Líkt og kom fram í Morgun- blaðinu fyrir helgi er mikill viðbún- aður á Reykjavíkurflugvelli vegna komu Þristanna. Alls fara 15 vélar frá Bandaríkjunum til Frakklands og koma hér við í áföngum. Annar eins fjöldi bætist svo við frá Bret- landi og meginlandi Evrópu. Von er á 11 Þristum til Reykjavíkur í dag og þrír koma síðar í vikunni. Þá er von á Páli Sveinssyni frá Akureyri í dag en Þristavinafélagið vann í því um helgina að standsetja vélina fyrir sumarið. Fyrsti Þristur kom í gær og 11 koma í dag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mættur Einn Þristur kom frá Bandaríkjunum til Reykjavíkur í gær. Um 600 sjálfboðaliðar frá slysa- varnadeildum og björgunarsveitum af öllu landinu komu saman á Egils- stöðum um helgina en þar var haldið 11. landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Við setningu þingsins var viður- kenning félagsins, Áttavitinn, afhent fyrir náið samstarf og mikilvægan stuðning við störf Landsbjargar og hlutu hann að þessu sinni fyrirtækin Vodafone og Landsbankinn, Land- helgisgæslan og rithöfundarnir Ótt- ar Sveinsson og Steinar J. Lúðvíks- son. Fjölmörg mál varðandi starf fé- lagsins voru rædd á þinginu og lagð- ar línurnar fyrir komandi ár. Meðal annars var Þór Þorsteinsson úr Borgarfirði kjörinn formaður félags- ins auk átta annarra í nýja stjórn þess. Þá var einnig blásið til sér- stakra Björgunarleika þar sem 18 harðsnúin lið kepptu í björgunar- tengdum þrautum víða um Egils- staði. sgs@mbl.is Fengu Áttavitann fyrir stuðninginn  Þór nýr formaður Landsbjargar Áttavitinn Forsvarsmenn Landsbjargar afhentu Áttavitann. Frá vinstri: Smári Sigurðsson, Bára Mjöll Þórðardóttir, Sigurður Ásgeirsson, Georg Lárusson, Óttar Sveinsson og Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. Steinar J. Lúðvíksson fékk einnig Áttavitann að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.