Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Lionel Messi skoraði sitt 50. mark á tímabilinu þegar Barcelona gerði 2:2-jafntefli á útivelli gegn Eibar í loka- umferð spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í gær. Messi skoraði bæði mörk Börsunga í fyrri hálfleik og leið ekki nema rúm ein mínúta á milli marka hans. Barcelona var fyrir löngu búið að tryggja sér titilinn en liðið endaði með 87 stig, 11 stigum meira en Atlético Ma- drid, sem varð í öðru sæti, og 19 stigum meira en Real Madrid, sem varð í þriðja sæti. Barcelona á möguleika á að bæta við öðrum titli á laugardaginn en þá mætir það Valencia í úrslitum spænsku bikarkeppninnar. Messi varð markakóngur spænsku deildarinnar en Argentínumaðurinn skoraði 36 mörk í 35 leikjum með liðinu í deildinni og hefur nú skorað 50 mörk eða meira á sex tímabilum með liði Barcelona. Real Madrid lauk hörmulegu tímabili með því að tapa á heimavelli gegn Real Betis 2:0. Real Madrid endaði í þriðja sæti deildarinnar með 68 stig sem er lægsta stigatala liðsins í 17 ár og Madridarliðið tapaði tólf leikjum í deildinni á tímabilinu en svo mörgum leikjum hefur það ekki tapað á einni leiktíð síðan árið 1974. gummih@mbl.is Messi kominn með 50 mörk Lionel Messi 0:1 Einar Logi Einarsson 90. I Gul spjöldKolbeinn Þórðarson, Thomas Mikkelsen, Guðjón P. Lýðsson, Kwame Quee (Breiðabliki), Gonzalo Zamorano, Arnar M. Guðjónsson, Arnór Guðmundsson (ÍA). M Marcus Johansson (ÍA) BREIÐABLK – ÍA 0:1 Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) Einar Logi Einarsson (ÍA) Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA) Árni Snær Ólafsson (ÍA) Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA) Gunnleifur Gunnleifsson (Breið.) Viktor Örn Margeirsson (Breið.) Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki) Damir Muminovic (Breiðabliki) Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 7. Áhorfendur: 2.152. FÓTBOLTINN Bjarni Helgason Sindri Sverrisson Þórður Yngvi Sigursveinsson Nýliðar ÍA sitja einir á toppnum í úr- valsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, eftir 1:0-sigur gegn Breiðabliki í toppslag 5. umferðar deildarinnar á Kópavogsvelli í gær en fyrir leikinn í gærkvöldi voru liðin jöfn að stigum í efstu sætum deild- arinnar með 10 stig hvort. Akurnesingar fengu þrjú mjög góð færi í leiknum en það var ekki fyrr en komið var fram í uppbótartíma sem Skagamönnum tókst að brjóta ísinn þegar varnarmaðurinn Einar Logi Einarsson stýrði skoti Stefáns Teits Þórðarsonar í markið eftir horn- spyrnu Tryggva Hrafns og Skaga- menn fögnuðu sigri. Skagamenn voru sterkari aðilinn í leiknum, þeir fengu betri færi, og var sigurinn því sanngjarn þegar upp var staðið. Þeir gerðu mjög vel í að ýta Blikunum út úr eigin þæg- indaramma og Blikar áttu í raun engin svör við afar skipulögðum varnarleik Skagamanna. Þrátt fyrir skipulagðan varnarleik ógnuðu Skagamenn sífellt með skyndisókn- um sínum og föstum leikatriðum. Hápressa Skagamanna var til fyr- irmyndar og trekk í trekk unnu þeir boltann á vallarhelmingi Blika í fyrri hálfleik, þótt þeim hafi ekki tekist að nýta það sem skyldi. Blikar voru meira með boltann í gær en það er eini tölfræðiþátturinn sem þeir geta tekið með sér út úr leiknum. Þeir voru einfaldlega undir á öllum sviðum leiksins og sókn- arleikur liðsins var lítill sem enginn. Liðið skapaði sér ekki opið mark- tækifæri allan leikinn og það vantaði einfaldlega kjark og þor í þjálf- arateymi liðsins til að taka áhættu og sækja til sigurs á eigin heimavelli í gær. Það var eins og Blikar væru sáttir með stigið eftir 80. mínútna leik og þeir fengu það heldur betur í andlitið. Akurnesingar eru til alls líklegir í deildinni í ár eftir afar öfluga sigra gegn Val, FH og nú síðast Breiða- bliki. Þeir eru vel þjálfaðir og Jó- hannes Karl Guðjónsson virðist ein- faldlega vera klókari en aðrir þjálfarar í úrvalsdeildinni eins og staðan er í dag. Enn og aftur eru Blikar að klikka á stóra prófinu og ef liðið ætlar sér ekki að sækja til sig- urs í öllum leikjum geta þeir gleymt því að hampa Íslandsmeistaratitl- inum í vor. Skýr styrkleikamerki KA eftir að fjórir meiddust Þó að það valdi óhjákvæmilega áhyggjum fyrir KA að fjórir leik- menn liðsins skyldu meiðast á gervi- grasinu í Garðabæ í gær þá sýnir það skýr styrkleikamerki hjá liðinu að hafa engu að síður haldið norður með þrjú stig í farteskinu. Þrátt fyrir ágætar tilraunir tókst Stjörnunni ekki að skora og KA fagnaði 2:0-sigri með öflugum stuðningsmannakjarna sínum. Callum Williams fékk tak í nárann í upphitun fyrir leikinn. Haukur Heiðar Hauksson varð því að hoppa inn fyrir hann, hálftæpur eins og hann hefur verið í upphafi móts. Hinn öflugi miðjumaður Daníel Haf- steinsson, sem gæti verið á leið í at- vinnumennsku í sumar, fékk högg á rifbein rétt fyrir hálfleik og varð að hætta leik rétt eins og Andri Fannar Stefánsson. Elfar Árni Aðalsteinsson kreisti út allt sem hann gat þrátt fyr- ir eymsli í nára en varð að játa sig sigraðan um miðjan seinni hálfleik, „tíu mínútum of seint“ eins og hann orðaði það við Morgunblaðið eftir leik. Þetta er talsverð upptalning, og við hana bætist sú staðreynd að KA missti Guðjón Pétur Lýðsson rétt fyrir mót, og fékk ekki Gary Martin þegar hann varð allt í einu falur. Leikmannahópurinn dugði hins vegar til að bregðast við þessu öllu ÍA lagði kjarklausa Blika  KA gerði góða ferð í Garðabæ  ÍBV og Víkingur án sigurs Ljósmynd/Sigfús Gunnar Barátta Diogo Coelho og Rick ten Voorde. Pepsi Max-deild karla ÍBV – Víkingur R ..................................... 1:1 Stjarnan – KA........................................... 0:2 Breiðablik – ÍA ......................................... 0:1 Staðan: ÍA 5 4 1 0 10:4 13 Breiðablik 5 3 1 1 8:4 10 Stjarnan 5 2 2 1 7:7 8 FH 4 2 1 1 6:5 7 KA 5 2 0 3 6:7 6 Fylkir 4 1 2 1 6:4 5 KR 4 1 2 1 6:4 5 Grindavík 4 1 2 1 5:6 5 Valur 4 1 1 2 5:6 4 HK 4 1 1 2 4:5 4 Víkingur R. 5 0 3 2 9:12 3 ÍBV 5 0 2 3 3:11 2 Inkasso-deild karla Þór – Grótta .............................................. 2:3 Fjölnir – Magni......................................... 4:1 Staðan: Keflavík 3 3 0 0 10:2 9 Víkingur Ó. 3 2 1 0 4:1 7 Fjölnir 3 2 0 1 8:5 6 Þór 3 2 0 1 7:4 6 Njarðvík 3 2 0 1 5:5 6 Fram 3 1 1 1 5:5 4 Grótta 3 1 1 1 5:6 4 Leiknir R. 3 1 0 2 6:5 3 Afturelding 3 1 0 2 3:9 3 Haukar 3 0 2 1 2:3 2 Þróttur R. 3 0 1 2 5:7 1 Magni 3 0 0 3 3:11 0 2. deild karla Fjarðabyggð – Völsungur ....................... 0:1 Vestri – Kári ............................................. 3:1 Víðir – Tindastóll ...................................... 3:0 Dalvík/Reynir – Leiknir F....................... 1:1 Staðan: Víðir 3 2 1 0 7:3 7 Selfoss 3 2 0 1 6:2 6 KFG 3 2 0 1 5:2 6 Vestri 3 2 0 1 6:5 6 Völsungur 3 2 0 1 4:5 6 Kári 3 1 1 1 6:4 4 ÍR 3 1 1 1 4:4 4 Leiknir F. 3 0 3 0 5:5 3 Fjarðabyggð 3 1 0 2 3:4 3 Dalvík/Reynir 3 0 2 1 3:4 2 Þróttur V. 3 0 2 1 3:6 2 Tindastóll 3 0 0 3 0:8 0 3. deild karla Álftanes – Sindri....................................... 2:0 Reynir S. – Höttur/Huginn ..................... 1:1 Einherji – KV............................................ 2:1 KF – KH.................................................... 5:1 Staðan: Kórdrengir 3 3 0 0 9:3 9 KF 3 2 1 0 9:3 7 Álftanes 3 2 1 0 8:2 7 KV 3 2 0 1 5:4 6 Augnablik 3 1 1 1 8:6 4 Reynir S. 3 1 1 1 5:4 4 Einherji 3 1 0 2 4:5 3 Vængir Júp. 3 1 0 2 4:5 3 Sindri 3 1 0 2 3:6 3 Skallagrímur 3 1 0 2 3:10 3 Höttur/Huginn 3 0 1 2 2:5 1 KH 3 0 1 2 5:12 1 KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.