Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ljóðlínur Stephans G. Stephanssonar koma í hugann þegar nýtt líf kviknar að vori og vonin með. Á þessum árstíma standa sauðfjárbændur um allt land vaktina við sauðburð, nótt sem dag, og verða oft vitni að náttúrufegurð sem aðrir sofa af sér. Þessi næturmynd frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal fangar eitt slíkt augnablik þegar þokan læðist um dalinn á meðan geislar sólar- innar baða himininn ævintýralegum vorblæ. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín Stefán Gunnar Sveinsson Hjörtur J. Guðmundsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ástæðu til að þingið taki af allan vafa um stöðu aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu og hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þess efn- is. Í þeirri ályktun myndi Alþingi fagna því að umsókninni hefði verið slitið og jafnframt lýsa því yfir að ekki yrði sótt um aftur nema að und- angenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ég held reyndar að þetta sé ekki nauðsynlegt til að Ísland fari af lista yfir umsóknarríki, enda á það að vera á hreinu, en í ljósi þess hvað embætt- ismennirnir í Brussel seilast langt í að túlka hlutina eftir því sem þeim hentar, þá væri ágætt að hafa þetta á hreinu hver afstaða Alþingis er, og eins það að ekki verði farið aftur í þessa vegferð nema almenningur hafi fengið að greiða atkvæði um það,“ segir Sigmundur. Bara eitt skref stigið til baka? Í umfjöllun mbl.is um helgina var komist að þeirri niðurstöðu að það væri samdóma álit Evrópusam- bandsins og utanríkisráðuneytis Ís- lands að aðildarumsókn Íslands frá árinu 2009 hefði ekki verið dregin formlega til baka heldur hefði ein- ungis verið gert hlé á umsóknarferl- inu. Segir meðal annars í umfjöllun- inni að umsóknarferli sambandsins geri ráð fyrir að á fyrsta stigi um- sóknar sé land talið vera „applicant country“ þar til ráðherraráð sam- bandsins samþykki að taka umsókn- ina fyrir. Þá verði ríkið að „candidate country“, en það var hugtakið sem var notað í bréfi Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráð- herra, til Evrópusambandsins árið 2015. Því hafi Ísland í raun fengið aft- ur stöðu „applicant country“ með bréfi Gunnars Braga en ekki slitið viðræðunum að fullu. „Enginn viðmælandi minn [hjá Evrópusambandinu] hefur sagt eða gefið það í skyn að við værum um- sóknarríki og afstaða mín er sömu- leiðis vel þekkt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um málið. Segir hann að í ljósi þeirrar gagnrýni sem Bergþór Ólason, þing- maður Miðflokksins, hefur sett fram um stöðu umsóknarinnar á þingi veiti umfjöllunin jafnframt upplagt tæki- færi fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugs- son og Gunnar Braga Sveinsson, sem þá gegndu embættum forsætis- og utanríkisráðherra, til að útskýra bet- ur hvernig málið var unnið á sínum tíma. Fundaði með Juncker og Tusk Sigmundur Davíð segist fagna því að þessi umræða sé tekin upp. „Þegar við sendum bréfið hinn 12. mars 2015, á fertugsafmælinu mínu, þá var það besta afmælisgjöf sem ég hef fengið og við velktumst ekki í vafa um að við værum að slíta viðræðum við Evr- ópusambandið. Hins vegar sáum við í framhaldinu að það gekk treglega hjá Evrópusambandinu að taka Ísland af lista yfir umsóknarríki á vefsíðu ESB, þannig að ég skrifaði þeim bréf sem forsætisráðherra og fór svo og afhenti það bréf,“ segir Sigmundur Davíð, sem ferðaðist sérstaklega til fundar við Jean-Claude Juncker, for- seta framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, og Donald Tusk, for- seta leiðtogaráðs ESB, til að árétta afstöðu ríkisstjórnarinnar. Segir Sig- mundur að hann hafi verið mjög af- dráttarlaus um að ESB þyrfti að virða vilja ríkisstjórnarinnar og sýna það í verki. Niðurstaða beggja funda hefði verið sú að þeir viðurkenndu að Ísland væri búið að slíta viðræðun- um. „Í framhaldinu var Ísland tekið af lista yfir umsóknarríki á vefsíðu sambandsins og ég taldi að þeir hefðu staðið við það sem lofað var,“ segir Sigmundur og bætir við að engar for- sendur séu til þess af hálfu embættis- eða stjórnmálamanna innan sam- bandsins að halda því fram að landið sé ennþá umsóknarríki. Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eða Bjarna Benediktsson fjármálaráð- herra vegna málsins. Langt seilst í túlkunum  Efasemdir um hvort aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hafi verið dregin til baka að fullu Guðlaugur Þór Þórðarson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þing- flokksformaður Pírata, segist ekki skilja þau fyrirmæli sem forsætis- nefnd gefur varðandi siðareglur al- þingismanna. Það setji siðanefnd þingsins í ákveðna spennitreyju að ekki megi meta sannleiksgildi þeirra ummæla sem nefndin tekur fyrir. Siðanefnd Alþingis komst fyrir helgi að þeirri niðurstöðu að ummæli hennar um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, brytu gegn siðareglum þingmanna. Sagði hún að rökstuddur grunur væri uppi um refsiverða háttsemi vegna aksturs- greiðslna þingsins til Ásmundar. Hins vegar segir Þórhildur Sunna að hinn rökstuddi grunur hafi aldrei verið skoðaður frekar. Í samtali við Morgunblaðið segir hún málið einnig sérstakt fyrir þær sakir að forsætisnefnd hafi ekki vísað um- mælum Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, formanns Miðflokksins, til siðanefndar fyrr í vor. Vísaði hún þá til ummæla Sigmundar eftir að Klausturmálið kom upp, þar sem hann sagði það vera alsiða meðal þingmanna að niðurlægja aðra þing- menn með slíku orðbragði. „Hann sagði þetta án þess að koma með nein gögn til stuðnings eða nefna nein dæmi. Forsætisnefnd tekur við því en vísar málinu frá á þeim grunni að siðareglurnar geti ekki metið sannleika ummælanna.“ Niðurstaða um brot hennar sé fengin án þess að skoða hinn rök- studda grun sem hún lagði fram, á meðan ekki hafi verið talið mögulegt að úrskurða í máli Sigmundar vegna þess að þar væri ekki hægt að meta sannleiksgildið. „Ég næ þessu ekki alveg,“ segir Þórhildur Sunna. Forsætisnefnd hafi ekki verið samkvæm sjálfri sér  Ekki skýr fyrirmæli varðandi siðareglur þingmanna Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Rækjutogarinn Sóley Sigurjóns GK-200 var dreginn til hafnar á Ak- ureyri síðdegis í gær, en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins á föstu- dagskvöld þegar það var um 90 sjó- mílur norður af landinu. Rafmagns- töflur skipsins brunnu og tjónið er mikið, en engan sakaði af átta manna áhöfn. Tveir voru þó hífðir um borð í TF-LIF, þyrlu Gæslunnar. Togarinn Múlaberg tók Sóleyju í tog til Akureyrar, en ferðin sóttist seint þar sem ekki tókst að hífa troll- ið um borð eftir eldsvoðann. Þegar tókst að koma ljósavélinni í gang náðist þó að hífa upp trollið, en taug- in slitnaði hins vegar einu sinni á leiðinni. Sex menn úr áhöfninni voru um borð í Sóleyju Sigurjóns á leið í land, meðal annars til þess að vakta ástandið í skipinu á leiðinni. Dregin í höfn eftir rússíbanareið í kjöl- far elds um borð Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Vélarvana Rækjutogarinn Sóley Sigur- jóns komin að bryggju á Akureyri í gær. Skannaðu kóðann til að lesa frétta- skýringu um aðild- arferli Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.