Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is Frábær ending Léttvínsglös úr hertu gleri Sjálfstæðisflokk- urinn var stofnaður 25. maí 1929 við samein- ingu Frjálslynda flokksins og Íhalds- flokksins í kringum tvö ófrávíkjanleg aðal- stefnumál sem birtust m.a. í Morgunblaðinu daginn eftir stofnun flokksins. Fyrsta aðal- stefnumálið var að „Ís- land taki að fullu og öllu sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina“ en hitt var „að vinna í innanlands- málum að víðsýnni og þjóðlegri um- bótastefnu á grundvelli ein- staklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Markmið þessi eru enn þann daginn í dag bundin í lög flokksins. Mikilvægi þeirra má m.a. sjá á staðsetningu þeirra í lögum flokks- ins en fyrrnefnd að- alstefnumál má finna strax í annarri grein laganna (fyrsta greinin fjallar um nafn flokks- ins). Það mætti með réttu segja að aðalstefnu- málin tvö hafi hitt þjóðina í hjartastað því Sjálfstæðisflokkurinn varð strax frá stofnun að pólitískri burð- arstoð sem setti Ísland og fullveldið í fyrsta sætið. Allir formenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa gegnt embætti forsætisráð- herra og enginn annar flokkur hef- ur setið eins oft og eins lengi í ríkis- stjórn. Nánast allar þjóðlegar umbætur hafa gerst í tíð Sjálfstæðisflokksins. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem markaði þá stefnu að hið opinbera ætti virkj- anir og útvegaði ódýra raforku til fyrirtækja og landsmanna. Raf- orkulögin frá árinu 1946 mörkuðu upphaf orkustefnu sem varð burð- arstoð atvinnuveganna en í þeim segir m.a. að „Rafmagnsveitur rík- isins skulu hafa það verkefni að afla almenningi og atvinnuvegum lands- ins nægrar raforku á sem hagfelld- astan og ódýrastan hátt.“ Sú stefna varð ríkjandi og hefur reynst okkur Íslendingum vel, styrkt fyrirtækin í landinu og lýst upp heimili lands- manna á dimmum vetrum. Það var líka Sjálfstæðisflokkurinn sem setti í lög að aðeins íslenskir ríkisborg- arar mættu kaupa hér fasteignir. Jóhann Hafstein fyrrverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir þeim lögum sem dóms- málaráðherra. Fyrrnefnd laga- ákvæði gegndu hlutverki landvarna. Eins fámenn þjóð og Ísland getur auðveldlega glatað öllu ef menn huga ekki að eignarhaldi erlendra stóreignamanna. Hitaveita Suð- urnesja hvarf úr opinberu eign- arhaldi fyrir þrjátíu silfurpeninga sem svo gufuðu upp. Sama er að gerast með jarðeignir og jafnvel heilu firðina. Með fyrrnefndri landvarnar- stefnu, þar sem Ísland og fullveldið var sett í fyrsta sætið, tókst Sjálf- stæðisflokknum að koma sér í slíka yfirburðarstöðu að nánast óhugs- andi var að mynda ríkisstjórnir án hans. Höfuðvígi flokksins var sjálf Reykjavík. Allt frá árinu 1930 til ársins 1994 (fyrir utan eitt kjör- tímabil) var borgarstjóri Reykjavík- ur úr Sjálfstæðisflokknum. Meðal- fylgi flokksins í borginni á árunum 1930-2006 var 50,4%. Stuttu eftir 60 ára afmæli flokksins vann Davíð Oddsson stórsigur í borginni með rúm 60% atkvæða. Talandi um skemmtilega tilviljun! Það er dapurlegt að sjá flokkinn mælast með um 20-24% í skoðana- könnunum á 90 ára afmæli sínu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð yfir 30% fylgi á landsvísu í Al- þingiskosningum síðan 2007. Fyrir því eru sjálfsagt margar ástæður en það er þó alveg á hreinu að þegar forysta Sjálfstæðisflokksins fór á sveig við landsfundarsamþykktir í Icesave-deilunni rofnaði hið mik- ilvæga traust sem ríkir á milli for- ystu og flokksmanna. Vantraustið sem myndaðist vegna Icesave er eins og sár sem enn hefur ekki gróið að fullu. Með þriðja orkupakkanum er forystan farin að kroppa í sárið og orkupakkinn getur haft alvar- legar pólitískar afleiðingar. Orkupakkinn sem slíkur virðist vera ein stór óvissuferð með fáa kosti en marga galla. Ég hef varpað fram þeirri spurningu hvort erlend- ur úrskurður gæti gert grundvallar- breytingar á fyrirkomulagi orku- framleiðslu, orkusölu og orku- dreifingu án aðkomu Alþingis? Slík var raunin í landbúnaðarmálunum. Ráðamenn eiga ekki að taka áhættu með eins mikilvægan málaflokk. Orkupakkinn er slæmur pakki en verra er að fylgjast með hvernig tal- að er niður til bæði flokksmanna og kjósenda í málinu. Þeir sem hafa réttmætar áhyggjur af innleiðingu orkupakkans eru málaðir sem „einangrunarsinnar“, hinum og þessum rökum er snúið á hvolf og allt í einu er aldur eldri kynslóð- arinnar orðið fréttaefni eins og ald- ur skipti höfuðmáli í umræðu um orkupakka. Slíkt er auðvitað ekkert annað en ómálefnalegt lýðskrum! Sjálfstæðisflokkurinn í dag er að- eins brot af því sem hann var á gull- öld sinni en því er hægt að breyta. Öflugur flokkur, sem ekki hefur svipt sjálfan sig sjálfstraustinu, get- ur annað tveggja, siglt vindinn eða breytt vindáttinni sér í hag eins og sagt var í góðri og innihaldsríkri ræðu fyrir sléttum áratug síðan. Það er ekkert sem segir að flokk- urinn geti ekki unnið sér inn traust aftur en til þess að vinna sér inn traust þarf forystan að líta í sinn eigin barm, virða landsfundar- samþykktir, virða skoðanir flokks- manna og setja Ísland og fullveldið aftur í fyrsta sætið. Sjálfstæðisflokkur í 90 ár Eftir Viðar Guðjohnsen » Orkupakkinn sem slíkur virðist vera ein stór óvissuferð með fáa kosti en marga galla. Viðar Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur og sjálfstæðismaður. Ein alvarlegasta van- ræksla stjórnvalda gagnvart eldri borg- urum er skortur á dval- ar- og hjúkrunarheim- ilum í landinu. Því miður hef ég heyrt margar sorgarsögur vegna þessa ástands og hef sjálfur þurft að líða mikla sorg vegna þess. Móðir mín, Guðrún Matthíasdóttir, skrifaði grein 23.11. 2017 í Fréttablaðið sem heitir „Bið- stofa dauðans“. Hægt er að finna greinina á visir.is. Þar fer hún yfir reynslu sína þegar afi minn og amma þurftu að komast á hjúkrunarheimili vegna veikinda. Sú saga er sárari en tárum taki að lesa en undirstrikar vel hve mikið er í húfi í baráttu okkar við að bæta úr þeirri slæmu stöðu sem aldraðir hafa mátt þola svo allt of lengi. Fjöldi þeirra sem bíða eftir hjúkr- unarrýmum jókst um 60% á landsvísu frá því í janúar 2014 þar til í janúar 2018. Á sama tíma fjölgaði þeim sem bíða þurftu lengur en 90 daga eftir hjúkrunarrými um 35%. Fjöldi þeirra sem létust á biðlista eftir hjúkr- unarrými áður en til út- hlutunar kom var 114 ár- ið 2014, 141 árið 2015, 178 árið 2016 og 183 árið 2017. Á meðan þið lesið þessa grein bíða hundr- uð eldri borgara eftir vist á hjúkrunarheimili en fá ekki vegna plássleysis. Stórum hluta þeirra sem eru að bíða er haldið inni á Landspítala þrátt fyrir að vera tilbúnir að út- skrifast þaðan. Þetta ástand veldur auknu álagi á heilbrigð- iskerfið og er ekki bjóðandi þessum stóra hópi veikra eldri borgara sem þurfa á aðstoð okkar og umhyggju að halda. Eldri borgurum fjölgar hratt, lífsgæði okkar aukast og við lifum lengur samfara því. Sá vandi sem nú er við að etja mun einungis vaxa og því aldrei verið meira aðkallandi að taka á honum en akkúrat núna strax. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem tryggir að ferlið frá því að sótt er um færni- og heilsumat þar til fengin er búseta í dvalar- eða hjúkrunarrými verði ekki lengra en 90 dagar. Þá er lagt til að aldraðir fái rétt til búsetu í dvalar- eða hjúkrunarrými eftir að hafa dvalist lengur en 10 daga á sjúkrahúsi án sér- stakrar meðferðar. Einnig er farið fram á að heimilismaður sem dvelur til langframa á stofnun fyrir aldraða eigi kost á því að vera í samvistum við maka eða sambúðarmaka sinn. Það á að vera bannað með lögum að stía fólki í sundur vegna veikinda þó það sé orðið gamalt. Þegar þetta þingmál var fyrst í vinnslu taldi ég 90 daga vera allt of langan tími fyrir veikan eldri borgara sem þarf að fá nauðsynlega heilbrigð- isþjónustu eins og dvöl á hjúkrunar- heimili. Svo tel ég enn vera. En þar sem þessi þjónusta hefur verið van- rækt í svo langan tíma þarf að gera stórt sameiginlegt áttak til þess að ná þessum 90 daga mörkum. Þetta eru fyrstu skrefin í rétta átt. Langtíma- draumurinn er auðvitað engin bið. Dvalar- og hjúkrunar- rými fyrir aldraða Eftir Sigurjón Arnórsson Sigurjón Arnórsson »Ein alvarlegasta vanræksla stjórn- valda gagnvart eldri borgurum er skortur á dvalar- og hjúkrunar- heimilum í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri og ritari Flokks fólksins. sigurjonarnorsson@althingi.is Stundum les maður eða heyrir í ungu fólki sem finnur flestu í at- vinnulífinu allt til foráttu. Það sem þjóðin vann til framfara, eins og virkjanir, verksmiðjur og uppbygg- ing atvinnulífs, er vegið og léttvægt fundið. Skiptir þá engu máli að t.d. stór- virkjanir og stóriðja hafa orðið til þess að almenningur hér borgar lægri rafmagnsreikninga en þekkist víðast annars staðar. Þetta er auð- velt að sanna með samanburði. Eins er það með laun í stóriðjunni eða á fiskiskipaflotanum. Þau skaga hátt upp úr t.d. launum í ferðaþjón- ustu, sem margir halda, nú um stundir, að sé mest hjálpræði fyrir landið. Ferðaþjónusta er láglauna- vinna um allan heim og við erum í beinni og óvæginni samkeppni hringinn í kringum jörðina. Svo er fyrir að „þakka“ lággjaldafélögum með lágmarkslaunakostnað. En aftur að framförum liðinna áratuga sem unga fólkið kann ekki að meta af því að það þekkir ekki annað en geta bruðlað með rafmagn, vatn, mikið landrými per íbúa og at- vinnu. Þetta skeði ekki fyrirhafnar- laust. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Var allt gert vitlaust? Framfaraskref Búrfellsvirkjun var fyrsta stórvirkjun Íslendinga og markaði upphaf svonefndrar stóriðjustefnu. Móttaka aðsendra greina Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.