Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í 0:1 Rick ten Voorde 72. 1:1 Jonathan Glenn 90. I Gul spjöldJonathan Glenn (ÍBV), Gilson Correia (ÍBV), Priestley Griffiths (ÍBV), Atli Hrafn Andrason (Víkingi), Júlíus Magnússon (Víkingi). I Rauð spjöldFelix Örn Friðriksson (ÍBV) ÍBV – VÍKINGUR R. 1:1 M Halldór Páll Geirsson (ÍBV) Breki Ómarsson (ÍBV) Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Telmo Castanheira (ÍBV) Jonathan Glenn (ÍBV) Þórður Ingason (Víkingi) Atli Hrafn Andrason (Víkingi) Rick ten Voorde (Víkingi) Guðmundur A. Tryggvason (Vík) Mohamed Fofana (Víkingi) Dómari: Helgi Mikael Jónasson, 6. Áhorfendur: 312. 0:1 Ólafur Aron Pétursson 50. 0:2 Elfar Árni Aðalsteinsson 55. I Gul spjöldÞorri Geir Rúnarsson og Baldur Sigurðsson (Stjörnunni), Elf- ar Árni Aðalsteinsson og Sæþór Ol- geirsson (KA). M Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stj.) Þorsteinn Már Ragnarsson (Stj.) Alex Þór Hauksson (Stjörnunni) STJARNAN – KA 0:2 Hilmar Árni Halldórsson (Stj.) Aron Dagur Birnuson (KA) Haukur Heiðar Hauksson (KA) Hallgrímur Jónasson (KA) Torfi T. Gunnarsson (KA) Almarr Ormarsson (KA) Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) Dómari: Pétur Guðmundsson 8. Áhorfendur: 712. Spánverjinn Rafael Nadal fagnaði sigri í gær á sínu fyrsta tennismóti á þessu ári þegar hann bar sigurorð af Serbanum Novak Djokovic í úrslitaleik á opna ítalska meistaramótinu. Nadal vann fyrsta settið 6:0, Djokovic hafði betur í öðru settinu 6:4 en Nadal tryggði sér sig- urinn á mótinu með því að vinna þriðja settið 6:4. Þetta er í níunda sinn sem Nadal fagnar sigri á opna ítalska meistaramótinu. Hann hefur nú unnið 81 mót á ferli sínum, þar af 34 meistaramót, einu meira en Djoko- vic. Nadal náði þar með að koma fram hefndum á Djokovic en Serbinn vann Spánverjann á opna ástralska mótinu í janúar. „Að vinna titil er mikilvægt fyrir mig en það mikilvægasta er að ég er orðinn samkeppnishæfur og er heill heilsu. Mín tilfinning er sú að mér finnst ég hafa bætt mig,“ sagði Nadal eftir sigurinn en í næstu viku verða þeir í eldlínunni á opna franska mótinu sem hann stefnir á að vinna í tólfta sinn á ferlinum. Þetta er í þriðja sinn sem Nadal hefur betur á móti Djoko- vic í úrslitaleik á opna ítalska meistaramótinu. gummih@mbl.is Fyrsti titill Nadals á árinu Rafael Nadal saman, að minnsta kosti í gær. Stjarnan réð ferðinni í leiknum, ef svo má segja, en KA nýtti sínar sókn- ir afar vel. Vörnin er óhjákvæmilega traust hjá norðanmönnum með fyrr- verandi landsliðsmennina Hauk Heiðar og Hallgrím Jónasson, og U21-landsliðsmanninn Torfa Tímó- teus Gunnarsson, á meðan þeir eru allir tiltölulega heilir heilsu. Leik- áætlun liðsins gekk fullkomlega upp í gær og uppskeran er ekki svo slæm eftir afar erfiða leikjadagskrá í upp- hafi móts. Glenn bjargaði stigi fyrir Eyja- menn Í Eyjum gerðu ÍBV og Víkingur 1:1-jafntefli í botnslag deildarinnar. Þessi tvö lið hafa svo aldeilis ekki byrjað vel en hvorugu liðinu hefur tekist að vinna leik. Fyrri hálfleikur var markalaus en skemmtilegur og bæði liðin voru ná- lægt því að komast yfir. En á 72. mínútu fengu Víkingar vítaspyrnu þegar Felix reif Guðmund Andra niður og var rekinn af velli, kannski strangur dómur að reka Felix af velli. Rick ten Voorde skoraði af ör- yggi úr vítaspyrnunni. Allt leit út fyrir það að Víkingur væri að landa sínum fyrsta sigri en í uppbótartíma jafnaði Jonathan Glenn metin með góðu skallamarki eftir laglega sókn Eyjamanna. Eftir leikinn sitja liðin í fallsætum deildarinnar. Víkingar hafa gert þrjú jafntefli í fyrstu fimm leikjum sínum og Eyjamenn hafa gert tvö jafntefli. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Taktar Hallgrímur Mar Steingrímsson með bolt- ann en til varnar er Martin Rauschenberg. Hjólhestur Arnar Már Guð- jónsson reynir hjólhestaspyrnu á Kópavogsvelli í gær England Úrslitaleikur bikarkeppninnar: Manchester City – Watford .................... 6:0 Meistaradeild kvenna Úrslitaleikur í Búdapest: Lyon – Barcelona ..................................... 4:1 Werder Bremen – RB Leipzig ............... 2:1  Aron Jóhannsson kom inná á 87. mínútu í sínum síðasta leik með Werder Bremen. Holland Umspil, undanúrslit, fyrri leikur: RKC Waalwijk – Excelsior ..................... 2:1  Elías Már Ómarsson fór af velli í liði Ex- celsior á 76. mínútu en Mikael Anderson var á bekknum. Frakkland París SG – Dijon....................................... 4:0  Rúnar Alex Rúnarsson lék í marki Dijon. Rússland Rostov – Zenit Pétursborg ..................... 1:0  Ragnar Sigurðsson lék allan tímann með Rostov en Björn Bergmann Sigurðarson var á bekknum. CSKA Moskva – Akhmat Grozní ........... 1:0  Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann með CSKA en Arnór Sigurðsson fór af velli á 78. mínútu. Pólland Lechia Gdansk – Jagiellonia .................. 2:0  Böðvar Böðvarsson lék allan tímann með Jagiellonia. Korona Kielce – Górnik Zabrze............. 0:3  Adam Örn Arnarson lék fyrstu 26 mín- úturnar með Gorník. Danmörk Umspil, undanúrslit, seinni leikur: Vejle – Hobro ........................................... 0:2  Kjartan Henry Finnbogason lék allan tímann með Vejle.  Hobro vann 2:1 samanlagt og er sloppið. Horsens – Vendsyssel ............................. 1:1  Jón Dagur Þorsteinsson lék allan tímann með Vendsyssel.  Horsens vann 2:1 samanlagt og er slopp- ið. Svíþjóð Malmö – Kalmar ...................................... 1:0  Arnór Ingvi Traustason lék allan tímann með Malmö. Eskilstuna – Helsingborg....................... 1:1  Andri Rúnar Bjarnason lék allan tímann með Helsingborg og skoraði. Kristianstad – Eskilstuna ....................... 3:0  Sif Atladóttir lék allan tímann Kristian- stad, en Svava Rós Guðmundsdóttir fór af velli á 79. mínútu. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Gautaborg – Limhamn Bunkeflo........... 3:0  Andrea Thorisson fór af velli á 62. mín- útu í liði Bunkeflo. Noregur Lilleström – Odd...................................... 0:3  Arnór Smárason fór af velli í liði Lille- ström á 71. mínútu. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.