Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 32
Í tilefni þess að í dag eru 126 ár síð-
an Ásmundur Sveinsson fæddist
verður frítt inn á Ásmundarsafn í
dag. Í safninu stendur nú yfir yfir-
litssýning á verkum Ásmundar og
sýning á verkum Brynhildar Þor-
geirsdóttur. Verkið „Hvítu fiðrildin“
eftir Ásmund er aftur orðið aðgengi-
legt í garðinum umhverfis safnið, en
það var tekið niður á sínum tíma svo
hægt væri að gera við það.
Frítt inn í Ásmundar-
safn á afmælisdegi
MÁNUDAGUR 20. MAÍ 140. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Selfyssingar geta tryggt sér Íslands-
meistaratitilinn í handbolta karla í
fyrsta sinn á miðvikudagskvöldið
en þeir höfðu betur gegn Haukum,
32:30, í æsispennandi þriðja úr-
slitaleik liðanna í Olís-deildinni í
Schenker-höllinni eftir fram-
lengdan leik. Selfoss er 2:1 yfir í
einvíginu en fjórði leikurinn fer fram
á Selfossi á miðvikudaginn. »25
Selfoss einum sigri frá
Íslandsmeistaratitli
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Atskákmót hafa verið fátíð hér á
landi undanfarin ár og því fór Tafl-
félag Reykjavíkur að efna til viku-
legra atskákmóta í húsakynnum fé-
lagsins. Mótin byrjuðu í mars sl. og
hafa fengið mjög góðar viðtökur.
Bíða margir spenntir í hverri viku
eftir þriðjudagskvöldum í Faxafeni,
þar sem skákmenn fá sér heitt kaffi
og taka nokkrar „bröndóttar“, sér að
kostnaðarlausu.
Fjöldi skákáhugamanna teflir fyr-
ir framan tölvuskjáinn, sem er síður
en svo galin leið til að þjálfa hugann
gegn andstæðingum hvaðanæva úr
heiminum. Þótt tölvan geti hjálpað
skákmönnum við að viðhalda tafl-
mennskunni segir Kjartan Maack,
formaður Taflfélags Reykjavíkur, að
gjörólíkt sé að tefla á skákborði og
við tölvuskjáinn. Augljósi munurinn
sé félagsskapurinn. „Það að tefla
innan um aðra og spjalla við aðra á
milli umferða gefur mótinu meira
gildi, svo félagsskapurinn er drjúgur
hluti af mótunum. Svo er það annað,
að mér, sem skákmanni, hefur fund-
ist öðruvísi að tefla á borði en á net-
inu. Það er öðruvísi upplifun að vera
að hreyfa mennina. Maður getur
verið í góðri æfingu á netinu en bara
ryðgaður í að tefla á borði, eins
skringilega og það hljómar,“ segir
Kjartan.
Skákmenn á öllum aldri sem allir
eru með yfir 1.400 elóstig mætast í
Taflfélagi Reykjavíkur vikulega á
atskákmótunum, sem hafa aftur haf-
ið göngu sína eftir yfir tíu ára hlé.
Atskák er lengri en hraðskák og eru
tímamörkin á þriðjudagsmótunum
15 mínútur, með fimm sekúndna við-
bótartíma á hvern leik.
Kjartan segir að með þessu sé fé-
lagið að koma til móts við þær fjöl-
mörgu raddir í skáksamfélaginu sem
óskað hafa eftir fleiri atskákmótum.
Kjörið fyrir byrjendur
Þar sem mótin eru flokkaskipt eft-
ir styrkleika eiga skákmenn meiri
möguleika á því að tefla við andstæð-
inga í námunda við sinn styrkleika.
Annars vegar er teflt í flokki skák-
manna með 1.400-1.899 elóstig og
hins vegar flokki 1.900 stiga manna
og stigahærri.
„Þetta er í rauninni kjörinn vett-
vangur fyrir byrjendur og fyrir þá
sem eru að leika sér heima að tefla
að koma á svona atkvöld. Einnig fyr-
ir þá sem eru ekki vanir að tefla í
mótum til dæmis; upplagt að taka
fyrsta skrefið með því að tefla á
svona móti. Þá þurfa menn ekki að
eiga á hættu að lenda í klónum á
stórmeistara og þar kemur flokka-
skiptingin sterk inn,“ segir Kjartan
að lokum.
Ljósmynd/Kjartan Maack
Hugarleikfimi Að tefla við skákborð er talsvert öðruvísi en að tefla við tölvuskjáinn, segir formaður TR.
Skákmenn þjálfa hug-
ann vikulega í TR
Vikuleg atskákmót Taflfélags Reykjavíkur eru hafin eft-
ir langt hlé „Ólíkt því að tefla fyrir framan tölvuskjáinn“
ReSound LiNX
Quattro
eru framúrskarandi
heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur
Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu
smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða,
tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum
tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á
tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan
hátt, eða með einnota rafhlöður.
Góð heyrn
glæðir samskipti
Hið unga og spræka lið Skagamanna
heldur áfram að gera frábæra hluti í
Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu.
ÍA fagnaði 1:0-sigri gegn Breiðabliki
á Kópavogsvellinum í gærkvöld og er
með þriggja stiga forskot í toppsæti
deildarinnar. KA-menn
gerðu góða ferð í
Garðabæinn og lögðu
Stjörnumenn 2:0 og
botnliðin ÍBV og
Víkingur skildu
jöfn í Eyjum,
1:1. Fimmtu
umferð deild-
arinnar lýk-
ur í kvöld
með
þremur
leikjum.
»26-27
Skagamenn með
þriggja stiga forskot