Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Óli BjörnKárason al-þing- ismaður lagði fyrir þremur mánuðum fram fyrirspurn til mennta- og menningar- málaráðherra um tekjur Rík- isútvarpsins. Nánar til tekið vildi Óli Björn vita hvernig tekjurnar hefðu þróast sl. fimm ár og fá sundurliðun á þessari þróun þannig að upp- lýsingar lægju einnig fyrir um auglýsingatekjur, kostun og aðrar tekjur sérstaklega. Fróðlegt verður að sjá svar- ið þegar það verður birt, en í grófum dráttum liggur svo sem fyrir hver þróun tekna Ríkis- útvarpsins hefur verið. Hjá Ríkisútvarpinu fylgja tekjur öðrum lögmálum en hjá einka- miðlum þar sem tekjur af út- varpsgjaldi hækka með aukn- um fólksfjölda og Alþingi hefur að auki varið tekjur þess af mikilli hörku og bætt í auka- greiðslum þegar Ríkisútvarp- inu hefur ekki þótt það fá nóg af útvarpsgjaldi og auglýsinga- tekjum. Um þetta sagði Óli Björn til að mynda í grein hér í blaðinu í liðinni viku: „Samkvæmt fjár- lögum renna yfir 4.600 millj- ónir króna til ríkismiðilsins á þessu ári að meðtöldu sérstöku 175 milljóna kr. framlagi til að kaupa efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Samkvæmt samþykktri fjármálaáætlun verða framlögin nær 4.830 milljónir á næsta ári og 5.000 milljónir árið 2021. Það er eitthvað öfugsnúið við að fjárhagur ríkisfyrirtækis í samkeppnisrekstri vænkist með hverju árinu sem líður á sama tíma og margir, jafnvel flestir, sjálfstæðir fjölmiðlar berjast í bökkum. Leikreglurnar eru skakkar – það er vitlaust gefið.“ Vitaskuld er vit- laust gefið. Einka- reknir fjölmiðlar keppa við rík- isfyrirtæki sem fær í forgjöf meiri tekjur en þessir einka- miðlar hafa í heildartekjur. Til viðbótar sækir þessi ríkismiðill svo inn á auglýsingamarkaðinn af vaxandi ákafa og óbilgirni og hagar sér á þeim viðkvæma markaði eins og fíll í postulíns- búð. Tekjur ríkisútvarpsins af sölu auglýsinga eru á bilinu 2-3 milljarðar króna á ári, sem bætast við fyrrgreinda millj- arða sem berast stofnuninni úr vösum skattgreiðenda. Þegar rætt er um stöðu einkarekinna fjölmiðla er þetta samhengið sem verður að hafa í huga. Hvað ætli þingmönnum þætti ef ríkið ræki umfangs- mikla bókaútgáfu sem hefði í styrk frá ríkinu hærri fjárhæð en heildartekjur stærsta einkarekna keppinautarins? Hvernig ætli einkaaðilum gengi að takast á við slíka sam- keppni. Eða hvernig mundi þeim hugnast að ríkið ræki verslana- keðju sem hefði í forgjöf frá skattgreiðendum fleiri krónur en sem nemur veltu Haga. Ætli einhver teldi að slíkar „mark- aðs“aðstæður væru boðlegar? Þessi staða á fjölmiðlamark- aði getur ekki gengið til lengd- ar og inngrip ríkisins á þessum markaði eru svo gríðarleg að smáskammtalækningar duga ekki til að tryggja eðlilega stöðu einkarekinna miðla og umhverfi þar sem heilbrigð fjölmiðlun fær þrifist á eðlileg- um forsendum. Ríkisútvarpið veldur óviðunandi skekkju á fjölmiðlamarkaði} Gríðarleg inngrip Ríkisútvarpiðhefur lengi haft endaskipti á hlutleysisreglunni sem er forsenda fyrir því að skatt- borgarar séu látnir standa undir rekstri þess. Sífellt fleiri hnjóta um það framferði. En þeir taka síður eftir því að hlutdrægnin er ekki minni í fréttum af erlendum vettvangi. Það sjá þeir vel sem fylgjast með slíkum málum og hve barnalega er hangið í bandi hlutdrægra fréttamiðla erlend- is. Svo eru einstakir fréttamenn sem eru fyrir löngu orðnir þekktir fyrir fjandskap sinn við fréttaefnið en samt látnir vera með einokun á þeirri umfjöllun árum saman og virðist enginn á þessari stjórnlausu stofnun taka eftir því. Um Ísrael hefur árum saman verið fjallað á svo fjand- samlegan hátt að til skammar er. Gæti það verið ástæðan fyrir því að útsendarar „RÚV“ og keppendur náðu að gera sig að kjánum á lokasprettinum? Ekki sagði „RÚV“ frá orðum aðalkynnis þýska sjónvarpsins sem réð foreldrum að láta börn sín ekki horfa á hatara né um- mælum þýska blaðsins die Welt sem sagði „einkar athyglisvert að boðskapurinn skuli kominn frá börnum íslenskra stjórnar- erindreka“. Ekki vantaði tilvitnanir að öðru leyti, enda féllu þær í kramið. Enn bætist í sarpinn sem geymir spurn- ingafjöld um hvers vegna enn sé rekinn hér hlutdrægur ríkisfjölmiðill} Kjánaspark H atari hafði orðið. Þau voru í sviðsljósinu og nýttu sér það til að koma skýrum skilaboðum á framfæri. Vissulega eru ekki allir sam- mála þeim og þeirra afstöðu en áfram er ég djúpt þakklát fyrir allt það sem þau hafa áork- að með sínu hugrekki. Væru allir sammála væri hið hryllilega ástand sem ríkir í Palest- ínu varla til staðar. En það er þarna og hefur varað um áratugaskeið. Alþjóðasamfélagið virðist algjörlega máttvana, ráða ekki við verkið að koma í veg fyrir útrýmingu, þjóð- armorð og ómannúðlega meðferð. En Hatari notaði rödd sína til að vekja almenning í Evr- ópu, vekja athygli á ástandinu. Margt ungt fólk sem hefur unun af að horfa á Eurovision er núna að velta fyrir sér ástandinu í Palest- ínu og kynna sér sögu þess lands. Það sama má segja um eldri Eurovisionaðdáendur sem mögulega hafa ekkert velt þessu fyrir sér. Hatari kom þessu hryllilega ástandi í umræðu meðal almennings í Evrópu og bara sú stað- reynd er virðingarverð því það felst líka skýr afstaða í að segja ekkert og gera ekkert. Fáir hefðu tekið eftir fjar- veru þeirra heldur nýttu þau sviðsljósið og mættu óhrædd til leiks. Þau voru ekki ein um þetta heldur gerði slíkt hið sama engin önnur en hin heimsfræga söngkona Madonna sem sendi skýr skilaboð til heimsbyggð- arinnar. Ástandinu í Palestínu verður að ljúka. Þar ber- um við öll ábyrgð og við eigum öll að stuðla að því. Von- andi mun umræðan lifa og heimsbyggðin bregðast við. Íslendingar hafa skapað sér nafn á al- þjóðavísu fyrir afstöðu sína til jafnréttis kynjanna. Hér var fyrsta konan kosin þjóð- arleiðtogi í lýðræðislegum kosningum og hef- ur skýr afstaða til jafnréttis kynjanna upp frá því skapað okkur ákveðna sérstöðu meðal þjóða heims. Vissulega hafa fulltrúar Íslands í hinu pólitíska umhverfi þurft að svara fyrir framferði þingmanna á Klaustri undanfarna mánuði, hvort sem er í norrænu samstarfi eða evrópsku, en það er þá einmitt frekar vegna okkar sérstöðu og sýnar í jafnrétt- ismálum sem klausturástand hefur vakið at- hygli. Ísland hefur einnig tekið skýra afstöðu í réttindamálum samkynhneigðra og verið á margan hátt leiðandi í þeim málum, sem og þegar kemur að sjálfstæðisbaráttu ríkja, en þar gekk Ísland fremst í flokki er sjálfstæði Eystrasaltsríkja sem og Palestínu var viðurkennt. Fyrir þetta sköpum við okkur sérstöðu og eftirtekt, fyrir að taka afstöðu með réttindum fólks. Það er einmitt þess vegna sem ég fagna einlæglega hverjum þeim fulltrúa Íslands sem notar rödd sína hér heima og erlendis til að vekja athygli á misrétti og of- beldi. Því með þögninni tökum við líka afstöðu. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Takk fyrir að nota sviðsljósið Höfundur er þingman Samfylkingarinnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Málið er komið í nefnd.Skipaður hefur veriðstarfshópur, með að-komu allra hags- munaaðila. Þessar setningar hljóma kunnuglega og koma gjarnan af vörum ráðherra, sem hafa í gegnum tíðina verið duglegir að skipa nefndir og starfshópa til að skoða hin marg- víslegustu mál. Kostnaður við þetta hefur verið töluverður (en í seinni tíð hefur hann ekki verið tekinn saman með markvissum hætti). Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sendi fyrr í vetur fyrir- spurnir til allra ráðherra um hve margar nefndir, ráð, starfshópar og faghópar væru á vegum hvers ráðu- neytis og hver kostnaðurinn hefði verið á síðasta ári. Aðeins fjögur svör hafa borist og enn eiga því sjö ráð- herrar eftir að svara Ingu. 170 nefndir undir fjórum Af þessum fyrstu svörum má ráða að hvert ráðuneyti hafi skipað tugi nefnda og ráða, bæði lögbundnar nefndir og verkefnatengdar. Þannig er Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, með 70 nefndir undir sínum hatti, þar af 28 lögbundnar og 42 verkefnatengdar. Kostnaður ráðuneytisins vegna nefndanna nam um 240 milljónum á síðasta ári. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er með 42 nefnd- ir að störfum, þar af 27 lögbundnar. Kostnaður vegna þeirra á síðasta ári nam tæpum 140 milljónum króna. Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra er með 38 nefndir starfandi undir sínu ráðuneyti og kostnaður vegna þeirra nam um 43 milljónum á síðasta ári. Eitthvað færri nefndir eru á málefnasviði Sigurðar Inga Jóhanns- sonar, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra, eða 19 talsins. Kostnaður vegna þeirra í fyrra nam 26,4 millj- ónum króna. Ef svör þessara fjögurra ráð- herra eru tekin saman þá eru þeir með um 170 nefndir á sínum snærum og samanlagður kostnaður vegna þeirra í fyrra nam um 450 milljónum króna. Hafa ber í huga að sjö ráð- herrar eiga eftir að skila inn svari til Ingu Sæland og því mun kostnaður- inn hækka verulega, gæti numið vel á annan milljarð króna þegar upp verð- ur staðið. Reynt að gæta aðhalds Ríkisendurskoðun tók svipaðar upplýsingar saman árið 2000. Þá voru starfandi 910 nefndir á vegum rík- isins með alls 4.456 nefndarmönnum. Kostnaður við nefndirnar nam þá 417 milljónum króna, eða um 990 millj- ónum á núvirði. Til samanburðar þá voru um 600 nefndir starfandi árið 1985 og 1998 voru þær 665 talsins. Inga spurði ráðherrana einnig að því hvort þeir ætluðu að stuðla að einfaldara og ódýrara stjórnkerfi með því að fækka launuðum nefndum og ráðum. Í svari forsætisráðherra kemur fram að ætíð sé reynt að gæta aðhalds og hagkvæmni við skipun nefnda og starfshópa. Tilgangur með skipun nefndanna væri í grófum dráttum þrennskonar. Í fyrsta lagi að tryggja samráð og samvinnu milli fulltrúa þeirra stjórnvalda sem hafa aðkomu að við- komandi málefni, í öðru lagi að tryggja að sjónarmið helstu hags- munaaðila komist að í umfjöllun og stefnumótun stjórnvalda og í þriðja lagi að tryggja faglega stefnumótun og úrvinnslu mála með aðkomu ut- anaðkomandi sérfræðinga á viðkom- andi sviða. Kostar skildinginn að setja málið í nefnd Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stjórnarráðið Ráðherrar skipa fólk í fjölda nefnda, ráða og starfshópa á hverju ári, bæði lögbundnar nefndir og verkefnatengdar. Í svari Svandísar Svavars- dóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland kemur m.a. fram að ef heilbrigðis- stefna verði samþykkt á Al- þingi megi búast við því að þörf fyrir vinnuhópa, skipaða fagaðilum og notendum, geti farið vaxandi. Ef stefnan nái fram að ganga megi einnig búast við því að hluti lög- bundinna nefnda geti orðið óþarfur. Ásmundur Einar Daðason segir félagsmálaráðuneytið ávallt leitast við að móta stefnu sinna málaflokka og eiga vítt samráð við hags- munaaðila, faghópa og not- endur. Slíkir hópar séu í eðli sínu nauðsynlegir. Markmið ráðherra sé engu að síður að stjórnsýslan sé eins skilvirk og kostur er. Hluti gæti orðið óþarfur SVAR SVANDÍSAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.