Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 asta. Stefán var yngstur barna Sigríðar Stefánsdóttur og Frið- bjarnar Níelssonar, hann var litli bróðir og uppáhald systkina sinna. Milli hans og mömmu var afar kært og þau töluðu oft saman. Bæði voru ljóðelsk og ágætir hagyrðingar, skiptust á vísum og ljóðum og á stór- afmælum ortu þau hvort öðru ljóð. Á áttræðisafmæli Stefáns flutti mamma honum þetta af- mælisljóð og verður það nú kveðja okkar til hans. Fögur rísa fjöll úr sæ, fangi vefja lítinn bæ. Þar sem áður sí og æ síldin óð og glóði. Margt er til í minninganna sjóði. Dýrðlegur var drengurinn, duggulítill sjarmörinn. Með blik í auga, bros á kinn, bróðirinn litli góði. Margt er til í minninganna sjóði. Ef hann fyrir augu bar allir hrifust hvar sem var. Klökknuðu margar kerlingar, kannske grétu í hljóði. Margt er til í minninganna sjóði. Eftir hann var orðinn stór orðstír góður víða fór. Flutti ræður fræðasjór og festi orð í ljóði. Margt er til í minninganna sjóði. Síðan þær ég fréttir fæ að fyrir ráði heilum bæ. Stýri blaði og stjórni æ af stórum hug og móði. Margt er til í minninganna sjóði. Suður heiðar leiðin lá, lásu allir Moggann þá. Og til betri vegar brá blaðamaðurinn fróði. Margt er til í minninganna sjóði. Lítum yfir æviveg. Óskum honum, þú og ég, að ellin verði yndisleg, alla gleði bjóði, sem fegra muni minninganna sjóði. Guð blessi minningu Stefáns Friðbjarnarsonar. Atli og Kjartan Ásmundssynir. Því minningin um morgunlandið bjarta um myrka vegu lýsir þínu hjarta í veröld þá sem ósýnileg er … (Tómas Guðmundsson) Um fermingu lásum við Stjörnur vorsins.Við hrifumst af birtunni sem við okkur blasti, sáum veröldina í nýju ljósi, skynjuðum okkur sjálfa á óvæntan hátt, fundum að „við komum frá Guði og þetta er jörðin okkar“. Þó að væri heimsstyrjöld, jafnvel stríð fyr- ir ströndum, skyggði það lítið á vonglaða framtíðardrauma. Stefán var afar næmur á ljóð og fegurð enda snjall hagyrðingur eins og hann átti kyn til. Við gátum rætt um snilld Tómasar tímunum saman. Við töluðum líka um annan skáldskap, allt frá Völuspá til Davíðs og Jó- hannesar úr Kötlum. Við vorum ungir og veröldin birtist okkur í nýju ljósi skær og heillandi. Við sátum hlið við hlið í þrjú ár í Gagnfræðaskólanum á kirkjuloftinu heima. Það var gott og gaman að vera til. Við undum okkur vel undir stjörn- um vorsins og framtíðin beið í fjarska, óræð en í töfrabirtu. Eitt þótti okkur þó öruggt. Síldin hyrfi aldrei af Húnaflóa og Grímseyjarsundi og Siglu- fjörður myndi blómgast um ald- ir fram. En … Svo skamma stundu æskan okkur treindist. Svo illa vorum draumum lífið reyndist. Veruleikinn kom í heimsókn til okkar vinanna ekki síður en skáldsins. Ekki meira um það. Sumrin voru líka góð þótt mér fyndust veturnir betri. Sumarkvöld eitt þegar sól var hnigin til fjalla datt okkur Stefáni í hug að rölta upp í Fífladali. Og við létum ekki þar við sitja heldur paufuðumst al- veg upp á Hafnarfjall og við okkur blasti víðátta böðuð sól- skini. Við héldum niður í Lambadali og út Messugötur og knúðum dyra á Dalabæ. Halla tók okkur tveim höndum og bauð gistingu. Lítið varð um svefn því að Halla var fróð og skýr og skáldmælt eins og flest- ir Hjálmarsniðjar Kristjánsson- ar. Heim héldum við morguninn eftir, fórum Almenninga og yfir í Skarðdal. Að loknu gagnfræðaprófi skildi leiðir. Stefán hélt suður til náms, ég norður. Ég saknaði vinar míns. Við skrifuðumst á, hittumst einstöku sinnum og alltaf eins og við hefðum kvaðst í gær. En þó að taugin milli okkar væri sterk átti hún enn eftir að styrkjast. Stefán eign- aðist fyrir eiginkonu frænku mína og trúnaðarvin, Huldu dóttur Maggýjar móðursystur minnar og Sigmundar. Þau höfðu ætíð verið mér sem aðrir foreldrar. Stefán gat ekki eign- ast betri förunaut. Það vissi ég manna best og það sýna börn þeirra. Þeim og öðrum ástvinum Stefáns votta ég samúð mína, óska þeim til hamingju með að hafa átt slíka foreldra og bið þeim blessunar Guðs. Stefán kveður síðastur Frið- bjarnarbarna. Anna lést í fyrra, einstök öndvegiskona og skör- ungur. Hana þekkti ég best þeirra systkina að Stefáni slepptum. Enn ljóma stjörnur vorsins. Þær vöktu á djúpum vorhimni alla ævileið okkar, hvort sem byr var hagstæður eða storm- urinn í fang. Og þær lýsa enn þegar góður drengur er genginn. Ólafur Haukur Árnason. Þegar Stefán Friðbjarnarson kom til starfa á ritstjórn Morg- unblaðsins á árinu 1974 voru enn mjög náin tengsl á milli blaðsins og Sjálfstæðisflokksins. Geir Hallgrímsson var formaður Sjálfstæðisflokksins og myndaði ríkisstjórn það ár eftir einn glæstasta kosningasigur í sögu flokksins. Hann var jafnframt stjórnarformaður Árvakurs hf., útgáfufélags blaðsins. Fjórum árum seinna varð Sjálfstæðis- flokkurinn að þola mikinn ósig- ur í borgarstjórnar- og þing- kosningum og það sumar varð grundvallarbreyting á meðferð blaðsins á málefnum flokksins, sem var innsigluð fimm árum síðar, sumarið 1983, með form- legum hætti. Stefán var af kynslóð sjálf- stæðismanna sem voru hollir flokki sínum og forystumönnum hans og hafði reyndar sjálfur verið einn helzti forystumaður hans á Siglufirði um skeið. Hann hóf störf sem þingfrétta- ritari og sat þess vegna þing- flokksfundi flokksins um skeið en varð jafnframt einn af leið- arahöfundum blaðsins. Í því fólst að taka þátt í leiðarafund- um á hverjum morgni, þar sem rætt var um efni leiðara og Staksteina næsta dags og ákveðið hver skyldi taka þau skrif að sér þann daginn. Segja má að við Stefán höfum því set- ið slíka fundi saman í tæpan aldarfjórðung, nánast alla virka daga ársins. Framan af voru það einungis ritstjórar blaðsins og trúir og traustir sjálfstæðismenn sem sátu þá fundi og tóku þátt í þeim skrifum. Á seinni hluta starfstíma Stefáns hafði orðið á því umtalsverð breyting. Það þurfti ekki lengur flokksskír- teini til að sitja þá fundi og meiri áherzla var lögð á að breikka efnisval í þeim skrifum og til þess þurfti fjölbreyttari hóp með breiðari þekkingu og ólíkar skoðanir. Ég veitti því athygli að Stef- áni þótti þessar breytingar svo- lítið erfiðar. Hann hvatti til var- kárni og hafði með því þau áhrif á okkur sem yngri vorum að við gættum betur að okkur. Það skipti máli á umbrotatímum í samskiptum blaðs og flokks. Stefán Friðbjarnarson var einstaklega heilsteyptur og traustur samstarfsmaður. Hann hélt alltaf ró sinni í því daglega argaþrasi sem ein- kenndi ritstjórn Morgunblaðsins sem vinnustað. Ég lærði fljótt að það var hyggilegt að hlusta á gagnrýni hans og athugasemdir. Styrmir Gunnarsson. Kveðja frá ritstjórn Morgunblaðsins Stefán Friðbjarnarson var Morgunblaðsmaður. Hann tengdist blaðinu föstum böndum sem fréttaritari þess á Siglufirði um langt skeið, en þar var hann lengi áhrifamaður. Hann hafði sinnt fréttaritarastarfinu í um aldarfjórðung þegar hann flutti til Reykjavíkur og hóf störf þar sem blaðamaður og tengdist jafnframt stjórnmálaskrifum blaðsins og var í nánu samstarfi við ritstjóra um jafnlangt skeið og fyrri tengslin vörðu. Þessi beinu tengsl stóðu því í hálfa öld. Stefán naut virðingar og mik- ils trausts á blaðinu, og gilti það jafnt um ritstjórn þess og starfsmenn almennt á þessum fjölmenna vinnustað. Blaðið breyttist í tímans rás í takt við þjóðfélagið sjálft. Tími flokksblaðanna, sem svo var kallaður, stendur höllum fæti í umræðu, enda fjarri því galla- laus. En þar fór þó enginn fram undir fölsku flaggi. Tiltekinn málstaður átti verjendur og sækjendur á þessum fjölmiðlum. Taumur þeirra, sem fyrir honum fóru í almennri umræðu, var dreginn feimnislaust og stund- um minna eða jafnvel lítið gert úr sjónarmiðum annarra. Enda vitað fyrir víst að þeirra yrði gætt annars staðar. Þótt ólíkt sé um flest minnir þetta fyrir- komulag þó að nokkru á mál- flutning sem tíðkast hvarvetna fyrir dómstólum, þar sem sjón- armið beggja eða allra sem þar eiga mál undir þurfa að koma fram og þar er einnig bent á veikleika í málflutningi „and- stæðinganna“. Fyrir dómstólum er þess þó gætt að stilla áróðri og fullyrðingum í mun meira hóf en þarna var stundum gert. Jafnvel þeir, sem þá stundina eru í hvað minnstu áliti í þjóð- félaginu, fá þó fyrir dómstólum eins velviljaðan málflutning með sér eins og stætt er á. Ég á persónulega góðar minningar um Stefán Friðbjarn- arson frá því að ég var við þing- fréttaskrif á spennandi tímum og var jafnframt hlaupamaður um stjórnmálaleg dálkaskrif með námi mínu. Stefán varð fastur starfsmaður á blaðinu um þetta leyti niðri í Aðalstræti 6. Ritstjórar blaðsins voru lengi á „útkikki“ eftir ungu fólki til slíkra verka, sem var áhuga- samt um þjóðmál og, þótt það væri ekki rætt, höfð hliðsjón af því hvort það væri nokkuð upp á kant við málstað réttlætisins sem blaðið fylgdi í stjórnmála- umræðunni, þótt þess gætti miklu minna í blæ frétta en stundum er haldið fram nú. Þegar ég var í hópi þeirra sem Matthías kallaði síðar hug- vitssamlega „morgunblaðsegg- in“ vorum við staðsett í allstóru herbergi á ritstjórnarganginum norðan megin á blaðinu. Stefán var okkar næsti yfirmaður og eins konar millistykki okkar við ritstjórana. Hann var prýðilega pólitískur en mun sjóaðri þá en eggin voru. Hann var hægur og hávaðalaus, elskulegur og hátt- vís en enginn lét það blekkja sig. Því hann var mjög stað- fastur í skoðunum og fastur fyr- ir og vildi engan bjálfahátt. Stefán hafði þó gaman af því hversu baráttuglatt þetta unga fólk var. En hann var þroskaðri en það og ráðinn í því að láta það njóta þeirrar reynslu. Það kom okkur vel. Hann gerði okk- ur grein fyrir því að góður mál- staður hefði ekkert gagn af hóf- lausri fullyrðingagleði sem allir sæju í gegnum og vandaðir les- endur myndu telja hana móðg- un við sig. Enda væri það svo, þótt við ættum kannski erfitt með að trúa því, að það hefði enginn einn einkarétt á sann- leikanum. Og hann væri vand- meðfarinn, minnti stundum á fjöll sem eru „ólík sjálfum sér“ sé horft úr ólíkum áttum. Stefán var heilsteyptur, góð- gjarn og þrautreyndur blaða- maður og hertur í pólitískum eldi á heimaslóð, þar sem lengi var tekist harðar á en víðast á landinu. Það var gott fyrir ung- viðið að njóta hans á mótunar- skeiði og frábært fyrir blaðið að búa að krafti hans og velvild svo lengi. Fyrir það er þakkað á kveðjustund. Davíð Oddsson. Ég kynntist Stefáni Frið- bjarnarsyni þegar hann sat í stjórn Ríkisspítalanna árin 1978-1995. Stóran hluta þess tíma var hann varaformaður stjórnar og vegna þessa kynnt- ist ég honum meir en ella hefði verið. Stefán var einhver sá hóg- værasti maður sem ég hef kynnst. Hann hafði enga þörf fyrir að láta á sér bera. Hann mætti vel undirbúinn á alla fundi. Ef honum fannst þau gögn sem fylgdu fundarboðum ekki nægja óskaði hann eftir frekari upplýsingum. Með Stefáni í stjórninni voru margir öflugir einstaklingar; þingmenn, embættismenn og fagfólk. Formaður stjórnar var skipaður af ráðherra, aðrir stjórnarmenn kosnir af Alþingi og starfsmönnum. Varaformað- ur var kosinn af öðrum stjórn- armönnum. Eftir að Stefán var kosinn varaformaður í fyrsta sinn var hann ávallt endurkjör- inn samhljóða. Flestir stjórnar- meðlima höfðu mikla þekkingu á málefnum spítalans og heil- brigðisþjónustu. Þegar Stefán tók til máls á fundum var öllum ljóst að þótt heilbrigðisþjónusta væri ekki hans „fag“ var mál- flutningur hans þannig að eftir var tekið. Hann var sannkall- aður þungavigtarmaður. Áherslur hans voru skýrar. Hagsmunir spítalans og starfs- fólks voru honum ávallt ofarlega í huga en hagsmunir sjúklinga þó ætíð í fyrsta sæti. Ég velti því stundum fyrir mér í tengslum við umræður um spítala og heilbrigðiskerfið al- mennt, hvort það hafi ekki verið missir fyrir heilbrigðiskerfið að stjórnir stofnana þess voru lagðar niður. Stjórnir sem skip- aðar eru einstaklingum með eiginleika eins og þá sem Stefán hafði til brunns að bera eru hverri þjóð mikils virði. Það voru mikil forréttindi að fá að starfa með Stefáni. Ég sendi aðstandendum hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Davíð Á. Gunnarsson. ✝ GuðbjörgElent- ínusdóttir fæddist á Búðareyri við Reyðarfjörð 1. ágúst 1929. Hún lést 7. maí 2019 á Hjúkr- unarheimilinu Droplaugar- stöðum. Foreldrar Guð- bjargar voru Guð- rún Guðmundsdóttir, fædd 27. september 1894, og Elentínus Jónsson, fæddur 15. apríl 1897. Maður Guðbjargar er Sigurjón Sig- urðsson, fæddur 17. mars 1926. Guðbjörg og Sig- urjón eignuðust tvo syni, Ellert Rúnar og Rafn. Útför Guð- bjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 20. maí 2019, klukkan 15. Fátt er dýrmætara í lífinu en gott samferðafólk. Þegar rifjaðar eru upp minningar um Guðbjörgu og fjölskyldu hennar raðast upp minningabrot um gjöfula sam- veru frá bernskudögum og allar götur síðan. Það var stutt á milli fólks á Tunguveginum, litlu götunni þar sem ég ólst upp í Hafnarfirði. Fjölskyldurnar voru barnmargar, lífsbaráttan víðast hörð og í mörgu að snúast hjá fullorðna fólkinu við vinnu og heimilisrekst- ur. Engu að síður lét fólkið sér annt hverju um annað. Í næsta húsi bjuggu öðlingarnir Elentínus og Guðrún aðflutt austan af fjörð- um, ásamt ástkærri einkadóttur Guðbjörgu eða Guggu eins og hún var oftast kölluð. Guðrún átti við veikindi að stríða og var því að mestu bundin heima. Það var því á vísan að róa fyrir litla telpu að banka upp á og fá að koma til hennar í eldhúsið. Barninu var tekið með kostum og kynjum, rætt við það um alla heima og geima eins og fullorðna mann- eskju og ekki létu trakteringarn- ar á sér standa – kleinur og kringlur vættar í mjólkurkaffi. Þar var líka fyrsta skrefið að læsi tekið, sem fólst í því að læra að þekkja bókstafina á Rafha-elda- vélinni með aðstoð þeirra mæðgna. Gugga var einstaklega aðlað- andi kona, kvik í hreyfingum, sí- brosandi og hláturmild. Hún var gædd góðum gáfum og vönduð til orðs og æðis. Hún starfaði lengi í Apóteki Hafnarfjarðar og síðar í Reykjavíkurapóteki við af- greiðslustörf, þar sem margir fengu að njóta hlýlegs viðmóts hennar. Á sjötta áratugnum kynntist hún Sigga. Blikið í aug- unum leyndi sér ekki þar sem þau gengu brosandi og leiddust hönd í hönd. Miklir kærleikar voru með þeim hjónum alla tíð: Gugga og Siggi. Maður minntist varla á annað án þess að geta hins. Ekki leið á löngu áður en drengirnir þeirra tveir; Ellert Rúnar og Rafn komu í heiminn. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að passa þá litla og hlaut m.a. að launum rokkpils og peysu, sem mér þótti öðrum flíkum flottari. Alltaf var framlag barnfóstrunnar lofað og fráleitt að hún þyrfti að hlýða á umvandanir, jafnvel þótt beygla kæmi í splunkunýjan Pedigree- barnavagn vegna árekstrar við ófyrirséða fyrirstöðu. Gugga og Siggi reistu glæsilegt hús við Erluhraun og til stóð að foreldrar Guggu byggju þar með þeim í sérstakri íbúð. Guðrún andaðist áður en til þess kom en Elentínus var í heimili hjá þeim til dauðadags. Á námsárum okkar Ingvars leigðum við hjá Guggu og Sigga. Nábýlið var mikið, en sam- búðin áreynslulaus, skemmtileg og góð. Og ekki var leigan íþyngj- andi. Nú var það Kristín dóttir okkar sem naut barngæsku þeirra eins og ég hafði gert áður. Þau hjónin yfirgáfu síðar Fjörðinn og fluttu til höfuðborg- arinnar, þar sem þau bjuggu æ síðan. Þrátt fyrir gæfuríkt og gott líf þurftu Gugga og Siggi að tak- ast á við mótlæti á lífsleiðinni. Harmur var að þeim kveðinn, þegar Ellert Rúnar veiktist og lést langt fyrir aldur fram. Áfall- inu tóku þau af æðruleysi og sam- heldni. Síðustu árin glímdi Gugga við veikindi og þurfti að dvelja á sjúkrastofnun. Fjölskylda Rafns hefur verið Guggu og Sigga hjart- fólgin og barnabörnin og barna- barnabörnin miklir gleðigjafar. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina og fyrir að hafa átt trausta vináttu Guggu og fjölskyldu hennar. Við Ingvar og fjölskylda mín vottum Sigga, Rafni og fjölskyldu hans okkar einlægustu samúð. Megi minningin um mæta konu lifa. Auður Hauksdóttir. Guðbjörg Elentínusdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,afi og langafi, BRAGI HLÍÐBERG, Hofakri 5, Garðabæ, lést á hjartadeild Landspítalans 14. maí. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju, Garðabæ, miðvikudaginn 22. maí klukkan 13. Ingrid Hlíðberg Ellert Þór Hlíðberg Anna María Gestsdóttir Jón Baldur Hlíðberg Ásta V. Njálsdóttir Kristín Hlíðberg Ástvaldur Erlingsson Hrafnhildur Hlíðberg Magnús J. Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, MAGNÚS ÞÓR JÓNASSON frá Grundarbrekku í Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum laugardaginn 25. mai klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Kristniboðssjóð Hvítasunnukirkjunnar í Vestmannaeyjum. Þórarinn Magnússon Elín Ósk Magnúsdóttir Sævar Þór Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.