Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Atvinnuauglýsingar
Interviews will be held in
Reykjavik in May and June
For details contact:
Tel.:+ 36 209 430 492
Fax:+ 36 52 792 381
E-mail: omer@hu.inter.net
internet: http://www.meddenpha.com
Study Medicine and Dentistry
In Hungary “2019”
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Dalbraut 18-20 Brids kl. 13.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Línudans kl. 10. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30.
Félagsvist kl. 13. Handavinnuhorn kl. 13-15. Gáfumannakaffi kl. 14.30.
Síðasti dagur til skráningar og greiðslu fyrir vorferðina. Hugmynda-
bankinn opinn kl. 9-16. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar
í síma 411 2790.
Furugerði 1 Bókmenntahópur kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur kl.
11.30-12.30, ganga kl. 13, botsía kl. 14, kaffisala kl. 14.30-15.30. Annan
hvern mánudag sirka: Helgistund í staðinn fyrir botsía. Annan hvern
mánudag: Opin fjöliðja með leiðbeinanda / opin fjöliðja frá kl. 10-16.
Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7.30 /8.15 /15. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9.30.
Liðsstyrkur. Sjál kl. 10.15. Kvennaleikf. Ásg. kl.11.15. Gönguhópur fer
frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Zumba í
Kirkjuhv. kl. 16.15.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofan kl. 8.30-16.
Útskurður m/leiðb. kl. 9-16. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45. Leikfimi Helgu
Ben kl. 11-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9, handavinna, kl. 9 Boccia, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15
Canasta.
Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, handavinna/ Bridge kl.
13, jóga kl. 17, félagsvist kl. 20.
Hraunsel Kl. 9 myndmennt, kl. 11 Gaflarakórinn, kl. 13 félagsvist
Hjallabraut, kl. 10-16 Fjölstofan.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9,
útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga með Carynu kl. 10 og samverustund kl.
10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun kl. 13, frjáls spilamennska kl.
13 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 9 í Borgum í dag, ganga kl. 10
frá Grafarvogskirkju og frá Borgum. Félagsvist kl. 13 í Borgum og
prjónað til góðs í Borgum frá kl. 13 í dag. Allir velkomnir.
Seltjarnarnes Gler, neðri hæð félagsheimilisins kl. 9. og 13. Leir,
Skólabraut kl. 9. Billjard, Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum
kl. 10.30. Jóga í salnum, Skólabraut kl. 11. Handavinna, Skólabraut kl.
13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun þriðjudag verður
sameiginleg ferð félagsstarfsins og kirkjunnar . Farið frá Skólabraut
kl. 8.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Spænsku-námskeið kl. 13.30.
Kennarar frá Spænskuskólanum Háblame
mbl.is
alltaf - allstaðar
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
✝ Reimar Charl-esson fæddist á
Eskifirði 22. jan-
úar 1935. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 10. maí
2019.
Foreldrar Reim-
ars voru hjónin
Charles Magn-
ússon, f. 10. ágúst
1908, d. 26. okt
1984, vegaverk-
stjóri og Helga Hjartardóttur,
húsmóðir f. 17 ágúst 1905, d. 2.
júní 1990.
Systur Reimars eru Erla, f.
2. febrúar 1933, gift Magnúsi
Bjarnasyni, f. 15. des. 1930, og
Anna Magnea, f. 27. feb. 1946,
gift Reyni Gunnari Hjálmtýs-
syni, f. 21. sept. 1946.
Fyrri eiginkona Reimars er
Erna Hartmannsdóttir, f. 16.
júní 1935.
Börn þeirra: 1. Heiða Björk,
f. 29. mars 1955, gift Magnúsi
Karlssyni, f. 19. júlí 1952, sonur
þeirra er Arnar Karl Magn-
ússon, f. 9. apríl 1974. 2. Krist-
ín Helga, f. 14. des. 1956, börn
hennar og Sigurvins Ein-
arssonar, f. 15. feb. 1954, eru
dóttur, f. 19. sept. 1958, synir
þeirra eru Björn Leví, f. 4. nóv.
1995, og Sigurður Darri, f. 30.
nóv. 1997, synir Óskars og
Margrétar Óskarsdóttur, f. 1.
des. 1962, af fyrra hjónabandi
eru: Andri, f. 22. nóv. 1980,
Hjálmar, f. 15. júlí 1986, og
Trausti, f. 11. des. 1987. 3.
Lára Gyða, f. 5. júlí 1968, börn
hennar og Níelsar Hafsteins-
sonar, f. 2. júlí 1968, eru Haf-
steinn, f. 30. nóv. 1998, og
Kamilla Ása, f. 6. ágúst 2007.
Reimar lauk verslunarprófi
frá Samvinnuskólanum árið
1954, hann var bæjargjaldkeri í
Vestmannaeyjum 1954-1956,
starfaði hjá bókaútgefandanum
Norðra 1957, hjá útflutnings-
deild SÍS 1958, þar af hjá skrif-
stofu SÍS í Harrisburg, Penn-
sylvaníu í Bandaríkjunum
1959-1962, hjá búsáhaldadeild
SÍS frá 1962, þar af deild-
arstjóri frá 1963-1980. Fram-
kvæmdastjóri Bátalóns í Hafna-
firði 1980-1981, framkvæmda-
stjóri Trésmiðjunnar Víðis
1981-1983. Reimar hóf eigin at-
vinnurekstur 1983 með Íslensk-
skandinavíska verslunarfélagið
og RC hús og starfaði hjá RC
húsum út starfsferil sinn.
Útför Reimars fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 20. maí
2019, klukkan 13.
Daði, f. 7. okt.
1974, d. 20. feb.
1989, Erna, f. 1.
júlí 1980, Einar, f.
22. júní 1992. 3. Jó-
hann Ingi, f. 26.
júlí 1958, d. 2. maí
2009, giftur Sig-
urlínu Önnu Hall-
dórsdóttur, f. 29.
ágúst 1959. Börn
þeirra eru Dag-
bjartur Ingi, f. 11.
des. 1978, og Rúna Lind, f. 7.
feb 1982. 4. Linda Sólveig, f.
23. jan. 1970, sonur hennar og
Rúnars Guðjónssonar, f. 26.
apríl 1965, er Arnór Gauti, f.
11. janúar 2007.
Eftirlifandi eiginkona Reim-
ars er Björg Hjálmarsdóttir, f.
1. júní 1933. Börn hennar og
Bergs Óskarssonar, f. 19. apríl
1930, d. 25. des. 1998, og stjúp-
börn Reimars eru: 1. Sigrún, f.
14. október 1956, gift Tony Ar-
cone, f. 17. jan. 1954. Dætur
Sigrúnar og Óskars Ársæls-
sonar, f. 25. júní 1956, eru:
Björg Rún, f. 14. október 1979,
og Katrín Ósk, f. 14. október
1979. 2. Óskar, f. 20. september
1961, giftur Jóhönnu Björns-
Elsku fallegi pabbi minn með
broshýru brúnu augun þín.
Erfiðri og sársaukafullri bar-
áttu við illskeyttan sjúkdóm er
lokið.
Ég var alltaf mikil pabbastelpa
og það var svo gott að fá hlýtt
faðmlag og knús frá þér, því af
hlýju áttirðu nóg að gefa.
Þær eru margar og góðar
minningarnar sem flögra um hug-
ann þessa dagana, t.d. allar sum-
arbústaða- og skíðaferðirnar.
Heitt kakó á brúsa, nesti og hald-
ið af stað í fjallið. Við Lára Gyða
nutum þess að fara á skíði með
þér, við þrjú saman á góðri
stundu.
Þú talaðir ekki beinlínis af þér
svona dagsdaglega heldur naustu
þess að hlusta á skvaldrið í okkur
stelpunum þegar við komum sam-
an. Þú brostir breitt þínu fallega
brosi og hafðir gaman af þessari
týpísku kvennaumræðu um fatn-
að og dægurmál eða hin ýmsu
heimsmál sem þurfti að kryfja.
Ótrúlegt hvað þú entist að hlusta
á okkur því að í hita leiks liggur
okkur ekki beinlínis lágt rómur.
Þú þessi rólyndismaður, það var
aldrei að sjá að þér leiddist það.
Elsku pabbi, takk fyrir alla
hlýjuna sem einkenndi þig, fal-
legu samverustundirnar og
gleðina sem þú gafst okkur. Við
elskum þig og söknum.
Þín
Linda.
Elsku pabbi.
Þú varst eins og himnasending
fyrir litla fimm ára föðurlausa
stelpu sem þráði ekkert heitar í
lífinu en að eignast pabba.
Ég var búin að reyna að fá
hvern iðnaðarmanninn á fætur
öðrum, sem vann við blokkina
okkar nýju fínu, í kaffi til hennar
mömmu. Með þeim orðum að hún
ætti alltaf eitthvað gott með
kaffinu. Ég var úrkula vonar um
að finna henni mannsefni þegar
þú birtist.
Þú varst einstaklega fallegur,
hlýr og með yndislegustu brúnu
augu sem ég hef séð. Ég hafði
aldrei áður séð fallegri mann. Þú
tókst mig strax í fangið og þar sat
ég löngum stundum og knúsaði
þig. Manstu hvað ég skoðaði þig
hátt og lágt og kíkti meira að
segja upp í þig. Þetta hefðu ekki
allir þolað en frá þér stafaði alltaf
ást og umhyggja.
Svo giftist þú henni mömmu
u.þ.b. ári seinna og þá fannst mér
ég loks eiga hina fullkomnu fjöl-
skyldu. Ég var reyndar afskap-
lega hneyksluð yfir því að
mamma klæddist blárri buxna-
dragt og þið giftuð ykkur eld-
snemma að morgni, í ofanálag
tókuð þið prestinn með ykkur til
Spánar. Þetta fannst lítilli stelpu
nú óttalega púkalegt.
En hjónabandið var farsælt og
ég er óskaplega þakklát þér fyrir
að hafa gengið mér algerlega í
föðurstað og verið systkinum
mínum svo góður. Þú sást ekki
sólina fyrir mömmu og barst hana
á örmum þér alla tíð.
Það fylgdi þér lítil stelpa, hún
Linda, og þar eignaðist ég litla
systur, sem hafði einmitt líka ver-
ið á óskalistanum.
Þú varst óþreytandi að fara
með okkur í Sædýrasafnið, ísbílt-
úra í Hveragerði, í sumarbústað-
inn og svo upp í Bláfjöll á skíði,
sem mér þótti svo gaman
Takk fyrir öll árin sem þú hef-
ur verið með okkur.
Ég elska þig, yndislegi pabbi
minn.
Hvíldu í friði og megi englarnir
vaka yfir þér.
Þín
Lára Gyða.
Elsku Reimar minn.
Það er ótrúlega skrítið að þú
sért ekki lengur hjá okkur. Þú
skilur eftir þig stórt skarð sem
ekki verður fyllt.
Ég gleymi aldrei þegar ég sá
þig fyrst; dökkur yfirlitum með
falleg brún augu, fjallmyndarleg-
ur og bálskotinn í mömmu minni.
Það var þannig að mömmu
langaði að gefa Láru Gyðu dúkku.
Hún sagði mér að gamall vinur
hennar frá Eiðum ynni í Sam-
bandinu í leikfanga- og búsá-
haldadeild. Hún hafði samband
við þig og spurði hvort hún mætti
ekki senda dóttur sína, mig, til að
kaupa dúkkuna af þér. Þú hélst
nú ekki og sagðir að hún yrði að
koma sjálf og sækja dúkkuna, þar
hófst samband ykkar.
Ég gleymi aldrei símtalinu sem
ég fékk svo frá þér þegar ég var
au pair-stúlka í Boston og þú
baðst mig um hönd mömmu. Með
þessu sýndir þú mér mikla ást og
virðingu sem ég hef ávallt kunnað
að meta.
Þann 23. apríl 1975 genguð þið
í það heilaga og var það upphafið
að löngu og farsælu hjónabandi
ykkar.
Þú varst sérlega handlaginn og
það var ekkert sem þú gast ekki
gert. Þú hlóðst beð, bjóst til læki
og tjarnir, byggðir sumarbústað,
pússaðir, lagaðir og þvoðir bílana
þar til þeir voru eins og speglasal-
ur, málaðir bæði veggi og á striga
og svo mætti lengi telja. Svo
söngstu eins og engill og varst
lunkinn bæði í golfi og á skíðum.
Mamma er mikið jólabarn og
hún lagði mikla áherslu á að velja
fallegt jólatré. Eitt árið vildi svo
illa til að á Þorláksmessu þegar
tréð var tekið úr netinu var það
allt morkið og nálarnar hrundu af.
Nú voru góð ráð dýr. Öll fjöl-
skyldan skundaði í blómabúðina
Alaska á Miklatorgi til að kaupa
nýtt tré, en það var ekki um auð-
ugan garð að gresja, öll tré nánast
uppseld. En við fundum einmana
furutré úti í einu horninu sem var
hálf vanskapað, kræklótt og sköll-
ótt, en við tókum það heim.
Mömmu var ekki skemmt, jólin
nánast ónýt, en þú áttir ráð við
því, keyptir nokkrar auka furu-
greinar, boraðir göt á stofninn,
límdir greinarnar í götin og viti
menn, þarna var komið hið falleg-
asta jólatré.
Það var örugglega ekki auðvelt
að koma inn á heimilið með mig,
dyntótta gelgjuna, og Óskar bróð-
ur, skapmikinn og ákveðinn, en
alltaf tókst þér að kljást við okkur
á þinn rólega og yfirvegaða hátt.
Litla systir Lára Gyða dýrkaði
þig og dáði og fékk loksins pabb-
ann sem hún hafði þráð svo heitt.
Það eru margar fallegar minn-
ingar sem ég á um þig og eiga eft-
ir að ylja mér um ókomin ár, eins
og yndislegan tíma í sumarbú-
staðnum, fríin á Flórída og frá-
bært frí á Tenerife þegar þú
varðst áttræður. Þetta eru þó að-
eins brot af minningum um góðan
mann og yndislegan föður.
Þín verður sárt saknað.
Hvíl í friði.
Þín
Sigrún.
Hlýtt bros og útbreiddur faðm-
ur er það fyrsta sem kemur upp í
hugann þegar komin er kveðju-
stund. Mamma og Reimar
kynntust fyrst á unglingsárum á
Eiðum, síðan tók lífið sína stefnu,
þau giftust fyrri mökum sínum
og eignuðust börnin með þeim.
En lengi lifir í gömlum glæðum
og það var fullþroskað fólk sem
tók saman í kringum þjóðhátíð-
arárið 1974, bæði með börn af
fyrra hjónabandi. Hlutverk
stjúpforeldranna er ekki alltaf
auðvelt, en það hlutverk leysti
Reimar af nærgætni og skyn-
semi, eftir því sem aldur og
þroski stjúpbarnanna leyfði. Þol-
inmæðin sem hann sýndi upp-
reisnargjörnum unglingi þess
tíma verður seint fullþökkuð.
Reimar var íþróttamaður að
upplagi, stundaði íþróttir á
unglingsárum og golf síðar, þar
sem hann náði þeim draumi allra
kylfinga að slá holu í höggi.
Hann spilaði bridge og var í
spilaklúbbi með félögum sínum
sem flestir höfðu unnið hjá Sam-
bandinu. Reimar var frímúrari
og á tímabili virkur í þeim sam-
tökum. Hann var listrænn, mál-
aði myndir, söngelskur og söng á
tímabili með Skagfirsku söng-
sveitinni.
Starfsferillinn var alla tíð á
vettvangi viðskipta og hugur
hans og kapp tók mið af því. Í
hjónabandi mömmu og Reimars
var eitt sem ekki fór framhjá
neinum og það var ást og virðing
hans til eiginkonunnar, hann
gerði einfaldlega allt sem hún
óskaði. Heimili þeirra var íburð-
armikið og fallegt og lögðu þau
bæði mikið á sig til að halda þar
öllu nánast fullkomnu. Í því hlut-
verki var Reimar vakinn og sof-
inn og kemur fyrst upp í hugann
garðurinn þeirra í Rituhólum 10
og sumarbústaðurinn Hraun-
prýði í Grímsnesi þótt margt
annað mætti líka nefna. Þau
hjónin ferðuðust mikið um allan
heim og áttu gott líf saman.
Reimar var glaður, hress í
bragði og dagfarsprúður í besta
lagi. Þrátt fyrir það var hann
dulur og þegar litið er til baka
átti hann ekki oft frumkvæði að
samskiptum þó að alltaf tæki
hann vel á móti þeim sem til hans
sóttu. Heilsa Reimars fór versn-
andi síðustu árin og dugnaður og
elja, sem lengst af voru sterk-
ustu persónueinkenni hans, fóru
að gefa eftir. Margar góðar
stundir höfum við átt með þeim
mömmu í gegnum tíðina en á síð-
ustu árum fórum við að gefa
þeim gjafir í formi „óvissuferða“.
Þær ferðir voru margar og
ánægjulegar, allt frá því að fara
út að borða eða í ferðalag til Dan-
merkur, um Vestfirði eða til
Vestmannaeyja svo eitthvað sé
nefnt. Í þessum ferðum nutum
við okkar vel og fundum hversu
mikils hann mat samveruna.
Við Jóhanna sendum mömmu,
fjölskyldunni allri og vinum
Reimars okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Minning um góðan dreng lifir.
Óskar Bergsson.
Reimar Charlesson
Elsku amma mín.
Mikið sakna ég
þín mikið.
Besta amma í öll-
um heiminum.
Nú ertu komin á betri stað og
ert með honum afa. Það var alltaf
gaman að koma til ykkar í Lamba-
selið, þú að baka eins og venjulega
og við afi að spila veiðimann.
Stundum fórum við systkinin í
Matthildur
Kristensdóttir
✝ MatthildurKristensdóttir
fæddist 4. ágúst
1943. Hún lést 27.
apríl 2019.
Útför Matthildar
fór fram 8. maí
2019.
heita pottinn að
spjalla, en aldrei var
vatn í pottinum. Þeg-
ar eitthvert okkar
kom til þín eftir að
hafa meitt sig varst
þú vön að knúsa og
segja „þetta grær
áður en þú giftir þig“
og þá varð allt betra.
Þú ert amman sem allir
þrá.
Alltaf mun ég elska þig og dá.
Lífið þú gerir betra fyrir mig.
Heppin ég er að eiga þig að.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Þín ömmustelpa,
Elísabet Unnur Hrólfsdóttir.