Morgunblaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Veldu öryggi
SACHS – demparar
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
„Síðasta sumar hafði ég verið að
skrifa sögur og átti sex smásögur
sem mig langaði að gefa út. Ég var að
velta því fyrir mér hvernig ég ætti að
gera það, hef náttúrlega aldrei gefið
út áður, þegar mér barst til eyrna
þessi samkeppni. Ég ákvað bara að
slá til og senda sögurnar inn,“ segir
Birnir Jón Sigurðsson, sigurvegari í
rafbókasamkeppni Forlagsins, Nýjar
raddir. Smásagnasafn hans, Strá, var
gefið út í lok apríl á rafbókar- og
hljóðbókarformi og hefur hlotið góða
dóma. Samkvæmt umsögn dóm-
nefndar eru smásögur Birnis kraft-
miklar og áleitnar sögur úr samtím-
anum, sem eru myndrænar, skapa
sterkt andrúmsloft og koma erindi
sínu vel til skila.
Aðspurður hvort Birni finnist sárt
að bókin komi ekki út í áþreifanlegu
formi segir hann vissulega leiðinlegt
að geta ekki snert hana. „Þetta er
samt líka áhugavert í sambandi við
nýjar neysluvenjur og hefðir. Þarf
allt endilega að vera gefið út á papp-
ír? En jú, mér finnst það smá sárt.
Það væri gaman að sjá hana svona í
„lifandi lífi“ fyrir framan sig,“ segir
Birnir og hlær.
Þrír rauðir þræðir í sögunum
„Mér finnst samt þægilegt að þetta
sé líka hljóðbók. Það eru margir sem
lesa ekki rafbækur, eiga ekki tækin
eða finnst óþægilegt að lesa af skjá en
þeir geta þá allavega hlustað á hana,“
Birnir las sjálfur inn á hljóðbókina og
fannst það skemmtileg reynsla. Hann
tekur undir þá tillögu að með því að
hlusta á bókina geti lesandi heyrt
rödd höfundarins bókstaflega í gegn-
um bókina. Birnir segir að hægt sé að
finna þrjá rauða þræði í smásögunum
sex í bókinni. „Þetta eru yfirleitt per-
sónur sem standa á einhvers konar
krossgötum og taka ákvörðun um að
beygja í ákveðna átt í sínu lífi,“ segir
hann. Birnir segir að annar rauður
þráður í bókinni snúist um að persón-
urnar séu oft miklir einfarar og ein-
kennist af ákveðnum einmanaleika.
„Dæmi um þetta er saga um eldri
konu sem verður vitni að dauðsfalli í
gufubaði. Í kjölfarið áttar hún sig á
því að hún á engan vin og fer því að
reyna að skoða líf sitt út frá því. Hún
hefur verið einfari allt sitt líf og bara
notið þess,“ segir hann. „Annar ein-
fari í bókinni er garðyrkjumaður.
Hann er í raun einfari vegna þess að
hann finnur sig best í náttúrunni.
Hans bestu augnablik eru þegar hann
er einn úti, liggur í blautu beði og
finnur fyrir sjálfum sér verða að jarð-
vegi. Þaðan tek ég kannski „slædið“
yfir í þriðja og stærsta þemað sem er
náttúran.“
Birnir segist sjálfur vera mikill
náttúruunnandi og segir íslenska
náttúru hafa veitt sér mikinn inn-
blástur við skrifin. Nafn bókarinnar,
Strá, segir hann að tengist einnig
beint við þemu bókarinnar.
Strá einkenni íslenskrar náttúru
„Mér finnst strá vera einkennandi
fyrir íslenska náttúru. Alls staðar eru
einhver lítil strá að stingast upp.
Þetta tengist líka einfaranum og ein-
manaleikanum. Þessar sögur fjalla
um persónur sem standa einar.“
Bókarkápuna hannaði Halla Sigríður
Margrétardóttir en Birnir segist
ákaflega sáttur með hana. „Þetta eru
flæður, árfarvegir, sem tengjast í
þræði, rætur og einhvers konar líf-
æðar. Áin er náttúrlega lífæð lands-
ins og plánetunnar.“
Birnir segist hafa byrjað að skrifa
af alvöru upp úr 18 ára aldri en hann
er 26 ára í dag. Hann telur þó að
skrifin hafi blundað í honum frá
barnæsku. „Þegar ég var sex ára
sagðist ég ætla að verða geim-
rithöfundur þegar ég yrði eldri. Ég
held að ég hafi verið að hugsa mér að
fara út í geim en vera samt að skrifa
bækur,“ segir Birnir og hlær. Hann
segist hafa byrjað á að skrifa bæði
ljóð og smásögur í kringum 18 ára
aldurinn. Hann varð á þeim tíma
hluti af Fríyrkjunni, sem var
skáldskaparhópur ungs fólks á
Íslandi, þar sem ljóð hans, og fleiri
ungra skálda, voru gefin út í lítilli
bók.
Drifkraftur í samkeppninni
Birnir segist enn yrkja töluvert af
ljóðum meðfram öðru en hafi ekki
gefið neitt út enn. „Það er kannski
kominn tími á það, nú þegar maður
er kominn inn í „forlagsgrúppuna“,“
segir Birnir hlæjandi. „Annars hef ég
líka skrifað leikrit, Plöntur og skrif-
borð, sem var sýnt á Ungleik fyrir
um fjórum árum. Þannig að þetta
hafa verið svona þrír miðlar sem ég
hef verið að skrifa í, ljóð, smásögur
og leikrit. Það hefur allt verið í kring-
um einhverjar svona samkeppnir,
störf eða svoleiðis, þannig að það er
bara mjög viðeigandi að gefa út bók í
samkeppni,“ segir hann. „Það hefur
alltaf verið góður drifkraftur fyrir
mig að vita að ég fái borgað fyrir
skrifin eða að þetta verði hluti af ein-
hverju, verði gefið út og lesið eða sett
upp sem leikrit.“ Birnir er nú að
klára sviðshöfundabraut í Lista-
háskóla Íslands en lokasýning verks
sem hann leikstýrði var á föstudag-
inn var.
Telur gildin breytt
Birnir segist helst vilja starfa við
eitthvað sem tengi miðlana þrjá sem
hann hefur beitt sér í. Hann segist
vera til í að starfa í leikhúsi og skrifa
meðfram því. „Síðan hugsa ég að ég
fari í einhvers konar aktívisma. Þetta
eru svo stórir tímar sem við lifum á,
þar sem loftslagsbreytingar eru yfir-
vofandi yfir öllu. Mannkynið sjálft
þarf að fara í heildarendurskoðun á
því hvert það vill stefna. Maður þarf
einhvern veginn að endurhugsa allt í
nýju samhengi. Maður hefur alist upp
við þau gildi að maður geti orðið hvað
sem er, gert hvað sem maður vill
gera. En núna, allt í einu, líður mér
eins og það sé aðeins að breytast. Að
gildin snúist meira um að hlúa að
jörðinni í kringum þig. Þú getir ekki
lengur gert hvað sem er, þú verðir að
hjálpa lífríkinu og hjálpa tegundinni
okkar að halda sér á floti. Það þarf
svolítið að kafa ofan í þessa hluti og
skoða svo hvert maður vill stefna í
kjölfarið. Ég held að listin sé góður
vettvangur til að rannsaka þetta nán-
ar,“ segir Birnir alvarlega og bætir
við að hann vilji endurspegla þessa
hugsun í verkum sínum. Hann segir
að útskriftarverkefni sitt í Lista-
háskólanum fjalli til að mynda mikið
um hraðann í samfélaginu og tengsla-
leysi sem hann telur vera að mynd-
ast. Þar sé augum beint að því hvern-
ig einstaklingar reyni að svala
tengslaleysinu í gegnum neyslu.
Tengslaleysi og einmanaleiki
fer vaxandi í samfélaginu
Birnir segir að áhersla sín á ein-
manaleikann, í smásagnasafninu Strá
og fleiri verkum, tengist beint við
loftslagsvandann. „Efnahagurinn í
dag er drifinn áfram af athygli. Við
erum öll með tæki í vasanum sem
fyrirtæki nota fyrir auknar auglýs-
ingatekjur. Hagkerfið er drifið áfram
af því að reyna að næla í athygli fólks.
Það er það sem ég hef verið að rann-
saka,“ segir Birnir. „Mér finnst þetta
vera ástæðan fyrir því að tengslaleysi
og einmanaleiki er vaxandi í okkar
samfélagi. Tengslin eru að rofna að-
eins. Bæði tengslin fólks á milli og
fólk-náttúra-tengslin. Eins og ég segi
er meginþráðurinn í smásagna-
safninu mínu náttúran og ást á nátt-
úrunni.“ Birnir vitnar í fræðikonuna
Donnu Hathaway þegar hann segir:
„Við getum sameinast jörðinni þegar
við áttum okkur á því að við erum
sjálf bara jarðvegur. Við erum ekki
bara ein lífvera sem stendur and-
spænis náttúrunni heldur erum við
sjálf lífkerfi. Í þörmum okkar er fullt
af örverum og bakteríum án hverra
við gætum ekki lifað. Við erum í raun
náttúran, lífkerfi jarðarinnar er hluti
af okkur. Um leið og við áttum okkur
á þessu er miklu auðveldara að hafa
samúð með öllu sem við sjáum í
kringum okkur.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ætlaði að verða geim-rithöfundur
Birnir Jón Sigurðsson vann rafbókasamkeppni Segir listina vettvang til að rannsaka samfélagið
á tímum loftslagsbreytinga Kraftmiklar og áleitnar sögur úr samtímanum að mati dómnefndar
Endurhugsa „Maður þarf ein-
hvern veginn að endurhugsa
allt í nýju samhengi,“ segir
Birnir Jón Sigurðsson.