Morgunblaðið - 20.06.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 20.06.2019, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 því Haraldur var um árabil með far- þegaflutninga um Skagafjörð og til Haganesvíkur í Fljótum og rak af- greiðslu fyrir farþegaflutninga á milli Akureyrar og Borgarness fyrir BSA. Þá þjónaði verslun Haraldar flóa- bátnum Drangi sem um tíma sigldi á milli Akureyrar og Sauðárkróks á meðan Öxnadalsheiðin var ófær að vetri til. Sá Haraldur þá um að flytja farþega Drangs í Varmahlíð og það- an komust þeir í rútum áfram suður. Farþegaafgreiðsla var í versluninni allt til ársins 2006, þegar nýir aðilar tóku við því verkefni að flytja farþega milli Akureyrar og Reykjavíkur. Árið 1954 stofnaði Bjarni vöru- flutningafyrirtæki, til að flytja vörur á milli Sauðárkróks til Reykjavíkur. Á þessum tíma var Bjarni orðinn vanur akstri um þjóðvegakerfi þess tíma, hafði í fjögur ár ekið rútu hjá Norðurleiðum, á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Bjarni hafði eignast International-vörubíl aðeins 18 ára, þegar foreldrar hans gáfu honum bíl- inn í tilefni bílprófsins 1948. Vöruflutningana starfrækti Bjarni samhliða versluninni allt til ársins 2001 en eftir að hann byrjaði að starfa við verslun föður síns 1959 dró verulega úr akstrinum og hann réði til sín bílstjóra. Bensíndælur hafa verið við versl- unina síðan 1930, þegar Haraldur tók við umboði BP, er síðar varð Olíu- verzlun Íslands, Olís. Er verslunin með allra elstu starfandi umboðs- aðilum Olís og hefur félagið heiðrað Bjarna fyrir störf sín öll þessi ár. Seldi meira en Kaupfélagið „Ég tók við góðu búi, pabbi og mamma voru vel liðin, bæði hér á Sauðárkróki og úti í sveitunum. Þau voru hjálpsöm og máttu ekkert aumt sjá. Pabbi var duglegur að selja bændunum Deutz-dráttarvélar og ýmis landbúnaðartæki og eitt árið seldi hann meira en Kaupfélagið, þá þótti mér gaman,“ segir Bjarni og hlær dátt. Íbúar á Króknum á árum áður nutu greiðvikni og lipurðar kaup- mannshjónanna, m.a. þess að taka út vörur í reikning sem var greiddur mánaðarlega eða þegar aðstæður leyfðu, eða jafnvel alls ekki. Í grein Sölva í Skagfirðingabók má m.a. lesa frásögn sem lýsir vel greið- vikni hjónanna. Kom Guðrún stund- um niður í verslunina með brúna inn- kaupatösku, sem hún átti, og tíndi í hana eitt og annað. „Haraldur lét svo sem hann sæi það ekki. Síðla dags, gjarnan þegar farið var að skyggja á vetrartíð, fór hún með töskuna og gaf fólki það sem í henni var; hún vissi hvar þörfin var brýnust,“ segir í grein Sölva. Bjarni erfði þessa góðvild og hefur þótt ráðagóður og skemmtilegur kaupmaður. Alltaf með tilbúin svör á takteinum og ávallt til þjónustu reiðubúinn. Einhverju sinni var hann spurður hvernig reksturinn gengi. „Þetta er allt í góðu lagi, ég næ þessu upp á veltunni,“ á Bjarni að hafa sagt. Spurður um sannleiksgildi þessarar sögu brosir kaupmaðurinn sínu blí- ðasta brosi og spyr á móti: „Næsta spurning?“ Bara nefndu það! Ekki hafa margar verslanir náð að starfa í 100 ár og búðin hans Bjarna er ein örfárra þar sem vörur eru enn þann dag í dag afgreiddar yfir búðar- borðið. Þegar komið er inn í versl- unina sést fljótt að tíminn hefur nán- ast staðið í stað, innréttingar eru þær sömu og á afgreiðsluborðinu eru tvær vogir, önnur hefur verið í notk- un frá árinu 1941 en hin er safn- gripur, með merki danska konungs- ins og var notuð frá 1919 til 1941. „Ja, það er nú erfitt, drengur minn,“ segir Bjarni og ræskir sig, spurður hvað honum finnst standa upp úr í aldarsögu verslunarinnar. „Það fyrsta sem mér dettur í hug er fjölbreytt vöruúrval. Hérna höfum við selt alla matvöru nema kjöt, við höfum verið með fatnað, búsáhöld og álnavöru, gjafavörur, olíuvörur og bensín, bara nefndu það.“ Vöruúrvalið kemur skiljanlega fljótt upp í huga Bjarna því þar hefur sérstaða verslunarinnar legið. Í fyrr- nefndri grein í Skagfirðingabók er vitnað í vörutalningu Haraldar Júl- íussonar frá árinu 1937. Þar kennir ýmissa grasa og má þar nefna mat- vörur, vefnaðarvörur, járnvörur, barnaleikföng, hreinlætisvörur, pappírsvörur, súkkulaði, krydd, brauð, skófatnað, tóbak, leirtau, málningu og smurolíu. Oft bankað bakdyramegin Bjarni nefnir einnig atorkusemi foreldra sinna. Þau hafi verið drif- kraftar í samfélaginu og lagt sitt af mörkum. Þannig var Haraldur meðal stofnenda Útgerðarfélags Sauðár- króks og meðal frumkvöðla Verzl- unarmannafélags Sauðárkróks og Náttúrulækningafélags Íslands ásamt Jónasi Kristjánssyni og fleirum. Guðrún átti lengi sæti í sókn- arnefnd Sauðárkrókskirkju, starfaði með Kvenfélagi Sauðárkróks og var meðal stofnenda félags sjálfstæðis- kvenna á Króknum. „Það var alltaf mikill erill á heim- ilinu og margt fólk, bæði í versluninni og á heimilinu. Þó að lokað væri klukkan sex var oft bankað á kvöldin hérna bakdyramegin til að redda hinu og þessu. Ég man að eitt að- fangadagskvöldið var bankað um hálfsjöleytið og beðið um grænar baunir með hangikjötinu.“ „Þau vilja að ég hætti“ Þegar Bjarni er spurður hvað hann ætli sér að halda versluninni lengi gangandi kemur smáhik, horfir síðan brosandi á blaðamann og segir: „Þau vilja nú að ég fari að hætta!“ Þar vísar hann til fjölskyldunnar en Bjarni á tvær dætur, þær Guð- rúnu Ingibjörgu og Helgu, og soninn Lárus Inga. Dæturnar eignaðist hann með fyrrverandi eiginkonu sinni, Maríu Guðvarðardóttur, en þau skildu árið 1960. Guðrún Ingibjörg býr í Danmörku og er gift Poul Sörensen. Helga er gift Hafsteini Hasler og búa þau í Garðabæ. Eigin- kona Bjarna er Ásdís Kristjánsdóttir, móðir Lárusar Inga, en hann er gift- ur Aldísi Hafsteinsdóttur í Hvera- gerði. „Það verður bara að koma á dag- inn hvenær ég hætti. Ég hef ennþá gaman af þessu vafstri og finnst gam- an að hitta fólk,“ segir Bjarni, sem verður níræður á næsta ári. Hann hefur lengið verið með aðstoðarfólk í versluninni en afgreiðslutíminn hefur styst, er nú alla virka daga frá kl. 10 til 12, og 13-18. „Ef ég þarf eitthvað að skreppa frá þá loka ég bara.“ Verslunin hefur staðið af sér mikl- ar breytingar í viðskiptum. Þegar mest lét voru um 30 verslanir starf- andi í norðurbænum á Sauðárkróki en þær eru heldur færri í dag. Bjarni saknar þessara tíma en hann vill þó gera lítið úr þeirri skemmtilegu nafngift að hann sé „bæjarstjórinn í norðurbænum“. Bjarni segist hafa eignast marga góða vini sem ráku verslanir við Aðalgötuna en þeir eru flestir fyrir margt löngu farnir yfir móðuna miklu og fyrirtækin ekki lengur til staðar. „Ég myndi vilja sjá meira líf í gamla bænum, eða norðurbænum eins og við köllum hann gjarnan. Vonandi rætist úr þessu safni sem er að rísa hérna á móti. Við þurfum að fá fleiri ferðamenn í bæinn,“ segir Bjarni og á þar við sýndarveru- leikasafnið 1238 The Battle of Ice- land, sem nýlega var opnað á Sauð- árkróki. Við hlið verslunar Bjarna er svo lundasafn er nefnist Puffin & Friends en við Aðalgötuna standa m.a. veitingahús, ölkrá, blómaversl- un, ljósmyndaverslun, bakarí, hár- snyrtistofa, gistihús og verslanir. „Ég fæ ferðamenn oft til mín en þeir koma aðallega til að skoða versl- unina, kaupa nú ekki mikið. Ætli þeir haldi ekki að ég sé orðinn safn- gripur,“ segir hann og glottir. Þetta má nú til nokkuð sanns vegar færa en fyrir um 15 árum var Byggðasafn Skagfirðinga í samstarfi við verslun- ina, um að varðveita hana sem minn- isvarða um hverfandi verslunar- og viðskiptahætti. Þá stóð tæpt að versl- uninni yrði lokað en hún lifir enn, sem og Bjarni. „Kannski að ég endi hérna sem safnvörður á tíræðisaldri, hver veit, ef einhver vill kaupa þetta og varð- veita söguna,“ segir kaupmaðurinn að endingu, kátur að vanda. Bílstjórinn Bjarni Haraldsson ungur að árum, líklega 12-13 ára, glaðbeittur við glænýjan Studebaker-pallbíl föður síns, með númerinu K-24. Bjarni erfði það núm- er og er með samnefnt einkanúmer á fólksbíl sínum í dag. Fjölskyldan Guðrún I. Bjarnadóttir og Haraldur Júlíusson ásamt börn- um sínum, Maríu og Bjarna, í Lystigarðinum á Akureyri upp úr 1935. VIÐ TENGJUMÞIG KORTA býður uppá örugga greiðsluþjónustu og hagkvæm uppgjör. Posar, greiðslusíður, áskriftagreiðslur eða boðgreiðslur. Greiðslumiðlun er okkar fag. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir S ími 480 0400 // jotunn@ jotunn.is // www. jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras maxipodium 500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.